Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 10

Stúdentablaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 10
FÉLAGSSTOFNUN STÚDENTA: HÁSKÓLA- FJÖLRITUN, Studentaheimilinu (uppi) Sími 22435 Annast: FJÖLRITUN VÉLRITUN LJÓSRITUN fyrir Háskóla Islands og stúdenta. Opin mánudaga til föstudaga kl. 9—12,30 og 13-17 Drekkið kaffið og lesið blöðin í NORRÆNA HtTSINU. KáffisföfáVopin vlrka daga kl. 9—^18. Sunnudaga kl. 13—18. Bókasafnið opið kl. 14—19. Laugardaga og sunnudaga kl. 14—17. Velkomin í Norræna húsið. NORRLNA HUSIÐ POHJOLAN TAIO NORDENS HUS Auglýsinga- símar okkar eru: 22274 -22275 Auglýsingadeildin er opin: Mánudaga til föstudaga kl. 8—18 Laugardaga kl. 8—11 og 15—17 Sunnudaga kl. 10—11 og 16—17 RÍKISÚTVARPIÐ- HLJÓÐVARP STÚDENTA BLAÐIÐ 3. tölublað 1974. Útgefandi: Ritstjóri: Útgáfustjórn: Stúdentaráð Háskóla Islands. Rúnar Ármann Arthursson (ábm.). Stjórn S. H. 1. Auglýsingasími: 15959. Verð kr. 50 í lausasölu. Áskriftargjald er kr. 400 á ári. Prentsmiðja Þjóðviljans. Breytingar Frambald af 6. síðu. þessum vanda? — Breyta pantanakerfinu m. a., og komast yfir greiðsluerf- iðleikana. Nýlega tókum við fimm milljón króna lán til að grynnka á allra verstu skuld- unum, en það lán verður svo náttúdega að greiða . , , — Og á meðan heldur vit- leysan áfram? — Ja, aukningin á lager- mynduninni milli áranna 1972 og 73 er um 27%. Það hefur komið upp sú hugmynd að Há- skólinn, eða hann og mennta- skólarnir í sameiningu í tengsl- um við Menntamálaráðuneytið, komi sér upp einhverjum sjóði, sem grípi hér inn í. Það væri tvímælalaust það eðlilegasta- Nú, það er iíka hægt að taka fyrir þetta, hreinlega. Hætta að panta bækur, en ég er hrædd- ur um að þá heyrðist heldur en ekki hljóð úr horni. Það hefur líka verið um það rætt að breyta innritunarforminu hér innan Háskólans, þannig að hægt verði að kanna það nokkrum sinnum á vetri hvaða nám menn stunda, svo kenn- arar geri sér þá betur grein fyrir þörfinni. En það verður áreiðanlega gengið í þessi mál með oddi og egg um leið og við erum búin að koma af stað þessari tilraun í matstofu- rekstrinum, sem áður var minnst á. — Ætli viö látum jDetta þá ekki duga í þetta skipti, með því fororði, að Stúdentablaðið fái aðgang að þér seinna til að leita sér upplýsinga um barna- heimilismál, ferðamál, húsnæð- ismálin almennt, bætta að- stöðu til félagsstarfa o. s. frv., o. s. frv., o. s. frv. . . . ráa Tvisvar verður Framhald af 7. síðu. óska eftir því að Háskólaráð víti eða vísi úr skóla helstu forsvarsmönnum læknanema, fyrir skrif þeirra um þá að- gerð forseta Læknadeildar að leggja fyrir Háskólaráð tillögu sem þeir fullyrða að hafi aldrei verið samþykkt á deildarfundi. í sambandi við þetta mál í Læknadeild er sjálfsagt að það komi fram að við höfum þegar lagt fram í ráðinu tillögu um reglugerðarbreytinguna eins og hún var upphaflega flutt af stúdentum á deildarfundi. Það stendur til að við leggjum fram á næsta fundi tillögu um lagabreytingu um fjölda full- trúa á deildarfundum. Það stendur líka til að við leggjum fyrir tillögu um það að brott- vísunar- og velsæmisákvæðin verði felld út úr háskólalögun- um. — Að sjálfsögðu munum við líka leggja fram frávísun á þá tillögu Læknadeildar að Háskólaráð fjalli um mál áð- urnefndra læknanema.“ Þá sagði Garðar frá því, að þeir hefðu flutt um það tillögu, sem samþykkt hafi verið 6. desember sl., að sett skyldi á stofn nefnd, sem fjalla skyldi um deildarmúra, þ. e. sam- ræmt námsmat milli deilda Háskólans eftir eininga- eða stigakerfi. Samræma einkunn- arskala og samhæfa kennslu milli deilda þannig að kennslu- kraftar nýttust betur. Vonir standa til þess að nefndin fari að hefja störf, en dregist hefur óþarflega lengi að kalla hana saman af þeim prófessorum senr það áttu að gera. Fer þá að verða von til þess, að menn geti í framtíðinni valið sér námsleiðir meira eftir eigin höfði í fleiri deildum. ÍÞRÓTTIR OG AUKIN VÖLD Garðar sagði að þeir félagar hefðu líka flutt tillögu um bættan aöbúnað í íþróttamál- um innan Háskólans. Sam- kvæmt henni á stjórn Iþrótta- hússins að skila áliti um það, livað helst vanti af tækjakosti og þriggja manna nefnd var sett í það að gera athugun á því hvort setja beri upp sund- laug við íþróttahúsið og hvort ekki sé hægt að bæta aðstöð- una í kjallara hússins, t. d. koma þar upp gufubaðstofu í húsnæði því sem svokallað ' Studcntifelii-ií H■ É hefur nú til umráða. 1 framhaldi af þessu tjáði Garðar blaðinu að þeir heföu flutt fyrir Háskólaráði tillögu Stúdentaráðs um bætta að- stöðu til handa þeim sem sokknir eru upp fyrir haus í félagsstörfum stúdenta. Gengur sú tillaga út á ívilnanir, í sam- bandi við námstíma, aðallega handa helstu embættismönnum Stúdentaráðs og hinna ýmsu deildarfélaga. Að lokum barst talið að á- hrifum stúdenta innan hinna ýmsu stjórnunareininga Há- skólans: „Nú, það að við höf- u menn ekki lagt fram okkar endanlegu tillögur um fjölda fulltrúa stúdenta í stjórnunar- einingum Háskólans eða fram- fylgt okkar kröfum um þriðj- ungsvöld á öllum stjórnstigum byggist á því að hér hefur ver- ið starfandi svonefnd Stjórn- sýslunefnd frá því löngu áður en við tókum sæti í Háskóla- ráði. Þessi nefnd átti að fjalla mjög ítarlega um stjórnsýslu- mál Háskólans, en þegar sýnt þótti nú í janúar, að hún myndi ekki hrófla neitt við deildakerfinu, ákváðum við að leggja fram núna strax tillögur okkar um fulltrúafjölda á lægri stigum, þ. e. a. s. í deild- um, en varðandi aukna hlut- deild stúdenta á æðri stigum, s. s. í Háskólaráði og þeim nefndum sem væntanlega verða stofnaðar þegar yfirstjórnin hefur eflst í H. í„ verður að bíða með allar tillögur þar til nefndin hefur skilað áliti.“ Að endingu var Garðar svo spurður að því, hvort stúdentar hefðu ekki átt sína fulltrúa í Stjórnsýslunefndinni. — Sagði hann það ekki hafa verið, en hins vegar hefði háskólarektor, sem þá var Jónatan Þórmunds- son í fjarveru Magnúsar Más Lárussonar, teygt sig yfir borð- ið á Háskólaráðsfundi og skip- að Þorstein Pálsson fulltrúa stúdenta í nefndina. Hefði því síðastliðin tvö ár verið heldur slæmur aðgangur að jressari nefnd af sömu ástæðum og gegnt hefur um samband Fé- lagsstofnunar stúdenta og Stúdentaráðs. Hefur Þorsteinn því gengið undir auknefninu „fimmti prófessorinn“ í nefnd- inni. ráa Styrkir til háskólanáms í Svíþjóð Sænsk stjórnvöld hafa tilkynnt, að þau bjóöi fram í lönd- um, sem aðild eiga að Evrópuráðinu, 10 styrki til háskóla- náms í Svíþjóð háskólaárið 1914—75. Ekki er vitað fyrir- fram, hvort einhver þessara styrkja kemur í hlut íslend- inga. Styrkir þcssir eru eingöngu ætlaðir til framhalds- náms við háskóla. Styrkfjárhæðin er s. kr. 1.135,— á mán- uði í níu mánuði. en til greina kemur, að styrkur verði veittur til allt að þriggja ára. Umsækjendur skulu hafa Iokið háskólaprófi áður cn styrk- timabil hcfst. Umsóknir um styrki þcssa, ásamt staðfestum afritum prófskírteina, meðmælum og heilbrigðisvottorði, skulu sendar menntamálaráðuncytinu, Hverfisgötu (i, Reykjavík, fyrir 25. þ.m. — Sérslök umsóknareyöublöð fást í ráðu- neytinu. Menntamálaráðuneytið, 7. mars 1974. 10 — STÚDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.