Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1974, Page 7

Stúdentablaðið - 01.12.1974, Page 7
7 aö koma eigin rlki á fót, en fær þetta allt á silfurbakka. Sp.: Hverjir voru helstu stuðningsmenn Jóns Sigurðssonar og við hverja hafði hann helst samband? Sv.: Jón hafði samband við ýmsa heldri bændur hérlendis og stendur i sífelldum bréfaskriftum til að reyna að fá menn til hreyfings. Sem dæmi má nefna Asgeir As- geirsson eldri á ísafirði og fleiri kaupmenn og betri bændur. Það var hægara fyrir þá á þeim tíma en siðar varð, að styðja Jón, þvi að andstaða dana gegn sjálfstæðisbaráttunni var ekki orðin það hörð. Hann hefur mestan stuðning á Vesturlandi. Ég tel rétt að skýra, hvers vegna Jón skrifar þessum heldri mönnum. Hinn fátæki hluti þjóðarinnar sem er raunar mikill meirihluti hennar hefur eng- in tök á þvi að beita sér i stjórnmálum, og þá gripur hann til þess ráðs að finna aðra menn, einhverja sem eru betur settir og fá þá i lið með sér. Sp.: í hverju er gylling Jóns Sigurðssonar fólgin? Sv.: Eftir dauða hans verður þróunin sú, að honum er æ meira hampað, sérstaklega af arftökum hans I sjálfstæðisbaráttunni, Hon- um er hampað uns hvorki finnst blettur né hrukka á hnum, en ekki sýndur með kostum sinum og göllum. Hann er aldrei gagnrýndur og þannig kemur upp hin gyllta mynd af hon- um. Það hefur pólitiska þýðingu að bregða upp stækkaðri mynd af Jóni Sigurðssyni á þennan hátt. Þjóðin á ekki forystumenn, sem eru afdráttarlaust viðurkenndir sem slikir, og þvi verður Jón eins konar sameiningar- tákn fyrir þjóðina. A þessum tima eigum við t.d. engan þjóðsöng, engan þjóðfána, engin sýnileg ytri merki um það, að við erum þjóð. Jón Sigurðsson gegnir þvi hlutverki þjóðar- tákns á þessu skeiði. Þar er einn maður sem allir geta sameinast um. Jón Sigurðsson er framfarasinnaður á sinum tima. Hann held- ur uppi þjóðfélagsgagnrýni, er i andstöðu við ráðandi öfl og kemur fram með róttækar hugmyndir. Hugmyndir hans eru eins fram- sæknar og mögulegt er að koma fram með I Islensku sveitasamfélagi. Sllkt er hinn raunverulegi Jón Sigurðsson, en siðan hefur myndin dofnað, þannig að Jón Sigurðsson er bókstaflega orðinn steingerv- ingur og allt þetta tal i kringum hann er bara út I loftið. Hann er ekki settur fram sem eins konar uppteisnarmaður gegn rikjandi skipu- lagi, heldur sem finn, fágaður og dauður borgari. Þetta er það sem kalla má „dauða myndin” af Jóni Sigurðssyni, og stafar m.a. af hinu mikla fjárstreymi, sem leikið hefur um Islenskt þjóðfélag, en það er alveg geysi- lega mikið miðað við stærð þjóöarinnar. Þjóðin heur svo mjög tileinkað sér neyslu- hugsunarháttinn, að öll hugsjónabarátta í anda Jóns Sigurssonar hefur verið látin lönd og leið og lifir ekki i vitund þjóðarinnar. Jón er dauður pólitiskt, þess vegna kalla ég þetta „dauðu myndina”. Sp.: Hvernig er þessari fortiðardýrkun og dauöu myndinni af Jóni Sigurðssyni beitt til áróðurs? Sv.: Þjóðfélagsgagnrýnandinn og upp- reisnarmaðurinn er eiginlega þurrkaður af honum. Ráðandi öfl i þjóðfélaginu hafa hag- nýtt sér hann sem tákn um falska samstöðu allra Islendinga. Sp.: Er ekki afar grunnt á trú islendinga á þvi að þeir geti verið sjálfstæðir? Sv.: Jú, en það kann að vera eðlilegt að vissu leyti. Islendigar hafa oft verið haldnir vanmáttarkennd, og það kemur fram t.d. i skrifum Skúla Thoroddsen og Jóns Sigurðs- sonar að þeir taka einmitt fyrir þessa van- máttarkennd og stappa sífellt stálinu i landa sina. Til eru ýmsar greinar fram til 1918, þar sem menn skrifa um það að islendingar geti ekki staðið sjálfstæðir, og talin eru upp þau hlunnindi sem islending- ar höfðu af dönum sem rök gegn þvi að is- lendingar fái aukna sjálfstjórn. Vanmeta- kenndin gagnvart erlendum þjóðum er þvi ákaflega sterk, og það er erfitt að yfirbuga hana á stuttum tima. Þar sem ég minntist á Skúla Thoroddsen, langar mig að koma þvi á framfæri, að ég tel hann arftaka Jóns Sigurðssonar. Með honum kemur hins vegar hvassari tónn i baráttuna, enda er verkalýðshreyfingin þá að stiga sin fyrstu spor og þjóðin farin að skiptast meir en áður. Embættismennirnir risa til varnar, en Skúli tekur afstöðu með alþýðunni og heldur áfram þjóðfélagslegri gagnrýni. Þeg- ar landshöfðingi kvartar yfir þvi að Skúli hafi æst með þjóðinni óánægju gegn stjórninni, skrifar Skúli grein sem heitir „Oánægjan”. Þar semir hann: „óánægjan er fræið sem ávextina gefur”, og skilgreinir það nánar: „Þetta er ekki nöldur, heldur markviss ádeila, málefnaleg ádeila, sem á að breyta þjóðfélaginu og bæta allt sem aflaga fer. Jón Sigurösson og Skúli Thoroddsen telja það hlutverk allra umbótamanna að setja fram þjóðfélagslega gagnrýni. Þess má geta að bæði Jón og Skúli stóðu f þeirri trú, að andleg reisn Islendinga myndi aukast með auknum fjárráðum, þ.e. þegar almenningur þyrfti ekki alltaf að leita til kaupmannsins um lán og annað, heldur gæti komið undir sig fótunum. Þannig hugsuðu þeir, og þess vegna leggja þeir áherslu á, samfara sjálfstæðisbaráttunni,að efla efna- hagslega og félagslega stöðu einstaklingsins i þjóðfélaginu, svo hann gæti hugsað sjálf- stætt. Þetta var skoðun þeirra en svo gerist það eins og við vitum, að eftir að islendingar fara að verða rikari frá 1940, hefur hin and- lega reisn þeirra siður en svo aukist. Stétta- sjónarmið og betliandi gagnvart erlendum þjóðum sanna þetta. Tengslin við hervarnar- kerfi Atlantshafsbandalagsins eru fyrst og fremst stéttarlegs eðlis. Þeir sem upphaflega stóðu að þvi að fá herinn hingað finna skyld- leikan með ráðandi stéttum i Bandarikjunum og það sem þeir óttast mest af öllu, jafnvel hinir frjálslyndu, eru verkalýðsvöld. Sp.: Af hverju eru islendingar hræddir við þjóðfélagsgagnrýni? Sv.: Menn eru einfaldlega hræddir við að blakað verði við þeirra eigin stöðu. Allt það, sem er félagsleg gagnrýni, er kæft niður með alls konar þrasi, það er kallað tiska frá Svi- þjóð og sagt um stúdenta að þeir þekki ekkert til vinnandi fólks. Stúdentar hafa haldið uppi félagslegri gagnrýni og i rauninni haldið uppi merki Jóns Sigurðssonar og Skúla Thoroddsen, með þvi að lita á þjóðfélagsgerðina taka hana til umræðu og gagnrýna það sem aflega fer. HÖFDINGJA-I ER30R LANþNAMíÖLþ ÉCÍ-SÉ AD WU«VMEí5LöND I gETRI EN ÖNNUR. LÖNfe . SOWt ( SOEIT. ^ SKÖMMU SglNNA HElNA'A uaodamel ÞEOtAR ROFAfMTtu SAU MENN A® Þ0R HÖFDU BÁÐiR FALLID EN ÞURIDUR TUN&UODDSPÖTriR GR/tDW KAPA OK -ííítt 1 Þft w SAME.INADIR STÓNDUM V|{) V LANDIÖ ER. OICKAR. ELSKU VINUft/J

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.