Stúdentablaðið - 30.05.1973, Blaðsíða 1
Efni blaðsins:
SHÍ-fréttir.
Baráttudagur verkalýðsins.
Landhelgisfundur 3. maí.
Fyrirhuguð mótmæli 31. maí.
Grein um Ferðamál eftir Erling Ólafsson.
Lyktir Garðamála
Jerry Rubin: Brennum skólana.
Sara Lidman: 1 útjaðri Hanoi.
Ingvar Hallgrímsson: Um ástand fiskstofna.
Neðanmálssagan og margt fleira.
HNEYKSLI ALDARINNAR:
Mótmælaaðgerðir fyrirhugaðar
ÍÉV.
Það er íslendingum lítill
heiður að þjóðhöfðingjar
tveggja af voldugustu ríkjum
heimsins skuli hafa valið sér
land okkar að fundarstað um
n.k. mánaðamót.
Fyrir það fyrsta ber þann
skugga á mannorð þeirra
beggja, Nixons og Pompidous,
að báðir hafa verið bendlaðir
við hneykslismál í heimalönd-
um sínum, sem benda til stór-
kostlegrar spillingar í stjórn-
málalífi landanna. „Flóðgátt-
armálið" het'ur verið það mik-
ið í fréttum að undanförnu að
óþarft er aö rekja gang þess
hér, en persóna Nixons for-
seta hefur beðið við það mik-
inn álitshnekki jafnt heima fyr-
ir sem utanlands. Ekki eru
ýkja mörg ár síðan upp komst
um stjórnmálasvindl í Frakk-
landi, en þar var þó skinni
Pompidous bjargað að mestu.
Væntanleg kjarnorkutilraun
Náttúrufræðinemar álykta
Félag Náttúrufræðinema við
Háskóla íslands lýsir ánægju
sinni með fyrirhugaða heim-
sókn þjóðmæringanna Nixons
og Pompidous. Félagið vill
benda á og þakka þær merku
tilraunir sem þessar mannvits-
brekkur stunda og hafa áform
um að gera á sviði náttúru-
verndarmála. Vert er að minn-
ast stórkostlegrar tifraunastarf-
semi á þoli skóga og gróður-
lendis gagnvart eiturefnum, líf-
eðlisfræðilegar athuganir á þoli
mannfólks gagnvart sársauka
og andlegum píningum og síð-
ast en ekki sízt þol lífvera
gagnvart geislun, en það getur
komið sér vel í væntanlegri
kjarnorkustyrjöld. Við viljum
því skora á alia íslendinga að
sýna einhug í fagnaðarlácum
umhverfis þá fóstbræður og
kyssa á skóþeirra og gefa þeim
í nefið ef þeir vilja. Einnig
viljum við bjóða þá velkomna
í Árnagarð að fífla þar menn-
ingarverðmæ- i vor.
Reykajvík, 11. maí.
Félag Náttúrufræðinema.
Frakka á S-Kyrrahafi hefur
vakið reiði manna víða um
heim og segja má, að Pompi-
döu beri skugga þess máls með
sér hingað.
Uggvænlegt er þó til þess
að hugsa, að- mál þau, sem
hér koma til með að bera á
gónta milli forsetanna, kunna
að varða öryggi og lífshags-
muni Islands og fjölda ann-
arra smáþjóða víða um heim.
Það er því .engan veginn að
ófyrirsynju, sem SHÍ, SÍNE,
ÆSÍ, - Herstöðvaandstæðingar,
Víetnamnefndin o.fl. hafa sent
frá sér harðorðar mótmælayf-
irlýsingar gegn fyrirhuguðum
fundi forsetanna.
Þann 10. maí sendi SHl frá
sér eftirfarandi yfirlýsingu:
Stúdentaráð HÍ lýsir yfir
eindreginni andstöðu sinni við
fyrirhugaða heimsókn R. M.
Nixon forseta Bandaríkjanna
og Pompidous forseta Frakk-
lands til íslands og viðræður
þeirra á íslenzkri grund.
Astæða þessarar afstöðu
Stúdentaráðs er fyrst og fremst
sú, að heimboð íslenzku ríkis-
stjórnarinnar og viðræður þess-
ara tveggja oddvita auðvalds
og ofríkisstefnu stórveldanna,
samrýmist enganveginn stöðu
íslands meðal landa þriðja
heimsins.,
1 öðru lagi samrýmist þessi
heimsókn ekki sjálfstæðri
vinstri. sinnaðri stjórnarstefnu,
hvorki í utanríkis- né innan-
ríkismálum.. - Framh. á 10.- s.
[l 1AS I mmmwm “ a ís \MÍ
5 ■ -' vMH|m é&.
g gi^ f|j|
1SSp^SfÍ Wm!í m.x
SslKill'BÍÍl jlMgl 'ij kP1” dw l * KfmsR f0á ÉJ
fiJt’V fej • ■ ::.rk ■
vŒÁiLlÍ&XS'í 1 b .* felNN 1 1mSmt m
mmm m
IssmNíííu
’íL' ■ SUff'* mm 'ýyP’Æl mm d/ S wk ;p'Í mmð fe
^; VTI wh,ýAz'.* * 0? í í -*4 .-•#' '
,, j) ÍA- ' ■■ x ■*? t t y € j-ývf' nr v: ’ . f ..f f ýt' rP'SM, p
mSfí i WJMM: Uf§£, W 4 1: x - -«v % -?i É' :rf. •tj ' í'* C *. J \M 4, Sv m
wkfL- ■ v. "1 *
Alþýðusamband íslands
gekkst fyrir útifundi á Lækj-
artorgi þ. 24. maí s.l. með
stuðningi allra stjórnmála-
flokka i landinu, verkalýðs-
félaga og fjölda annarra fé-
lagasamtaka. Tilefni fundar-
ins var hin svívirðilega inn-
rás Breta í íslenzka lögsögu
og töluðu þar ræðumenn úr
öllum stjórnmálaflokkum. Á
fundinum voru mættir u.þ.b.
25.000 íslendingar til að sýna
einhug sinn og baráttuvilja i
þessu mikla lífshagsmuna-
máli. Eftirfarandi ályktun var
samþykkt á fundinum og síð-
an færð rendiherra Breta á
isiandi:
„Útifundur haldínn á veg-
um A.S.Í. 24. maí 1973 mót-
mælir harðlega innrás Breta
í íslenzka fiskveiðilögsögu,
sem fyrirskipuð var af
brezku ríkisstjórninni 19. mai
s.l.
Þótt yfir 30 ríki hafi f.ært
út fiskveiðilögsögu sina i
meira en 12 mílur, hefur eng-
in þeirra þjóða, sem hafa
talið sig eiga hagsmuna að
gæta, gripið til vopnaðrar
ihlutunar.
Hernaðarofbeldi Breta rrú,
gegn íslendingum, vopnlausri
smáþjóð, á sér enga hlið-
stæðu í heiminum og er al-
gjörlega einstætt í samskipt-
um þjóða varðandi fiskveiði-
Jögsögu.
Fundurinn skorar á ríkis-
stjórn íslands, að hún hlutist
til um að lögð verði þegar í
stað tilaga fyrir allsherjar-
þing og öryggisráð S.Þ., um
fordæmingu á þessari of-
beldisárás Breta.
Vér krefjumst þess að
fastaráð Nato fordæmi að-
gerðir Breta og fyrirskipi
þeim að afturkalla flota sinn.
Með árás Breta hafa þeir
lokað öllum samningaleiðum.
Aðeins með afturköllun flot-
ans skapast grundvöllur til
framhaldsviðræðna um
bráðabirgðasamkmulag.
íslenzka þjóðin mun aidrei
semja undir valdbeitingu.