Stúdentablaðið - 01.02.1993, Page 15
Ekkert happ-
drætti - engin
kennsluhús?
Reynið að ímynda ykkur starfsemi Háskólans án
Odda, VR-húsanna eöa Læknagarðs. Þessi hús eru
nefnd því þau eru meöal nýjustu byggingafram-
kvæmdanna sem Happdrætti Háskólans hefur fjár-
magnað. „Síöastliöin ár hefur ríkiö ekki lagt fram
krónu til bygginga eöa viðhalds á vegum Háskól-
ans,“ sagöi Ragnar Ingimarsson, forstjóri happ-
drættisins. “Happdrætti Háskólans hefur alveg
borið framkvæmdirnar uppi.“
Saga happdrættisins er samof-
in uppbyggingarsögu Háskólans
allt frá því að það tók til starfa 1.
janúar 1934. Þá hírðist Háskólinn
enn í upprunalegum og alltof litl-
um húsakynnum sínum á jarðhæð
Alþingishússins. Árið 1932 hafði
Alþingi loks samþykkt lög um
byggingu handa Háskóla Islands
og skyldi „verkið framkvæmt eftir
því, sem fé er veitt í fjárlögum“.
Engin fjárveiting var hins vegar
fyrirhuguð og þegar kunnugt varð
að engu fé átti heldur að veita til
byggingarinnar næstu árin hóf
prófessor Alexander Jóhannesson,
þáverandi háskólarektor, baráttu
sína fyrir því að fá Alþingi til þess
að veita háskólanum einkaleyfi til
reksturs peningahappdrættis í því
„Happdrætti Háskólans er
langsamlega besta happ-
drættið,“ segir Ragnar Ingi-
marsson.
skyni að afla fjár til háskólabygg-
ingar. Þetta hafðist, lög um Happ-
drætti Háskólans voru samþykkt á
Alþingi sumarið 1933. Og aðal-
bygging Háskólans varð að veru-
leika.
Stór verkefni
framundan
Ágóðinn af happdrættinu renn-
ur þó ekki allur til uppbyggingar á
vegum Háskólans því að 20 pró-
sent af honum fara til ríkisins sem
gjald fyrir einkaleyfi á rekstri pen-
ingahappdrættis. Þetta einkaleyfis-
gjald er enn innheimt þrátt fyrir að
aðrir séu farnir að reka hér pen-
ingahappdrætti. Ragnar Ingimars-
son sagði að einkaleyfisgjaldið
rynni allt til Rannsóknastofnana
atvinnuveganna og því sé greiðsla
þessa gjalds ekki eins sár og ella
því að um skylda starfsemi væri
að ræða. Ragnar sagði að hluti Há-
skólans af ágóðanum færi aldrei til
almenns rekstrar skólans heldur
eingöngu til bygginga og eftir
lagabreytingu árið 1986 einnig til
viðhalds og tækjakaupa. Á hverju
ári leggi happdrættið til 50 til 60
milljónir í nýbyggingar. Þrátt fyrir
að upphæðin sé ekki hærri væri
ætíð reynt að koma hlutunum
þannig fyrir að byggingarnar
kæmust sem fyrst í gagnið.
Ragnar sagði að þrátt fyrir
mikinn fjölda bygginga á vegum
Háskólans þá væru þær flestar í
góðu ástandi. Hann nefndi þó að
framundan væru tvö til þrjú stærri
viðhaldsverkefni, jafnvel stærri en
Háskólinn réði við. Þau væru að-
albyggingin, Árnagarður og gamla
atvinnudeildarhúsið. Vonandi
tækist að fá fjármagn til þessara
framkvæmda og í því sambandi
benti Ragnar sérstaklega á að Há-
skólinn hafi aldrei sent ríkinu
milljóna bakreikninga vegna við-
halds eins og margar aðrar opin-
berar stofnanir.
Fimm milljarðaráári
„Fram til ársins 1986 var sam-
keppnin á happdrættismarkaðnum
takmörkuð við hin flokkahapp-
drættin, DAS og SÍBS,“ sagði
Ragnar. „Með tilkomu lottós sem
er í raun peningahappdrælti og
svo getrauna sem erlendir aðilar
reka bættist við sérstök sam-
keppni. Nýju aðilarnar veifuðu
stórum vinningum og höfðu að
vissu marki áhrif á okkar afkomu.
Síðan hafa margir aðilar bæst
við.“ Ragnar sagði athyglisvert að
allir nýju aðilarnir hefðu ekki bara
tekið frá eldri happdræltunum
heldur hefði veltan á þessunt
markaði aukist og væri nú um 5
milljarðar á ári. „Af því eigum við
um 30 prósent."
„Happdrætti Háskólans er
langsamlega besta happdrættið í
þeinr skilningi að hagkvæmast er
að spila í því.“ Ragnar benti á að
vinningshlutfallið væri 70 prósent
og að sú tala væri engin reikni-
brella. Á síðasta ári seldi Happ-
drætti Háskólans miða að andvirði
1.165 milljónir og útborgaðir
vinningar voru 810 milljónir sem
eru nákvæmlega 69,53 prósent.
Engar talnabrellur
Ragnar sagði það útbreiddan
misskilning að flokkahappdrættin
högnuðust á því að „vinna sjálf‘
stærstu vinningana. „Þótt rnörg
vinningsnúmer komi á óselda
miða þá gerir það ekkert gagn fyr-
ir okkur því að jafnvel hæstu vinn-
ingarnar eru ekki afgerandi hluti
af veltunni. Til að skýra þetta hef
ég sett upp eftirfarandi dæmi.
Segjum að prentaðir séu miðar í
heild að andvirði 100 milljónir í
happdrætti með 70 prósent vinn-
ingshlutfall. Svo seljum við rniða
fyrir 50 milljónir eða helming
upplagsins. Vinningadreifingin
hjá okkur er slík að þegar dregið
er úr öllu prentuðu upplagi þá seg-
ir tölfræðin l'yrir um að um 35
milljónir yrðu greiddar út, það er
að segja um 70 prósent. Ef við
drægjum eingöngu úr seldum ntið-
unt þá myndi happdrættið lenda í
því að greiða út meiri peninga í
vinning en það aflar með sölu
miðanna, það er að segja 70 millj-
ónir.“
„Það er erfilt að fá fjölmiðla til
að skilja þetta,“ sagði Ragnar
Ingimarsson að lokunt.
STÚDENTABLAÐIÐ
Háskólab