Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1994, Síða 2

Stúdentablaðið - 01.12.1994, Síða 2
Bls. 2 HÁSKÓLINN STBL. • Desember 1994 Ekkert tillit tekið til bamsburðar Hvað finnst þér um niður- stöðu deildarfundar? „Ég verð að segja að hún kom mér mikið á óvart. Þeir kennarar og nemendur sem ég hafði talað við um þetta mál voru allir bjartsýnir á að mín beiðni yrði samþykkt. Þessi niðurstaða er því þveröfug við það sem ég bjóst við.“ Hvaða afieiðingar mun þetta hafafyrirþitt nám? „Ekki svo miklar. Ég mun skv. þessu taka öll þriðja árs prófin vorið 1996 og sleppa öllu í vor. Það er hins vegar gagnrýni vert að deildarfundur sé að ákveða um miðjan nóv- ember hvemig námi fólks geti verið háttað þá um veturinn.“ Hvað œtlarðu að gera í mál- inu? „Ég mun sjá til hvað gerist. Réttindaskrifstofa Stúdentaráðs er að kanna þetta mál og mér skilst að það muni fara fyrir há- skólaráð.“ Og hvernig heilsast móður og barni? „Ljómandi vel, þakka þér fyrir. Þetta er myndarpiltur.“ Lagadeild hafnar tillögu móður um að fá aukið svigrúm við próftöku Á deildarfundi í Lagadeild þann 15. nóv. síðastliðinn var tekin fyrir undanþágubeiðni frá Guðrúnu Þorleifsdóttur laganema á þriðja ári. Guð- rún eignaðist á dögunum sitt fyrsta barn og af þeim sökum fór hún þess á leit við deildina að fá að „skipta“ þriðja ári, þ.e. taka eitt próf í vor (rétt- arfar) og hin tvö þriðja árs prófin að vori fjórða árs (refsirétt og kröfurétt). Þannig fengi hún aukið svig- rúm í Ijósi barnsburðar til að ljúka þessu ári. Beiðninni var hafnað. Lög eiga að hafa þýðingu Að sögn Málfríðar G. Gísla- dóttur, laganema og kvenna- fulltrúa SHI sem hefur kynnt sér þetta mál, segja mörg lög til um að sérstakt tillit eigi að taka til þungunar kvenna við ýmsar aðstæður, t.d. vinnumarkaðs- löggjöf og jafnréttislögin. Þó eru jafnréttislögin ófullkomin að þvi leyti að þau fela eingöngu í sér heimild til að taka tillit til bamsburðar og það er ekki það sama og að segja að það skuli gert. „Mín skoðun er reyndar sú, að lög eigi að túlka þannig að þau hafi þýðingu, en séu ekki pappír sem ekki þurfi að taka tillit til. Ég er með öðmm orðum að segja það, að til þess að markmiði laganna verði náð, þá verði að beita þeim“, segir Málfríður. Málfríður hefur uppi vissar efasemdir um „prinsippið“ standist, að ekki megi skipta námsári í lagadeild í tvo hluta. Tilgangur þess, sem er væntanlega sá að þeir sem ekki eigi erindi í lagadeild detti út, hefur litið með mál Guðrúnar að gera. Út frá jafnréttis- sjónarmiðum þá mega reglur um tilhögun náms ekki vera of stífar og ófrávíkjanlegar. Þungun er ekki veikindi Málffíður bætti við, „Og jafnvel þó að deildin vilji halda í umrædda reglu, þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu að hún heimili undantekningar frá henni þegar um er að ræða barnsburð, enda væri slíkt fyllilega í samræmi við 3.gr. jafnréttislaganna. Pró- fessor Ármann Snævarr fjallar um það í bók sinni, Almennri Lögfræði, að honum þótti eldri lögskýringar um að barnsburður kvenna væri skýrður sem veik- indi, vandræðalegar. Mér finnst of rík tilhneiging til þess, að þessi úrelti skilningur ráði afstöðu manna til barnsburðar kvenna. Heyrir maður æði oft, að ef heimila ætti bamshafandi konum ýmis sértæk úrræði, þá væri rökbundin nauðsyn til þess að heimila öllum sem eiga við einhver félagsleg vandræði að stríða, td. veikindi eða ljárskort, sambærileg tækifæri. Þessi afstaða er vitaskuld byggð á einhverjum misskilningi.“ Fallist á aðrar beiðnir Á flestar undanþágubeiðnir var fallist á fundinum en þær tengdust flestar vandræðum í kjölfar nýupptekinnar reglu- gerðar. Beiðni Guðrúnar hlaut ekki sömu móttökur. Að sögn Kolbeins Árnasonar, varafor- manns Orators, eru laganemar almennt undrandi á þessu máli. „Mörgum finnst hart fyrir hönd Guðrúnar að hennar beiðni skuli hafa verið hafnað en aðrar hafi komist í gegn. Sérstaklega því hér er um að ræða jafnrétt- ismál, sem snertir jafnan rétt til náms með beinum hætti. Vissu- lega er ný reglugerð gengin í gildi, en skv. jafnréttislögum verður svigrúm í svona málum að vera til staðar likt og í öðrum lögum.“ Mjög hissa segir Guðrún Þorleifsdóttir Stefán Már Stefánsson er forseti lagadeildar. Hann var spurður út í undanþágubeiðni Guðrúnar Þorleifsdóttur. Af hverju var undanþágubeiðni Guðrúnar hafnað? „Það er einfalt svar við því. Hún samræm- ist ekki reglum lagadeildar. Það er ekkert sem leyfir að skipta ári, þ.e. taka próf eins árs á tveimur árum.“ En ber deildinni ekki að taka sérstakt tillit til þungunar og barnsburðar kvenna? „Jú, hún hefði sennilega getað fengið leyfi til að frestá vorprófum fram á haust, eða eitt- hvað slíkt. En það er ekki leyfilegt að skipta próftímabili, það er grundvallarregla.“ Hvað með aðrar undanþágubeiðnir sem var fallist á, þær samræmdust ekki heldur reglum lagadeildar? „Þær fólust ekki í því að skipta ári, eins og beiðni Guðrúnar. Þetta voru minniháttar und- anþágur og þess vegna var fallist á þær. Að- alreglan er sú að menn taki öll próf á einu ári. Hennar beiðni var því alls ekki sambærleg við þær sem fallist var á.“ Hvað með fordæmisgildi sem samþykkt beiðni Guðrúnar hefði haft, óttist þið það? „Ég hef nú ekki heyrt neitt um fordæmis- gildi í þessari umræðu, svo ég get engu svar- að um það. Reglur lagadeildar eru einfaldlega svona og ef menn sjá einhverja ástæðu til þess að endurskoða þær, þá er bara að breyta því.“ Styrkir námsmenn til starfa í Evrópu Ert þú næst(ur)? Á vegum Evrópusambandsins er rekin starfsáætlunin Comett sem sett var af stað til þess að styrkja samstarf atvinnulífs og skóla. ísland er sem hluti af EFTA-hópnum fullgildur þátttakandi í þessari áætlun og hérlendis er starfandi nefnd að nafni Sammennt sem sér um framkvæmd Comett- áætlunarinnar á íslandi. Á undanförnum árum hafa fjölmargir ísiendingar farið til vinnu á meginlandinu og dvalist í lengri og skemmri tíma í starfs- þjálfun og endurmenntun. Þó svo að áætlunin miði að mestu leyti við að útvega fólki með tækni- menntun störf við sitt hæfi, er nokkuð um að námsmenn í öðru námi fari utan á vegum Sammenntar. Sem dæmi má nefna fáeina viðskipta- fræðinema, fjölmiðlafræðinema og búfræðing. Að sögn Tanyu Dimitrovu hjá Sammennt í Tæknigarði Háskóla íslands er markmið áætlunarinnar einkum að veita íslenskum nemendum tækifæri til að læra og vinna í löndum Evrópusambandsins. ☆ Gildi þess að geta ferðast og numið á erlendri grundu er ótví- rætt, fólk öðlast dýrmæta reynslu og þekkingu sem það færir svo til heimalandsins. Aukinheldur koma hingað til íslands á þessu ári sex erlendir námsmenn sem munu starfa hjá íslenskum fyrir- tækjum. Yfirlýst markmið Comett er að bæta menntun og þjálfun starfsmanna og um leið samkeppnisstöðu evrópskra fyrirtækja enda menntun starfsliðs einn mikilvægasti þátt- urinn í því að halda velli í harðnandi alþjóðlegri samkeppni. í ár verða um 12 styrkir veittir til íslenskra stúdenta og eru þeir lausir til umsóknar. Styrkupphæðin er ekki há, eða um 20.000 - 33.000 kr. á mánuði í 3, 6 eða 12 mánuði auk þess sem ferðastyrkur er veittur styrkþegum. Að auki fá styrkþegar yfirleitt greitt hjá viðkomandi fyrirtækjum svo menn ættu ekki að bera skaða af ævintýri sem þessu. Aðspurð kvað Tanya nokkuð mikið vera um umsóknir en þó væri full ástæða til þess að minna fólk á þennan möguleika. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar er að fá hjá Sammennt í Tæknigarði Hl, Dunhaga 5. Bóksalan ódýrust Það er engum blöðum um það að fletta að Bóksala Stúdenta býður stúd- entum og öðrum kúnnum upp á ágætis þjónustu. Enn eitt dæmi þess birtist í verðkönnun Morgunblaösins frá því snemma í október. Þar kom fram að Bók- sala Stúdenta væri einna ódýrust allra bókabúða ef verð á orðabókum er haft til hliösjónar. Að sögn starfsfólks Bóksöl- unnar kemur þessi niðurstaða ekki á ó- vart þvi þar er ávallt leitast við að hafa verð sem lægst og þeirri stefnu væri fylgt eftir af harðfylgi. Þessar fréttir gleðja náttúrulega stúdenta sem og aðra landsmenn. Spurningin Afhverju halda stúdentar 1. des. hátíðlegan? Kjartan Emil Sigurðsson, sagnfræði. Það er vegna þess aó ísland varð fullvalda þann l. des. 1918. Þetta veit ég því ég var í l. des. nefhdinni fyrsta árið mitt hér í skólanum! Sigurbjörg Helgadóttir, sálfræði. Ég held ekki upp á fyrsta des, ég er að fara í próf. Illugi Gunnarsson, hagfræði. Til þess að fá frí. Arnlaug Hálfdánardóttir, sölumaður. Út af sjálfstæði tslendinga þann l.des. 1918.

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.