Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.05.1970, Page 4

Stúdentablaðið - 01.05.1970, Page 4
4 STÚDENTABLAÐ SENNILEGA BYRJAÐ í SUMAR á nýbyggingu Verkfræði- og raunvísindadeildar Nýbyggingu Verkfræði- og raunvísinda- deildar hefur nú verið valinn staður á horni Hjarðarhaga og Suðurgötu, þar sem einu sinni var áætlað að hjónagarðar mundu rísa. Undirbúningsnefnd er starfandi, og er Loftur Þorsteinsson prófessor formaður hennar. Verið er að teikna húsið á teikni- stofu Skarphéðins Jóhannssonar. Það verk vinnur Ulrik Stahr arkitekt. Tillöguupp- drættir munu liggja fyrir um miðjan apríl, og síðan verða þeir lagðir fyrir Háskólaráð og Bygginganefnd Reykjavíkur. Málið er sem sagt ekki komið á loka- stig, en þó má gera ráð fyrir, að fram- kvæmdir verði hafnar síðla sumars, og byggingin verði fullgerð á tveimur til íjórum árum. Núverandi hugmyndir eru, eins og hér verður rakið, en ekki er séð fyrir, hvaða breytingum þær kunna að taka á næstu mánuðum: I fyrsta áfanga verður byggingin tvær álmur, ásamt fyrirlestrasölum og tengi- byggingu. Næst Suðurgötunni (og samsíða henni) verður efna- og eðlisfræð hús, og verður lagt kapp á að fullgera það fyrst. Það verður tveggja hæða. Á neðri hæð verða tvær kennslustofur fyrir eðlisfræði og átta lítil rannsóknaherbergi, og á efri hæð fjórar kennslustofur. Auk þess tækja- og undirbúningsherbergi. Hugsanleg er stækkun álmunnar um íjórar kennslu- stofur. Þá yrði grunnflötur efna- og eðlis- fræðiálmu 19,5x43 fermetrar. Verkfræðiálman er vestasti hluti bygg- ingarinnar, 18x60 fermetrar, tvær hæðir og kjallari. í kjallara verður bókasafn og lítið herbergi fyrir félagsstarfsemi. Á fyrstu hæð verða þrjár 18 sæta kennslu- stofur, þrjár 36 sæta, og tvær æfingastofur með undirbúningsherbergjum. í norður- enda verða skrifstofur og fundaherbergi. Tólf kennaraherbergi verða á annarri hæð og einnig fimm æfmgastofur. Það, sem mestan svip setur á þetta mannvirki, eru þrír útbyggðir fyrirlestrarsalir. Sá stærsti tekur 200 manns í sæti, og verður hann notaður fyrir allar deildir skólans, en hinir verða 80 og 100 manna. Undir sölunum verða kaffístofur nemenda og kennara og aðstaða fyrir félagsstarfsemi. — Þá er aðeins ólýst tengibyggingunni, sem verður kjallari og ein hæð. Niðri verða fata- geymslur fyrir 500 manns og snyrting, en uppi er áætluð setustofa, auk þess sem þar verður aðalinngangur. Húsið er miðað við þarfir Verkfræði- og raunvísindadeildar Háskóla íslands, eins og búizt er við að þær verði árið 1975. Stækkunarmöguleikar eru síðan til austurs um eina álmu. Kostnaðarverð þess, sem nú er fyrirhugað að byggja, er um 110 millj. króna. Bráðabirgðalikan af nýbyggingu Verkfræði- og raunvísindadeildar, sem rísa á á horni Hjarðar- haga og Suðurgötu.

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.