Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 30.05.1973, Blaðsíða 4

Stúdentablaðið - 30.05.1973, Blaðsíða 4
BRENNUM SKÓLANA Jerry Rubin um sjálfan sig: „Ég er eitt af börnum Ameríku. Ef ég verð einhvern tíma settur í dauðaklefann, vegna byltingarsinnaðra afbrota minna, verður síðasta máltiðin mín, hamborgari með frönskum og kók. Ég elska stórborgir, elska íþróttasíðurnar og slúðurdálkana, hlusta á útvarp og horfi á litsjónvarp. Ég elska vcrzlanasam- steypur, risakjörbúðir og flugstöðvar. . . Ég gleypi í mig HoIIy- wood myndir — líka þessar slæmu. Ég tala aðeins eitt tungumál — ensku. Ég elska rokkið. . . Ég var í Oberlin College í eitt ár, tók próf frá Cincinattiháskóla, dvaldist hálft annað ár í ísrael og hélt síðan áfram að læra í Berkeley. Ég droppaði út. Droppaði út úr hvíta kynstofninum og Bandarísku þjóðinni. Mér finnst ofsa gott að vera frjáls. Mér finnst gott að vera hátt uppi. Ég er stjúpbarn Ameríku“. Til viðbótar má geta þess, að Jerry Rubin er einn af „The Chicago Seven“, og stóð framarlega í flokki í uppþotinu á flokksþingi Demókrata í Chicago 1968, og hefur ásamt Abbie Hoffman og fleirum skrifað fjölda greina um það mál. Kafli sá, sem hér fer á eftir er úr bók eftir Jerry Rubin, sem heitir: Do it! Scenarios of the revolution, (Neu York 1970). Það er sólskinsdagur á Berkel- ey. Stúdentarnir dragnast með bækur í tonnatali úr einum bekknum I annan. Við þessi rassgöt, sem ekki erum að stúdera, segjiun: „Fyr- irgefðu stúdent, en veiztu að sólin skín?" Þeir glápa á okkur eins og naut á nývirki. Við ráðumst inn í bókasöfn- in og öskrum: „Sólin skín! Sól- in skín!" Við förum inn á sálfræðifyrir- lestur, um efnið „að hugsa": risastór stofa og 300 stúdentar. Prófessorinn er uppá paili og teiknar skýringamyndir á svarta töflu. Allir skrifa hvert orð, sem hann ælir útúr sér. Hann segir fyrst: „Góðan dag." Náunginn við hliðina á mér skrifar „Góðan dag". Einhver réttir upp hönd og spyr: „Þurfum við að kunna þetta til prófs?" í ’ tnslustof- unni gildir valdboðið. Kennar- inn uppá palli annarsvegar og raðir af nemendum hinsvegar. Maður má ekki tapa róseminni, ekki ríða, kyssa, faðma, sýna til- finningar sínar eða afklasðast. Baráttan byrjar í bekkjunum. Við rúllum okkur nokkur joints og förum að reykja í miðri kennslustofunni. Lyktin er ofsaleg, en enginn virðist taka eftir því. Viet Kong gæti gert granat- árás og ailir mundu kalda áfram að skrifa niður. Þetta er færiband. Prófessoritm talar. Stúdentarn- ir skrifa niður. Allir sofa 99 prósent. Marfin Gregson klæðir sig úr peysunni og fer að sleikja Char- lie, steipuna sína Ég dríf mig úrskyrtunni og knúskyssi Nancy. Hér erum við í miðjum fyrir- lestri nakin að ofan og kyssum og kelum og reykum gras. Allir verða pirraðir og nervös- ir vegna okkar. Enginn skrifar I'yrirgefðu etúdent, en SöiIN SKÍN ! niður lengur. Prófessorinn stam- ar. Kúlupennarnir stanza. Fólkið snýr sér við. Allir glapa á okk- ur, enginn á prófessorinn. En stúdentarnir eru of bældir og feimnir til að segja nokkuð. Að lokum getur stelpa í miðj- um bekknum ekki þoláð þetta lengur:- „Vilduð þið vera svo góð að hætta að trufla?" stynur hún. Nancy stekkur upp: „Þetta er fyrirlestur um að hugsa! Við hugsum. Maður getur ekki að- Allt er bannað, ckkert má. skilið hugsun frá kossum, til- finningum, snertingu. Við erum f verklegu. Þeir sem vilja koma til okkar eru velkomnir. Þeir sem vilja hlusta á fyrirlesturinn getaverið hinumegin í stofunni." Þá afhjúpar prófessorinn hug sinn: „í mínum tímum," segir hann skipandi, „... er það ég sem kenni." Garfaðu svolítið í prófessor og þú finnur svín. (Aðstoðarmaður hans fer að ná í einkennisklætt svín, svo við hverfum.) Tvö bundruð andlegir terror- istar geta sett hvaða háskóla sem er á annan endann — án þess að hleypa af skoti. Skólarnir — menntaskólar og háskólar — eru stærsta hindrun á vegi menntunar í Ameríku í dag. Skólinn venur mennina á her- Að taka próf er einsog að drulla. Maður heldur því í sér í mangar vikur og lærir það utan að. Maður bíður aðeins eft- ir rétta andartakinu. Svo kemur það og maður situr á klósettinu. Ah! Ubm! Það er svo.gqtt. Maður skítur eftir próftöfla — prófsins vegna. Þegar það er búið, er þungu fargi létt af manni. Maður losnar við allan þann skít, sem hefur þrugað manns4 vesalings heila. Loksins getur maður slappað af. Pappírinn sem þú skrifar próflausnirnar á, er klósettpappír. Btírn eru alltaf forvitin. Fullorðnir em alvarlegir ‘ og þeim leiðist. Hvað gerðist? Heiluþvottur í skólunum. Ég missti áhugann á bókum, þegar ég las bókmenntasögu. Ég missti áhugann á erlendum tungumálum, þegar ég var að Iæra erlend tu^gumál, Ég missti áhugann á líffræði, ^egar ég las líffræði. Sjáið umhverfi háskólanna. Byggingarnar líkjast verksmiðj- um, flughöfnum, herstöðvum, sjúkrahúsum, fangelsum. Þær eru hannaðar til þ-s« að berja niður allt einstaklingseðli, slærva skynjanir og firra stúdentana. Fyrsta skrefið í átt til frelsunar, gæti verið í því fólgið að allir tækju með sér sjálflýsandi æp- andi liti í háskólana til að gefa byggingunum sál. „Gagnrýnin" eða „sértæk hugs- un" er ræpa í skólunum. Gagnrýna, gagnrýna, gagnrýna. Líta á það frá báðum hliðum, ekki gera neitt, ekki taka af- stöðu ,ekki bindast neinu, því að maður er alltaf á höttum eftir fleiri röksemdum fleiri upplýs- ingum alltaf að rannsaka gagn- rýna. Sértæk hugsun fangelsar hug- ann. Með sértækri hugsun komast prófessorarnir hjá því, að horfast í augu við sinn félagslega van- mátt. Kynslóð okkar er í uppreisn gegn sértækum spekingshætti og gagnrýninni hugsun. STÚDENTA BLAÐIÐ ■ 4. töubiað 1973 Otgefandi: Stúdentaráð Háskóla íslands. Ritstjóri: Rúnar Ármann Árthursson (ábm.). Útgáfustjórn: Stjórn S. H. I. t j Áuglýsingasími: 15959. Verð kr. 30 í lausasölu. Áskriftargjald er kr. 300 á ári. Prentsmiðja Þjóðviljans Við dáum Viet-Kong skæru- liðana, svörtu ltlébarðana, hipp- ann sem er öðruvísi, en ekki þetta sértæka spekingsiega græn- meti. Prófessorar blekkja, þeir skrifa og tala með stórkostlegri vísinda- legri málræpu,, til að fólkið á götunni uppgötvi ekki, að þeir segja ekki rassgat. Þeir eru svo þakklátir fyrir sitt „Ameríska spekingafrelsi", að þeir vilja ekki spilla því, með því að taka afstöðu til hluta eins og fátæktar, stríðs, efna og bylt- ingar. Við dæmum kennara okkar ^pisfe^ISöp1^ -ffhí, Stðan sem kennara. Hvernig geta þeir kennt okkur eitthvað um fyrri heimsstyrjöld, ef þek yoru , ekki með á götunum í Chicago? Takmark byltingarinnar er, að reka burt alla spekinga, skapa þjóðfélag þar sem enginn munur er á andlegri og Mkamlegri vinnu: jÞjóðfélag án spekinlga. Hlutverk okkar er að eyða há- skólunum og gerá' þjóðarheild- ina að skóla fyrir Iífið. Skólinn er klósettldeppur. oin millistéttarlífsins. Erfiðis- vinna fyrir próf (pennigar), upp- staflaðir á söfnum (bónkum), fyrir framtíðina (dauðann). Við verðum styrkasta stoð hinnar samvinnuþýðu Ameríku. Skólinn býður okkur auðunna sigra — gráður, próf — í skipt- um fyrir sál okkar. í raun er ædazt til, að við verðum hamingjusöm við að fá hærri einkunnir en . ðrir! Við lærum samkeppni og að gleðjast yfir óförum annarra, Menntunin er í okkaf augum sköpun frjáls þjóðfélágs, sá sem vill kenna, skal fá Ieýfi til að „kenna", og sá sem vill læra, skal fá Ieyfi til að „læra". Það er enginn munur á kennúrum og nemendum, því við lærum hver af öðrum. Prófessoramir og stúdéntarnir hafa droppað út — droppað út úr lífinu. Þeir sem hafa dropp- að út úr skólunum, hafa dropp- að inn í Mfið. Okkar kynslóð skapar söguna á götunum, til hvers þá að eyða lífinu í tilbún- um kennslustofum? Menntskælingar em kúgaðasti minnihluti Ameríku. Við vitum hvað frelsið er, þegar hringt er út úr síðasta tímanum. Skólinn er búinn, loksins er-. um við frjáls! Kennararnir vita, að bafi þeir ekki stjórn á klósettsiðum okkar., vcerum við aldrei í tímum. Mað- ur þarf að rétla upp hendina fil að fá að fara út og drulla. Klós- ettin eru einu frelsuðu svceðin í skólunum. Droppið út! Hvers vegna að vera í skóla? Til að fá prófskírteini? Prentið það sjájf! Við viljum ráðast inn í skól- ana og frelsa bræður okkar og _systur, sem þar em faijigar. f Við viljum brenna skólana og bækurnar. Við viljurn kasta ‘Tjómatertum í fésin 'á^þfðfeísor- » unum. Við viljum gefa skólastjórn- inni bursta og fötur, svo að þeir geti þvegið sjálfa sig og skól- ann. Fari skrifstofublækurnar í rassgat, sérstaklega þessir upp- stríluðu deildarforsetar, sem gefa þér Ioforð í dag, en svíkja á morgtm. Við viljum taka alla skjalahraukana, prófskírteinin og allt skólastjórnarhugtakið og sturta því niður í klc.ettið. Sömu mennirnir og stjórna háskólanum, ráða auðmagninu, stjórna stríðsrekstrinum, míga á negrana, beita lögregluvaldi og éta peninga og mannakjöt í morgunmat. Þeir eru ósýnilegir harðstjórar, sem setja reglur, en lifa ekki eftir þeim. Háskólarnir eru á Iénskipu- lagstímabilinu. Mótmælaaðgerðirnar á há- skólasvæðinu eru ekki „mót- mæli" — þar eru fangauppþot. Þrælauppreisn. Stríðið í háskólunum er eins og stríðið í- Vietnam. Skæru- hernaður. Með því að loka hundruðum háskóla á einum degi, getum Við, bændurnir, gert út af við svínin, sem stjórna hinu amer- “íska' þjöðfélagi. Við viljum þvinga Bandaríkja- forseta til að krjúpa á fjórum fótum við ráðstefnuborðið. Við noturn háskólana sem stökkpall til altækrar byltingar. Ronnie Reagan, ástarpungur- inn, þú hefur alveg rétt fyrri þér! Snarað: Sigurðu' Ólafsson, Kristján Pétur Sigurðsson. STUDENTABLAÐIÐ t v

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.