Stúdentablaðið - 30.05.1973, Blaðsíða 12
Rauð verkalýðseining:
Velheppnaðar
aðgerðir 1. maí
Frá göngu Rauðrar vcrkaíýðseiningar 1. maí.
Aðgerðir Rauðrar verkalýðs-
einingar 1. maí sýndu svo ekki
varð um villst hvers má vænta
af hinum framsæknu öflum
innan verkalýðshreyfingarinnar
í næstu framtíð. Þó svo að
boðendur aðgerðanna væru
ekki allir úr hópi verkalýðs
var áberandi stór hluti göngu
R.v.ein. og fundarmanna við
Miðbæjarskólann, úr þeim
hópi. Það var því greinilegt, að
stéttvísir verkamenn kusu
heldur að ganga undir merkj-
um Rauðrar verkalýðseiningar
1. maí ,en! taka þátt í minn-
ingarathöfn fulltrúaráðs verka-
lýðsforustunnar á Lækjartorgi.
Áætlað er, að um 3000 manns
hafi tekið þátt í baráttuaðgerð-
um Rauðrar verkálýðseiningar
þrátt1 fyrir-kalsa veður 1. maí.
Þeir sem að aðgerðunum
stóðu voru Fylkingin, Vél-
skólanemar, Verðandi og Rót-
tæka félagið í MT. Auk þess-
ara aðila lýstu SHÍ, SÍNE og
íslenzkir námsmenn í Noregi
yfir fulium stuðningi.
Að lokinni göngu var efnt
til fundar við Miðbæjarskól-
ann og bættust margir við
þann hóp sem þar var fyrir, að
lokinni ræðu Erlends Patur-
sonar á Lækjartorgi. Að sögn
viðstaddra voru aðeins eftir ör-
fáar hræður á Lækjartorgi þeg-
ar kom að ræðu íhaldskemp-
unnar Péturs „sjómanns“ Sig-
urðssonar. Heldur þóttu slag-
orð verkalýðsforustunnar
þokukennd og ioðin en þau
voru: „Maðurinn í öndvegi“,
(gæti bezt átt við einhvern af
bankastjórum Útvegsbankans)
og „Horfum fram. hugsum aft-
ur“ (kannski átt við hinn
blinda flótta frá raunveruleik-
anum). Slagorð þessi skreyttu
granítvegg Útvegsbankans,
þann sem veit út að Lækjar-
torgi. Annað, sem setti svip
sinn á hátíðahöld fulltrúaráðs-
ins var kyndilburður gamal-
menna, sem tóku þátt í barátt-
unni fyrir fimmtíu árum.
Eðvarð Sigurðsson svaraði
þvl t-i'l um bar-átt'UgHdi 1. maí,
aðspurður í sjónvarpsþætti, að
kvöidi sama dags, að það
mætti líta á hátíðahöld dags-
ins, sem eins konar liðskönn-
un verkalýðsins. Það er von-
andi að þeir háu herrar, sem
ráða málum verkalýðsins á ís-
landi, í fílabeinsturnum sín-
um, skilji þá hvað það. tákn-
ar, þegar stór hópur stéttvísra
verkamanna frábiður sér þátt-
töku í hátíðahöldum . 'þeirra,
sem eru ekkert annað en , af-
, skræming og fölsun .þess þjóð-
félagsveruleika, sem við búum
við á íslandi í dag.
Af kröfum þeim, sem Rauð
verkalýðseining setti fram, en
ekki sáust annars staðar, má
nefna kröfuna um úrsögn ér
Nato og brottför hersins. Að
auki voru borin uppi slagorð
eins og t.d. „Gegn heimsvalda-
stefnunni". „Samstaða með
kúguðum og arðrændum þjóð-
um þriðja heimsins". „Fulla
verðlagsuppbót á Iaun“ (ekki
framkvæmanlegt undir kapítal-
ísku hagkerfi). Hæst bar þó
slagorðið: „Gegn stéttasam-
vinnu verkalýðsaðalsins“. En
svo eru þeir kallaðir undan-
sláttarmennirnir, sem hafa sitt
lifibrauð af því að þinga um
lífshagsmuni verkalýðsins, sem
forystumenn hans.
Á fundinum við Miðbæjar-
skólann töluðu þrír ræðumenn,
en auk þess flutti Arnar Jóns-
son, leikari, kvæðið 1. mai eft-
ir Jóhannes úr Kötlum. Fyrst-
ur ræðumanna talaði Jósef
Kristjánsson, verkamaður frá
Raufarhöfn. Hann sagði m.a.:
„Til þess að baráttan geti
stefnt markvisst og skipulega
að afnámi auðvaldsskipulags-
ins verður að berjast á öllum
sviðum þjóðfélagsins á grund-
velli hins vísindalega sósíal-
isma. Því þarf stéttvísi hluti
verkalýðsins og bandamenn
hans að skipuleggja sig í bylt-
ingarsinnuðum flokki, komm-
únistaflokki, sem leiðir stétta-
baráttuna á öllum sviðum“.
Á eftir honum töluðu þeir
Hallgrímur Guðfinnsson, vél-
skólanemi og Örn Friðriksson,
Framhakl á 8. síðu.
iivipmymí frá fundmiim vtð' Káð herr-abmtaðmn.
Ár llðið frá komu V. Hróðreks:
LANDHELGISFUNDUR VIÐ
RÁÐHERRABÚSTAÐINN
Þann 3. maí gengirst' Stúdenta-
ráð og SÍNE fyrir mótmæla-
fundi við Forsætisráðherrabústað-
inn í Tjamargötu. Tilefni var
tvíþætt: Annars vegar, að þann
dag hófust tilraunir tii sanin-
ingaviðræðna milli Breta og ís-
lendinga, og hins vegar, að akk-
úrat eitt ár var liðið frá heim-
sókn Villa Hró (Vilhjálms Hróð-
reks) utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, þegar stúdentar slógu .
skjaldborg um menningarverð-
mæti íslenzku þjóðarinnar, svo
þau saurguðust ekki af mann- ■■
drápstilliti ráðherrans.
Fundurinn í Tjarnargötu fór~
hið bezta fram, af virðuleik og
reisn og ■ um : leið ’ án nokkurs
geðlurðuháttar.
Þarna komu-saman að minnsta
kosti fimm hundruð manns og
hófst samkoman jneð ávarpi Fót-
arins, þ. e. Halldórs Á. Sigurðs-
sonar formanns ■ Stúdentaráðs.
Var honum ■ ákaft ■ fagnað.
Nokktu viðbúnaður var af
háifu •lögr^glu-vegna þessa; fund-
ar. Voru nokkrir lögreglumenn
viðstaddir fundinn sjálfan, þar
af .einiv óeinkennisklæddur ryk-
frakkamaður. Fleiri biðu þó á-
tekta í grenndinni,. en svo gæfu-
Iega vildi til að ekki kom til
þess að lögregla og fundarmenn
reyndu með sér líkamskrafta í
þetta sinn.
Upphófst nú stemning á fund-
inum að loknu hvatningarávarpi
Fótarins. Hrópuðu menn slag-
orð eins og t. d. „Eat meat
Tweedsmuir", „Engan undan-
slátt" og „Vér mótmælum allir".
Dáðust margir, með sjálfum sér,
að leiðandi radldleikni Erlings
Kísils í rómhviðu þessari.
Á vettvang mættu, auk ann-
arra, tveit sjómenn íklæddir gul-
um sjóstökkum, og hömpuðu á
milli sín ókynþroska þyrsklingi,
svipaðs aldurs og stefnt er að
því að vernda fyrir rányrkju.
Upphófust nú háværar raddir
um það, að þyrsklinginn skyldi
draga að húni á flaggstöng ráð-
herrabústaðarins. Fóturinn ætlaði
sér tafarlaust að framkvæma það,
en var bent á það af íslenzku
lögreglunni, að þetta kynni að
vera óvirðing við íslenzka fán-
ann. Komu fyrst vöflur á Fót,
en hann áttaði sig strax og lýsti
því yfir að íslenzki fáninn væri
„tákn borgarastéttarinnar". Var
þessari yfirlýsingu tekið með
hvatningarhrópum: „Upp með
flaggið Fómr", og var þar átt
við þorskinn. En fortölur lög-
reglunnar komu enn í veg fyrir
að Fóturinn framkvæmdi verkn-
aðinn.
Snaraðist þá upp á vegginn
hvatlegur ungur maður, Ólafur
Karvel Pálsson, stjórnarmaður
SÍNE og fiskifræðingur að
mennt. Hafði hann engin umsvif,
en tók þorskinn og ætlaði að
hefja hann upp í stöngina. Kom
nú til kasta rykfrakkamanns, sem
brá kuta á loft og skar á snúr-
Framhald á 11. síðu.
Ólaf.ur-Kar-vel og rykjrakkamaður-tcrgast á nm- þorskhm.
12 — STÚDENTABLAÐ