Stúdentablaðið - 01.02.1993, Síða 9
Björn: Bara, skemmtilegt.
Gaman ad fylgjast meö Felix.
Kristín og Jakob: Þetta er ansi líflegt. Mikiö fjör á köflum.
STÚDENTABLAÐIÐ
ur, frjósamur og lifandi heimur
Johnstone hafi á yfírborðinu vinn-
inginn yfir geldan og gleðisnauðan
heim Lyons kemur sannleikur rnáis-
ins í ljós í síðustu örvæntingarfull-
um orðum Mikka til móður sinnar:
“Hvers vegna gastu ekki gefið
mig?”
í uppfærslu LR er sögu bræðr-
anna komið glæsilega til skila.
Leikmyndin er líkt og verkið sjálft
slíkur stílhrærigrautur að það verður
smekklegt. Gríðarstór steinbrú
gnæfir yfír sviðinu öllu og án þess
að nokkur fari nokkurntíma yfir
hana tengir hún heimana tvo: fínleg
og snotur múrsteinshús Johnstone-
fjölskyldunnar og ábúðarmikla bú-
staði Lyons. Þessi grunnmynd er
síðan stöðugt brotin upp með
allskyns útfærslum, einfölduð í
“dæmigerðan” söngleikjabakgrunn
með neonskiltum á stálgrindaverki,
einvíð herbergi síga niður á sviðið
og nrynda bakgrunn sem frekar er
ætlað að minna á að atriðið fari
fram innanhúss en að um einhverja
raunveruleikablekkingu sé að ræða
(til að mynda er þrálátlega gengið
út úr stofu Lyons um útidyrnar ut-
anverðar!), með árangursríku sam-
spili lýsingar og jámgrindar verður
sviðið nöturlegt fangelsi og ringul-
reið bamaskólastofu er gleðilega út-
færð þar sem skólapúltin eru
klessubílar í tívolí. Leikmyndin er
þannig hluti af þeirri stefnu upp-
færslunnar að festast ekki í ákveðnu
formi, verða ekki höndluð sem ein
ákveðin veruleikablekking, heldur
koma stöðugt á óvart og neyða á-
horfandann til stöðugs endurmats
á því sem fyrir augu ber.
Sýningin sjálf er líka frjáls-
leg í forminu. Blandað er sant-
an leik, söng og dansi á ó-
venjulegan hátt þar sem
stíltegundir rekast í sífellu
hver á aðra. Áherslur leik-
stjóra spanna allt leikrófið frá
melódramatík í Sándofmjúsik-
stíl yfir í grískan harmleik. Sögu-
maður, leikinn af Haraldi G. Har-
alds, er ýmist ósýnilegur persónum
leiksins eða ekki, persónurnar eru
ýmist kóreógrafískar týpur eða “lif-
andi” fólk og obbinn af leikumnum
fjórtán flakkar milli hlutverka oftar
en einu sinni eða tvisvar. Það er
sennilega þessi umgjörð sem leyfir
að sömu leikarar fari með hlutverk
persónanna bæði sem bama og full-
orðinna. Það fyrsta sem maður býst
við þegar fullorðnir leikarar eiga að
túlka börn er klúður en flestir náðu
þeir aðdáunarverðum tökum á per-
sónunum frá upphafi til enda. Felix
Bergsson og Magnús Jónsson vom
eins og klæðskerasaumaðir í hlut-
verk þeirra Edda og Mikka,
hvortheldur sem sjö ára, ijórtán ára
sjúkdómar
og djúp menningarleg gjá
aðskilur efnafólk og öreiga. Leikur-
inn er staðsettur fátæktarmegin á
gjárbarminum: frú Johnstone verður
skyndilega einstæð móðir þegar
heimilisfaðirinn fær nóg af baslinu
og stingur af frá henni og myndar-
legum barnahóp. Fní Johnstone fær
vinnu við þrif og þjónustustörf á
heimili atvinnurekandans Lyons og
konu hans og tekst þannig með
naumindum að hafa í sína og á,
reyndar með slíkum naumindum að
bamavemdamefnd og hin ýmsu yf-
irvöld önnur eru sameiningu fjöl-
skyldunnar stöðug ógn. Horfurnar
tvennar á-
sjónur sem sýna jafn-
framt ósættanlegar andstæður
tveggja heima. Meðan Eddi býr
Marilyn Monroe-megin á gjárbarm-
inum er Mikki hin ógæfusama
Norma Jean. Þessar andstæður birt-
ast svo í næstum expressjónískri
einfeldni þegar atvinnurekandinn
Lyons stendur glaðbeittur á svölum
sínum og telur peninga eftir að hafa
staðið fyrir fjöldauppsögnum í
verksmiðju sinni meðan hópur at-
vinnuleysingja syngur söng um að
atvinnuleysið sé ekki svo bölvað
þegar margir eru saman um það.
Frá hendi höfundar liggur svarið
við því hvers vegna Eddi hafi feng-
ið allt en Mikki ekki neitt, í augum
uppi: Stétt. Og þrátt fyrir að fjörleg-
Drög að svínasteik
Missið ekki af
samstarfsverkefni
Egg-leikhússins og
Þjóðleikhússins,
Drög að svínasteik
eftir frakkann
Raymond Cousse
sem sett er upp í
Smíðaverkstæðinu.
Ingunn Ásdísardóttir
leikstýrir Viðari
Eggertssyni í hlut-
verki svíns sem bíð-
ur slátrunar og
„fjallar um líf sitt og
drauma, frelsi og ó-
frelsi, skyldur sínar
og hlutverk í lífinu“
einsog segir í kynn-
ingu.
með þessari uppfærslu sem er hin
þriðja í nýlegri kippu með Sigrúnu
Ástrósu og Ríta gengur menntaveg-
inn. Söngleikurinn Blóðbræður var
fyrst sýndur í Liverpool, heimaborg
Russel, árið 1982. Efni hans er í
nánum tengslum við daglegan raun-
veruleika þein ar borgar þar sem at-
vinnuleysi og örbirgð eru land-
lægir samfélags-
leiki sem verður miðpunktur leiks-
ins. Um leið og þeir hittast verða
bræðurnir vinir og án þess að vita
það gefa þeir ákvörðunum “foreldr-
anna” langt nef með því að blanda
blóði á sínum fyrsta fundi og stað-
festa þannig einingu sína. Þeir eru í
raun eitt hold með
eða þaðanaf eldri. Báðir hafa þeir
góðar söngraddir sem setja má sem
merkimiða á túlkun þeirra alla, Fel-
ix bjarta, hispurslausa og hreina en
Magnús grófari og soldið á mörk-
um KurtWeilískrar lagleysu,
hvorttveggja í góðu samræmi við
burðarásinni. Hún er eina persóna
leiksins sem sér hlutina ævinlega í
réttu samhengi, notar Marilyn Mon-
roe-líkinguna bæði um sjálfa sig og
aðra í fallegu lagi sem endurtekið er
með tilbrigðum sýninguna á enda
en gerir sér engar grillur urn að á-
standinu verði breytt í einu vet-
fangi. Er þess í stað gegnheil gæði
og reynir að moða sem best úr á-
föllunum hverju sinni.
Valgeir Skagfjörð hefur annað-
hvort verið svívirðilegt hrekkjusvín
þegar hann var lítill eða er andskot-
anunr betri leikari, nema
hvorttveggja sé. Allavega átti hann
frábæra takta sem eldri bróðirinn og
glæpamannsefnið Sammi sem á
stærstan þátt í því að íbúar hverfis-
ins, prestur og löggæslumenn þyrp-
ast í fögnuði út á götu þegar John-
stone-fjölskyldan flytur út í sveit.
Sigrún Waage er einnig fimatraust
sem vinkonan Linda, sem síðar
meir virðist erfa skaphöfn og lífs-
þeirra með persónur
sínar. Ragnheiður Elfa leiðir sýn-
inguna framan af sem móðirin frú
Johnstone, persóna sem bæði
stjórnar og lætur stjórnast af at-
sýn frú Johnstone, grípur til
þeirra meðala sem tiltæk eru í
viðleitni sinni að bjarga mál-
unum þegar karlmennimir hafa
gefist upp.
Það hefur vafalaust gert
þessum og öðrum leikurum sýn-
ingarinnar auðveldara að vinna
oftastnær erfiðar persónur sínar að
þýðing Þórarins Eldjáms er með af-
brigðum góð, fáir Islendingar hafa
yfir að ráða slíkri gnótt „venjulegs“
orðfæris sem gerir kleift að móta
með því mismunandi persónur án
þess að skrýða nokkursstaðar eða
þá að setja málfarslega staurfætur
eða bardagaör á þær.
Ábyrgðarmaðurinn Halldór E.
Laxness skilar með Blóðbræðrum
feykigóðri sýningu sent jafnframt
því að skemmta áhorfendum gerir
til þeirra þær kröfur að þeir reyni
ekki að fanga verkið í sínar eigin
kreddur heldur þvert á móti leyfi
því að koma til sín og kenna sér.
Hverju
Leikfélag Reykjavíkur
Forsýning á Blóðbræðrum
cftir Willy Russell
Þýðing: Þórarinn Eldjárn
Tónlistarstjórn: Jón Olafsson
Danshöfundur:
Henný Hermannsdóttir
Leikmynd: ,Ión Þórisson
Búningar: Stcfanía Adolfsdóttir
Lýsing: Lárus Bjiirnsson
Leikstjórn: Halldór E. Laxncss
Lcikarar: Ragnhciður Elfa Arnardóttir,
Bára Lyngdal Magnúsdóttir, Björn Ingi
Hilmarsson, Fclix Bergsson, Harpa
Arnardóttir, Hanna María Karlsdóttir,
Harald G. Haralds, Jakob Þór Einars-
son, Jón Stefán Kristjánsson, Olafur
Guðmundsson, Magnús Jónsson, Sigrún
Waage, Steindór Hjörleifsson, Valgeir
Skagfjörð.
Hljómsveit: Jón Olafsson, Guðmundur
Benediktsson, Stefán Hjörlcifsson,
Gunnlaugur Briem, Eiður Amarsson,
Sigurður Flosason.
Umfjöllun um leikverk hlýtur
alltaf að vera á meiriháttar hæpnum
forsendum þegar einungis forsýning
liggur til grundvallar. Enn eru þrír
dagar til frutnsýningaiinnar sjálfrar
og á þeim tíma getur ýmislegt gerst.
Og ef sýningin gæfi á þeim tíma-
punkti tilefni til hneykslunar skipti
vitanlega engu máli hversu oft væri
tuggið að “þetta væri nú bara for-
sýning” - skaðinn væri skeður, líkt
og sagt væri um mann að hann væri
“sjálfsagt fínn kall þegar hann er
ekki að beija konuna sína”. En sýn-
ingin á Blóðbræðrum gaf ekkert
slíkt tilefni og þess vegna gefur
Stúdentablaðið dauðann og djöful-
inn í almenna kurteisi og birtir það
sem því sýnist.
Ef Willy Russell er ekki nú
þegar orðinn heimsfrægur á Islandi
þá er ljóst að sú frægð staðfestist
áaðt
batna ekki þegar ljóst verður að tví-
burar kúra í kviði frú Johnstone og
bíða þess að koma í heiminn. Þá
býðst óvænt lausn. Herra og frú
Lyons dreymir um að eignast börn,
en geta það ekki. Frúin gerir um
það samkomulag við móðurina
verðandi að taka að sér annan tvíbu-
ranna og ala hann upp sem sinn eig-
in að því tilskildu að enginn fái
nokkurntímann að vita af samningi
þeirra. Það verður úr og Mikki og
Eddi alast upp hvor í sínu lagi við
ólíkar aðstæður og án þess að vita
sannleika málsins, Mikki hjá móður
sinni en Eddi hjá frú Lyons. “Ör-
lögin” haga því þó þannig lil að þeir
hittast, verða vinir og sveijast í fóst-
bræðralag sjö ára gamlir. Sú vinátta
helst þrátt fyrir tilraunir fjölskyldn-
anna til að stía þeim í sundur allt
þar til æskan er að baki og efnahag-
urinn fer að skipta sköpum fyrir
hamingju þeirra. Sú heimatilbúna
hjátrú að tvíburar skildir að við
fæðingu farist fái þeir að vita af til-
vist hvors annars gengur síðan eftir
í lokauppgjöri bræðranna.
Þessi söguþráður væri meira en
lítið melódramatískur og hæfði
þarafleiðandi forminu prýðilega ef
ekki kæmi til beittur broddur stétta-
ádeilu og samfélagsskoðunar sem
leikstjómin reynir síst að draga úr.
Þannig verður líking frú Johnstone
fyrst og síðar Mikka við Marilyn
Monroe stöðugt raunsannari og
beiskjublandnari eftir því sem á líð-
ur, góðlátleg gamansemi hörfar fyr-
ir kuldalegri afhjúpun goðsagnar-
innai' þegar Mikki er orðinn þung-
lyndur taugasjúklingur sem treystir
sér ekki til að horfa framan í ver-
öldina án þess að taka lyf fyrst.
Það er þessi tvennskonar veru-