Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 20.12.1974, Blaðsíða 1

Stúdentablaðið - 20.12.1974, Blaðsíða 1
STÚDENTA 12. TBL. 20. DESEMBER 50. ÁRG. • Erling Ólafsson skrifar um lýðræðismál — bls. 8 • Gylfi Kristinsson skrifar um nýtt dagheimili stúdenta — bls. 9 HCRHLA UP A FTURHA L DSINS „Mamma, mamma! Ljóti kallinn er kominn!“ hrópaði lítill drengur á samkomu stúdenta 1. desember, þegar Megas birtist á sviðinu. Af viðbrögðum Morgunbiaðsins við samkomunni var helst að ráða, að þar hefði mætt sjálf- ur kölski til að hrella lands- lýð. — Myndir og frásögn frá 1. desember eru á bls. 7. „Ríkisstjórn hcrmangar- anna!“ „Stjórn S.H. «g S.I.S.“ Slíkar eru nafngiftir íslcnskra marxista um ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar. Þó svo aö mcnn leggi misjafnar áherslur á það, hvaða hluta borgara- stcttarinnar stjórnin þjóni cinkum undir, eru þó vinstri mcnn sammála um að hún cr stjórn atvinnurckenda, stjórn auömagnsins. Þó að varasamt sé að líkja aðgerðum íslenska afturhaldsins viö fasisma millistríðsáranna, fer ckki hjá því að mcnn ininnist kcnninga Marcuse um yfirvofandi fasisma „sem jafnvcl gctur borið Iýðræðisgrímu“. Því til staðfestingar hefur hún framið stórfellt kauprán, meðan atvinnurekendur njóta þess forgangsréttar sem „at- vinnulífið“' hefur að verðmæt- um þjóöfélagsins, Stjórnin hefur fest hersetuna í sessi og jafnframt gefið hermangsöflun- um feitan bita með samning- um um stórframkvæmdir fyrir hernámsliðið. Um þessar mundir lætur stjórnin til skar- ar skríöa gegn frjálslyndis- áhrifum á ríkisfjölmiðla- Og íhaldsmenn tala opinskátt um nauðsyn þess að útiloka „kommúnista" frá áhrifum á uppeldi og fræðslu. Mitt í þessum ósköpum taka stúdentar sig til og gagn- rýna þjóðrembu og veruleika- fölsun borgarastéttarinnar, — og voga sér jafnvel að flytja þjóðinni allri boðskap simj. Siðgæðisverðir Morgunbiaðsins létu þá auðvitað ekki á sér standa og atyrtu hástöfum það gerræði að hleypa gagnrýnis- röddum í útvarpið tvo tíma á ári. Og afturhaldsherferðin bætti enn einum vígstöðvunum við þær fyrri. Dag eftir dag var .túdentum Hannes dregur sig / hlé Hannes Gissurarson, scm um nokkurra mánaða skcið hcfur skinið öðruin Vöku- stjiirnum skærar, heíur hætt afskiptum af félagslífi stúd- cnta. Hann hefur sagt af sér varamannsstöðu í Stúdcnta- ráði, en gefið þá yfirlýsingu, að hann muni hclga sig námi og öðrum áhugamálum af sania kappi og hann stundaði félagsstörf siðastliöiö hálft ár. Mcnn velta því nú mjög fyrir sér, hvað hafi valdiö þcssu skyndilcga brotthlaupi Hannesar. Ein vinsælasta til- gátan er á þá leið að gera eigi hann að syndahafri kosn ingaósigursins í haust. Aðrir halda því fram að Vöku- mcnn hafi fariö að tilmælum Atla Árnasonar, en Atli bað þá um að taka Hanncs úr hagsmunancfnd. vegna þess að hann spillti vinnufriði ncfndarinnar og tæki póli- tíska hagsmuni fram yfir hagsmuni stúdenta. Hanncs hafði hins vcgar sjálfur um málið að scgja: „Hvaða máli skiptir Stúdenta ráð? Við stjórnum borginni og við stjórnum landinu, og þá skiptir það litlu hverjir ráða í þessari stofnun. Ég hef hugsað mér að snúa mér að því sem mciru varðar.“ Af þessum orðum að dæma fær hinn almcnni Sjálfstæðisflokksmaður héðan í frá að njóta ritsnilldar og mælskulistar Hannesar Giss- urarsonar í blöðum og á fundum flokksins. Kannski cigum við stúdcntar eftir að sjá hann klifra á örskots- hraöa upp mctorðastiga Flokksins. Þjónustu Hanncsar í stríð- inu við háskólaútibú heims- kommúnismans er lokiö. — Hans bíða verkcfni í stór- orustum stjórnmálanna. úthúðað í Morgunblaðinu. Ritstjórnargreinar, lesenda- dálkar, staksteinar og slatti af Morgunblaðsfulltrúum al- menningsálitsins luku upp ein- um munni um lágkúru og dónaskap þessa fólks. Fúkyrði og kerlingavæl flæddu yfir síð- urnar. Og áróður um fjarlægð stúdenta frá atvinnulífinu og verkalýðnum flaut laumulega með. Víða erlendis hafa á undan- förnum árum hafist æsinga,- herferðir gegn róttækum náms- og menntamönnum. Sums staðar hefur þeim verið fylgt vandlega eftir í verki, t. a. m. fá kommúnistar ekki vinnu hjá vestur-þýska rikinu, og í langflestum ríkjum hafa kjör námsmanna verið stórlega skert. Rógsherferðin gegn ís- lenskum námsmönnum hefur hafist með hætti sem svo mjög líkist hliðstæðum atburðum er- lendis, að menn hljóta að spyrja hvort framhaldið verði í sama dúr. Á hálfs árs valdatínta sín- um hefur ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar og þær aftur- haldsklíkur sem að baki henni standa, svo gjörbreytt and- rúmslofti íslensks þjóðfélags að fáa hefur órað fyrir. Aftur- haldið er nú I slíkum ham að menn muna þess ekki dæmi-- Við þessu ástandi er íslensk verkalýðs- og vinstri hreyfing sorglega illa búin. Á næstu mánuðum verður hins vegar áð hefja þá viðnámshreyfingu, sem fær hrundið áhlaupinu. í leiðara blaðsins er fjallað um óhróðursherferð íhaldsins gegn stúdentum. Þá er í blað- inu grein um æsingaherferðina gegn dönskum náms- og menntamannaróttæklingum og greinar um samstöðu vcrka- lýðs og námsmanna. I Obreytt raungildi lóna? \ Þegar verið var að ganga frá þessu blaði, var afgreiðslu fjárlaga ekki lokið. Hins veg- ar hermdu áreiðanlegar heim ildir, að þegar væri ákveðið að veita rúmum 800 milljón- um til Lánasjóðsins. Sam- kvæmt því hefði lánasjóður- inn nægilegt fjármagn tii að veita sama lánahlutfall og í fyrra og jafnframt laga grundvöll lánanna í samræmi við nýtt kostnaðarmat og taka fullt tillit til verðhækk- ana. Séu þessar fréttir réttar, geta stúdentar vænst lána með óbreyttu raungildi.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.