Stúdentablaðið - 01.02.1993, Side 4
Af hverju að sitja aðgerðarlaus og horfa á Vöku og Röskvu leika sér þegar þú getur svo auðveldlega orðið:
Formaður Stúdentaráðs?
Lög um kosningar til Stúdentaráðs gefa hverjum sem er tækifæri til að bjóða fram
lista. Fá atkvæði þarf til að koma inn einum manni og vegna þess að tiltölulega lítill
munur er á fylgi Vöku og Röskvu getur hvorug fylkingin myndað meirihluta án fulltrúa
hins nýja lista. Vaka og Röskva geta ekki unnið saman og þyrftu því, bjóðir þú fram
lista, að vinna með þér. Þú hefur öll spil á hendi og gerir þá eðlilegu kröfu að formaður
Stúdentaráðs komi af þínum lista: Þú verður formaður, kemst í klíkuna, í 1. des. boð
forsetans, í Pressuna og umfram allt í sjónvarpiö. Hér er uppskriftin:
Merkið
Steldu einhverju smekklegu
og grfpandi lógói úr bókinni
„The World of Trademarks,
Volume III, The Third World“.
Ef einhver þekkir það þá er hann
að ljúga til að grafa undan hreyf-
ingu þinni. Láttu framleiða
barmmerki með lógóinu hjá litlu
fyrirtæki sem hefur ekki burði til
að láta lögfræðinga innheimta
skuldir.
Framboðslistinn
Karlar kjósa karla í áhrifa-
stöður og konur kjósa líka karla
í áhrifastöður. Konurnar fá hins
vegar samviskubit yfir að hafa
kosið karla í allar áhrifastöðurn-
ar ef ekki eru nokkrar einstæðar
mæður á listanum. Körlunum
þykir það líka til marks um víð-
sýni að hafa kosið lista þar sem
konur eru í framboði. Reglan er
einföld: veldu karlana í þunga-
vigtarsætin fyrst og fylltu svo í
skörðin með konum.
Utgáta
Ekki leggja það á sálartetrið
að semja langar greinar um mál-
efni Háskólans og stúdenta til að
prenta í blöð þín og dreifirit.
Fáðu heldur „lánaða“ textabúta
úr fimnr til tíu ára gömlum áróð-
ursritum Vöku og Röskvu. Það
man enginn eftir þeim, allra síst
Vöku- og Röskvumenn, og auk
þess hefur sáralítið breyst. Láttu
vinna allt prentverk á sama stað
og barmmerkin (af sömu á-
stæðu).
Veggspjöld
Fáðu litla auglýs-
ingastofu til að hanna
veggspjöld með gríp-
andi slagorðum. Pass-
aðu að vera búinn að
finna málefni sem eiga
við slagorðin áður en
þú hengir veggspjöldin
upp. (Veggspjöldin eru
auðvitað prentuð... þú
veist hvar!)
. Lúkkiö’
Útlitið ræður úrslit-
um í kosningunum því
það skilur enginn þau
málefni sem fylking-
amar segja að kosning-
arnar snúist um.
Klæðaburðurinn á að
vera vegið meðaltal af
klæðnaði gesta í Tungl-
inu, Bíóbarnum og
Hótcl Islandi (það má
ekki gleyma sauma-
klúbbakonunum sem
sitja listasögutíma hjá
Birni Th.)
Nafnið
Veldu stutt nafn, tvö til þrjú atkvæði, sem ekki er til í fleirtölu. Mundu að nafnið þarf að hljóma þannig
að jafnt sé hægt að nota það í jákvæðri merkingu og sem skammaryrði (þú færð ekkert fylgi ef enginn er á
móti þér). Undirtitillinn á að vísa til einhverrar úreltrar pólitískrar hugsjónar sem enginn skilur lengur, en
hljómar vel.
Framboðsræðan
Kæru vinir,
Við senr orðin erurn hagvön í Háskólasamfélag-
inu vitum að kerfið sem við búum við í dag hefur
gengið sér til húðar. Hinn tvíhöfða Vöku/Röskvu-
þurs hefur riðið hér húsum svo lengi að meginþorri
stúdenta hefur alfarið misst áhugann á Stúdentaráði
og málefnum stúdenta almennt. Breytinga er þörf,
um það erum við, kæru vinir, sammála. En hvers
vegna er hin nýja hreyfing okkar rétti valkosturinn?
Við viljum sjá ferska vinda blása um Háskóla ís-
lands. Við viljum að leitað verði leiða lil að ná víð-
tækri samstöðu um málefni Lánasjóðs íslenskra
námsmanna, að skilningur almennings á mikilvægi
mennlunar verði aukinn, og að við öxlum þá ábyrgð
sem fylgir því að vera háskólastúdentar.
I einstökum málum cr stefna okkar þessi: (veljið
annan kostinn í svigunum)
Við leggjum htifuðáherslu á að kröfur Lánasjóðs-
ins um námsframvindu verði (hertar/minnkaðar).
Tekjutillitið er skammarlega (hátt/lágt) og óhætt er
að segja að Lánasjóðurinn (hygiar/svínar á) barna-
Gegn gerspilltu og stöðnuðu pólitísku
vatdakerfi skrifræðis og forræðishyggju
í Stúdentaráði dugiraðeins eitt ráð:
Að færa MÉR öll völdin!
-sóó/-gkb
Ath.: Þar sem höfundar þessarar uppskriftar eru
málsmetandi aðilar í félagsstarfi fyrir stúdenta, birtir
Stúdentablaðið uppskriftina í góðri trú en treystír sér
hins vegar ekki til að ábyrgjast að þú verðir orðin(n) að
formanni S.H.I. eftir ár, jafnvel þó þú farir
í einu og öllu eftir uppskriftinni. Ritstjóri
Listahátið
Auglýstu skemmtun þar sem
allir nemendur Háskólans eru
velkomnir (helst á stað þar sem
alltaf eru margir hvort sem er).
Bjóddu upp á fn'a drykki, hljóð-
færaslátt og ljóðaupplestur (til
að bókmenntapakkið og kaffi-
húsabarónarnir geli réttlæll
fylliríið). Þegar vínið er búið er
framboðslistinn kynnlur og
myndir teknar af gestunum.
Myndirnar eru síðan notaðar í
næsta áróðurssnepli undir fyrir-
sögninni „Stuðningsmenn hylla
framboðslista_______- margir
urðu frá að hverfa vegna rnikill-
ar aðsóknar“.
fólki eins og staðan er í dag. Þessu viljum við breyta
með (samvinnu/hatrammri baráttu) við rfkisstjórn-
ina. I menntamálum ber nú hæst hugmyndir um
breytt inntökuskilyrði í Háskólann og fjöldatakmark-
anir. Við erum algerlega (andvíg/sammála) stefnu
rektors í þessu máli enda öllum Ijóst að stúdentspróf-
ið er (úrelt/í fullu gildi). Fjöldatakmarkanir sem al-
menn regla eru auðvitað (mannréttindabrot/sjálf-
sagðar) og óþarft að fjölyrða þar um. Við leggjum á-
herslu á að atvinnumiðlun slúdenta verði (bætt/lögð
niður). Hún á að vera (óþörf/fagleg), þ.c. stúdentar
verða að geta (reddað sér vinnu sjálfir/fengið störf
við hæti). Að lokum má nefna að við teljum frjálsa
aðild að Stúdentaráði vera (út í hött/skynsamlega).
Stúdentar eiga (ekki/auðvitað) að ráða því sjálfir
hvort þeirra pcningar séu notaðir til að reka þá (nauð-
synlegu/óþörfu) starfsemi sem fer fram á skrifstofu
Stúdentaráðs.
Kæru vinir, það þarf þor til að breyta! Við erum
umfram alit nýr valkostur. Leggðu þitt lóð á vogar-
skálar hins nýja óháða afls!
Útvarpskappræður
Fyrir hverjar kosningar eru
einar útvarpskappræður á Rás 2
(af því að Sigurður G. Tómasson
var í Stúdentaráði). í kappræð-
unum þarftu að muna að allt sem
andstæðingurinn segir er „-
lýsandi dæmi um það hvernig
viðhorf manna í Vöku og
Röskvu hefur mótast af tilefnis-
lausum innbyrðis slag þeirra þar
sem sjónarmið og hagsmunir
hins venjulega stúdents hafi
týnst. Það sjái allir sem hlýtt hafi
á þeirra mál að breytinga sé
þörf!“ Ekki hætta þér úl í mál-
efnin, þau skilur enginn hvort
sem er.
Slúður
Þú mátt aldrei láta það heyr-
ast að þér sé illa við andstæð-
inga þína eða að þú teljir þá ekki
vera bestu menn. Hins vegar
geta vinir þínir í skólanum
hleypt af stokkunum sakleysis-
legum sögum um forkólfa Vöku
og Röskvu sem eru til þess falln-
ar að draga úr trausti kjósenda.
Þeir gætu til dæmis haldið því
fram að núverandi formaður
Stúdentaráðs hafi farið í stúd-
entapólitík af því að hann náði
engum prólum í skólanum og
gat ekki hugsað sér að fara að
vinna og að formaður Vöku hafi
pissað í blómapott á jólaballinu.
Spyrji þig einhver um þessar
sögur „þekkirðu ekki til ein-
stakra þátta þessara mála sem
nefnd eru, þú þekkir ekki þessa
menn persónulega, hins vegar
segi gamall íslenskur málsháttur
að sjaldan Ijúgi almannarómur.”
Vísitasíur
I skólanum eru ótrú-
lega rnargar kaffistofur.
Fáðu vin þinn í verkfræð-
inni til að útbúa kaffi-
stofuslórsáætlun fyrir þig
þar sem slórtími á kaffi-
stofnun í frímínútum er
hámarkaður. Það er lykil-
atriði að þú sjáist meðal
nemenda, alþýðlegur í
fasi, spjallandi á jafnrétt-
isgrundvelli um það sem
efst er á baugi.
Spilling
Daginn fyrir kosning-
ar skaltu koma fram með
sprengju. Veifaðu nótum
yfir sakleysislegustu inn-
kaup (t.d. kaffisíur) Irá
valdatíma Vöku og
Röskvu og haltu því
blákall fram að um svf-
virðilega misnotkun á
sjóðum stúdenta sé að
ræða. Þcir sem andmæla
þér eru einfaldlega með í
samsærinu.
STUDENTABLAÐIÐ