Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.05.1970, Blaðsíða 7

Stúdentablaðið - 01.05.1970, Blaðsíða 7
stúdentablað 7 NÝJUM NÁMSLEIÐUM LOFAÐ ar Stúdentar fjölmenntu á fund SFHÍ um nýjar námsleiðir, sem haldinn var 25. febrúar í I. kennslustofu Háskól- ans. Rektor og menntamálaráðherra komu, einnig var forsetum deildanna boðið, en í fundarbyrjun skreyttu þeir fáir fundinn, þótt þeir kunni síðar að hafa tínzt inn með veggjum. Formaður SHFÍ setti fundinn og stjórnaði honum. Kvað formaðurinn rektor hafa gefið deildunum frest til 15. janúar til að skila áliti og umsögnum á grundvelli Háskólaskýrslunnar, nú væri komið að marzbyrjun, og fýsti stúdenta að kynnast tillögunum. Því væri boðað til þessa fundar. tillögur deildanna Rektor, Magnús Már Lárusson, tók þá til máls, og sagði: „Það er rétt, að ég gaf deildunum frest til 15. janúar í þeirri von að sjá eitthvað í febrúar, °g hefur mér orðið að þeirri von.“ Gerði rektor því næst grein fyrir til- lögum Verkfræði- og raunvísindadeild- ar, en þar er gert ráð fyrir styttra verk- fræðinámi, þ.e. til B.Sc.-prófs, í bygg- ingaverkfræði, véla- og skipaverkfræði, °g rafmagnsverkfræði og tekur það nám fjögur ár, einnig verði tekinn upp kennsla til fyrrihlutaprófs í eðlis- og efnaverkfræði, og hefst innritun í haust. Tillögur skoranna ganga í þá átt að auka kennslu í öðrum raungreinum, °g verður B.Sc.-prófi lokið eftir þriggja ára nám. Náminu verður skipt niður í einingar, og samsvarar ein námsein- >ng vikuvinnu. Skólaárið verður lengt unt einn mánuð frá því, sem nú er. Rektor nefndi, að í Viðskiptadeild yrði námið áfram fjögurra ára nám, en á seinni hluta verður námið sér- hæft. Laganám verður fimm ára nám, Qögurra ára almennt nám, en eitt- hvert valfrelsi verður á fimmta ári og Þá höfð samvinna við aðrar deildir. Rektor sagði og, að í Heimspekideild væru vissir möguleikar til þenslu og nefndi t.a.m. íslenzka fornleifafræði, bjóðhátta- og þjóðsögufræði. Um Læknadeild vildi rektor ekkert segja. '— Ekki er hér skýrt ítarlegar frá þessum kafla í ræðu rektors, þar eð Stúdentablaðið hefur aflað sér gagna um tillögur deildanna í meginatriðum, og verður nákvæmlega skýrt frá því efni í næsta blaði. í stuttu máli má segja, að tillögur Háskólayfirvalda beinist að því að brjóta niður deildarmúrana og að auka fjölbreytni náms með að raða saman einingum, og verði hver grein kennd á einum stað, óháð núverandi deilda- skiptingu. Kvað rektor þetta vera þróunina í þeim háskólum, sem beztir þættu erlendis. Hins vegar er ljóst, að víðtækt samstarf verður að ríkja um tillöguverð deildanna, þótt ein- hvern veginn finnist á, að svo hafi tæpast verið, en það kann að standa til bóta. HÚSNÆÐISLEYSI 1457 stúdentar eru nú innritaðir, og bætast sexhundruð við næsta haust. En „hvar á að koma mannskapnum fyrir?“ spurði rektor, en bætti síðan við, að smá pláss væri upp á að halupa, en „síðan byrjar ballið“. En húsnæði vantar nú þegar til alls, og er ljóst, að ekki verður sérhæfðri kennslu eftir tillögunum komið við nema húsnæðis- vandi skólans verði leystur. Brýnast- ur er vandi Tannlæknadeildar, og er jafnvel hætta á, að deildin geti ekki innritað stúdenta næsta haust, en skilja mátti á rektor, að lausn væri á næsta leiti. Um húsnæðismál Verkfræði- og raunvísindadeildar vísast til greinar á bls. 4. Rektor tók það þó fram, að ekki stæði alltaf á Háskólayfirvöldum, fyrst væru lóðabréfm frá Reykjavíkur- borg. En stúdentum má vera það hugg- un, að að bréfunum fengnum lætur rektor byggja fyrir það fé, sem til er og fæst, því að hann lagðist eindreg- ið á móti stofnun sérstakrar bygginga- deildar við skólann. Sagði hann betra að byggja fyrir peningana en eyða þeim í skrifstofuhald, og ætti rektor að vita jafnlangt nefi sínu í þessum efnum, því að samkvæmt sérstöku ráðherrabréfi annaðist hann um upp- byggingu Skálholtsstaðar og „hafði enga skrifstofu og konan mín svaraði í símann suður í Hafnarfirði“, eins og hann komst að orði. HVENÆR? Rektor sagði á fundinum, að stúd- entsaukningin hlyti að leita í Verk- fræði- og raunvísindadeild og í Heim- spekideild. Var hann spurður að því, hvenær tillögur Verkfræði- og raun- vísindadeildar „kæmust þá í gagnið“ og hvort kennslan ætti að fara fram að einhverju leyti á vísindastofnunum utan skólans. Rektor gaf ekki skýr svör við þessu, enda áttu tillögurnar eftir að fara fyrir Háskólaráðsfund, en varðandi vísindastofnanirnar kvað rek- tor skólann enga löngun hafa til þess að leggja þær undir sig, heldur leita samstarfs við þessar stofnanir og fá þar aðstöðu til kennslu. En því miður stæði húsnæðisleysi enn í vegi. Rektor lýsti því yfir, að tekin yrði upp kennsla í þjóðfélagsfræðum strax í haust og í félagsráðgjöf haustið 1971. Og í fram- tíðinni myndi skólinn eða Heimspeki- deild leita samstarfs við Handíða- og myndlistarskólann og Kennaraskól- ann, en í ráði væri, að þessir skólar gerðu stúdentspróf að inntökuskilyrði. „EKKI DREPA SJÚKLINGINN“ Það fannst greinilega á, að margir stúdentar voru heldur óánægðir með þau svör, er fengust á fundinum, en ekki verður annað sagt en að rektor hafi gefið góða heildarmynd af vanda- málum skólans og brugðið upp eins glöggri mynd af tillögum deiidanna og hann hafði framast tök á, þegar fund- urinn var haldinn. Þótt stúdentum fyndist skorta á skýr svör um viss atriði, verður að hafa það í huga, að unnið er af lausn þessara mála, og þau skýrast væntanlega áður en langt um líður. Rektor getur áreiðanlega treyst á stuðning stúdenta hér eftir sem hing- að til, og þakkaði hann þann starfs- frið, sem hann hefur notið í vetur og Frh. á bls. 14.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.