Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.09.1983, Blaðsíða 15

Stúdentablaðið - 01.09.1983, Blaðsíða 15
STÚDENT ABLAÐIÐ 15 Stefán Steinsson: Fátlafól ad hausti Jæja gott fólk. Nú er að hcfjast smá greinastubbur, sem menn mega gjarnan lesa, því að ritvélin mfn hefur staðið óhreyfð í allt sumar. Síðasta vor kom út lag á plötu hérlendis. Bar textinn við lagið nafnið Fatlafól. Ef ég man rétt var höfundirinn hinn svokallaði Magnús, eða Megas, eða Gasi eins og hann er kallaður fyrir norðan. Textinn kom skemnrtilega á óvart, því að óathuguðu máli mátti taka hann sem sneið að fötluðum. Ég Fatlafól á 10 gíra spíttskíðastól. hugsaði þá með mér: Það á nú ein- hver eftir að nöldra yfir þessu! En það sem kom enn meira á óvart var þögn gagnrýnenda. Blaðagagnrýnendur, sem hafa það hlutverk að skipuleggja samvisku þjóðarinnar, fóru eins og kettir í kringum feitan graut. Og ríkisút- varpið bannaði ekki lagið, merki- legt nokk. Vissulega voru ýmsir sjúkraþjálfanemar óhressir og ein- staka stúlkukind þorði að lýsa við- kvæmni sinni. En í heild var al- þýðan glöð. Hvers vegna? Því er ekki auðveld að svara af viti. En reynum. Þegar Megast gaf út Drög að sjálfsmorði varð hann klassiker. Undirritaður fór unt leið að snobba dálítið fyrir honurn, líklega hafa það fleiri gert. Megas mátti allt og allt sem hann hafði sagt var heilagt. Það hittist líka vel á: Eftir Drögin minnist ég þess ekki að hann gæfi út plötu og fylgist ég þó sæmilega nteð. Gott ef hann dró sig bara ekki í hlé, hætti að spila opinberlega. Hann varð eins konar Bobby Fish- er, snillingurinn sem þegir. Þeir sem skoðað hafa texta þessa manns er því ekki óvanir að hann spari silkihanskana er hann tekurá viðfangsefninu. Á þennan hátt vinnur Megas oft nteð hluti sem öðrum eru heilagir, eða hafa einhvern tíma verið. Stundum eru þetta einhvers konar andkristilegar klofþenkingar um mannskepnuna, sem er mjög virð- ingarvert að teknar séu fyrir í ljóði. Það er yfirleitt góður húmor í text- unum. En oft gætir líka biturleika út í samfélagið og tilveruna, ekki hef ég reyndar hugmynd um úr hvers konar jarðvegi maðurinn óx. Ég tek tvö dæmi, sent eru svo sem ekki betri en önnur: „Á laugardögum þegar Kristur klæmst; vita konur á barnsfeðrum sínum pottþétt skil. Og Silli og Valdi þeir segjast hafa legið, sæla Maríu áður en Guð kom til.“ Hins vegar: „Gái ég mér á lókinn með göfgina í sálinni, gulir eru straumar þínir, hland mitt í skálinnl.“ Vel ort og vonandi rétt eftir haft. Og umfrarn allt: Ekki öllum þókn- anlegt. Er það grundvallaratriði hjá Megasi? Það er lögmál að ef maður ætlar að vera frumlegur verður alltaf að finna upp á einhverju nýju. Það þýðir ekkert að klæmast endalaust yfir kristnidómnum. Slíkt verður Meistari Megas ’78. (Ljósm. Hrafn Óskarss.) bara eins og sjötíu og átta snúninga plata. Ekki þurfti því neinum að koma á óvart þótt Megast gæfi út þennan Fatlafólstexta. þótt það kæmi reyndar nokkuð á óvart. Og þarf nokkrum að koma á óvart þótt hann taki sig einn góðan veðurdag til með penna og skjóti svolítið á blessaða hommana og lespíurnar? Gæti orðið „næsti minnihlutahóp- ur“, svipað því þegar Frank Zappa er að skammt Gyðingana. Ég spái því. Fáeinirvoru þeirsem sögðu: Hér er um grimmilega árás á fatlaða að ræða, hæðni og svívirðing og svei attan. En er það rétt? Mín skoðun er að svo sé ekki, hver hafi sína. Skáldið er miklu frekar að ráðsta á þann móral sem viðgengst í kringum fatlaða á fs- landi. Hér tala allir fagurtungu um þennan minnihlutahóp. En aðstaða hans er óttaleg og því meira sem talað er því ntinna er gert. Það þarf ekki að fara nema til nágranna- landanna til að finna borgir sem hæglega má komast unt endilangar í hjólastól, jafnvel á einum gír. Einnig komast menn þar inn og út úr flestum byggingum, opinberum Stefán Steinsson. og óopinberum; á slíku farartæki. En ég sé fatlafólin okkar í anda hér í Reykjavik, hvað þá úti á landi. Fatlaðir á fslandi ntinna dálítið á heilögu kýrnar á Indlandi. Það má ekki tala ljótt um þá eða við þá, ekki stríða þeint eða stugga við þeirn. En síðan eru þeir látnir eiga sig. Mér finnst líka algengt að fólk tali við mann í hjólastól með ein- hverri uppgerðar tilitssemi og vorkunnsemi í röddinni. Það er beinlínis niðurlægjandi fyrir full- greinda meðvitaða mannerskju sem fyrir því verður. Fatlafól náði vinsældum án nokkurra svona pælinga. Lagið er einfalt og skemmtilegt, textinn er stuttur. Og í sífellu er klifað á sömu vísunni í stað þess að semja fjórar eða fimm. Það var aldrei meiningin að tala hér um Megas eins og hann væri stjörnumerki. Undirrituðum erlíka, best að hætta að upphefja sig á kostnað annarra og þið, lesendur góðir, skuluð hætta að lesa grein- ina, ef þið eruð ekki þegar hættir því, því að nú er hún búin. Kéllfyri. Kéllfyri. LAUSAR STÖÐUR Stúdentaleikhúsið auglýsir starf fram- kvæmdastjóra við Tjarnarbíó laust ti! umsóknar. Umsóknir þurfa að hafa borist skriflega fyrir 1. októ- ber n.k. á skrifstofu Stúdentaleikhússins í Félagsstofnun. Stjórn Stúdentaleik- hússins. Staða ritstjóra Stúdentablaðsins er laus til umsóknar. Um er að ræða eitt og hálft stöðugildi og laun samkvæmt 20. flokki verslunarfélags Reykjavíkur. Að hverri umsókn standa einn eða fleiri einstakling- ar. Umsóknarfrestur er til 30. sept. Útgáfustjórn Langar þig áBALL! Vonbrigði og Tappi tíkarrass halda uppi fjörinu í F.S. föstudags- kvöldið 30. sept. n.k. SHÍ Ennum fjöldatakmarkanír Þar sem fjöldatakmarkanir tíðk- ast í háskólanum er bak við þær reglugerðarstafur sem undir venju- legum kringumstæðum er sam- þykktur af háskólaráði og síðan lagður fyrir ráðherra til staðfest- ingar. í dag hafa einungis lækna og tannlæknadeild slíka stafi í sín- um fórum, — og eru það færri en vildu. Á háskólaráðsfundi í gær, 13. september var borin upp tillaga frá deildarráði verkfræði og raunvís- indadeildar að ákvæði hliðstæðu við fjöldatakmarkanir læknadeild- ar verði komið fyrir í reglugerð verk og raun. Tillagan ersamhljóða ályktun deildarráðs og undirskrif- uð af deildarforseta. Ákvæði læknadeildar er svo- hljóðandi: 1) Ef fjöldi stúdenta, sem stenst 1. árs próf til einhverrar prófgráðu deildarinnar, er meiri en svo, að veita megi þeim öllunt viðunandi framhaldskennslu við ríkjandi að- stæður, getur háskólaráð, að feng- inni rökstuddri tillögu deildarinn- ar, takmarkað fjölda þeirra, sent halda áfram námi til prófgráðunn- ar. Réttur stúdenta til framhalds- náms skal miðaðru við árangur I. árs prófa eftir nánari ákvörðun deildarinnar. Ákvörðun háskóla- ráðs skal tilkynna fyrir upphaf þess háskólaárs, sent prófin eru haldin, og einnig reglur deildarinnar um mat árangust í prófum. Háskólakórinn: Nýr stjórnandí Af háskólakórnum eru þau tíð- indi að Hjálmari H. Ragnarssyni hafa verið úthluluð starfslaun listamanna og lætur því af störfum sem stjórnandi kórsins. Því starfi hefir hann gengt undanfarin þrjú ár við frábæran orðstír. Við starfi hans tekur Árni Harðarson. en hann er nýkominn frá London þar sem hann hefur dvalið við píanó- nám. Starfssemin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár; æfingar í FS á þriðjudögum og föstudögum og ef til vill aukaæfingar á föstu- dögurn. Tilkynningar um inntöku nýrra félaga verða auglýstar á veggspjöldum í skólanum. Hjálmar H. Ragnarsson.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.