Stúdentablaðið - 01.02.1993, Page 3
Ljósmynd Ásdís Ásgeirsdóttir
Ljósmyndamaraþon
H L A U P ! Og þú
færð eina tilraun til að taka Ijós-
mynd sem felur í sér merkingu
þessa stikkorðs. Hlaupandi fólk,
leysingar eða marglitar sælgæt-
isskepnur? Hér reynir fremur á
hugarflug og útsjónarsemi en
ljósmyndagræjurnar. Tólf ólík
verkefni á tólf tímum. Allir
stúdentar geta verið með í Ijós-
myndamaraþoni Stúdcntaráðs!
Maraþonið verður haldið laug-
ardaginn 6. febrúar og hefst
klukkan 11 að morgni. í anddyri
aðalbyggingar Háskólans fá kepp-
endur afhent keppnisgögn sem eru
ein tólf mynda litfilma frá Kodak,
tólf stikkorð og leiðbeiningar. Svo
er bara að leysa þrautirnar eins og
hver og einn vill og skila átekinni
filmunni á ákvörðunarstað innan
tólf tíma.
Verðlaunin eru mjög vegleg
eða ljósmyndabúnaður. Veitt eru
verðlaun í nokkrum flokkum:
Besta heildarlausnin á öllum tólf
þrautunum, besta myndin í hverj-
um flokki og besta cinstaka mynd-
in. Allir eiga því möguleika á að
vinna til verðlauna, jafnvel þótt
tvítuga imbamatik-vélin hafi
klikkað í ellefu skipti af tólf.
Karl Pétur Jónsson hefur und-
irbúið ljósmyndamaraþonið fyrir
Stúdentaráð: „Þetta er mjög
spennandi og skemmtilegt verk-
efni og það besta er að allir stúd-
entar geta tekið þátt, þrátt fyrir
litla kunnáttu. Þetta snýst um að fá
frjóar hugmyndir og geta fram-
kvæmt þær hratt og þá skiptir ekki
máli hvort tækin kosta flmm þús-
und eða fimm hundruð þúsund.“
Ráðgjafarþjónusta námsmanna
Atvinnumálanefnd Stúdenta-
ráðs er nú með til umfjöllunar
hugmynd um stofnun nemenda-
fyrirtækis eða ráðgjafarþjónustu
námsmanna. Slík fyrirtæki hafa
víða verið starfrækt í nágranna-
löndunum og meginmarkmiðið er
að tryggja stúdentum vel borgaða
vinnu þar sem menntun þeirra nýt-
ist við hagnýt störf.
Fyrirtæki geta leitað til svona
ráðgjafaþjónustu með ýmis verk-
efni sem þarf að leysa. Þessi verk-
efni geta verið á hinurn ýmsu
sviðum en er komið til umsjónar-
manns í viðkomandi fagi sem út-
vegar stúdenta til starfans. Þar
sem um nemendafyrirtæki er að
ræða er þjónustan ekki seld fullu
verði og er því hagstæður valkost-
ur fyrir mörg fyrirtæki.
Rekstur nemendafyrirtækjanna
hefur gengið vel erlendis og stúd-
entarnir sem unnið við þau hafa
haft góð laun. Stúdentarnir hafa
einnig komist í beint samband við
fyrirtæki og orðið eftirsóttir í
vinnu.
Nú er verið að kynna hug-
myndina fyrir ýmsunt aðilum hér-
lendis og leita að styrktaraðilum
sem gætu tekið þátt í stofnkostn-
aði.
Kennara-
fundur í
Háskólabíói
Til að ræða um fyrirhugaðar
breytingar á inntökuskilyrðum í
Háskólann boðaði Sveinbjörn
Bjömsson, rektor, til kennarafund-
ar í Háskólabíói. Þar fóru fram
gagnleg skoðanaskipti um um-
deildar breytingar á 21. grein lag-
anna um Háskólann, hve langt ætti
að ganga í að takmarka aðsókn að
Alþingistíðindi
Alþingistíðindi eru gefin út í
tveim deildum, A deild sem
er þingskjöl og B deild sem
er umræður. Hvor deild
kemur út í heftum vikulega
meðan þing situr.
Registurshefti kemur síðar.
Afgreiðsla Alþingistíðinda og
þingskjala er í Skólabrú 2.
Skrifstofa Alþingis.
Háskólanum? Á myndinni er Guð- stúdenta í Háskólaráði, að ávarpa
mundur Birgisson, einn fulltrúa fundinn.
Þessa dagana er verið að und-
irbúa ráðstefnuna Stúdent ‘93 sem
haldin verður laugardaginn 13.
febrúar á vegum Stúdentaráðs.
Ráðstefnan fer fram í Háskólabíói
og er ætlunin að fjalla unt þá
málaflokka sem hvað mest brenna
á stúdentum, atvinnumál, mennta-
mál og umhverfismál. Setning
verður um kl. 13.00, í stóra sal
bíósins en eftir setninguna fara
samtímis fram umræður í sölum
tvö, þrjú og fjögur, einum sal fyrir
hvern málaflokk. Fengnir verða
fjórir til fimm fyrirlesarar í hverj-
um málaflokki l'yrir sig, bæði há-
skólafólk og lólk utan Háskólans,
til að halda erindi og eftir erindin
verða pallborðsumræður og fyrir-
spurnir úr sal.
Á meðan umræðurnar fara
fram verður ýmislegt að gerast í
anddyri bíósins; ýmsar skrifstofur
Háskólans, svo sem námsráðgjöf
og alþjóðaskrifstofa, munu kynna
starfsemi sína og uppi verða Sásar
þar sem stúdcntar og ýmis samtök
kynna hugmyndir sínar, meðal
annars í atvinnu- og umhverfis-
málum. Ætlunin er að fólk geti
fylgst með ráðstefnunni eftir vild
og þess á milli staldrað við
frammi í anddyri, fengið sér hress-
ingu og kynnt sér það sem þar fer
fram. Barnagæsla verður á staðn-
um.
Ráðstefnan verður kynnt ýtar-
lega þegar nær dregur en þeir sem
hafa tillögur eða fyrirspurnir eru
eindregið hvattir til að konta upp á
Stúdentaráð og láta Ijós sitt skína.
-gtá
Að ofan
Finnur Sveinsson, stjórnarformaður F.S.
Félagsstofnun
stúdenta
Fyrir 25 árum tók Félagsstofnun stúdenta til starfa.
Stofnun F.S. grundvallast á hugmyndum um stúdenta-
fyrirtæki þeim til hagsbóta. Fyrirtæki sem sæi náms-
mönnum fyrir húsnæði, námsbókum og öðrum dagleg-
um nauðsynjum í tengslum við námið á sem hag-
stæðustum kjörum. í upphafi var Ijóst að fyrirtækið gat
ekki staðið óstutt fjárhagslega undir þeim væntingum
sem til þess voru gerðar. Ríkisvaldið og Háskólinn
gerðu sér hins vegar grein fyrir mikilvægi starfsemi fyrir-
tækisins og hafa því allt fram til þessa dags styrkt fyrir-
tækið eða byggingu stúdentagarða með árlegum fjár-
framlögum. Fjárframlögin hafa hingað til verið grundvöll-
ur uppbyggingar þeirra þjónustu sem F.S. veitir í dag.
Nú eru hins vegar blikur á lofti. Félagsstofnun. hefur
líkt og Háskólinn lent undir niðurskurðarhníf ríkisvalds-
ins beint og óbeint. Beint þar sem ríkið hefur lækkað
verulega styrki til F.S., óbeint þar sem óvíst er hvort og
hversu mikið Háskólinn treystir sér til að taka þátt í upp-
byggingu stúdentahverfis nú á niðurskurðartímum. Aðal-
uppsprettur F.S. fyrir fjármagn til nýframkvæmda gætu
því auðveldlega þornað upp á allra næstu árum. Nýtt
fjármagn til framkvæmda þarf því líklega að koma frá
nýjum stöðum.
Möguleikarnir eru í grófum dráttum tveir. Að nálgast
aukið fjármagn frá núverandi viðskiptavinum, stúdent-
um, eða aðilum utan háskólasamfélagsins.
Markmið F.S. hefur hingað til verið að lækka framlag
stúdenta til fyrirtækisins, hvort sem um er að ræða hlut
F.S. af innritunargjöldum eða verð á þeirri þjónustu sem
veitt er. Því er fýsilegra að leita á ný mið. Einingar F.S.,
þ.e. bóksala, ferðaskrifstofa og húsnæðisdeild eru með
þeim stærstu á sínu sviði á landinu. í þeim er fólgin
þekking sem getur nýst fleiri en stúdentum. Þessa þekk-
ingu verður að virkja stúdentum til hagsbóta. Tækifærin
eru mörg og með samstilltu átaki gætu stúdentar gert
F.S. að stærsta og öflugasta fyrirtæki landsins sem
þjónustar menntafólk og fræðimenn, bæði innan háskól-
ans eða utan.
Stúdentar að þessu eigum við að stefna saman á
næstu árum.
Bókaverd
lækkaöi um
áramótin!
bók/ikla. /túdervta.
Útgefandi:
Stúdentaráö
Háskóla íslands
Ritstjóri og ábyrgöarmaður:
Arnar Guðmundsson
Ritnefnd:
Aðalsteinn Leifsson, Elínborg
Sturludóttir og Helga Kristín Har-
aldsdóttir.
Ljósmyndari:
Guðbrandur Örn Arnarson
Prófarkalestur:
Ármann Jakobsson
Filmuvinna og prentun:
Frjáls fjölmiðlun
Að þessu blaði unnu með ritnefnd-
inni þau Ármann Jakobsson,
Brynhildur Þórarinsdóttir,
Christopher lan Astridge, Flosi Ei-
ríksson, Guðmundur Kr. Birgis-
son, Guðmundur Tómas Árnason,
Höskuldur Ari Hauksson, “Kolur”,
Ólafur Haraldsson, Sigurður Óli
Ólafsson, Tryggvi Þórhallsson og
Þorsteinn Þorsteinsson.
STUDENTABLAÐIÐ