Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.02.1993, Qupperneq 16

Stúdentablaðið - 01.02.1993, Qupperneq 16
Nýlega ákváðu andfætlingar okkar í Astralíu að setja þjóðhöfð- ingja sinn, Elísabetu 2 Bretadott- ingu, af og stofna lýðveldi árið 2001. Þegar er hætt að sverja henni hollustu og God save the Queen (sama lag og Eldgamla Isa- fold) heyrist ekki lengur í því stóra landi. í staðinn er sungið eitthvað sem heitir Australis. Þegar þessi friðsama bylting bætist við hjónabandserjur barna Betu drottningar og önnur hneyksli er ekki furða þótt uppi séu getgátur um að breska kon- ungsdæmið sé á síðasta snúningi. Vandræði breska konungs- dæmisins eru ekki ný af nálinni. Hnignun þessarar aldar hófst lík- lega á hinum ókrýnda Játvarði 8 sem afsalaði sér og sínum afkom- endum (hann var raunar barnlaus) krúnunni til að giftast tvífráskildri amerískri konu, Wallis Simpson (frænku Barts?). Fyrri Bretakon- ungar höfðu engan látið segja sér ^^^^^hverjum þeir mættu gift- STÚDENTABLAÐIÐ ast eða skilja við. Þegar páfinn var með leiðindi við Hinrik 8 og neit- aði að samþykkja skilnað hans og Katrínar af Aragon afnam Hinrik einfaldlega yfirráð hans yfir ensku kirkjunni, bjó til sjálfstæða kirkju- deild, varð sjálfur æðsti yfirmaður hennar og fékk skilnað sem var stórum betri aðferð (a.m.k. fyrir konuna) en hann notaði á tvær af seinni konum sínum sem misstu höfuðið. Bretland Hundar og hestar í öndvegi Sú sérkennilega aðdáun sem Bretar hafa haft á konungsfjöl- skyldunni hefur tekið á sig búning aðdáunar á kvikmyndastjörnum í seinni tíð, fólk safnar af þeim myndum og alls konar glingri og einkalíf þessa blessaða fólks er aðalfréttaefni þarlendra fjölmiðla. Gallinn er sá að stjörnur eiga til að hrapa en konungar ættu helst að vera stöðugir og núna eru menn búnir að fá nóg. Söguþráð- urinn verður sífellt farsakenndari og er sumt farið að minna óþyrmi- lega á Dallas þegar Bobby Ewing dó og kom síðan úr sturtu 57 þátt- um síðar og þetta hafði allt verið draumur hjá Pamelu! Ahugi Breta á þessari fjöl- skyldu hefur alltaf verið ráðgáta. Fjölskyldan hefur sjálf engan áhuga á breskum almenningi eða fólki yfirhöfuð en kann best við sig í félagsskap hesta, hunda og ofsóttra refa. Þegar hestakonan Anna prinsessa skildi við reið- kappann mann sinn giftist hún hestasveininum sínum í staðinn. Kalli krónprins er síst betri og slasar sig hvað eftir annað við iðk- un þeirrar furðulegu íþróttar sem Bretar nefna Póló (og mun hafa eitthvað með hesta að gera). Fil- ippus drottingarmaður er aftur á móti þekktastur fyrir að móðga er- lenda þjóðarleiðtoga með sér- kennilegri kímnigáfu og fyrir að vera í forsvari fyrir náttúruvemd- arsamtökin World Wildlife Fund sem eru á móti hvalveiðum en vilja vernda skóga Englands til að Filipus og félagar geti stundað sínar refaviðar áfram. En við hverju er að búast af útlendingum? Breska konungs- fjölskyldan er alls ekki ensk, held- ur þýsk. Forfaðir drottingar, Ge- org I, var þýskur greifi og kunni alls ekki ensku . Arftakar hans voru alltaf heldur slappir í því tungumáli og notuðu þýsku heima fyrir þangað til í fyrstu heimstyrj- öldinni að ættin lagði niður sín þýsku ættarnöfn og tók upp nafnið Windsor. Noregur Þjóðlegir útlendingar Flestar konungsættir eru út- lendingar í eigin landi. Það er ekki bara enska ættin sem er þýsk held- ur einnig sú danska og sú belgíska. Sænska konungsættin er aftur á móti frönsk og Haraldur Noregskonungur er sonur allra þjóða nema Norðmanna. Föðurafi hans var danskur, föðuramma hans ensk, móðurafinn sænskur og móðuramman þýsk. Þeim feðgum Ólafi 5 heitnum og Haraldi hefur samt tekist að verða hallærislega norskari en allt norskt - góðir skíðamenn með fjállraven bakpoka og heja Norge húfu. Haraldur er líklegast tryggastur í sessi af starfsfélögum sfnum í Evrópu og ræður þar mestu skynsamleg gifting við kjólasaumakonuna Sonju og leifar vinsælda afa hans og föðurs síðan úr stríðinu - þegar þeir neituðu að vinna með nasistum, flúðu til Englands með gullforða ríkisins og urðu af þessu öllu saman frels- ishetjur.

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.