Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.03.1983, Blaðsíða 11

Stúdentablaðið - 01.03.1983, Blaðsíða 11
STÚDENTABLAÐIÐ 11 Fröken Júlía í Hafnarbíói Og hananú. Fyrsta frumsýning Gránufjel- agsins var í Hafnarbíói mánu- dagskvöldið 28. febrúar sl. kl. 20.30 að staðartíma. Fyrir valinu varð sjónleikurinn „Fröken Júlía“ eftir þjóðskáld þeirra Svía Ágúst Strindberg. Á þeim tíma er hann skrifar sjón- leikinn, árið 1888 var hann að vísu ekki þjóðskáld landa sinna, heldur listamaður sem valið hafði útlegð vegna ásakana um ósið- lega bersögli og guðlast í verkum sínum. Strindberg er leitandi maður sem reynir að gefa undir- öldu samtíðar sinnar listrænt form. Ekki aðeins að lýsa draum- um hennar, heldur þeim orsaka- veruleika sem býr að baki lífs- munstri og siðferðiskreddum tímans. Hann kallar „Fröken Júlíu“ natúralískan sorgarleik og vill þar með stilla sér í raðir framsækinna listamanna síns tíma. Hann á sér draum um til- raunaleikhús í anda „Intímu“ leikhúsanna á meginlandi Evrópu (þ.e. leikhús sem byggja á nálægð.) En sá draumur verður ekki að veruleika fyrr en 1906, tveimur árum eftir frumflutning „Fröken Júlíu" í Svíþjóð. Leiksmiðjuvinna okkar Gránufélaga er 1 anda þessa 95 ára gamla draums Strindberg — leit að listrænu tjáningarformi samtíðar. Og erum við jafnspennt og þið áhorfendur góðir að sjá hvað gerist í samleik sviðs og sal- ar. Þýðandi er Geir Kristjánsson. Leikendur eru Ragnheiður Elfa Arnardóttir, Guðjón Pedersen, Kristín Kristjánsdóttir, Þröstur Guðbjartsson og Gunnar Rafn Guðmundsson. Lýsing er í hönd- um Ingvars Bjömssonar, leik- stjóri er Kári Halldór Qg leik- myndahönnuður Jenný Erla Guðmundsdóttir. Framkvæmdastjóri hópsins er Ingibjörg Guðmundsdóttir, en auk ofantalinna aðila hafa aðrir Gránufélagar lagt hönd á plóg- inn. Við höfum hug á að reyna þá nýbreytni að hafa síðdegissýn- ingar um helgar, sem við vonumst til að geti komið sér vel fyrir t.d. utanbæjarfólk. Og auðvitað erum við til viðtals um hina ólíklegustu sýningartíma fyrir stærri hópa. Athugið að við höfum ekki áskriftarkort, svo drífið ykkur að sjá Fröken Júlíu — áður en það verður um seinan. Gránufjelagið. 1980 og er hann opinn kennurum og nemendum af báðum kynjum. Nú í haust bættust mörg ný andlit í hópinn og því var ákveðið að stofna hópa innan hverrar greinar eða þverfaglega hópa þar sem ekki er grundvöllur fyrir starfi faghópa. Fyrir voru starfandi nokkrir hópar í hinum ýmsu deildum innan skól- ans en nú bættust fleiri við t.a.m. í bókmenntafræði, félagsfræði og sagnfræði. Form hópanna er mis- munandi og eru þeir t.a.m. ýmist opnir eða lokaðir karlmönnum. Sumir vilja að bæði kynin ræði saman en aðrir telja að árangurinn verði betri ef konur fá fyrst að ræða málin sín á milli. Raunar hafa karlmenn sýnt takmarkaðan áhuga á að vera með. Á fundum Jafnrétt- ishópsins hafa fáir karlar látið sjá sig þó þeir séu velkomnir eins og allir aðrir. í upphafi var ákveðið að hafa enga formlega stjórn í Jafnréttis- hópnunt en á hverjum fundi taka nokkrir að sér að auglýsa næsta fund en fundir eru vanalega haldnir á eins til tveggja mánaða fresti. Þar kynna hinir ýmsu hópar starf sitt og staða kvenna innan skólans sem utan er rædd. Starf faghópanna er mismun- andi en flestir starfa þó sem les- hringir þar sem tekin eru fyrir efni er varða konur sérstaklega í við- komandi grein. Margir hafa sýnt því áhuga að kannað verði hvað verði um konur að námi loknu og mundi þá líklega hver hópur taka fyrir konur sem útskrifast hafa í sinni grein. Konur og H.í. Konur sem stunda nám innan Háskóla Islands fá yfirleitt ekki að upplifa sig í samræmi við þann bakgrunn sem þær hafa og verða því í einu og öllu að ganga inn á forsendur karlanna. Á undanföm- um árum hefur þó orðið hér nokk- ur breyting á samfara þeirri kröfu kvenna að þær fái að rannsaka og fjalla á vísindalegan hátt um sjálfar sig og þjóðfélagið, út frá eigin for- sendum og fá það viðurkennt. Inn- an H.I. hefur því verið tekin upp kennsla m.a. í kvennabókmenntum og kvennasögu. Erlendis er þessi þróun lengra á veg komin og í Danmörku, Noregi og Svíþjóð hefur t.a.m. kvennaréttur verið valgrein í lagadeildum síðastliðin ár og þannig mætti lengi telja. Innan H.í. hefur borið nokkuð á kynbundnu vali milli deilda og greina. Hafa konur oft mætt mikl- um fordómum þegar þær hefja nám í svokölluðum „karlafögum". Sem dæmi um það má nefna að stundum er haft á orði að aukin aðsókn kvenna 1 „karlafag" lækki „standard" greinarinnar. Gegn slikum fordómum er nauðsynlegt að berjast. Konur innan H.I. sem utan verða að taka höndum saman og sigrast á þeim ofurþunga fordóma sem hvílir á þeim og vanmáttarkennd- inni gagnvart reglum hins stétt- skipta karlaþjóðfélags. Fyrsta skrefið gæti verið að ganga í Jafn- réttishópinn. MÆTIÐ Á NÆSTA FUND. Margrét Guðmundsdóttir (ein úr hópnum) Kristján Jónsson: Umskrif Vinstri manna i Þar kom loks að því að vinstri menn áttuðu sig á því að eitthvað var að gerast 1 Afganistan. Var Ólína Þorvarðardóttir send fram á ritvöllinn og skrifaði hún grein um Afganistan. Var greinin að upplagi hin furðulegasta og ekki hægt að láta henni ósvarað. I upphafi greinar sinnar setur Ólína þá merkilegu fullyrðingu fram að liðstyrkur Sovétmanna sé fólginn í stjórnarhernum afganska. Þegar það er haft í huga að 120.000 sovéskir hermerin eru 1 Afganistan en stjórnarherinn samanstendur af 30.000 hermönnum, sést hve Ólínu eru mislagðar hendur við rökrétta hugsun, því ég geng út frá því að Ólína sé ekki að falsa staðreyndir öðrum aðilanum til framdráttar. Þetta verður æ ljósara þegar áfram er lesið, t.d.: „Stjórnin í Kabúl er algerlega háð sovéska hernum.“ Það er vitaskuld rétt og satt. En merki- leg er sú lógik sem leitt hefur títt- nefnda Ólínu að þessari niður- stöðu, miðað við það sem hún sjálf segir stuttu áður. Um afgönsku andspyrnuhreyf- inguna segir Ólína: „... hún er óskipulögð og víða sundruð vegna innri ágreinings.“ I grein sinni um ástandið í Afganistan i 5. tbl. Vökublaðsins segir Magnús Torfi Ólafsson hins vegar um and- spyrnuhreyfinguna að: „... nú er samstarf í meiriháttar hernaðarað- gerðum og skipti á upplýsingum og birgðum að verða regla í samskipt- um þeirra.“ Væri óskandi að fólk eins og Ólína læsi greinar sér vitrari fólks í góðum blöðum áður en það hleypir af viskubrunni sínum í lak- ari blöð. Einna alvarlegust er „viðvörun“ Ólínu: „... við öllum fullyrðing- um um geisla- og efnavopn, þar sem slíkt er ALGJÖRLEGA ÓSANNAÐ." (leturbr. mín) 11. febrúar kom Sr. Bernharður Guð- mundsson fram í sjónvarpsþætti og skýrði frá því að hann hafði séð af- gangska flóttamenn í Pakistan, af- skræmda af völdum efnavopna. Viku síðar var staddur hér á landi bandarískur maður á vegum óháðrar stofnunar sem fjallar um ^dþjóðamál, Stuart Schwartzstein að nafni. Sagðist hann vera fullviss um að sovésk efnavopn hafi drepið hátt í 10.000 Afgani. Nú ætti öllum að vera Ijóst að téð Ólína ætti að skrifa sem minnst um ástandið í Afganistan. Hún má það, en með því gerir hún sig að við- undri i augum þeirra sem betur vita. II Alltaf þegar sovétmenn fremja eitthvað myrkraverk á alþjóða vettvangi er vinstri pressan fljót til og skrifar urn Bandaríkin! Ólínu bregst ekki bogalistin og segir að vegna stríðsins 1 Afganistan hafi Bandaríkjamenn: „efni á tyrfni og afturhaldi í friðar- og afvopnunar- viðræðum.“ Það er nefnilega það. Okkur má standa á sama um örlög einnar þjóðar (í viðbót). Áfrarn skal haldið með undanláts- og uppgjaf- arviðræður við Sovétherrana. Af sama rrieiði er samanburðarfræði þeirra. Að heyra E1 Salvador líkt við Afganistan er eins og hver önnur öfugmælavísa. Segir það meir en mörg orð um málstað vinstrimanna. Sama máli gegnir með Víetnam. Enn og aftur er horfið til 7. ára- tugsins en aldrei er litið á hið hörmulega ástand sem nú ríkir í Suðaustur-Asíu. Hér ætlaði allt vitlaust að verða þegar Banda- ríkjamenn drápu gróður með efna- vopnum, en nú, þegar Víetnamar drepa MENN með efnavopnum, þá þegja vinstrimenn. Segir það líka meir en mörg orð um málstað þeirra. III Um önnurskrif vinstrimanna um utanríkismál er það eitt að segja að þau eru með eindæmum. Allt púð- ur beinist gegn Bandaríkjunum og eru lygar og ofstæki einkenni þeirra skrifa. Hvað hugsa venjulegir menn t.d. þegar þeir lesa í grein Jóns Gunn- ars Grjetarssonar um samskipti Bandaríkjanna og Mið-Ameríku að Bandaríkjamenn: „... nota napalm og stunda efnahernað óhindrað í þessum löndum.“ Og ákaflega dramatískt niðurlag sömu greinar: „Bylting eða dauði... Við munum sigra.“ Eða grein Guð- varðar Más Gunnlaugssonar, en þar kallar hann Reagan „brjálæð- ing“, væntanlega vegna þeirrar óskar Reagans að Evrópa verði kjamorkuvopnalaus. Nú hljóta menn að spyrja sig, hverju þjóna þessi skrif? Hverjum þjónar það að skrifa vitleysu um Afganistan og lygar um Mið-Ame- ríku, eða trúir einhver að Banda- ríkjamenn noti napalm og eitur- efnavopn í Mið-Ameríku? Af hverju þessi heift gegn Bandaríkja- mönnum en varla orð um Sovét? Skilur þetta fólk ekki að það er lýðræði á borð við það bandaríska sem gerir því kleift að skrifa þetta rugl. I Sovét fengi það aðeins að skrifa á veggi fangelsa, væri það á móti kerfinu. Ég get ekki lokið máli mínu án þess að segja að ég trúi því ekki að skrif vinstrimanna stafi af hlut- drægni. Því verð ég að álykta að það fólk sem stýrir pennum sínum á þann máta sem áðurnefnt fólk gerir, það hlýtur að vera grunn- hyggið. Kristján Jónsson

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.