Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 1

Stúdentablaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 1
STÚDENTA 3. TBL 20. MARS 1974 50. ARG. UM KOSNINGAR fi! Srúdentaráðs, og Háskólaráðs Frestur til að skila framboð- um til Háskólaráðs og Stúd- entaráðskosninga rann út mið- vikudaginn 13. mars. Tvö framboð bárust, annað frá Vöku, félagi lýðræðissinnaðra stúdenta, en hitt frá Vinstri mönnum í H.í- Að þessu sinni eru viöhafð- ar listakosningar til Stúdenta- ráðs, en eins og mönnum er kunnugt var áður kosið um fiambjóðendur í hinum ein- stöku deildum, og hafði hver deild sinn fulltrúa í ráðínu. Fullt iamkomulag varð Innar Stúdentaráðs um þessa brevt- ingu og eins lýstu félögin, Vaka og Verðandi, sig sam- þykk. Hefur frambjóðendum nú verið úthlutað bókstöfum til au^kenningar listum sínum, og kom bðkstafurinn A í hlut Vöku, en Vinstri menn hlutu bókstafinn B. Kosningarnar fara fram miðvikudaginn 20. mars. Að þessu sinni er kosið um fulltrúa til tveggja ára, bæði í Stúdentaráð og Háskólaráð. Reglur þær sem gilda í kosn- ingum þessum er að finna ann- ars staðar hér á síðunni. Um skipan á framboðslistana tvo er fátt að segja, þar hafa verið valdir til menn úr öllum deild- um Háskólans, auk þess sem aðrir hagsmunahópar eiga þar sjálfsagt sína fulltrúa. Rauð- sokkum skal til að mynda bent á að kynna sér hver hlutur kvenna er í þessum framboð- um. Á fyrstu og annarri opnu blaðsins gera frambjóðendur grein fyrir helstu stefnumiðum sínum, og var þeim aðilum sem að framboðum standa, út- hlutað því plássi í samráði við útgáfustjórn Stúdentablaðsins. Hér til hliðar eru auk þess birtir framboðslistar beggja aðila. ráa Kosningareglur Um hvað er kosið? Kosið er um 13 menn, sem aðalfulltrúa í Stúdentaráði, og einn, sem sæti á bæði í Há- skólaráði og Stúdentaráði. Varamenn aðalfulltrúa af hverjum lista eru allir þeir, sem á listanum eiga sæti, og í sömu röð og þeir endanlega hljóta. Fulltrúi í Háskólaráði hefur sérstakan varamann. Hverjir hafa kosningarétt? Kosningarétt hafa allir, sem skráSir eru til náms í Háskóla íslands skv. reglugerð Háskól- ans, þ.e.a.s. þeir, sem hafa inn- ritað sig í Háskólann og greitt skrásetningargjald kr. 2.200,00. Kærur vegna kjörskrár skuJti hafa borist kjörstjórn á hádegi þriðjudaginn 19. matz n.k. Hvernig er kosið? Kosið er hlutbundnum lista- kosninguin, sem eru skriflegar og leyniilegar. Kjósandi greiðir atkvæði á þann hátt, að hann markar kross á kjörseðilinn fyrir fram- an bókstaf þess lista, sem hann vill kjósa. Vilji kjósandi breyta nafna- röð á lista þeim, er hann kýs, setur hann tölustafinn 1 fyrir framan það nafn, er hann vill hafa efst, töluna 2 fyrir fram- an það nafn, er hann vill hafa annað í röðinni, töluna 3 fyrir framan það nafn, sem hann vill hafa það þriðja o.s.frv. Vilji kjósandi hafna einum eða fleiri frambjóðendum strik- ar hann yfir viðkomandi nafn eða nöfn á listanum. — Kjós- andi má þó ekki hagga neitt þeim iista, sem hann ekki kýs, hvorki strika yfir nöfn á þeim né breyta á þeim nafnaröð, né gera nein önnur merki á kjör- seðilinn, að öðrum kosti telst seðillinn ógildur. V.P. í stúdentaheimilinu MUNIÐ JAM-SESSION Á MÁNUDAGSKVÖLD kl. 9-12 Kjartan Gunnarsson Bogi Ágústsson Markús K. Möller Sigurður Tómasson Arnlín Oladóttir A LISTI Framboðslisti Vöku, f élags lýðræðissinnaðra stúd- enta í Stúdentaráðs- og Háskóiaráðskosningum 1974. Til Stúdentaráðs: 1. Kjartan Gunnarsson laganemi 2. Bogi Ágústsson, sagnfræðinemi 3. Einar Brekkan, læknanemi 4. Árni Gunnarsson, viðskiptafræðinemi 5. Einar Stefánsson, læknanemi 6. Berglind Ásgeirsdóttir, laganemi 7. Magnús Björn Björnsson, guðfræðinemi 8. Linda Rósa Mikaelsdóttir, enskunemi 9. Hilmar Baldursson, viðskiptafræðinemi 10. Oddur Einarsson, guðfræðinemi 11. Ragnar Ó. Steinarsson, tannlæknanemi 12. Sveinn Guðjónsson, sagnfræðinemi 13. Ragnar önundarson, viðskiptafræðinemi 14. Anna Kristrún Jónsdóttir, lyfjafræðinemi 15. Inga Sólnes, frönsku- og bókmenntanemi 16. Helgi Harðarson, líffræðinemi 17. Margrét María Þórðardóttir, læknanemi 18. Ingibjörg Rafnar, laganemi 19. Jón Ólafsson, lyfjafræðinemi 20. Helgi Sigurðsson.læknanemi 21. Guðmundur Geir Gunnarsson, viðskiptafræðinemi 22. Sigríður Siemsen, lyfjafræðinemi 23. Gunnar Guðmundsson, laganemi 24. Ólafur H. Jónsson, viðskiptafræðinemi 25. Hafliði Pétur Gíslason, verkfræðinemi 26. Hannes J. Sigurðsson, læknanemi. Til Háskólaráðs: Markús K. Möller, stærðfræðinemi. Til vara: Inga Jóna Þórðardóttir, viðskiptafræðinemi. Erling Ólafsson Framboðslisti vinstri manna í kosningum til Stúd- entaráðs H.l. og Háskólaráðs fyrir starfsárið 1974 Til Stúdenaráðs Háskóla fslands: 1. Sigurður Tómasson, íslenskunemi 2. Arnlín Óladóttir, læknanemi 3. Jón Sigurjónsson, líffræðinemi 4. Gylfi Kristinsson, laganemi 5. Eísabet Berta Bjarnadóttir, norsku- og þýs.kbtnemi 6. Lára Júlíusdóttir, laganemi 7. Atli Árnason læknanemi 8. Ævar Kjartansson, þjóðfélagsfræðinemi 9. Knútur Árnason, eðlisfræðinemi 10. Sigurjón Benediktsson, tannlæknanemi 11. Halldór Árnason, verkfræðinemi 12. Mörður Árnason, íslenskunemi 13. örn Gústafsson, viðskiptafræðinemi 14. Gestur Guðmundsson, þjóðfélagsfræðinemi 15. Páll Stefánsson, líffræðinemi 16. Þorsteinn Gunnarsson, sálfræðinemi 17. Einar Már Sigurðsson, guðfræðinemi 18. Sveinn Rúnar Hauksson, læknanemi 19. Áskell Kárason, sálfræðinemi 20. Ingimar Ingimarsson, heimspekinemi 21. Gunnlaugur Stefánsson, þjóðfélagsfræðinemi 22. Guðlaugur Ellertsson, viðskiptafræðinemi 23. Gestur Jónsson, laganemi 24. Garðar Mýrdal, eðlisfræðinemi 25. Jóhann Tómasson, læknanemi 26. Halldór Ármann Sigurðsson, íslenskunemi. Til Háskólaáðs: Erling Ólafsson, íslenskunemi. Til vara: Gizur Gottskálksson, læknanemi.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.