Stúdentablaðið - 30.05.1973, Blaðsíða 11
r
lOÐVIUINN
málgagn sósíalisma,
verkalýðshreyfingar og
þjóðfrelsis.
Áskrifta- og auglýsingasími
17500.
Landhelgisfundur...
Framhald af 12. síöu.
una sem Ólafur hafði bundið í
þorskinn. Stappaði nú nærri því
að upphæfust væringjar milli
fundarmanna og lögreglu en Fót-
urinn notaði gjallarhornið og
bað menn stilla skapsmuni srna.
Hlýddiu menn því og upphófst
aftur stemning á fundinum þrátt
fyrir gelgjuþorskinn og hinn í
rykfrakkanum. Var almælt að
fundur þessi hefði farið hið
bezta fram.
Það sem hér fer á eftir, er
ávar það, sem Fóturinn flutti við
upphaf fundarins:
Allir séum vér velkomnir.
Ykkur mun kunnugt að SHÍ
og SÍNE gangast fyrir þessum
mótmælafundi. Það er ekki ný
bóla að stúdentar taki virkan
þátt í þjóðmálum íslendinga.
Nægir þar að minna á þátt
þeirra í stjálfstæðisbaráttunni á
síðustu öld og fyrsta hluta þess-
arar. Hitt er nýtt, að nú telja
stúdentar sig eiga samstöðu með
öðru námsfólki og alþýðu þessa
lands. Þess vegna höfum við
efnt til þessa fundar.
Enn eiga íslendingar í sjálf-
stæðisbaráttu. Sú barátta er Iíka
að nokkru Ieyti ný. Hún nærist
ekki Iengur á þjóðernishyggju —
hún er barátta fyrir mannrétt-
indum.
íslenzkt mannlíf er til vegna
þess, að á íslandsmiðum er fisk-
ur. Þessum fiski er nú verið að
útrýma og það í þeim mæli að
svo að segja allur nytjafiskur
hér við land, nema loðnan, er
ofveiddur eða í hvíld eftir of-
veiði. Ásóknina í þorskstofninn,
mikilvægasta fiskstofn fslands-
miða, verður að minnka um
helming eigi hann að ná sér á
næstu árum. Þennan fisk láta
brezkir og vestur-þýzkir auð-
menn nú skrapa af diskum okk-
ar og eru í vígamóð, studdir af
stórveldum.
Og þeir ráðast ekki einunigis
á okkur. Miðað við stærð er
Norð-austur-Atlantshafið mesta
matarkista heimsins; heims þar
sem meirihluti manna sveltur.
Brezkir fjármálaspekúlantar eru
að eýðileggja' þessa mátarkistu a
sama hátt og auðvald alha landa
mengar umliverfi manna, eyðir
orkulindum, útrýmir fæðu.
Hvarvetna sem hið blinda
peningavald sér hag í því, veg-
ur það að lífinu.
Hér á landi eru einnig spekú-
lantar, menn sem kaupa mikil-
virka togara fyrir lán af sparifé
landsmanna. Þessir menn vilja
gjarnan 50 mílna Iand'helgi til
að græða á. En þeir vilja líka
vera vinir kollega sinna í Bret-
landi svo að þeir geti verzlað
við þá og fengið gott verð fyrir
fiskinn. Þessir menn kalla Breta
og V-Þjóðverja bandamenn okk-
ar og segja þá vernda okkur.
Og þessir menn vilja nú semja
um Iandhelgismálið, því að hvar-
vetna sem hið blinda peninga-
vald sér sér hag í því, vegur það
að lífinu. Það er heilög skylda
íslendiinga og annarra íbúa við
Norð-austur-Atlantshafið, að
vernda fiskimið sín fyrir auð-
valdinu hvort sem það er kallað
Efnahagsbandalag Evrópu eða
íslenzkir útgerðarmenn. Það er
skylda okkar í nútíð og fram-
t.íð að nýta þessi fiskimið til
heilla okkur sjálfum og alþýðu
allra Ianda.
Ég endurtek: ísl. mannlíf er
til vegna þess að á íslandsmið-
um er fiskur. Tekjiu: af fiski og
fiskveiðum nema 80% af út-
flutningstekjum okkar en 0,2%
af útflutningstekjum Breta. Samt
gerir brezka stórveldið sér þá
háðung að reka landhelgismálið
fyrir Alþjóðadómstólnum íHaag.
Þannig ákærir innbrotsþjófurinn
húsráðandann. í þokkabót eru
Bretar svo óþvífnir að heimta að
íslendimgar semji tilveru sína af
sér. Slíkt verður ekki við unað.
VÉR MÓTMÆLUM ALLIR!
bbfinBT
Síðustu aðgerðk Breta, þeg-
ar þeir sendu flota sinn inn á
íslenzkt lögráðasvæði, til varn-
ar brezkum veiðiþjófum, hafa
að vontun vakið réttláta reiði
t brjóstum íslendinga. Og í
hugum margra, sem aldrei áður
efuðust um gildi NATO fyrir
okkur, hefur vaknað sú spurn-
ing, hverju við séum bættari
með veru okkar í því banda-
lagi. Staðreyndin er nefnilega
sú, að eina þjóðin sem hefur
farið með vopnum á hendur
okkur íslendingum, eru Bretar,
samherjar okkar og bandamenn
innan Atlantshafsbandalagsins.
Því er það að mörg pólitísk fé-
lagasamtök hafa nú sent frá
sér yfirlýsingar, þar sem krafizt
er tafarlausrar úrsagnar úr
NATO. Megi þær reiðiöldur,
sem þessi ósvífna árás á sjálf-
stæði íslenzku þjóðarinnar hafa
vakið, ekki Iægja fyrr en því
marki er náð.
Sárgrætilegast af öllu er aft-
ur á móti það, að það er ekki
vegna hagsmuna brezkra sjó-
mannasem brezka Ijóniðglenn-
ir skörðóttan skoltinn í mót
íslendingum. Hér er aðeins um
að ræða heimskulegan afleik í
pólitískri refskák faUandi
heimsveldis. Heima fyrir sitja
Svo gljáspengdir kúluvambar,
sem hlakka yfir þeim auði sem
þeir reita af fátækum sjómönn-
um, sem neyðast til að afla sér
viðurværis, með því að stunda
fjarlæg og harðsótt fiskimið.
Þessir menn lifa aðeins fyrir
líðandi stund. Þeim er sama
þó að því komi, að ekki fáist
bein úr sjó, hér við land í kom-
andi framtíð, hvorki til handa
brezkum eða íslenzkum fiski-
mönnum. Aðeins ef þeirra
gróði er nógu fljóttekinn og
mátutr peninganna skapar þeim
aukin völd í þessu lífi, þá er
þeim sama þótt heimurinn
svelti eftir þeirra dag. Og hið
afdankaða stjórnmálakerfi
brezka ríkisins veldur því, að
þessir menn geta þvingað ríkis-
stjórn sína til aðgerða, sem
ganga þvert á hagsmuni alþýðu
þar í landi.
En víkjum afmr að þætti
NATO í árásarstríði því sem
„flotinn ósigrandi" hefur hafið
gegn íslandi. Það hefur komið
fram í fréttum að yfirstjórn
NATO og ríkisstjórnum allra
NATO-ríkjanna var tilkynnt
fyrirfram um íhlutun brezka
flotans, í íslenzkri lögsögu, en
flotinn er hluti af sameinuð-
um herstyrk NATO.
Þegar Bandaríkin lýsm yfir
andstöðu sinni við útfærsluna
sl. haust, var það ekki vegna
þeirra eigin hagsmuna, heldur
vegna samræmdrar afstöðu
NATO gegn útfærslunni.
Það er því Ijóst, að með veru
okkar í NATO, erum við ekki
að tryggja okkar eigin hags-
muni. Þvert á móti erum við
að undirskrifa okkar eigin
dauðadóm. NATO-herinn hef-
ur það hlutverk eitt að gæta
hagsmuna fámennrar en vold-
ugrar arðránsstéttar í Banda-
ríkjunum og V-Evrópu gegn
alþýðu þessara landa og undir-
okuðum þjóðum, sem þau
kúga. Hvar sem við lítum,
blasir við blóðug heljarslóð
þessa „friðelskandi" bandalags.
Eða , megna höflnungar þærsem
dynja yfir þjóðir Indó-Kína,
Angóla, Mosambique, Guineu
Bissao og N-írlands, eða fótum
troðið lýðræðið í Grikklandi,
að sannfæra okkur um gildi
hins vopnaða friðar?
Þeir Nixon og Pompidou
munu koma hér saman á Upp-
stigningardag til að ræða tengsl
NATO og EBE. íslenzka ríkis-
stjórnin hefur undirritað samn-
ing við EBE, sem aðeins geng-
ur í gildi að því tilskildu, að
„viðunandi lausn" náist í land-
helgismálinu.
Sjá nú ekki allir hvað hang-
ir á spýtunni? Hvað það er
frekleg móðgun við íslenzku
þjóðina, að forsetarnir tveir
velja ísland sem fundarstað?
Efnahagsbandalagið er efna-
hagslegur samruni auðvalds-
stétta aðildarríkjanna; tilgangur
þess tð auðvelda flutning auð-
magns og vinnuafls milli
þeirra, án tillits til landamæra.
Frakkland hefur með óþægð
sinni í NATO bakað Banda-
ríkjamönnum óþægindi. Efna-
hagssamruni auðvaldsríkja V-
Evrópu ógnar hagsmunum
Bandaríkjanna I álfunni. Og
nú ætla þjóðmæringamir tveir
að reyna að „bæta friðarhorf-
urnar" í heiminum, með því
að leggja drög að samkomu-
lagi um þau atriði, þar sem
hagsmunir þessara tveggja auð-
valdsblokka skerast.
Blindir eru þeir menn, sem
ekki sjá þá hættu, sem íslandi
stafar af þessu makki. NATO
lítur aðeins á ísland sem land-
fræðilega mikilvægan stað í
hernaði. Hliðstætt því er mat
EBE á þeirri ódým vatnsorku
og því ódýra vinnuafli, sem við
getum látið því I té. Sjálf-
stæði landsins og öryggi er
hvergi meir ógnað en. .dqrqjtg
af þeim bandalögum sem íhald-
ið hefur svikið þjóðina inn í
Landráðamenn hafa. í ; krafitiu
ríkisstjórnarvalds, komið okkur
í gin ljónsins. íslenzkrar al-
þýðu bíður ekkert annað en að
lepja dauðann úr skel, nema
hún sameinist og komi sér
þaðan aftur. Þjónar auðvalds
og hervalds hafa nógu lengi
blekkt íslenzka alþýðu með
marklausu hjali um betra og
fegurra mannlíf á íslandi. Hin
sósíalíska bylting er eina von
íslands, til að alþýðunni auðn-
ist að upplifa þau kjör sem
hún á skilið.
R.Á.A. (vinstri fótur)
TIL
LESENDA
Til að Stúdentablaðið geti þjónað hlutverki
sínu sem opið málgagn stúdenta verða þeir að
skrifa í það. Allir sem luma á efni eða hug-
myndum sem þeir gætu breytt í ritsmíðar eru
hvattir til að láta ekki sitt eftir liggja og koma
því í blaðið.
Heimilisfangið er: Stúdentablaðið,
Stúdentaheimilinu
v/Hringbraut.
íllfídU&i/Vn;
iÝN/'e Dýnufl/u-m
VFi/asiutÐi í/*//}.
STUDENTABLAÐIÐ — 11
)