Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.03.1983, Blaðsíða 7

Stúdentablaðið - 01.03.1983, Blaðsíða 7
STÚDENTABLAÐIÐ 7 Steinar V. Arnason: Heimspekideild Oslóarháskóla opnar gluggann sinn Grein þessa sendi okkur íslcndingur sem stundar nám við Oslóarháskóla og segir hér frá merkilegum hlutum sem þar voru að gerast. Þær hugmyndir sem menn eru að velta fyrir sér í Osló eiga ekki hvað síst erindi til okkar nú þegar málþing heimspekideildar H.í. stendur yfir. Umræða þessi og „tverr- faglighet“ þeirra Norðmanna á þó erindi til fleiri en heimspekideildar, hér eru á ferðinni hugmyndir sem taka þyrfti til athugunar í sem flestum deildum Háskólans, nú þegar kröfur um breytingar á námsmati og kennsluháttum færast í aukana meðal stúdenta. Á Blindern, aðal kennslusvæði háskólans í Oslo byrjaði þetta vor- misseri 1983 með mjög sérstökum og líflegum hætti. Heimspekideild- in lagði nánaststaðinn undirsigmeð mjög myndarlegri kynningu á starfsemi sinni og svo að segja staldraði samtímis við og skoðaði sjálfa sig gaumgæfilega. Fór þessu fram eina kennsluviku frá 24. til 29. janúar þ.á. undir heitinu „Sprák og kultur í 80. árene — Humaniora dagene pá Universetetet.“ Dagskráin var mjög yfirgrips- mikil: málþing og kappræðufund- ir, fyrirlestrar ákaflega margir (ná- lægt 170 á þessum örfáu dögum), hljómleikar og kvikmyndasýning- ar. Fjallað var í reynd um næstum allt milli himins og jarðar, enda þótt höfuðmálflokkar væru upp- gefnir þessir: I „Sprákfagene som brobyggere mellom ulike kulturer" Um þýðingar, orðabækur, sam- skipti við aðrar þjóðir. II „Den nasjonale arven" Kastljósinu var beint að stjórn- málaþróun, tungu og sögu þjóðar- innar, bókmenntum, tónlist, mynd- list og byggingarlist. III „Wagner og europeisk kultur" Svo var kallaður hinn þriðji flokkur umræðuefna tilefni þess að hundr- að ár eru liðin frá dauða Wagners (og fimmtíu síðan Hitler hrifsaði völdin) og að síðustu IV „Humanistisk mangfold“ Þar sem kenndi svo margra grasa, að einungis verður lýst með dæm- um: Hjónabandið í Júgóslavíu, um rúnanýjungar; hver fann upp ást- ina — ljóðlist trubadúranna; síð- ustu sónötur Beethovens — hvað vildi hann með þeim? kínverski kommúnistaflokkurinn; japanskar kvikmyndir; pappírskreppan; spænska, ítalska og portúgalska — til hvaða brúks? Staða giftra kvenna á millistríðsárunum; um íslenskar nútímabókmenntir . .. o.s.frv. Til hvers allt þetta brambolt? Því var lýst yfir að HF dagarnir (HF stendur fyrir „historisk-Filo- sofisk") væru sýning og kynning á öllu starfi deildarinnar en jafn- framt notaði hún tækifærið til út- tektar á sjálfri sér („selvransakelse for ápen scene“). Á síðasta áratug hefur orðið veruleg stöðnun á sviði húmanískra fræða, öfugt við önnur fræðasvið sem hefðu verið í örum vexti. Atvinnumöguleikar þeirra sem lykju námi úr heimspekideild hefðu versnað, einkum átt við skólana sem hingað til hafa tekið við um 80% þeirra sem útskrifast hafa, að nokkru leyti fyrir það að hlutur málakennslu í framhalds- skólunum hefur minnkað. En deildin á ekki bara að vera útung- unarstöð fyrir kennara. Að vísu eru 40 af 60 kennslugreinum í deildinni tungumál en ekki nærri öll svo mjög gagnleg hinum al- menna skóla (varla förum við inn í menntaskólana með Urdu og Hausa svo eitthvað sé nefnt) I deildinni er rannsóknum sinnt í vaxandi mæli, er það talin mjög æskileg þróun, sem skaði engan veginn kennslu. Nýjar greinar hafa orðið til (fé- lagssaga, landafræði þróunarlanda o.fl.) en af því sem teljast má glæ- nýtt og nýtur mikilla vinsælda má sérstaklega nefna tölvunotkun fyrir heimspekideildarfólk (EDB for humanister). Deildin sýnir lit á að opna fleiri útgöngudyr og gera nemendur sína hæfa til að standast kröfur framtíðarinnar, geta starfað á fleiri sviðum og á fleiri vegu en áður. Deildin hvetur nemendur sína til að spyrða saman ólikar greinar í háskólapróf, taka kúrsa úr öðrum deildum. Þetta var fáheyrt fyrir að- eins fjórum árum er ég undirritaður var að byrja nám í Osló, en tíðkast nú í vaxandi mæli. Hvemig líst ykkur á það í H .í. að taka eina grein hér og aðra þar?-— útskrifast á milli deilda („tverrfaglig" eða „interfak- ulter“ kandídat, samsetningin gæti verið t.d. rússneska, efnafærði og tölvunámskeið eða listasaga, ítalska og landmælingar). Orðið „tverrfaglighet" er farið að klingja vel í eyrum og tengist jafnvel at- vinnumöguleikum. Nú í janúar bauð heimspekideildin stúdentum úr raunvísindadeild upp á nám- skeið í frönsku (5 einingar, vís- indamáli gerð sérstök skil). Kom- ust færri að en vildu (var fyrir 15 en 80 sóttu). Markmiðið er að auð- velda þeim hugsanlegt framhalds- nám í vísindum við franska há- skóla. Ýmsir mætir menn innan há- skólans sem utan lýstu ánægju sinni með humaniora dagana og nokkuð samdóma um að nú væri stefnt í rétta átt. Nokkrir þeirra skrifa í síðasta hefti ritsins „Nytt fra Uni- versitetet í Oslo,“ þ.e. NR 1 — janúar 1983, vek ég einkum athygli á greinunum 1) „De humanistiske fag sett fra en realists synspunkt" eftir Otto Bastiansen efnafræði- prófessor og 2) „Humaniora — uken sett fra en journalists syns- punkt“ eftir Per Egil Hegge. Enn- fremur vildi ég benda þeim sem kynnu að fá áhuga á að vita meira um starfsemina við heimspekideild Háskólans í Oslo að nálgast hina rækilegu skýrslu „Humanistisk forskning 1980—81“ með því að skrifa Universitetsforlaget, post- boks 2959 Toyen, Oslo 6. Bestu kveðjur Steinar V. Árnason Oslo Svona breytingar taka tíma en þær eru alls ekki óraunhæfar. Við hljótum líka alltaf að stefna að því að bæta menntunina þó það virðist eflaust erfitt verk að takast á við allt menntakerfið í landinu og venju- bundinn hugsunarhátt og viðhorf fólks til menntunar. En við verðum alltaf að endurmeta hlutina og skoða þá í nýju ljósi, það þýðir ekki að láta hugfallast þó verkið virðist erfitt. Ef von er á virkilegum árangri þá svara erfiðleikarnir kostnaði. Breytingar á námsmati svara örugglega kostnaði, með bættri menntun sem kemur öllum til góða. Breytingin hefði líka áhrif á aðra þætti námsins, óhjákvæmilega kennsluhættina, viðhorf fólks til menntunar og sjálfra sín o.s.frv. Því ég álít, eins og fram hefur komið, hefðbundin próf versta meinbug hins íslenska mennta- kerfis sem þurfi að afnenta sem fyrst. G. Pétur Matthíasson Þáttur Einars Jóns Af því þetta er í stúdentablaðinu þykir mér vissara að taka fram að lýrík sú sem hér fer á eftir er skáld- skapur en hvorki kosninga- né hagsmunabarátta. Þar sem ég er grandvar maður og ekki laus við metnaðargirni hefur mér, hingað til, ekki þótt við hæfi að sýna öðru en sæmilega óábyrgu fólki lýrík mína og epík, fyrir utan það að yrkisefnin eru nú til dags orðin ærið fágæt. Herinn er nú á dögum ekki lengur sú lyftistöng ís- lenskri ljóðagerð sem hann var. Þjóðfélagið og löggan eru heldur ekki meðal þeirra hluta sem mér er illa við. Ég er svo ólánssamur að vera tiltölulega ánægður með lífið og sjálfan mig. Ef ég er illur út í eitthvað þá er það sú reglugerð sem meinar Félagsstofnun stúdenta að selja bjór í Stúdentakjallaranum. Og tæplega er hægt að yrkja fleiri en eitt ljóð um það. Því ákvað ég að birta eitt gamalt sýnishom af lýrík. Því miður hafði ég ekki tíma til að semja neina góða epík, góð epík er lika alltaf svo rúmfrek. Lýrik (Nú er frelsið í loftinu) Svartir fuglar fljúga með frelsið á vœngjunum til vesturs. Bróðurþel fólksins sameinast í einni órjúfanlegri ást, sem seytlar niður með rigningunni, frjóvgar jörðina sem grœtur af ánœgju og elskar það á móti. Stjörnurnar leiftra og við fljúgum í fjaðraham upp í svartan himininn. Gleði Sú sem aldrei kemur né fer. Og bláfuglar gamallar ástar nema sólina og hún verðurpurpurarauð. + Vinur hversvegna hœttirðu ekki að deyja? Ég vil sjá vinarþelþitt koma gangandi í vinnuna á morgun. ■j—h Flœðandi unaðssemdirpurpuraástarinnar œrast niður í hringiðuna svörtu og líta aldrei um öxl. + + + Vatnsperlurnar þeytast til lofts, brotna í fluginu og eyðast. Nú er ég að þreytast á þessu en hvað um það. Getnaðarlimur vorsins smýgur inn í fljótshlíðina og serður hana. Seinna verður hún stolt fjallahringsins og elskar.. Búið Það sem er innan sviga er lesanda frjálst að lesa eða ekki. Mín uppá- stunga er að hann lesi lýríkina oft og sleppi eða lesi að vild. Lesanda er einnig gefið leyfi til að yrkja nýja lýrík og getur hann ort eina alveg nýja eða notað hluta úr þessari allt eftir því hvernig skapi hann er í. Þetta gildir um alla almenna les- endur. Urn bókmenntafræðinga gegnir öðru máli, reglur þær sem þeir verða að fara eftir eru flóknari en svo að ég geti, svo vel fari, lýst þeim hér í stuttri epík. Því vil ég eindregið ráðleggja þeim að lesa ekki lýríkina nema þá langi mikið til, og þá er gott að þeir séu ekki að fikta við það einn og einn heldur margir í hóp. Þessa lýrík er einnig hægt að nota sem spil svipað og lúdó. Þá eru orðin númeruð. „Nú“ væri númer eitt, „er“ númer tvö o.s.frv. Tveir eða fleiri keppendurgeta tekið þátt í spilinu. Hver keppandi hefur eina tölu sem hann setur á það orð sem hann er staddur á hverju sinni. Síðan er teningi kastað og kepp- andi færir töluna um jafnmörg orð og númerið sem upp kemur á ten- ingnum segir til um. Ef keppandi lendir á „ + “, „ + + “ eða „ + + + “ verður hann að byrja upp á nýtt. í hvert skipti sem keppandi hleypur á milli erinda fær hann að kasta aftur. Einnig ef sex kemur upp á teningnum. Ef keppandi lendir á „hringiðuna svörtu“ er hann úr leik. Sá keppandi sem fyrstur nær orðinu „BÚIГ hefur sigrað og er honum hér með gefið leyfi til að semja lag við lýríkina. Lifið heil E.J.G.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.