Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.1968, Blaðsíða 5

Stúdentablaðið - 01.02.1968, Blaðsíða 5
STÚDENTABLAÐ 5 i DAGAR OG HEILAGIR timabils, stefnu eða höfundar. Ekki var unnt að sjá, að valið væri sérstaklega miðað við þroska þess fólks sem læsi það. Auk þess var gengið fram hjá þýðingum erlendra bókmennta. öðru máli gegndi um útgáfu Skólaljóða. Sú bók er ætluð börnum og ungling- um í skyldunámi. Samt sem áð- ur voru tekin í það safn ljóð sem lítið erindi eiga við fólk á því aldursskeiði. Engar handbækur handa kennurum fylgdu þessum kynningarritum, aðeins lítilfjör- legar orðaskýringar. Kristján J. Gunnarsson gaf þó út með Skóla- ljóðum eins konar leiðbeiningar. Sú bók er reyndar dæmigerð um handbragð þeirra manna sem sí- fellt eru að gefa út bókmennta- verk, en hafa hvorki menntun né hæfileika til þess að inna' slíkt sómasamlega af hendi. 1 annan stað virtust þessir útgefendur hafa beig af samtímabókmennt- um; aðeins litill hluti þessara bóka var helgaður þeim. Á fyrirfaranda hausti hefur for- lagið svo ætlað að bæta úr þessu; það gefur út safn ljóða eftir nokk- ur lifandi skáld. Erlendur Jóns- son, bókarýnir Morgunblaðsins, kunnur af einkennilegum skrif- um um bókmenntir í það blað, hefur séð um útgáfu þessa verks, sem nefnt er Nútímaljóð handa skólum. Erlendur ritar inngang að bókinni og kynnir hvern ein- stakan höfund. Innganginum er skipt niður í kafla: Hvað er ljóð?, Skáldskapur og veruleiki, Hvað er fegurð?, Form og efni, „B6k- menntagildi", og loks Ljóðalestur. Eins og "sjá má af þessari upp- talningu, er ekki ráðizt á garð- inn, þar sem hann er lægstur. HöfunJur reynir hér að rita um og skýra hugtök, sem hingað til hafa reynzt óskýrgreinanleg, og flestir bókmenntafræðingar sneiða hjá eða nota í mjög afstrakt merkingu, enda heyra þau fagur- fræði til, en það er einmitt sú afturganga, sem fæstir gagnrýn- endur vilja vekja upp á ný. Er- lendur Jónsson getur sem von- legt er lítið nýtt selt I sumblið; hann endurbakar aðeins gamlar lummur; ræðir aldnar hugmyndir og reynir að blása í þær lífi með því að höfða til veruleikans, oft- ast með hjálp lágkúrulegra sam- líkinga. En hann gerir sig og sek- an um að mistúlka þessar klissjur. Archibald Mac-Leish á t.d. ekkí við með orðunum, a poem should not incjin but be, að „lesandinn eigi að skynja fegurð hvers verks eins og hann skynjar fegurð lands- ItOOttiiWliK lags, litar og tóns" (leturbreyting mín), heldur, að ljóðið sé I sjálfu sér veruleiki; það skírskoti ekki neins annars; lifi sínu eigin lífi. Inngangsorð Erlendar Jónsson- ar eru á köflum lipurlega samin. En honum virðist ekki vera ljóst fyrir hverja hann var að semja þennan formála. Hann hefur greinilega ruglazt á sýknum dög- um og heilögum; það sem hæfir bókmenntaunnendum Morgun- blaðsins hentar ekki skólafólki. Þess vegna hefði verið ákjósan- legt, að hann hefði byggt inn- ganginn á annan veg upp; gert hann að leiðarvísi að því hvernig gerst má lesa ljóð; sýnt hvernig nýja gagnrýnin vinnur, lýst vinnubrögðum hennar. (Einna næst þessu kemst hann í kaflan- um Form og ef ni). Og hann hefði átt að fjalla um þau hugtök sem sameiginleg eru bundnu máli og óbundnu, svo sem hrynjandi, lík- ingar osfrv. og lýst rækilega þeim lögmálum, sem ríkja bæði innan hinna svokallaðra rímaðra ljóða og órímaðra, en ekki ritað mark- leysu um stuðla og höfuðstafi og hina svokölluðu formbyltingu. Og í stað gagnlítilla upplýsinga um hvert einstakt skáld, t.d. „Þor- steinn Valdimarsson er skáld ljóð- rænna tilbrigða", hefði hann bet- ur búið skólafólki einhver verk- efni í hendur, lagt fyrir þau spurningar, lagt að þeim að skrifa ritgerðir um einstök kvæði. 1 eftirmála gerir Erlendur Jónsson grein fyrir vali slnu. Hann hefur tekið upp I kverið ljóð eftir þau skáld sem ekki eru orðin fimmtug. Þessi vinnu- brögð eru áþekk því þegar börn- um er raðað niður í bekki eftir aldri. Og þó svo að þessi háttur sé hafður á, vantar I bókina ljóð eftir tvö skáld, sem þar ættu tví- mælalaust að vera: þá Stefán Hörð Grímsson og Jónas Svafár. Ljóðagerð síðustu ára verða ekki gerð nein viðhlítandi skil, nema ljóð þeirra séu tekin með. Enn- fremur sætir það furðu, að Dag- ur Sigurðarson, Guðbergur Bergs- son, Steinar Sigurjónsson og Bald- ur Ragnarsson skuli ekki eiga kvæði í þessu kveri. Þá er þess að gæta að það sem venjulega er kallað nútímaljóðlist á sér langa og merka sögu. Brautryðj- endur stefnunnar, ef stefnu skyldi kalla, ættu skilið að fá veglegan sess í ljóðaúrvali sem þessu. Hvers vegna voru ljóð eftir Stein Steinarr ekki valin? Og það nær heldur ekki nokkurri átt, að ljóð þeirra Halldórs Laxness, Snorra Hjartarsonar og Jóns úr Vör, skuli vera hafnað á þeirri forsendu, að þeir séu eldri en fimmtugir. Og hví ekki að taka ljóð eftir Jóhann Sigurjónsson og Jóhann Jónsson með í slíkt kynningarrit ? Ég ætla mér ekki að ræða hér val einstakra Ijóða. Það er ávallt matsatriði hvaða ljóð skulu tekin með í slíka bók; hafa verður í huga, að hún er ætluð skólafólki; eftir því verður að sniða henni stakk. Frágangur þessa kvers er snöggtum skárri en Lesbókar I- IV og Skólaljóða; myndskreyt- ingin er illa gerð, sérstaklega myndirnar af höfundunum. Ríkis- útgáfa námsbóka hefur ekki enn fengið listamann til að lýsa bæk- ur sínar. I þeim efnum kyssir for- lagið enn sem fyrr rassinn á ösku- busku. Sverrir Tómasson. Pylsurnar í fánalitunum Ég verð að gera eina játn- ingu, þótt ekki þyki fínt. Ég er ákaflega þjóölegur i mér. Mér þykir til að mynda vœnt um öll rit, sem komið hafa út fyrir 1900 og fjálla um íslenzk frœði. (Ég a gott safn, að mestu keypt hjá Sigurði Ben). Ef þingeyska þjóðliðið vœri enn við lýði, fylgdi ég því áreiðan- lega fast að málum. Eg held mikið upp á rit Benedikts frá Hofteigi, enda þótt Ölafur Ragnar Grimsson mundi senni- lega telja mig til þekkingar- kynslóðarinnar. Ég veit, að þið kallið þjóðlega stefnu veik- leika, nú d tímum alþjóða- hyggju. En mér er fullkomlega Ijóst, að eigi þjóðin að losna úr þeirri andlegu spennitreyju, sem austurblokkin er sifellt að reyna að reima að henni, verð- ur almenningur í landinu að standa vörð um þjóðlega menn- ingu, jafnvel þótt það kosti fleiri menn á listamannalaun. Ég vil strax taka fram til þess að fyrirbyggja misskilning, að ég sœki ekki hugmyndir mín- ar í blaðið Frjálsa Þjóð, sem ég les gjarnan, enda þótt ég viti, að ég yrði kallaður menntakommi, ef upp kœmist. Ég kem þá að kjarna málsins. Nokkrir ungir menn, allt stúd- entar, hafa stolið hugmyndum mlnum um þjóðlega þjóðhátíð. Ég hef margsinnis imprað á þessu i bréfum minum í Vel- vakanda, enda fœ ég þar álltaf inni, sökuvi þess, að my opin- ons falla öllum vel í geð og skaða ekki mannorð neins. Ilingað til hef ég þó látið um- gengnisvenjur manna í blokk- um mig mestu skipta. Ég get samt sem áður hrósað mér o/ þvl að hafa fyrstur vakið máls á, að mjólkurhyrnum yrði val- inn þjóðlegur búningur, sem og varð. Pö ég vilji efla þjóðernis- kennd vora, má enginn skilja orð mín svo, að ég sé að ráðast á vinaþjóð vora í vestri, sem hefur eins og kunnugt er, gert gangskör að þvi að flytja þjóð- lega islenska menningu til vest- urheims, sbr. Leif Ericson og his day. Tillögur mínar eru i stuttu máli sagt: við getum ekki losað okkur við þann ál- þjóðlega brag, sem þegar er kominn á þjóðhátiðina. Við verðum að kosta kapps um að skapa þjóðhátíðina 17. júnl eins þjóðlega og okkur er unnt. Við getum byrjað á þvi að selja allar blöðrur hátiðarinnar með mynd sjálfstœðishetjunnar, Jóns Sigurðssonar á; pylsur skulu vera litaðar fánalitunum. Það mun áreiðanlega gleðja blessuð börnin. Á hverjum sölu- skúr skal hengdur borði, hvar á stendur: ,$g vil elska mitt land". Gunnar og Bessi, eða kannski Ómar geta kveðið dróttkvœði við undirleik Júmbó og Stjána. Þjóðbúningurinn er aðalvandamálið. Eins og hann er i dag, er hann gamaldags, þ.e.a.s. „not interesting". Við verðum að gera hann alþjóð- legan. Við verðum hugsa um, hvað vinir vorir í vestri halda um okkur. Ég legg til að teikn- ari verði fenginn til þess að sníða þjóðbúning vorn eftir klœðanði þeirra Flintstones Þá er ekki að efa, að unga kynslóðin tekur hann upp. Með þökk fyrir birtinguna. Þjóðólfr. scomnm Wm SAM VINNAN Samvinnan er vandaðasta, fjölbreyttasta og tiltölulega ódýrasta tímarit íslendinga Flytur að staðaldri greinar um þjóðmál og alþjóðamál, bókmenntir, leikhúsmál, kvikmyndir, myndlist, tónlist, trúmál, vísindi og tækni auk smásagna og ljóða. I síðasta hefti 1967 fjölluðu ellefu sérfróðir menn um alla helztu þætti íslenzks sjávarútvegs. Fyrsta hefti 1968 kemur út í lok febrúar og f jallar að meginefni um ísland og umheiminn. Þar fjalla tíu menn um ýmsa þætti í samskiptum Islendinga við aðrar þjóðir. Nýir áskrifendur fá tvö síðustu hefti 1967 ókeypis. Áskriftarsíminn er 17080.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.