Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 6

Stúdentablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 6
6 Sp.: Hvernig var umhorfs í Islensku þjóöfé- lagi þegar sjálfstæðisbaráttan hefst, á sfðari hluta 19. aldar? Sv.: Ég tel að þjóðfélagshættir hérlendis hafi verið einstakir í Evrópu, þvi hér er eiginlega hreint bændaþjóðfélag, þó kominn sé visir að borgarastétt. Hún er svo sárafá- menn og eins er það með daglaunamenn og iðnaðarmenn, þeir eru svo fáir að það er ó- hætt að kalla islenska þjóðfélagið bænda- samfélag á þessum árum. Og hvað snertir Jón Sigurðsson, þá finnst mér það eftirtekt- arvert, að hann er eiginlega fulltrúi fyrir framsæknustu skoðanir sinnar tiðar, þ.e.a.s. skoðanir sem eru vaxnar upp i þjóðfélögum sem eru komnar á langtum hærra stig en það Islenska. Þar er borgaralegt skipulag að ryðja sér braut og þær hugmyndir, sem hann tileinkar sér erlendis eru sprottnar upp úr allt öðrum aðstæðum en eru hérlendis. Þess vegna verður það hlutverk Jóns Sigurðssonar að laga þessar hugmyndir að aðstæðum Is- lensks bændaþjóðfélags. Hugmyndirnar eru erlendar, en hann tekur þær ekki alveg hrá- ar. Sp.: Hver er aðalbreyting Jóns Sigurðsson- ar á þessum hugmyndum? Sv.: Hugmyndir Jóns eru mjög svipaðar og stefna National-Liberalista flokksins I Dan- mörku, sem byggði á borgurum og mennta- mönnu» Hins vegar gerði Jón sér grein fyrir mönnum. Hins vegar gerði Jón sér grein fyrir að hann varð að höfða til íslenskra bænda. Sp.: Hvaðan koma sjálfstæðishugmyndir Baldvins Einarssonar Fjölnismanna og Jóns Sigurðssonar og hvers eölis eru þær? Sv.: Baldvin Einarsson setur fyrstur fram þær hugmyndir, að aðskilja eigi stjórn Is- lands og stjórn Danmerkur. Að vlsu er farið hægt I sakirnar i fyrstu, en þarna er þó mörk- uð ákveðin afstaða og Baidvin bendir á að málefni íslendinga séu það sérstök, að þeir verði að hafa sérstjórn. Þessi stefna er slðan útfærð betur af Jóni Sigurðssyni. Sú þjóð- frelsisalda, sem þetta er angi af, kemur upp á dögum Napóleonsstyrjaldanna og er óað- skiljanleg frá frönsku og amerisku bylting- unum. Ég nefni sem dæmi, að með frönsku bylt- ingunni er rikið skilgreint sem eign þjóðar- innar en ekki sem fyrirráðasvæði þjóðhöfð ingjans. Þar með er kominn alveg nýr skiln- ingur á þvi hvað rlki sé, og um leið að hver þjóðeigi aðráða sér sjálf. Þessi þróun byrjar vlða á menningarsviðinu, eins og t.d. á ung- verska þinginu kemur fram krafa um að þjóðtungan skyldi töluð þar i stað iatinu. Þar er vísir að þvi sem siðar kemur, sem sagt pólitiskum kröfum um sjálfstjórn. Sp.: Hvers konar maður var Jón Sigurðs- son? Sv.: Af Jóni Sigurössyni eru til tvær mynd- ir, þ.e. eins og hann var og siðan sú gylling sem gerð var af honum. Við skulum athuga fyrst hvað hann leggur fram, sem er fyrst og fremst óhemju mikið starf i sambandi við pólitæiska uppfræðslu þjóðarinnar, sem mið- ar að þvl að skapa almannavilja, undirstöð- una aö sjálfu lýðræðinu. Annað það sem fram kemur hjá Jóni er þjóðfélagsgagnrýni, eigin- lega I fyrsta skipti á Islandi. Alla sina ævi vinnur hann gífurlegt starf viö að uppfræða islendinga i pólitlskum efnum, ekki aðeins I stjórnarfarslegum málum heldur líka i at- vinnu- og menntamálum. Og Jón Sigurðsson og arftakar hans beita sér einnig mjög fyrir þvi að breyta viðhorfi þjóöarinnar til sjálfrar sln, berjast gegn van- metakenndinni og auka sjálfstraustið. Sp.: Er það ekki fremur fámennur hópur, sem tekur þátt I sjálfstæðisbaráttunni? Sv.: Já, sá hópur sem tekur þátt i barátt- unni og i stjórnmálum almennt er ákaflega fámennur. Það er alltaf talað um baráttu ís- lendinga sem sllkra gegn Dönum, en bar- áttan var hjá fámennum hópi, sem stækkaði þó smátt og smátt. Þetta er eðlilegt, þvi að þjóðin er ófullveðja i pólitik, þegar Jón Sigurðsson hefur baráttu sina. Þeim er ljóst að ef umbreyting á að fást fram, þá verður það fyrir vilja þjóðarinnar: það er hún sem á að knýja á um breytingu. Þeir telja það knýj- andi nauðsyn að upplýs þjóðina, svo þessi vilji komi fram, og halda uppi látlausri bar- áttu og fræðslu almennings. Þegar Jón Sigurðsson fellur frá er langt frá því að þessu marki sé náð. Upp úr 1830 þegar islendingar fara að gera kröfur á hendur dönum koma fyrst fram mótsetningar i Islensku þjóðfélagi. Það koma fram andstæð sjónarmið og þau birtast opin- berlega. Annars vegar voru þeir, sem töldu ástandið gott og vildu litlar breytingzr, hins vegar þeir sem voru róttækir, vildu breyting- ar. Ég tel Jón I hópi þeirra róttæku, og fremstan I þeim flokki meðan hann lifði. Við getum reiknað með því að stór hluti þjóðar- innar sé ekki kominn inn I þessa mynd, og því veröur það hlutverk hinna róttæku, til aö treysta sig I hinum pólitisku átökum, að reyna slfellt að vinna þennan svokallaða þögla meirihluta til liðs við sig, breikka grundvöllinn. Þetta er líka að gerast úti I Evrópu á þessum árum. Þar rikir vald fá- mennrar borgarastéttar, sem hugsar ekki lýðræðislega. Hún styðstekki við svokallaðar alþýðuhreyfingar, og þess vegna verður það ráö allra lýðræðissinna að fræða almúgann, kalla á hann til fylgis við sig, og um leið vaxa andstæðurnar i þjóðfélaginu. Þegar islend- ingar fara að bera fram kröfur sinar, þá skrifar Jón Sigurðsson á einum stað.að sumir af okkar embættismönnum séu stjórnhollari en stjórnin sjálf. Af þessu leiðir, að Islending- ar ganga ekki fram i einni fylkingu gegn hinu útlenda valdi, og mér virðist þetta gerast alls staðar þar sem þjóð á I þjóðfrelsisbaráttu, hún skiptist i andstæða hópa. Sp.: Hvernig kemur sú litla borgarastétt, sem hér er að myndast inn i þessa þróun? Sv.: Hún hefur sem slík, ekki teljandi áhrif alla nitjándi öldina, að mlnu mati. Það sem gerir hana svo vanmáttuga er ekki aðeins fá- mennið heldur einnig hversu dönskuskotin hún er. Hún er litli aðilinn i hinum nýju at- vinnuvegum hérlendis alveg fram til aldar- loka. Verslanirnar, sem á þessum árum eru einnig með útgerð, eru stærstu aðilarnir I at- vinnulifinu, en þær eru danskar eöa hálf fanskar. Þess vegna tileinka hinir islensku borgarar sé oft sömu hugmyndir og hinir dönsku og hálfdönsku kaupmenn. Þetta hefur sett svip á stjórnmálalifið allt til okkar daga, þar sem borgarastéttin stendur aldrei I nein- um eldi til að koma á fót borgaralegu riki 1918. Hún á sér ekki nokkra hefð I baráttu við Steinn Steinarr: EIR Jón Sigurðsson/ forseti, standmynd, sem steypt er í eir, og stjarna, sem vökul á bládjúpum kvöldhimni skín. i sölnuðu grasinu þýtur hinn hvislandi þeyr: ó, þú, sem einn sólbjartan vordag varst hamingja mín. ó, herra, sem sendir oss spámenn og spekingafans, og spanskgrænu heimsins þvoðir af volaðri sál. Ég hef legið á gægjum við Ijóra hins nýríka manns, og látið mig dreyma hið fánýta veraldarprjál. Eitt þögult og dularfullt hús stendur andspænis oss, og enginn veit lengur til hvers það var forðum reist. En nafnlausir menn, eins og nýkeypt afsláttarhross, standa náttlangt á verði svo það geti sjálfu sér treyst. Og nóttin leggst yfir hið sorgmædda sjálfstæði vort. Úr saltabrauðsleik þessa heims er ég kominn til þín. Ég veitað mitt fegursta Ijóð hefur annar ort, og aldrei framar mun dagurinn koma til mín. Erfiljóð Benedikts Gröndal eftir Jón Sigurðsson Þú isalands fögur ást og von, Sem opnaðir frelsis sali, Vér kveðjum þig nú, Jón Sigurðsson! Með saknaðar hinsta tali. Um himininn svífur sorgar ský Og slær yfir islands dali, Vér sungum þér áður sigurhljóð, Og sólin var björt i heiði — Nú syngjum vér um þig sorgarljóð Og signum þitt mæra leiði. Hið íslenzka vor, sem unnir þú, Nú á það sín blómin breiði. Æ, farðu nú vel, þú fagra sól! Þú forsetinn islands niðja! Þú frægasti son, er öldin ól, . Og upp fæddi menta gyðja! Sem konungur fyr þú sazt í sal, Og einn máttir alla styðja. Um morgun og dag og myrkt um kvöld Þú mintir oss á að vaka, Þú barst yfir oss þinn ægiskjöld Og aldregi vékst til baka. Hver verður nú til, þín vopnin góð í hraustlega hönd að taka? Jón Sigurðsson kær! vor þjóðin þér Nú þakkar með beiskum tárum! A barminum grafar bezt hún sér Þitt blessaða Iff í sárum — Þinn kraptur og f jör, og þol og þrek, Oss lýsi með Ijóma klárum! Og takið svo blessan lýðs og lands, Og litið frá himni skærum, Þið elskuðu hjón, á heiðurskrans, Sem hreldir vér ykkur færum! Og sofið nú Jón og Ingibjörg, I friðarins faðmi værum! Jón Sigurðsson, forseti, standmynd, sem steypt er f eir, hér stöndum við saman, í myrkrinu, báðir tveir.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.