Stúdentablaðið - 01.05.1970, Page 14
14
STÚDENTABLAÐ
Athugasemd við hugmyndir Halldórs Pálssonar
um dýrafræðikennslu
Nýlega birtist hér i blaðinu (Stúdentablað
3. tbl., 47. árg., marz 1970) viðtal við dr.
Halldór Pálsson búnaðarmálastjóra. Var
það á margan hátt mjög fróðlegt og skemmti-
legt aflestrar, enda komið víða við. í lok
viðtalsins fer dr. Halldór nokkrum orðum
um verklegt undirbúningsnám í dýrafræði,
sem hann lagði stund á við Edinborgar-
háskóla. Jafnframt ber hann námstilhögun-
ina saman við það nám í dýrafræði, sem
hann hyggur að hér fari fram: „Strax eftir
fyrsta tímann fengum við tveggja tima lotu
við að dissikera skötu. Við þurftum að finna
í henni hvert líffæri og læra að þekkja þau
. . . Svo tókum við froskinn, við tókum orma
og snigla, flugur alls konar.“ En á hinn
bóginn: „Hér er kennd dýrafræði án þess
að hafa skepnu til að dissikera . . . Hér er
bara lært, það er sko gamla aðferðin við að
læra kverið."
Mér virðist auðsætt af þessum ummælum
að búnaðarmálastjóri hefur ekki haft fyrir
því að kynna sér í hverju nám í líffræði við
Háskóla íslands er fólgið. Kennsla í líf-
fræðigreinum hófst haustið 1968, og kennsla
í samanburðarlíffærafræði dýra hófst í jan.
1970. Nám í dýrafræði er að miklu leyti
verklegt, og eru ætlaðir þrír tímar i viku
hverri í verklegar æfingar á þessu misseri.
í þessum æfingum eru tekin fyrir dæmi um
helztu fylkingar dýraríkisins, og fær hver
stúdent að skoða og kryfja ákveðnar týpur.
Óþarft er að lýsa því í smáatriðum, hvernig
æfingar fara fram að öðru leyti, tilgangur
þeirra er í fyrsta lagi sá að kenna mönnum
sjálfstæð vinnubrögð, og í öðru lagi að gefa
þeim tækifæri til að kynnast af eigin raun
fjölbreyttri byggingu helztu dýragerða.
Mér virðist full ástæða til að mótmæla
eindregið hugarburði dr. Halldórs Pálssonar
um dýrafræðikennslu okkar. Að visu má
mönnum vera ljóst, að kennsla í saman-
burðarlíffærafræði getur ekki jafnazt þegar í
byrjun á við hliðstæða kennslu í gamal-
grónum stofnunum á Bretlandseyjum. Þetta
stendur þó vonandi til bóta. Hitt tel ég mjög
miður, þegar embættismenn, sem ættu að
vita betur, láta hafa eftir sér órökstuddar
fullyrðingar, er geta orðið til þess að spilla
fyrir náttúrufræðikennslu þeirri, sem verið
er að koma á við Háskólann.
Reykjavík, 18. marz 1970
Arnþór Garðarsson
NÝJUM NÁMSLEIÐUM LOFAÐ
gerði að umtalsefni viðleitni Stúdenta-
félagsins að kynna almenningi vanda-
mál skólans og berjast fyrir úrbótum
og taldi þetta góðra gjalda vert. „En
ég ætla að biðja ykkur að drepa ekki
sjúklinginn með of miklum lyfjum“,
sagði rektor. Áreiðanlega er engin
hætta á því, því að það voru einmitt
stúdentar sem vöktu þessa stofnun til
lífsins í fyrra, og hún þolir sennilega
duglegan lyfjaskammt í viðbót.
Dr, GYLFI
„Var menntamálaráðherra í þeirri
þægilegu aðstöðu að geta vísað öllum
málum til Háskólans, þar sem honum
hefðu ekki borizt tillögur frá honum
eða deildum hans“, segir eitt dag-
blaðið í framsögn sinni um fundinn,
og rétt er það, að ráðherrann leið
engar stórkvalir á þessum Stúdenta-
félagsfundi. Þó var ráðherrann um
það spurður, hvort hann hefði ekki
gert fullmikið af því undanfarin ár að
skjóta sér undan svörum og skírskota
til Háskólans og hvort ekki þyrfti að
taka menntakerfið í heild til endur-
skoðunar. Ráðherra sagði, að milli
sín og forráðamanna Háskólans væri
allt í sátt og samlyndi og upplýsti, að
unnið væri að úttekt á menntakerfinu.
Lofaði hann fyrir sitt leyti að stuðla
að eflingu Háskólans og að bregðast
vel við tillögum skólans. Þá er og sér-
stök ástæða vegna tillagna Verkfræði-
og raunvísindadeildar að vekja athygli
á því, að nú stendur yfir endurskipu-
lagning náms í Tækniskólanum, og er
í athugun, hvort próf þaðan geti gilt
sem inntökupróf í Verkfræðideildina.
Þá er einnig í athugun með svonefnt
„teknikum“ nám við Tækniskólann,
sem tekur til ákveðinna tæknistarfa,
svo sem teiknivinnu og hönnunar.
* ♦
En hvernig sem allt veltur með til-
lögur deilda Háskólans og framkvæmd
þeirra, ætti þó eitt að koma út úr þess-
um Stúdentafélagsfundi: menntamála-
ráðherra lofaði Heimspekideild dós-
entsembætti í bókmenntum. Er ekki
ástæða til annars en að ætla, að við
það loforð verði staðið þegar í haust,
og stundum hefur slægjan eftir fundi
verið rýrari en einn dósent.
90 milljónir til
ráðstöfunar
Þegar rætt er um hinar miklu bygginga-
framkvæmdir, sem nú eru framundan hjá
Háskóla íslands, er ekki úr vegi að athuga
peningahlið málanna, hvar fáist fjármagn
til svo mikilla framkvæmda á meðan lítið
er byggt á íslandi.
I ljós kemur, að hér er um tvær upp-
sprettur að ræða. I fyrsta lagi eru nú til í
sjóði hjá Happdrætti Háskólans um 37
milljónir króna, sem bíða þess eins, að
ákvarðanir verði teknar í byggingamálum.
Á þessu ári er áætlað, að við bætist um 45
milljónir sem ágóði af happdrættinu. í
öðru lagi eru fyrir árið 1970 veittar 30
milljónir til uppbyggingar Háskólans, og
mun álíka upphæðar að vænta árlega
næstu árin frá ríkissjóði.
Þessari hlið er því borgið i bráð. Nú
þarf aðeins að taka ákvarðanir og hefjast
handa, því þörfin fyrir húsnæðið er brýn
og vaxandi.