Stúdentablaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 3
STBL. • Desember 1994
HÁSKÓLIIMN
Bls. 3
Þjóðarátakið í fullum gangi
gjafir hafa borist stúdentum
M a rga r góða r
Þjóðarátak stúdenta hefiir nú
formlega staðið í tæpa tvo mánuði.
A þeim tíma hefur tekist að færa
fjöll og þykir fullljóst, að þetta fram-
tak mun valda byltingu í bókasafns-
málum á íslandi. Þann 1. des næst-
komandi, á opnunardegi Þjóðarbók-
hlöðunnar, verður tilkynnt hve mik-
ið safnast hefur. Að sögn Skúla
Helgasonar, framkvæmdastjóra
Þjóðarátaksins, hefur átakið gengið
vel og er enn í fullum gangi. Að-
spurður kvaðst Skúli margar góðar
gjafir hafa borist stúdentum. Þar má
m.a. nefna gjöf frá þýska rannsókn-
arráðinu í gegnum þýska sendiráðið
og frá Goethe stofnuninni. Þýska
rannsóknarráðið gaf fjöldann allan
af bókum að andvirði um hálfrar
milljónar króna, einkum bækur úr
fræöum heimspeki og raunvísinda.
Áður hefur verið greint frá í fréttum
veglegri gjöf fyrirtækisins Sony sem
færði okkur geisladiska (CD-Rom-
diska) að andvirði 2-3 milljónir.
Þessi veglega gjöf var fyrir milli-
göngu Ólafs Jóhanns Ólafssonar,
forstjóra hjá Sony. Af beinum pen-
ingagjöfum má nefna 200 þúsund
króna gjöf íslendingafélagsins í
New York og 100 þúsund króna gjöf
norska sendiráðsins. Að sögn Skúla
hefúr þó einna mest safnast í formi
áskriftargjalda, en fyrirtækjum hefur
staðið til boða að taka ákveðin tíma-
rit „i fóstur'1. í Þjóðarbókhlöðunni
verður reist sérstök tafla, þar sem
upptaldir verða vildarvinir Þjóðar-
bókhlöðunnar.
Frá afhendingu gjafar
þýska Rannsóknarráðsins.
Á myndinni eru þýski
sendiherrann á Islandi
og Dagur B. Eggertsson
formaður SHÍ.
Allir vilja í KR!
Það hefur vísast farið fram hjá fæstum að
leikmenn hafa streymt til knattspyrnuliðs
KR-inga að undanförnu. Allir bestu leik-
menn landsins hafa viljað ganga til liðs við
félagið af fúsum og frjálsum vilja en sem
fyrr komast færri að en vilja. Meðal þeirra
sem KR-ingar hafa séð sér fært að klæða í
hinn fagurröndótta KR-búning eru Mihajlo
Bibercic sem skaut fram hjá fyrir Skaga-
menn á síðustu leiktíð og Steinar Adolfs-
son sem eflaust hefur verið farið að leiðast
metnaðarleysið og miðjuþófið í Val. Að
sjálfsögðu er allsendis óvíst hvort þessir
menn fá svo mikið sem að verma bekkinn,
því úrvalshópur afburða Vesturbæinga er
fyrir í liðinu. Það verður því vandasamt fyrir
Vesturbæinginn Guðjón Þórðarson þjálf-
ara að velja í lið ekki síður en hjá þjálfara
kvennakörfuknattleiksliðs KR, en KR-stelp-
urnar hafa borið af í vetur.
Skólatösku
saknað
Kristján Guy Burgess, sagnfræðinemi
kom í uppnámi inn á skrifstofu Stúdenta-
blaðsins og var heldur en ekki óðamála.
Þegar ritstjóri innti hann eftir því hvað ylli
þessari geðshræringu svaraði Kristján því til
að skólataska hans hafi horfið. Hann hafi
lagt hana frá sér á 3. hæð í Árnagarði og
brugðið sér frá í klukkustund. Þetta hafi
verið á milli kl. 17 og 18 fimmtudaginn 24.
nóvember sl. Það kæmi sér að sjálfsögðu
illa að missa öll gögn svona rétt fyrir próf og
ritgerðaskil. Kristján sagði að ekkert í
skólatöskunni kæmi neinum öðrum en hon-
um til góða og skorar á hvern þann sem sök
á á töskuhvarfinu að koma henni til Björns
húsvarðar í Árnagarði eða hafa samband við
Kristján sjálfan í síma 23137.
Kristján vildi líka taka fram að á sama stað
ertil sölu Lada deluxe 1988, fallegur bíll,
gangfær og í Ijómandi standi.