Stúdentablaðið - 01.05.1970, Blaðsíða 12
12
STÚDENTABLAÐ
Ólafur Thóroddsen:
ÚTGÁFUFÉLAG
i.
Til óheilla var á undangengnum árum, að
félagslegir kraftar og áhugi margra stúdenta
brunnu upp í persónulegu og pólitísku karpi,
enda náði starfsemi SFHÍ fyrstu þrjú árin
ekki þeirri festu, sem eðlileg hefði mátt
teljast. Útgáfustarfsemi félagsins var furðu
laus í reipum.
Persónulegt og pólitískt karp hefur í
vetur að mestu vikið fyrir jákvæðum vilja
til sameiginlegra átaka. Það er ekki til um-
ræðu hér; þess eins skal getið, að bæði
meiri- og minnihluti stjórnar SFHÍ hafa
veitt ritnefnd Stúdentablaðs fyllsta stuðn-
ing og ritnefndarmenn því getað einbeitt
sér að málefnum blaðsins, í stað þess að
eiga í sífelldum útistöðum. Vegna þessa
hefur útgáfa blaðsins eflzt og traustur íjár-
hagsgrundvöllur verið unninn. Starfið í
vetur ætti að verða áfangi til aukinnar efl-
ingar blaðsins. Því þó aðeins, að ráðandi
aðilar í SFHÍ og aðrir komi sér saman um
tilhögun útgáfunnar framvegis og reyni ekki
að draga útgáfumálin, sem einkum eru
framkvæmdalegs eðlis, inn í annarlegar
deilur.
II.
Því hefur verið hreyft, að Stúdentablaðið
og Vettvangur ættu að sameinast. Margt
mælir með þeirri sameiningu. Útgáfuaðilar
yrðu þá væntanlega SFHÍ og SHÍ. Hætta
kann að vera á sundurlyndi milli þessara
aðila, og verður að búa vel um hnútana, ef
til sameiningar kemur, og engu að síður, ef
Stúdentablaði er ætluð áframhaldandi efling
og SFHÍ er eitt útgefandinn. Vil ég drepa á
nokkur atriði í því sambandi, án þess að
hafa sameiningu við Vettvang sérstaklega í
Huga. Þessi atriði taka einkum til fjárhags-
legra og rekstrarlegra þátta útgáfunnar,
enda vart ágreiningur um, að blöð stúdenta
eigi að vera opin öllum skoðunum.
III.
SFHÍ gefur út eftirtalin rit: Stúdentablað,
Stúdentablað 1. desember, Rit Stúdenta-
akademíu, Andrá.
Stúdentablað 1. desember. Hefð er komin á
efnisval og útlit, og sýnist ástæðulaust að
víkja stórvægilega frá þeirri hefð. Sérstök
ritnefnd annast um útgáfu blaðsins.
Stúdentablað og Andrá. Broti Stúdenta-
blaðs var breytt síðastliðið haust, eins og
kunnugt er. Þótti tímaritsbrot betur við
hæfi blaðsins, en einnig voru ástæður fyrir
breytingunni fjárhagslegar, þar eð tímarits-
STÚDENTA
brot leyfír meiri auglýsingar en dagblaða-
brot, án þess að gengið sé á hlut efnisins.
Blaðið í vetur hefur haft á sér svip tímarits-
ins, þótt það hafi einnig flutt „fréttir“.
Blaðið hefur ekki verið selt, en auglýsingar
staðið undir útgáfukostnaði. Sérstök rit-
nefnd annast um útgáfu blaðsins.
Andrá er ætluð sem fréttablað SFHÍ.
Blaðið hefur verið fjölritað og búningur
verið breytilegur. SFHÍ kostar útgáfuna.
Andrá hefur sérstaka ritnefnd.
Rit Stúdentaakademíu. Kemur út einu
sinni á ári og fjallar mestmegnis um fræði-
störf stjörnuhafans. Selt í lausasölu, en nú
er jafnframt ætlunin að reyna að afla ein-
hverra styrkja til útgáfunnar. Stúdenta-
akademía er í lausum tengslum við SFHÍ,
og hljóta akademíumenn að ákveða til-
högun Akademíurits hverju sinni.
***
Eins og að ofan greinir, sýnist ekki ástæða
til stórbreytinga á 1. desemberblaðinu, og
efnisval Akademíurits er þegar nokkuð af-
markað. Rétt væri að draga skýrari linur
milli Stúdentablaðs og Andrár. Stúdenta-
blað ætti fremur að verá tímarit um háskóla-,
mennta- og þjóðmál og kæmi út 4-6 sinnum
á ári í núverandi broti, en Andrá hálfs-
mánaðarlegt fréttablað innan Háskólans,
8-12 síður í sama broti og Stúdentablað.
Útgáfa Andrár yfir veturinn yrði þá sam-
tals ca. 150 síður. Stúdentablað og Andrá
hefðu sína ritnefndina hvert.
IV.
Er ekki full mikið færzt í fang, ef SFHÍ
gefur út hálfsmánaðarlegt fréttablað innan
skólans, tímarit, vísindarit og hátíðarrit?
Stúdentar stefna að auknum áhrifum í
þjóðfélaginu. Tímarit, Stúdentablað, sem
prentað væri i þúsundum eintaka og ætti
sér stóran lesendahóp utan raða stúdenta,
væri ómetanlegt afl í þeirri baráttu. Af eðli
málsins leiðir, að slíkt blað er ekki vett-
vangur fyrir frásagnir af félagslífi háskóla-
stúdenta eða dægurdeilur. Því verða blöðin
að vera tvö, Stúdentablað, timarit í háu upp-
lagi og fyrir fleiri en stúdenta, og fréttablað
fyrir stúdenta einvörðungu. Andrá. 1. des.
blaðið á sér helgaðan tilverurétt af langri
hefð, og Rit Stúdentaakademíu er nayðsyn-
legt, á meðan akademían er við lýði.
Háskólamenntaðir menn á íslandi eru
2500. Næsta haust verða stúdentar 2000.
Aðrir, bæði einstaklingar, stofnanir og fyrir-
tæki, sem ætla má, að vildu kaupa vandað
tímarit háskólastúdenta, eru varla færri en
2500. Hugsanlegur áskrifendamarkaður
Stúdentablaðs er með öðrum orðum fyrir
7000 eintök og raunhæft að ætla, að unnt
væri að afla 4000 áskrifenda. í viðbót við
þennan tekjustofn kæmi lausasala Andrár,
1. des. blaðs og Akademíurits og auglýs-
ingar. Hefur mér reiknazt til, að brúttó
tekjustofnar til að standa undir allri þessari
útgáfu séu ekki undir 1,8 milljón króna, og
ætti það að nægja fyrir heildarkostnaði.
Spumingin nú er aðeins þessi: Hafa stúd-
entar efni á að eiga ekki á að skipa sterkum
blöðum til að beita fyrir sig í baráttu sinni?
V.
Því aðeins verður þessu náð, að markmið
og leiðir séu skýrar. Gera verður áætlun
um útgáfuna til langs tíma, en ekki til nokk-
urra mánaða í senn, gæta fyllstu hag-
kvæmni og láta pólitískar sviptingar og
misvinda ekki hafa áhrif á útgáfuna. Af
þeim ástæðum og með hliðsjón af sparnaði
og hagkvæmni tel ég rétt að skilja á milli
framkvæmdastjómar og ritstjómar.
Eðlilegast virðist, að öll útgáfa SFHÍ
verði sett undir framkvæmdalega og rekstrar-
lega stjóm eins aðila, útgáfufélag SFHÍ. í
stjóm útgáfufélagsins ættu sæti 5 menn,
formaður, sem skipaður væri til eins eða
tveggja ára í senn, en skipt væri um tvo
menn árlega. Ákveðin festa er að slíku fyrir-
komulagi. Augljós hagkvæmni er að því,
að sami aðili annist um auglýsingasöfnun
og innheimtu fyrir öll ritin, svo að ekki sé
talað um árangur. Einnig lækkar útgáfu-
kostnaður í heild, ef unnt er að semja við
eina prentsmiðju, bókband og pappírssala
fyrir öll rit SFHÍ. Við slíkt fyrirkomulag,
sérstaka framkvæmdastjórn, gætu ritnefnd-
irnar, sem skipaðar væm til eins árs í senn,
einbeitt sér að blaðamennskunni, og er þar
af leiðandi að vænta betri árangurs á því
sviði en verið hefur til þessa. Þá er enn
fremur að líta til þess, að með þessu fyrir-
komulagi þyrfti stjóm SFHÍ að hafa lítil
sem engin afskipti af útgáfumálum og hefði
þar af leiðandi rýmri tíma en áður fyrir það,
sem nefna má almennt félagsstarf.
VI.
Væri æskilegra, að þetta útgáfufélag væri
hluti af Háskólaforlagi eða Félagsstofnun
stúdenta? Því vil ég svara neitandi. Blaða-
útgáfa stúdenta er annars eðlis en útgáfa
vísindalegra rita. Félagsstofnunar stúdenta
bíða mikil verk í sambandi við fyrirhugaðar
byggingaframkvæmdir, og er blaðaútgáfu
varla bætandi á stofnunina. Þetta er þó
ekki þyngst á metunum, heldur það, að ég
óttast mikla yfirbyggingu og aukakostnað,
ef útgáfa SFHÍ væri innan Háskólaforlags
eða Félagsstofnunarinnar. En fyrirtæki, sem
veltir tæpum tveimur milljónum króna á