Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 30.05.1973, Blaðsíða 2

Stúdentablaðið - 30.05.1973, Blaðsíða 2
GARÐAR MÝRDAL: HLUTDEILD STÚDENTA í STJÓRNUN H.í. Háskólinn fer ört vaxandi með síauknum fjölda nemenda og kennara, og sífellt eru ný fræðisvið að færast I umsvif hans. Þetta leiðir til þess að stjórnkerfi háskólans verður sí- fellt umfangsmeira og flóknara. Á meðfylgjandi mynd, sem ég fann í einu af mörgum ryk- föllnum nefndarálitum á skrif- stofu Stúdentaráðs, er leitazt við að sýna núverandi stjórnskipulag háskólans í grófum dráttum. Innan hinna ýmsu deilda má svo oftast finna lægri einingar s. s. skorir, námsnefndir, e. t. v. hússtjórnir o. . frv. Eins og sumir hafa e. t. v. orð- ið varir við, getur þetta kerfi stundum verið anzi svifaseint. Geta sum ágæt mál þurft að fara gegnum skor, deildarráð, deildarfund og háskólaráð, áður en það sleppur út í hringlanda- hátt ríkisbáknsins utan veggja háskólans, allt með tilheyrandi undirnefndum og vísun til um- sagnar hinna og þessara stjórn- unareininga. Geta því mál verið anzi lengi á leiðinni gegnum kerfið, og sum týnast jafnvel al- veg. í mörgum af stjórnareining- um þessum eiga stúdentar full- trúa og er algengasti fjöldi þeirra 1 eða 2. Því miður vérða fulltrúar þessir oft einangraðir með þau mál sem stjórnunar- einingin fjallar um, enda sjaldn- ast aðstaða fyrir þá til að fá umræðu meðal stúdenta um mál- efni þessi. Oft mengast þessi grey líka af málflutningi læri- feðranna, að þeir líkjast stein- runnum íhaldströllum, ef þeir taka þátt í útópískri umræðu um málefni háskólans meðal stúd- enta sem aldrei hafa þurft að rökstyðja málflutning sinn frammi fyrir „ábyrgum aðila". Á lægri stigum kerfisins s. s. í stjórnarnefnd skora, og í deild- arráðum, er yfirleitt fjallað um málefni, sem varða daglegt amst- ur þolenda kerfisins, þ. e. stúd- enta, s. s. skipulag námsefnis, fyrirkomulag prófa og ýmis sér- hæfð mál einstakra námsbrauta. vikast það e. t. v. líka að full- trúi stúdenta einangrast líka inn- an stjórnunareioingarinnar. Fjölgun stúdenta í þessum stjórnunareiningum er því bráð- nauðsynlegt ,ef áhrif stúdenta á gang þeirra eigin mála, eiga að vera raunveruleg. Fjölgun þessi er í flóknasta lagi reglugerðar- breyting og er því aðgengilegt að koma henni áfram strax. Hins vegar er það lagaákvæði, að stúdentar eiga tvo fulltrúa í á löigum, sem er tímabær, t. d. með endurbætur á úreltu deild- arskipulagi fyrir augum. — Það er kominn tími til að stúdentar fari að veita því athygli, að þau 16,9% af atkvæðamagni í rekt- orskjöri, sem stúdentar fengu Iögfest fyrir nokkrum árum, eru orðin aðeins 8,2% núna, vegna fjölgunar fastráðinna kennara. Ekki höfðu þó þessi 16,9% upp- fyllt kröfur stúdenta nema að hluta. í þessum stjórnunareiningum eiga oftast sæti kennarar, sem eru nánir samstarfsmenn og drekka kaffi saman daglega. Eru því fundir oft til þess eins að afgreiða áður ákveðin mál form- lega og bóka þau. — Þannig at- háskólaráði svo og í deildar- ráðum. Það ^ma er að segja um þau 11 atkvæði sem stúdent- ar hafa yfir að ráða í rektors- kosningu. Væri því eðlilegt að breyting þar á yrði samfara endurskoðun Þessi fjölgun kennara gerir líka aðstöðumun tveggja fulltrúa á deildarfundum enn aumari en áður. Háskólaráði treysti óg mér ekki til að gera betri skil en Jó- hann Tómasson gerði í ágætri grein x ll. tbl. Stúdentablaðsins 1972. Vil ég einungis koma á framfæri að mér finnst eðlilegt að stúdentar fái fulltrúa inn í samstarfsnefndina (bremsunefnd- ina), sem Jóhann gerði skil í fyrrnefndri grein. Ég vona að enginn skilji þessi skrif mín þannig að mér finnist kennarar háskólans vondir menn, sem stúdentar eigi að fylkja liði gegn. Þvert á móti tel ég gæfu háskólans liggja í heilladrjúgu samstarfi milli þessara aðila. Hlutdeild stúdenta í þessu sam- starfi er bara allt of lítil og er ég með þessum skrifum að reyna að leggja áherzlu á þörfina fyrir: 1. að stúdfentar setji fram vel unna stefnuskrá, bæði langtíma og skammtíma og brýni þar odd á þau atriði sem þeir vilja að þeirra fulltrúar í stjórnareining- um háskólans beiti í sínum mál- flutniogi. 2. að stúdentar fái, fulltrúa í bremsunefnd. 3. að sfúdentar fái I/3 arkvæða- magns við rektorskjör, hið minnsta. 4. að stjórnskipulag háskóhns verði gert léttara í vöfum (sbr. fjölda nefndarálita). 5. að fulltrúafjöldi stúdenta í stjórnareiningum háskólans verði hlutfallslega stóraukinn. Ferðamál SHÍ: Allt komið í strand Eftir Erling Ólafsson Eins og fram hefur komið í 3. tbl. Stúdentablaðsins sömdu SHÍ, SÍNE og Félagsstofnun við SSTS um fimm leiguflugferðir fram og aftur á leiðinni Kaup- mannahöfn — Glasgow — Rvík í sumar. Ferðirnar átm að vera á vegum SSTS (Scandinavian Student Travel Service) í Kaup- mannahöfn, í samvinnu við brezku, dönsku og íslenzku stúd- entasamtökin og flugið átti Ster- ling Airways að annast, þar sem það er með samning við SSTS. SSTS og Sterling sóttu síðan um lendingarleyfi til íslenzkra yfirvalda og eftir margra mán- aða bið fékkst loks svar í apríl, þar sem leyfi til þessa flugs var algjörlega neitað. Ástæðurnar fyrir þessari synj- un eru eflaust margar, en illa hefur genjgið að fá þær gefnar upp. Þegar seinast fréttist höfðu SSTS og Sterling ekki fengið skriflega neitun frá íslenzkum yfirvöldum. Sú ástæða, sem aug- Ijósust er, er sú, að samkvæmt íslenzkum lögum fellur flug þetta undir Leiguflug fyrir fé- lagasamtök (Affinity Group Charter Flight). Er þar miðað við að í hverju flugi séu ein fé- Iagasamtök, en í því flugi, sem hér um ræ-ðir, er augljóslega ekki svo. íslenzkir stúdentar munu fljúga út og heim aftur og stúd- entar af mörgum þjóðernum munu fljúga hingað og út aftur. Á þeim forsendum geta þeir neitað um leyfi fyrir flug þetta. En geta skal þess að til eru alþjóðasamningar um stúdenta- flug þar sem veittar eru ýmsar undanþágur frá þeim ströngu höftum sem svo víða ríkja í loftferðasamningum. Og ef ís- lenzk yfirvöld neita um leyfi á þeim eina grundvelli, að þetta brjóti í bága við lög um Leigu- flug fyrir félagasamtök, þá not- færa þau sér það, að þau hafa aldrei undirritað neina alþjóða- samninga um stúdentaflug. Farmiðaverðið í ferðum þess- um átti að vera 9-562,00 krónur íslenzkar báðar leiðir fyrir ís- lenzka stúdenta en 12.117,00 kr. fyrir erlenda. Komið hafa fyrir- spurnir hvers vegna ekki sé hægt að bjóða ódýrari fargjöld meðan ýmis félög hér heima bjóða svip- aðar ferðir á 8.500 krónur. í þeim ferðum er miðað við að fylla flugvélar og koma aftur heím á ákveðnum degi. Hjá okkur væri ekki slíku að direifa. Við sömdiun við SSTS um að við tækjum bara 10% áhættu af tapi, þannig að áhætta okkar var lítil sem engin í ferðum þessum. Taka verður tillit til þess, að það fólk sem við ætliun að ná í ferðir þessar, var ekki eingöngu fólk sem ætlaði að fara utan til að skemmta sér í sumar- fríi sínu. Þarna áttu einnig að vera íslenzkir námsmenn, sem kæmu heim með fyrstu vélinni og færu út aftur með seinustu vélinni. Þarna áttu að vera stúd- entar sem færu utan til náms yfir sumarið. Og svo auðvitað erlendir stúdentar sem hefðu á- huga á að sækja okkur heim. Þannig kom ekki til greina að nota þessar venjulegu leiguflugs- ferðir, sem flugfélögin hér bjóða upp á, auk þess sem þau buðu ekki upp á neitt annað og voru ekki til viðræðu um það. En hvað eigum við að gera úr því að þessar ferðir eru úr sögunni? Eigu mvið að fara að hjálpa útlendingum að eyða nátt- úru íslands? Eða fá rússneska Norður-Atlantshafsflotann til að flytja okkur til meginlandsins? Eða reyna að safna nógu mörg- um til að fylla vél frá Flugfélag- inu? Ædi það sé ekki skynsam- legasta Iausnin, svo að þetta mál sofni ekki svefninum langa á ný. Ég vil þess vegna biðja þá sem áhuga hafa á að ferðast til Evrópu í sumar, að gefa sig fram á skrifstofu Stúdentaráðs og til- kynna nafn sitt og hvaða tími sé hentugastur. 2 — STÚDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.