Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.05.1970, Side 5

Stúdentablaðið - 01.05.1970, Side 5
STÚDENTABLAÐ 5 BYGGT Á TVEIMUR HÆÐUM Framkvæmdir við Lagadeildarhúsið hefjast í júní Nú mun undirbúningur að fyrirhugaðri byggingu Lagadeildarhúss kominn á það góðan rekspöl, að sennilegt má telja, að byggingaframkvæmdir geti hafízt í júni- niánuði. Staðsetning hússins mun vera fullákveðin, en teikningar hafa ekki verið endanlega samþykktar af hlutaðeigandi valdhöfum. Formaður byggingarnefndar hússins, Jóhannes L. L. Helgason háskóla- ritari, tjáði Stúdentablaði, að áætlaður hyggingartími væri eitt og hálft til tvö ár, °g ætti að vera unnt að taka húsið að einhverju leyti í notkun skólaárið 1971-72. nieð byggingu Lagadeildarhúss mun hús- rými Háskólans aukast verulega. Bæði er, að húsnæði mun losna í „gamla“ skólan- um, svo að ætla má, að Lagadeild muni ekki takast að fullnýta hið fjögurra hæða hús, sem fyrirhugað er að reisa, án „að- stoðar" annarra deilda. Er því gert ráð fyrir slíkri „aðstoð“, á meðan Lagadeild hefur enn ekki þörf fyrir fullnýtingu hús- næðis síns. Engu að síður er húsið byggt nteð þarfir Lagadeildar að öllu leyti fyrir augum. Lagadeildarhúsið mun verða á lóðinni loksins Gunnlaugur Halldórsson arkitekt hefur nú verið fenginn til að vinna að heildar- skipulagi háskólalóðarinnar. Gert er ráð fyrir að hann skili tillögum á þessu ári. norð-vestan Nýja garðs, austan háskóla- stígsins, en þar mun aðalinngangur húss- ins verða. Eins og áður er getið, telur húsið fjórar hæðir. Á fyrstu hæð verða tvær 55 sæta kennslustofur, auk 90 sæta fyrirlestrasalar. Fatageymslur, snyrtiherbergi, eldhús og setuskáli munu verða á fyrstu hæð. í kjall- ara hússins verða geymslur fyrir allan skólann. Á annarri hæð verður 80 sæta lessalur fyrir stúdenta og fjórar 20-25 sæta seminarstofur. Einnig verður vél- ritunarherbergi stúdebta á þessari hæð. Bókasafn deildarinnar, nokkurs konar úti- bú frá Háskólabókasafni, fær all gott rými i norðurenda þriðju hæðar hússins. Ekki verður nein lestraraðstaða þar, því að hér er um útlánabókasafn að ræða. í safninu verður þó setkrókur, þar sem tímarit munu liggja frammi. „Orator“, félag laga- nema, fær einnig ágæta aðstöðu hér, um fjörutíu fermetra herbergi. Syðri hlutar þriðju og fjórðu hæðar verða eins í stórum dráttum. Á hvorri hæð verða fjögur her- bergi fyrir prófessora, auk seminarher- bergja og „rannsóknaherbergja.“ í norður- hluta fjórðu hæðar verður skrifstofa deild- arinnar, kaffistofa prófessora og tvö her- bergi fyrir kennara. Auk þess verður þarna 25 manna seminarherbergi, sem jafnframt verður fundarherbergi deildarinnar. Á hverri hæð verður rúmgóður setskáli, líkt og í Árnagarði. Húsið verður 40 metrar að lengd og 12,5 metrar á breidd, eða samtals um 8250 rúmmetrar. Kostnaður er áætlaður 45 milljónir króna. Teikningar eru unnar af Garðari Halldórssyni arkitekt, undir stjórn Húsameistara ríkisins, sem er arkitekt hússins. Séð á austurhlið væntanlegs húss Lagadeildar, samkvæmt ófullgerðu vinnulíkani á teiknistof- unni. Byggingunni er ætlaður staður milli Nýja Garðs og gamla skólahússins.

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.