Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 3

Stúdentablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 3
3 STUDENTA 1. des. iHTífllll] 1974 AÐ BLAÐINU UNNU: Auður Styrkársdóttir Gestur Guðmundsson Jón Húnar Sveinsson Skafti Halldórsson Stefán Hjálmarsson Svanur Kristjánsson Tómas Einarsson Vigfús Geirdal Ljósmynd á forsíöu: Mats Wibe Lund jr. Otlit: Rúnar Ármann Arhursson útgefendur: Stúdentaráð Háskóla tslands og 1. desember nefnd stúdenta Setning og prentun: Blaðaprent LEIÐARI: Þjcðsagan og veruleikinn Við, sem að þessu sinni stöndum að 1. des. hátiðarhöldum stúdenta, erum þeirr- ar skoðunar að sú mynd, sem við islend- ingar gerum okkur af sögu okkar og sam- timaveruleika sé full af alls kyns bábiljum og fölsunum. Við höfum tekið i arf frá sjálfstæðisbaráttunni rómantiskar hug- myndir um það mannlif sem hér var lifað á svonefndri söguöld. Á sama hátt eru hugmyndir okkar um samskipti þjóðar- innar við danskt vald markaðar óraun- særri þjóðernishyggju, og siðast en ekki sist lifum við og hrærumst i þjóðsagna- kenndum hugmyndaheimi um þjóðfélag samtimans. Samkvæmt útbreiddri þjóð- sögu er hér nánast um stéttleysi og félags- legan jöfnuð að ræða. Það er einnig álit okkar, að þjóðsagan um ísland sé ekki tilviljunarkenndur sam- setningur. Gerð hennar ráða viðhorf og hagsmunir þeirra sem ráða i þjóðfélagi samtiðarinnar. Þegar fortiðin er fegruð og breitt er yfir misfellur og mótsagnir sem þar hafa verið að verki, er það hluti þeirr- ar viðleitni að sameina þjóðina undir for- ystu þeirra afla sem ferðinni hafa ráðið og ráða enn. Þau öfl eru að okkar mati ekki heldur samsett á tilviljunarkenndan hátt, heldur búum við við þjóðfélagslegt forræði borgarastéttarinnar, þeirrar stéttar sem grundvallar altæk þjóðfélagsvöld á eign- arhaldi á framleiðslutækjum. En þar sem við búum að forminu til við lýðræði verður sú stétt að vinna aðrar þjóðfélagsstéttir til fylgis við sig. Það gerir hún m.a. með þvi að breiða út þjóðsöguna um jöfnuð og stéttleysi islensks þjóðfélags i dag. Ætlunin með þessu blaði og hátiðarhöld- unum i heild er ekki að gera tæmandi út- tekt á þjóðsögunni um Island eða þeim veruleika sem henni er ætlað að dylja, þvi að hér er á ferðinni fyrirbæri, sem er i senn viðtækt og flókið. Hins vegar væntum við þess að geta varpað ljósi á nokkrar hliðar þess og vakið einhverja til umhugs- unar og umræðu um það. Við væntum þess jafnframt að framlag okkar megi verða verkalýðsstéttinni að liði i viðleitni hennar að losna undan hugmyndalegu forræði borgarastéttarinnar og siðar að kollvarpa völdum hennar. FORTlÐAR- GYLLING SAMTÍMA- FÖLSUN ,,Ó þér veltiár velferbarrikis islands þúsund árum gjöfuili i tima og rúmi Hvert og eitt heil öld nýrrar reynslu Hvert og eitt heil veröld nýrra möguleika Þér ár sem geröuð blóð og tár hinna ósýnilegu Að dreggjum niðurlægingar i bikurum vorum Hvflik ár hvílfk sjálfgleymisár”. Jóhannes úr Kötlum. Erindi úr kvæðinu, óðurinn um oss og börn vor. Allt þetta ár hefur verið reynt að halda islenskri alþýöu i þeirri trú, aö hún væri að halda upp á ellefu alda afmæli byggðar i land- inu. „Þjóðhátföir” hafa verið haldnar i hverjum landsfjórðungi með tilheyrandi ræðuhöldum, há- tiöarljóðum (ef fengist hafa), hornablæstri og kórsöng. Hæst áttu hátiðarhöldin að risa með þjóðarsamkomunni á Þingvelli, þar sem þingmennirnir komu samán undir forsæti Gylfa Þ. Gislasonar og réttu upp hendurn- ar i takt, einingarlegir i framan, undir kjörorðinu: „Verndum landið!” (eða var það: Drepum landiö?) Formaður þjóðhátiðar- nefndar og fleiri lifandi draugar fiuttu ræður, og flutt var hátiðar- ljóö eftir pöntun. En grátbrosleg ur atburður á barmi Almanna-' gjár varð til þess að afhjúpa eðli og tilgang alls þessa hátiðartil- stands. 1 öllum þeim orðaflaumi, sem flætt hefur af völdum af- dankaöra skólameistara, prests- maddama, sýslumanna, pró- fasta, formanns þjóðhátíöar- nefndar eða vesturheimsks prófessors, má yfirleitt greina eina sameiginlega hugsun: fáránlega fortiðardýrkun og þjóö- ernisrembing, sem gjarnan er borinn uppi af kynþáttafordóm um, en einnig ótrúlegum undir lægjuhætti gagnvart Bandarikj unum og fylgifiskum þeirra i Nato. Og siðast en ekki sist eru hugtök eins og frelsi, jafnrétti, sjálfstæði og friður skrumskæld á hinn ósmekklegasta hátt. Fortiðargyllingin Dæmigerð þjóðhátiðarræða segir fyrst frá „frjálsræöishetj- unum góöu”, sem komu „austan um hyldýpishaf, hingað i sælunn ar reit”. Þetta voru þvi engir hokurbændur eða kotkarlar, heldur glæstir vikingar af kon- ungakyni, sem eiga þann draum stærstan, „að höggva mann og annan”, aufúsugestir i sölum er- lendra konunga og stórhöfðingja. En sökum ásælni Noregskon- ungs glötuðu forfeður okkar sjálf- stæöinu. Þá taka hinar myrku aldir við i sögu þjóðarinnar, af- mmmi, rekiö að hafa þraukað i ellefu hundruð ár i landi, sem er á mörkum hins byggilega heims. Hvernig hinn Islenski stofn hreisnaöist af öllum veikum kvistum fyrir áhrif hafiss, eld- gosa og danskrar kúgunar. En það sem hélt lifinu i þjóðinni á þessum hörmungartlmum var hinn forni menningararfur. Og hin forna glóð varð að frelsisbáli. Farið er fjálgum orð- um um sjálfstæðishetjurnar, Fjölnismenn og Jón Sigurðsson, sem lögðu grunninn að fullu sjálf- stæði íslands. En vandi fylgir þeirri vegsemd að vera frjáls, Is- lendingar verða að standa sam- einaöir, þeir hafa hvort eð er frá öndverðu alist upp hlið við hlið i þessu landi og þeir hafa jafnan rétt til menntunar og þjóðfélags- stöðu. Islendingar verða að standa á veröi gagnvart óþjóðleg- um sundrungaröflum, sem vilja þvinga innfluttar kennisetningar upp á þjóðina. Vegna þess að Is- lendingar eru friðelskandi þjóð, eiga þeir að taka þátt i varnar- samstarfi vestrænna lýðræðis- þjóða, sem okkur eru skyldastar aö hugsunarhætti og menningu. Og til að vernda bæði lýðræöið og landið fyrir utanaðkomandi hættu, verðum við að hafa hér bandariskt varnarlið. Vitringur einn I Alþýðuflokkn- um orðaði þessa hugsun hnytti- lega, er hann sagði: „Til þess að varðveita frelsið verðum við að fórna þvi”. Samstöðuvopn verður að kúgunartæki En hvers vegna er verið að halda þessari lognu fortiðarmynd aö fólki? Þvi er fljótsvarað, Menn sem vilja ekki horfast i augu við sannleikann I sinni eigin samtið, þora það ekki heldur i fortiðinni. Sagan er notuð til að hjúpa nútim- ann blekkingarhulu. Þessi ranga söguskoðun á rætur að rekja til 19. aldar. 1 Evrópu kemur rómantiska stefnan fram sem mótmæli smáborgarans gegn veruleika kapitalismans, mótmæli sem voru flótti til fortið- arinnar, inn i „sælureit” léns- veldisins. Þar hugðust þeir finna forna einingu þjóðarinnar og jafnvægi. Hún lagði áherslu á sameiginlega menningu þjóðar- innar og samstöðu hennar. Þann- ig varð rómantikin vopn i höndum smáþjóða i frelsisbaráttu þeirra gegn erlendu kúgunarvaldi. 1 þessu ljósi verður að skoða hina rómantisku fortiðargyllingu is- lenskra 19. aldar skálda og stjórnmálamanna, hún er liður i sjálfstæðisbaráttunni, hún miðar að þvi að auka sjálfsvirðingu þjóöarinnar, sem er i lágmarki, með þvi að sýna fram á að hún eigi sér merka menningu og tungu, og skapa þjóðerniskennd og einingu gegn danska valdinu. Þess vegna leitast hún alla tiö við að hylja stéttaandstæðurnar inn- anlands. En að fengnu fullveldi 1918, og með þéttbýlisþróuninni sem verð- ur til aö skerpa stéttamuninn, verður þessi söguskoðun að tæki valdastéttarinnar til að viðhalda kapitaliskum framleiðsluháttum, treysta eignarhald litils hóps braskara og stórútgerðarmanna á atvinnutækjum og arðráni þeirra á launþegum, meginþorra þjóöarinnar. Þessi falska lifsimynd þjóðar- innar verður tæki til aö halda is- lenskri alþýðu I blekkingu og fá- fræði um þjóðfélagsstöðu sina. Stéttaandstæður fyrri alda En hver er svo raunveruleik- inn? Erum viö Islendingar kannski ekki afkomendur fræk- inna vikinga af kyni Ynglinga eða Völsunga, þeirra, sem sigldu hingað skrautbúnum skipum eins og greint er frá i fornum sögum? Erum við Erlendur Einarsson i S.l.S. kannski ekki komnir af Auðunni skökli eins og Elisabet Englandsdrottning? 1 upphafi landnáms hefur hér sennilega veriö meiri jöfnuður en seinna varð á þjóðveldistimanum og öðrum öldum allt til samtim- ans, en engu að siður var stétta- skipting. Þetta var bændasamfé- lag, sem fámenn höfðingjastétt stýrði. Hún stofnar alþingi og set- ur lög til að tryggja hagsmuni sina og völd. í sama tilgangi er kristni i lög tekin á aiþingi. En meginhluti þjóðarinmar var all- fjölmenn stétt sjálfseignarbænda og eignaieysingjar eins og leigu- liðar, hjáleigubændur, búsetu- menn, vinnuhjú, þrælar og föru- fólk. Með kristnitökunni bætast viö kennimenn, sem gátu ýmist verið höfðingjar, hjú eða nánast þrælar. Smám saman safnast mest allur auður og völd á hendur fjögurra höfðingjaætta, sem hafa i sfnum höndum ráð kirkjunnar. Jafnframt hrapaði fjöldi bænda niður i stétt eignaleysingja. Það er alþýðustéttin sem er undirstaða þjóðveldisins, en á Framhald á bls. 10

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.