Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 8

Stúdentablaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 8
r„ SST SKRAUTFJÖÐUR Á LISTA VINSTRIMANNA I tilefni af því, að Halldór Ármann Sigurðsson lætur nú af störfum sem formaður Stúdentaráðs, eftir mik- ið og gott starf, þótti ástæða til að rekja úr honum garnirnar og miðla öðrum af þeirri reynslu, sem hann hefir aflað sér á ferli sínum. — Hver hafa verið helstu viðfangsefni núvcrandi ráðs, einkum með tilliti til fyrsta vinstri Stúdcntaráðs? — SHf hefur á kjörtímabil- inu beitt sér mjög að einstök- um, sértækari vandamálum, — lýðræðismálunum og stjórn- sýslu Háskólans allri, náms- lánum, málefnum Félagsstofn- unar o. s. frv. Þá mætti nefna tilraunir til mótunar félagslífs innan Háskólans, að vísu ó- burðugar enn, enda takmörkuð fjárráð ráðsins. Starf síðasta Stúdentaráðs einkenndist meira af frummótun stefnuskrár, skipulagningu skrifstofu og fleíri mikilvægum skipulags- málum. Á því starfi hefur orð- ið öflugt framhald, og raunar hlýtur slíkt ávallt að nýmótast og endurskoðast. — Viltu nefna nokkur dæmi um starfið? — Fyrsta stórmál Stúdenta- ráðsins var innritunargjalda- málið. Með lausn þess var lagður grunnur að „stéttarfé- lagsgjaldi" SHl. Mikið hefur vprið unnið að ( lánamálum. Ragnar Árnason, einkum; Erling Óíafsson o. fl. hafa unnið lofsamlegt og ár- angursríkt starf að þeim efn- um. Sambúðin við Félagsstofn- un var mjög stirð framan af. Gekk hvorki né rak í því um skeið. Eftir nýskipan stjórnar FS, um áramótin, hafa sam- skiptin hins vegar orðið hin líflegustu, enda starfhæft fólk komið til valda í stofnuninni. Nýjar og ferskar hugmyndir ganga sem sagt á milli FS og Stúdentaráðs, og ætti vinstri meirihlutanum í ráðinu að ganga vel viðskiptin við stofn- unina í framtíðinni. — Hver vcrða brýnustu mál næsta vinstri Stúdentaráðs? — Stjórnsýsla Háskólans, eins og hún enn er, hlýtur að valda því, að ýmis brýnustu mál vetrarins verði enn á odd- inum í nánustu framtíð. Á ég þar við rýmkun inntökuskil- yrða í Hl, aukinn hlut stúd- enta í stjómsýslu skólans (byrj- unarkrafan um 1/3, — fram- tíðarkrafan um „one man one vote“) og baráttuna gegn „numerus clausus“ og deildar- múrum, en fyrir samræmdum einkunnaskölum og kennslu- háttum, Hægri mönnum er á engan hátt treystandi til að halda áfram þrotlausu starfi Garðars Mýrdals og Baldurs Kristjáns- sonar að þessum málefnum me.nntamálanefndar og stjórn- ar Stúdentaráðsins. Stef.na þeirra birtist hér í breytinga- tillögum Kjartans Gunnarsson- ar við samantínd aukaatriði, áhuga- og þekkingarleysið eru svarin einkenni þcirra. Funda- mæting hefur farið allt niður í 10% hjá þcirn í hagsmuna- ncfndinni og er litlu glæsilegri í öðrum nefndum- Þá hefur SHÍ byggt upp at- hyglisverð utanríkissamskipti á kjörtímabilinu, m.a. með vand- Iega undirbúinni þátttöku í NOM (Formannafundi hinna 6 landssamtaka á Norðurlönd- um) og Evrópufundi stúdenta- samtaka, þar sem SHÍ hafði forsætið raunar með höndum. Eins og mönnum er kunnugt, rauf gamli hægri meirihlutinn nær öll samskipti Stúdentaráðs við erlend stúdentasamtök. Nú þarf að vinna að framkvæmd samþykktar SHl um aukaað- ild að IUS, — náist samkomu- lag við Alþjóðasambandið. Hægri menn eru fullir uggs og hleypidóma, jafnvel ofstækis, hvað þetta mál áhrærir, — vilja helst alls ekki ræða mál- ið. I þessu sambandi er at— hyglisvert, að Vökustaurar beita fyrir sig rógi, sem ekki einu ^inni nær því að vera hálfsannleikur (verri en blygð- unarlausasta lygi, sagði ein- hver): „utanferðir til kommún- istarjkjanna", segir í síðasta Vökuþætti Stúdentablaðsins. „Kommúnistaríkin'' eru: Eng- land, Trland, Búlgaría, Rúm- enía, Danmörk, Tékkóslóvakía thöfuðstöðvar IUS), Noregur, Svíþjóð, Finnland, Vestur- og Austur-Þýskaland, Austurríki. Allt „kommúnistaríki"??? Sá súri sannleikur, sem Vökupilt- ar verða að sætta sig við er einfaldur: Það eru ein lands- samtök stúdenta í Evrópu, sem reka hægri- og einangrunar- stefnu: ÖH í Austurríki. Hafa utanferðirnar kostað „mörg hundruð þúsund“, eins og illar tungur segja? Þær hafa kostað Stúdentaráð sjálft lið- lega eitt hundrað þúsund krón- ur, sem er ! sæmilegasta sam- ræmi við fjárhagsáætlun Stúd- entaráðs. Hún gerði þó aðeins ráð fyrir „heimsóknum“ til Finnlands og Danmerkur. Ut- anríkisráðuneytið virðist hafa meiri skilning á nauðsyn ut- anríkisstarfsemi Stúdentaráðs en ýmsir afturhaldsstúdentar. Auk þess hefur formaður Vöku tjáð mér að Vaka hafi á umliðnu ári stundað liðugt heimsóknastarf til skoðunar hervirkja í NATO-löndum ýmsum og umræðu svokallaðra „stúdentamálefna". Hvaðan koma peningarnir?? Hver eru ,, stúdentamálef nin‘ * ? ? Um hin víðtæku viðfangsefni menntamálanefndar er sjálf- sagt ekki staður til að fjölyrða hér. Nefndin hefur lotið traustri forystu Árna Blandon og notið virks starfs annarra vinstri manna í nefndinni. Ég vísa bara á nýja stefnuskrá SHl í menntamálum, sem nú liggur fyrir í 60 síðna hand- riti, og verður væntanlega til- búin í fjölriti fyrir ráðstefnu BHM um menntamál, sem verður 22.—23. mars nk. — Stefnuskráin er unnin úr fjöl- mörgum frumhcimildum, inn- lendum sem erlendum allt frá grunnskólafrumvarpinu til skýrslna Evrópuráðsins um há- skólanám í Evrópulöndum- Þar segir m. a. gagnleg utan- ríkisstefna til sín! Ur því að ég var að minn- ast á væntanlega ráðstefnu BHM, þá er þátttaka SHl í hcnni geysivel undirbúin af Garðari Mýrdal, Árna Bland- on og öðrum vinstri mönnum í menntamálancfnd, m. a. Ara Ólafssyni og Sigurði Snorra- syni. Þar liggja enn fyrir all- mörg þykk og efnismikil und- irbúningsgögn! — Ertu skrautfjöður á lista vinstri inanna? — Það skyldi ég vona! Hins vegar er sýnilegt, að þeir hægri menn, sem áður hafa verið kosnir til ráðsins scm aðalfull- trúar vilja engan hlut eiga að máli, heldur senda fram menn sem enga þekkingu né yfirsýn hafa á málefnum stúdenta. Geta menn rétt ímyndað sér hvcr útkoman yrði, færi svo óh'klega að Vökumenn sigruðu í kosningunum núna. Vinstri listinn er hins vegar byggður upp á því að stöðug tengsl verði milli yngri manna og eldri, þannig að þeir sem starf- að hafa áður í ráðinu geti miðlað af þekkingu sinni þeg- ar á þarf að halda. Sú er á- stæðan fyrir veru minni á list- anum. — Ertu bjartsýnn á útkomu kosninganna? — Eg tel sigur vinstri manna öruggan í kosninunum sem í hönd fara, þó ekki sé nema litið til þess starfs sem unnið hefur verið og þeirra verkefna scm fyrir liggja. Vinstri menn verða þó að gera sér það Ijóst að kosningar vinnast ekki án starfa og fjöldaþátttöku. Hvet ég því alla vinstri menn til að sýna nú á sér klærnar, svo að þeim Vökustaurum mcgi ei takast að eyðileggja það starf. scm fram hefur farið á tveimur síðastliðnum árum.Og umfram allt að samfella starfsins hald- ist, t. d. góð tcngsl við Félags- stofnun, erlend stúdentasamtök o. s. frv. Sem sagt: sitrur fram- tíðariimar. Innritunargjald Framhald af 12. síðu. skiptum stúdenta og kennara, sumar sem leið. Háskólasjóðurinn skal sam- kvæmt tillögum ncfndarinnar áfram njóta tekna af skráning- argjöldum stúdenta, gjöfum ut- ansafnaðarmanna, prófgjöldum stúdenta o. fl. Fénu skal svo aftur varið til menningarstarf- semi innan Háskólans auk ó- væntra fjárþarfa Háskólans, „sem upp kunna að koma þannig að ekki gefist ráðrúm til að afla fjár eftir venjuleg- um lciðum". Það má kannski kalla lánveitingar af því tagi, scm áður er á minnst, „óvænt- ar fjárþarfir Háskólans“. Alla- vega er ljóst af öðrum tillög- um nefndarinnar, sem sam- þykki hlutu á fundinum, að áfram skal gilda heimild til lánveitinga til kennara Háskól- ans úr þeim sjóðum, sem hann ræður yfir. Var á fundinum felld tillaga fulltrúa stúdenta um að tekið yrði fyrir slíkar lánveitingar. Til gamans má geta þess, að hinn kunni landvarnarmaður, stjarnfræðingurinn Þorsteinn Sæmundsson, er sammála stúd- entum í þessu, þótt hann skilji aftur ekki þau sjónarmið, sem búa að baki þcirri hugmynd, að hagsmunasamtök stúdenta, sem lýðræðislega er kosið til i Stúdentaráð, fjalli sjálf um ráðstöfun fjár til menningar- starfsemi stúdenta, cf þeir hafa verið skattaðir til öflunar fjár- ins. Sennilega á það eftir að kosta læti, áður en samþykkt fæst á því (ekkj segi ég skiln- K. <OW «1 % '*e» M > - v ingur) að stúdentar ráðstafi sjálfir þeim fjármunum sem innheimtast frá stúdentum í upphafi skólaárs og renna beint til samncyslu þeirra sjálfra, eða öllu heldur, ættu að gera það. Nóg um þetta mál í bili, en að lokum skulu stúdentar áminntir um að vera viðbúnir, og láta ekki ganga á rétt sinn í samfélags- og skatta- málum Háskólaríkis. ráa Bylur hæst . . . Framhald af bls. 12. Ekki má láta þessari þurru upptalningu svo lokið, að ekki verði minnst á störf stjórnarinnar á tímabilinu 1973—74. Hún hafði þann 5. febrúax, þegar enn voru u. þ. b. tveir mánuðir eftir af kjör- tímabilinu, að baki sér 75% rnætingu á stjórnarfundi, sem voru þá þegar orðnir tæplega 20% fleiri en árið áður og fleiri en nokkru sinni fyrr í sögu ráðsins. Vert er þó að minna á það, þegar hér er komið að gæðin skipta meiru máli en magnið, þótt stjórn- inni verði engan veginn brigslað um það að hafa notað tíma sinn illa, enda ekki í henni neinir hægri menn á tímabilinu, svo vitað sé. Fundanefndar hefur ekki verið getið við þennan talna- lestur vegna þess að fundar- gerðir hennar lágu ekki á lausu við könnunina, en Bessí Jóhannsdóttir mun þó vænt- anlega ljúka þeim fyrir vorið, þótt hún hafi ekki séð ástæðu til að mæta á nefndarfundi síðan fyrir áramót. ráa Þrátt fyrir verð- sveiflur eru alltaf góðkaup í CANDY þvottavélum Verslunin PFAFF Skóavörðustíg 1—3 og Bergstaðastræti 7 8 — STÚDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.