Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 5

Stúdentablaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 5
STBL. • Desember 1994 HÁSKÓLINN Bls. 5 Dagvistunarmál stúdenta Nýr leikskóli á næsta leiti? í Háskóla íslands stundar nám töluvert af svokölluðu bamafólki. Sem gefur að skilja er þessu fólki afar brýnt að fá barnaheimil- ispláss í tíma. Sérstaklega er vandi þeirra mikill sem eiga börn á aldrinum 0-2 ára en sem kunnugt er er biðtími eftir plássi hjá Dagvist bama u.þ.b. 2 ár. Að sögn Guðrún- ar Hálfdánardóttur sem fer með dagvistun- armál innan Stúdentaráðs hefur Dagvist bama samþykkt að hefja viðræður við Fé- lagsstofnun stúdenta um byggingu nýs leik- skóla á Háskólasvæðinu fyrir 0-2 ára börn. Aðspurð sagði Guðrún enga dagsetningu vera komna á viðræðumar en kvað stúdenta fylgjast grannt með málinu og vilja fylgja því eftir. „Við emm líka að vinna í því að stúdentar sem eru með böm hjá dagmæðr- um eða einkareknum dagheimilum borgi lægra gjald en útivinnandi fólk, líkt og hjá Dagvist bama“, sagði Guðrún. Að sögn Árna Þórs Sigurðssonar formanns stjómar Dagvistar barna átti Reykjavíkurborg frum- kvæði að þeim viðræðum sem em að heijast eftir erindisbréf frá Stúdentaráði. „Það er fullur pólitískur vilji fyrir því að heíjast handa“, sagði Ámi í samtali við Stúdenta- blaðið. „Mér skilst að það sér komið grænt ljós bæði frá byggingamefnd Háskólans og FS“. Og hvenær byrja svo viðrœðurnar? „Vonandi fyrir jól“ sagði Ámi. Fúll á móti s k r i f a r Ungir framsóknar- menn eru til, á því leik- ur enginn vafi og þeir í þéttbýlinu eru í kosn- ingaham þessi dægrin. Stúdentar fóru ekki var- hluta af boðskap ungra framsóknarmanna fyrir skemmstu, þar sem málgagninu Sýn var dreift ókeypis um allan Háskólann. Þar kennir margra ólíkra grasa og er óhætt að fullyrða að efnistökin séu metnaðarfull, frumleg og umfram allt flokksholl. T.d. er í blaðinu viðtal við Halldór Ásgrímsson þar sem slegið er á létta strengi og forystusauðurinn spurður: „Segðu mér eitt Dóri, er það satt að þú keyrir svona hratt?“ Þetta er alþýðleg, alvöru blaðamennska, áleitin og djörf og sýnir okkur lesendaflónunum að Halldór Ásgrímsson er bara maður eins og við hin sem brýtur lög og lofar upp í ermina á sér. Og kannski lætur hann plata sig í þokkabót eins og Denni. Dóri og Denni; bara menn - þess vegna kýstu þá- strategían. Breyskir eins og við hin. Annar formaður, Guðjón Ólafur Jónsson formaður SUF, er í líka í viðtali þar sem margt ber á góma. Þar kemur m.a. fram að formað- urinn hefur afleit laun að eigin mati, tók við embættinu af bróður sínum, vill glæsilegan stórsigur Framsóknarflokksins í næstu kosn- ingum og hefur ýmislegt á prjónunum enda mikið í símanum eins og sjá má af myndinni með viðtalinu. Þetta er allt saman afar upp- lýsandi og hreinlega nauðsynleg skilaboð til allra stúdenta. Frumlegasta greinin í blaðinu er þó ekki eftirformann eða stjórnarformann heldur kvittar Sigurður nokkur Sigurðsson undir, maður sem fúll á móti þekkir hvorki haus né sporð né hala né klaufir á. Titill greinar Sig- urðar er ábyggilegur og æsandi í senn: „Póli- tísk áhrif ESB-umræðunnar hérlendis." Greinin er óborganleg, engu lík, æðisgengin. Þar úir og grúir að mannviti og visku og er farið um víðan völl í skarpri stöðugreiningu í íslenskum stjórnmálaheimi og er aðalinntakið þetta: Menn skiptast í tvo hópa með og á móti ESB. Þetta er uppgötvun út af fyrir sig og ekki eru þessi ummæli úr greininni síðri að speki: „Pólitísk áhrif ESB-umræðunnar eru því mjög víðtæk, þrátt fyrir að breidd skorti í hana.“ Vá. Svo er því Ijóstrað upp að formað- ur Neytendasambandsins sé allaballi, að lög- fræðingar eigi sér öfluga málsvara á þingi og að ungt fólk, íslenskur iðnaður og neytendur séu útundan, minnihlutaneytendur sem stungnir hafi verið af, úr hópnum sem öllu ráði á íslandi. Svo er eitthvað talað um Falklandseyjastríðið og að því loknu vitnað í Churchill sem lét þessi orð falla: „Aldrei hafa jafnmargir karpað jafnmikið af jafnlítilli þekk- ingu um jafnmikilvægan málaflokk", og snýr greinarhöfundur því upp á ESB-umræðuna á Islandi. Fúlum á móti fljúga þessi orð óneit- anlega í hug þegar rennir augunum yfir þessu orð á stangli. Svo er eiginlega ekki neitt meira í þessu blaði, utan efnis um samtökin, ritnefndina og einnar auglýsingar frá Framsóknarflokknum. Fúll á móti getur hreinlega ekki beðið eftir næstu sendingu frá þessu frjálslynda fólki í framfarahug undir framsóknarmerki, því svona lestur hlýjar hjartarótum, léttir lund og gefur hraustlegt og gott útlit. X-B. Greinarhöfuniiur er ráðinn til þess að hafa allt á hornum sér, bregðast ókvæða við, hafa upp ónot.fara með dylgjur og skeyta skapi.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.