Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 07.05.1979, Blaðsíða 2

Stúdentablaðið - 07.05.1979, Blaðsíða 2
2 Stúdentablaðið Af prívatlífi „En þegar eldaði aftur og birti í hjarta ákafan kenndiég sting, og fyrir augum af angist mér syrti. Hún var með einfaldan giftingarhring." Svo mörg voru þau orð. Hversu margir, jafnt innvígðir sem utan- gátta í véum Díonýsusar, skyldu ekki hafa farið með þessar fornu Ijóðlínur án þess að hyggja að því lifsviðhorfi sem að baki þeim býr. Þetta djásn íslenskrar söngtexta- gerðar, Kötukvæði, sýnir á grípandi máta kreppu hins borgaralega sið- ferðis — í hverjar ógöngur sú skakka siðferðisviðmiðun hefur leitt margan haminn alþýðumann. Sú staðreynd stendur óhögguð eftir þó hægt sé að nefna dæmi um fóik sem gengið hefur í skrokk hinni helgu siðferðisímynd og ástundað breiðan veg bóhemísks nautnalífs. Innsiglisvottorð niðurlægingar- innar, giftingarhringurinn, ber vitni djúpstæðum skilningi á fyrir- bærunum trúlofun og hjónaband. Hringur sem ei verður rofinn. Og Útgefandi: Stúdentaráö Háskóla tslands Ritstjóri og ábm.: Tómas Einarsson Útgáfustjórn: Stjórn S.H.t. Ritstjórn, afgreiösla og auglýs- ingar: Féla gsheim ili stiidenta viö .Hringbraut, 101 Reykjavfk. Framkvæmdastjóri auglýsinga- deildar: Steinunn H. Hafstaö Sfmi: 15959 Verö: 3O0kr. i lausasölu.áskriftargjald á ári 3000 kr. Prentun: Blaöaprent saman mynda tveir hringar einn vítahring — keðjan á milli er óáþreifanleg, en samt öllum Ijós. Ekki verður hjá því komist að dást að hugviti upphafsmanns víta- hringanna — hversu tær er ekki symbólíkkin í djöfulskap sínum. Eitt þeirra fyrirbæra sem blómstrar hvað skærast í íslenskri samfélagsflóru um þessar mundir er skilnaðurinn. Gengi þess fyrirbæris samkvæmt opinberrri skýrslugerð er slíkt að hjónabandið er farið að gera íslensku krónunni skömm til, svo hrikalegt er gengis- sig hinnar eilífu ástar. Á marga slær felmtri við slík tíðindi. Hinir ýmsu næturverðir í banka trúar og miðaldasiðferðis sjá fram á ótta- lega rýrnun þeirra verðmæta er þeir gæta. Aðrir halda veislur og stíga villtan dans — gjöra blót í þágu þess guðs er stýrir þvílíkri þróun. Siðferði verður ekki í sundur slitið f rá þeirri ef nahagsumgjörð er ríkir á hverjum tíma. Trúlofunin, giftingin, heimilið, kjarnaf jölskyld- an eru ekki afleiðing háleitra sið- ferðisþanka. I því samfélagi þar sem prívatþénustan gegnir hlut- verki Lóreleiar og hver ein- staklingurinn á fætur öðrum brýtur lífshamingju sína á skerjunum, þar sem glitur gullsins villir mönn- um sýn — í því samfélagi gegnir goðsögnin um f jölskylduna og eina ást frá fermingu í kör vissulega stóru hlutverki. Prívateignarétti á atvinnutækjum fylgir prívateign á húsi, á samgöngutækjum, mökum og börnum. Fjölskyldan er í dag efnahagsleg eining, ábyrg fyrir umönnun meðlima sinna. Samfélagsleg þjónusta hefur ekki nema að litlu leyti leyst af hólmi hlutverk heimilanna, þrátt fyrir að þjóðfélagsþróunin hafi gert það nauðsynlegt. Slík þjónusta verður að koma til svo rifta megi öllum lagalegum og ef nahagslegum böndum sem tengja fólk saman. Þá væri og stoðunum kippt und- an þeirri hugmyndafræði sem ríkir á heimilunum, þar sem „heimilisfaðirinn" trónar efst, þá kemur „húsmóðirin", og síðast afkvæmin, sem oft eru skoðanaleg- ir og valdslegir þrælar foreldranna. Fyrirvinnuhlutverkið hefur gefið karlmanninum æðstu valdastöðuna innan heimilisins, meðan að „hlut- verk" konunnar hefur stuðlað að undirgefni. Frjálsar ástir, þar sem samband einstaklinga er ekki hnýtt öðru en tilfinningaböndum, verða ekki að veruleika í samfélagi prívatþénust- unnar. Engu að síður ber brýna nauðsyn til að rífa niður og hæða hugmyndir burgeisanna um lík- kistulifnað hjónabandsins og efla það andóf sem fram hefur komið á síðari árum gegn honum. Bylting hverdagsins er mikilvægari yfir- borðsþrasi pólitíkusa, sem fyrir löngu eru gengnir í Heiðnaberg borgaralegs velsæmis. Götin á klæðum giftingar- athafnarinnar verða stærri og stærri og vín brúðarskálarinnar æ fúlla. Götin verða ei rimpuð saman né vínið bragðbætt. Lofum því hundrað hjónaböndum að slitna og hundrað sambýlisf ormum að spretta! t. Vins trís tjóm—verkalýðss tjóm Eftír Olaf Grétar Kristjánsson S.l. vor var haldinn fundur i Félagsstofnun stúdenta þar sem mættu fulltrúar frá Fylkingunni og Alþýöubandalaginu (Alb.) til þess aö ræöa efniö ,,Er Alb. val- kostur?”. Þar stóöu upp steigur látir skriffinnar, menn eins og Kjartan Ólafsson og Hjaiti Krist- geirsson, og lýstu þvi yfir aö þeir væru trotskistar og alþjóölegir byltingarsinnar. Einnig kom ' Mánafoss-Markús upp og felldi nokkur fögur tár yfir þvi hvaö Alb. heföi fært verkalýönum mikla velsæld meöbaráttu sinni i gegnum árin. Hann sagöi aö Fyikingin væri eingöngu fleygur i verkalýösbaráttunni og færöi hana ekkert fram á viö. Þaö er efni i grein út af fyrir sig aö ræöa „afstööu” Abi. til alþjóölegar baráttu verkalýösins og hverjir standi heilir i þvf máli. En hér á etir veröur rætt um Alb. og þátt- töku þess i vinstri-stjórninni. Er AB. valkostur? Þessari spurningu beini ég til róttækra stúdenta og biö þá aö hugleiöa. Kosningarnar s.l. ár voru háöar á tima megnrar óánægju meö kjaraskeröingar auövaldsstjórnar Geirs Hall- grimssonar og léöi þaö Alb. nokk- urn slagkraft. Þaö er enginn vafi á þvi aö Alb. notfæröi sér verka- lýöshreyfinguna til framdráttar þröngsýnum pólitiskum áform- um. Einkum komu skriffræöis- doggar eins og Gvendur Jaki aö góöum notum. Hann lét þau gáfu- legu ummæli falla á þessum tima, aö kosningar væru kjarabarátta og aö kjarabæturnar yröu taldar upp úr kjörkössunum. Aö loknu sigri i kosningunum fór Alb. i stjórn meö Framsókn og Alþýðuflokki. Fylkingin haföi stranglega varaö viö þvi, að verkalýðsflokkarnir (Alb. og Alþ.fl) geröu þetta. Ástæðan ligg- ur i skilgreiningu marxismans á rikisvaldinu. Grundvaliareöli þess veröur ekki breytt meö þvi að koma verkalýös- flokkunum aö stjórnvölnum. Gangverk kapitalismans er þaö sama og áöur, hagkerf- iö alveg jafnstjórnlaust og arörániö þaö sama og fyrr. Fylkingin kraföist þess aö verka- lýðsflokkarnir væru ekki aö dudda i þingræöisbrölti, en beindu „atorku ” sinni aö þvi aö byggja upp verkalýöshreyfing- una sem sjálfstætt afl, sem fært væri um aö mæta auövaldinu af fullum styrk. Viö kröföumst þess aö verkalýösflokkarnir væru i samfelldri stjórnarandstööu og hættu aö ganga erinda borgara- stéttarinnar á Islandi. Svona kröfur ffá öfgasamtök- um eins og Fylkingunni eru mikiö aðhlátursefni I Alb. og er ekki visað til málefnalegs bakgrunns heldur smæöar samtakanna. En Alb. menn hefðu mátt hlæja meira, einkum þeir sem eru ein- lægir verkalýössinnar (sem eru jú til þarna og halda i barnslegri einfeldni sinni og pólitiskum sú- bje ktv Is ma aö Alb. sé valko stur). Þaö voru ekki liönir margir mánuðir þegar vinstri-stjórnin var farin aö beita sömu aöferöum og hægri-stjórnin. En kjaraskerö- ingarnar að þessu sinni voru enn sviviröilegri en þær sem fyrri stjórn hafði framkvæmt. Þaö svl- viröilegasta viö þetta allt var þó aö Gvendur Jaki skyldi vera notaöur til þess aö makka viö stjórnina um hvaö skeröingin ætti að vera mikil! Þaö kom fram sem Fylkingin haföi varaö við: Þegar verka- lýðsflokkar sitja i rikisstjórn i auðvaldslandi er verkalýös- hreyfingin i vasa stjórnarinnar. Sú stjórn er valdatæki auöstéttar- innar i landinu og má þvi segja aö verkalýösstéttin liggi kylliflöt fyrir auðvaldinu og sé aldrei opnari fyrir kjararánsaögeröum. Samtimis þessu stóö vinstri- meirihlutinn i borgarstjórn fyrir niöurskuröi á félagslegum fram- kvæmdum, m.a. til dagvistunar- mála, sem eru öllum kvenfrelsis- sinnum mikiöhjartansmál. Þetta var gert þrátt fyrir djarflegar yfirlýsingar Alb. fyrir borgar- stjórnarkosningar um „8 ára áætlun” i dagvistunarmálum og fullröinguna frægu um aö þetta væri spurningin um „vilja þess sem valdiö hefur”. Hvort þetta fólk er svona illa gefið eöa ekki skiptir ekki máli. Aöalatriöiö er aö þau hafa lent meö smettin á sér á steinvegg. Islenskt auövald segir: Hingaö og ekki lengra! Þaö er ópraktiskt fyrir auövaldiö aö byggja dagvistunarheimili þvi aö þaö er ekki hægt aö sameina þau gróöa maskínunni og láta þau „Þaö hefur sýnt sig aö AB er býrókratlskur stéttasam vinnu- flokkur, sem byggir á staliniskri hefö”. standa undir sér. Börn eru ekki vinnuafl og borga ekki skatta. Niöurskurður stjórnarinnar á framlögum til LIN brennur einna mest á stúdentum og stendur þeim næst hjarta. Flokksbræöur niðurskurðarpúkans komu ein- mitt hingað i fyrra i von um aö geta leitt einhverja villuráfandi stúdenta I allan sannleika um ágæti Alb. Stúdentar þurfa ekki lengur aö ráfa i villur um ágæti þessa flokks. Það hefur sýnt sig að Alb. er býrókratiskur stétta- samvinnuflokkur, sem byggir á stáliniskri hefö. Umræöa innan flokksins er engin ekkert innan- flokksmálgagn, engir skoöana- hópar leyfðir, afgreiösluþing á nokkurra ára fresti etc. etc. Hver er valkosturinn? Alb. býrókratarnir geta leyft sér aö hlægja aö kröfum Fylk- ingarinnar i krafti þess aö sam- tökin eru smá og enginn nærtæk- ur valkostur fyrir fólk aö varpa atkvæðum sinum á. Þaö er heldur ekki markmið samtakanna aö efla kjörfylgi sitt. Fylkingin er ekki valkostur i þeim skilningi, aö nóg sé aö kjósa hana i kosningum og biöa svo eftir aö hún reddi málunum. Hún er ekki lausnar- oröið. Valkosturinn er fólginn i þeirri baráttustefnu sem Fylkingin aöhyllist. í ljósi þróunar siöustu mánaöa er auö- velt aö sýna fram á aö einungis verkalýösstéttin er fær um aö verja kjör sin og réttindi. Meöan stéttasamvinnupáfarnir I verka- lýöshreyfingunni fara meö umboö stéttarinnar geta þeir verslaö meðþaö, eigin flokkshagsmunum til framdráttar. Þetta hafa þeir gert undanfariö. Verkamenn spyrja sjálfa sig: Hvers vegna aö gefa eftir núna? Af hverju stóöum viö I móti 1977? Afleiöing gjöröa Framhald á 11. siöu

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.