Stúdentablaðið - 01.12.1994, Side 6
Bls. 6
HÁSKÓLINN
STBL. • Desember 1994
Lánasjóður íslenskra námsmanna
Tryggir hann framtíð okkar eða stefnir hann henni í voða?
Miðvikudaginn 23.11. síðastliðin var haldinn í Odda stutt ráðstefna um Lánasjóð íslenskra náms-
manna. Tilgangur ráðstefnunnar má segja að hafi verið óhefðbundinn því ræddar voru grundvallar-
spurningar varðandi námsaðstoðarkerfi í stað þess að karpa um prósentur og hlutföll. Framsögu-
ræðumenn voru fimm: Sigríður Gunnarsdóttir fulltrúi stúdenta í stjórn LÍN ræddi vítt og breitt um
lánamál og kom m.a. inn á gildi menntunar, stöðu ungs fólks í samfélaginu og mikilvægi stöðugleika
námsaðstoðar. Ragnar Árnason prófessor í hagfræði og stjórnarmaður í LÍN til margra ára ræddi
námsaðstoð fram og tilbaka frá hagfræðilegu sjónarhorni og komst að þeirri niðurstöðu að auka ætti
námsaðstoð mjög verulega, ekki endilega fyrir námsmenn sjálfa heldur einfaldlega fyrir hagkerfið og
atvinnuvegina í heild sinni. Vitnaði hann þar til útreikninga Tryggva Herbertssonar hagfræðings sem
hefur reiknað út áhrif mannauðs á hagvöxt (sjá nánar hér á síðunni). Magnús Guðmundsson frá
BHMR bar saman námsaðstoðarkerfi á Norðurlöndunum og kynnti þær tillögur sem SHÍ hefur unnið
að í sameiningu við BHMR. í máli hans kom m.a. fram að tölur LÍN um að íslenskir námsmenn hafi
hafi mun hærri framfærslu en kollegar þeirra á Norðurlöndunum eiga ekki við rök að styðjast, þar eð
stór hluti framfærslu norræna stúdenta kemur frá félagslega kerfi viðkomandi landa. Klaus Bryll,
danskur lánamálasérfræðingur kynnti danska námsaðstoðarkerfið (sjá nánar á síðunni) og að lokum
kynnti Sólrún Halldórsdóttir, rekstrarhagfræðingur og fjármálaráðgjafi hjá Neytendasamtökunum
útreikninga sínu um hvað það kostar að lifa á íslandi (sjá nánar á síðunni). Að loknum framsöguer-
indum fóru fram umræður um lánamál.
Lánasjóðurinn er tímasprengja
tafla 1 Rekstraráætlun hjóna
m/ eitt barn
Tekjur: 280.000 kr.
Ráðstöfun: 193.000 kr.
(e. skatta).
Útgjöld:
Matvara 35.000 kr.
Hreinlæti 4.000 kr.
Bifreið 10.000 kr.
Fatnaður 10.000 kr.
Bækur o.þ.h. 20.00 kr.
Lteknir/lyf 4.000 kr.
Hársn. o.þ.h. 3.000 kr.
Fargjöld 3.000 kr.
Tómstundir 10.000 kr.
Bifrtrygg. 3.750 kr.
Heimilis-/hústr. 1.000 kr.
Stmi 2.000 kr.
Rafm./hiti 3.000 kr.
Húsgjötd 3.000 kr.
Fasteignagjöld 3.750 kr.
Heimilistæki/'húsg. 3.000 kr.
Áskr. afnotagj. 4.500 kr.
Bamagæsla 18.000 kr.
Annað 10.000 kr.
Samtals 133.000 kr.
Húsnæðísián 45.000 kr.
LÍN 22.600 kr.
(fyrstu 5 árin 5 %)
Samtals 200.600 kr.
Niðurstaða -7.600 kr.
tafla 2 Rekstraráætlun náms-
manns í leiguhúsnæði
Matur og drykkur 15.000 kr.
Fatnaður 4.000 kr.
Tómstundir 2.000 kr.
Hreinlæti/hcilsa 2.000 kr.
Önnur heim.útgj. 1.500 kr.
Húsgögn/heimiíist. 3.000 kr.
Blöð, sími, sjónv. 5.000 kr.
Rafm./hiti 3.000 kr.
Annað 8.000 kr.
Samtals 43.500 kr.
Húsnæðiskostnaður 20.000 kr.
Feróakostnaður 3.000 kr.
Samtals 66.500 kr.
Lán 52.500 kr.
Samt. t. ráðstöfunar 52.500 kr.
Niðurstaða -14.000 kr.
Sólrún Halldórsdóttir er rekstrarhag-
fræðingur og fjármálaráðgjafi hjá Neyt-
endasamtökunum. Sólrún hefur fengist
vió útreikninga á því hvað það raunveru-
lega kostar að lifa á íslandi, e.t.v. einföld
spurning en engu að síður vandsvarað. Á
ráðstefnunni setti Sólrún fram einfóld
dæmi um útgjöld annars vegar náms-
manns í leiguhúsnæði (tafla 2) og hins
vegar hjóna á vinnumarkaði með eitt
bam (tafla 1). Tölumar sem sjá má hér
til hliðar eru að því er virðist raunsæjar
og útkoma reikningsdæmisins því slá-
andi. Skv. þeim er mánaðarlegur rekstr-
arhalli (svo notað sé óþjált orðfar) náms-
mannsins 14.000 kr. á mánuði og fjöl-
skyldunnar 7.600 ísl. kr. Þetta er þeim
mun ótrúlegra því í útgjaldatölunum er
nær ekkert sem flokkast undir óþarfa
eyðslu, þvert á móti: Útgjöldin einkenn-
ast af ráðdeild og eru vafalítið nær neðri
mörkum útgjalda en öfugt. Annars getur
hver sem er dæmt um það sjálfur og
reiknað út hvernig eigin rekstur gengur
skv. þessu dæmi. Rœtt var við Sólrúmt
og hún fyrst spurð hvort að þetta vœru
raunhœfar tölur? „Já, ég tel það tví-
mælalaust. Þær eru mjög raunhæfar fyrir
t.d. hjónafólkið. Þær tölur eru fengnar
beint úr heimilisbókhaldi íjölda fólks
sem hefur verið á námsskeiðum hjá
Neytendasamtökunum. Eg sjálft þekki
þetta vel því ég er tiltölulega nýkominn
úr námi. Þessar tölur endurspegla vel
veruleikann eins og hann er í dag.“ Að-
spurð um hvort 280.000 kr. ráðstöfunar-
tekjur hjóna væru ekki of há upphæð
sagði Sólrún þær tölur m.a. fengnar frá
Þjóðhagsstofnun. „Að auki eru notaðar
launatölur úr fjölskylduráðgjöfínni til
þess að fá út þessa upphæð. Þó má ætla
að þessi laun séu í hærri kantinum.“ En
hvað telur Sólrún að fólk geri sem stend-
urframmi fyrir því að vera í mínus mán-
uð eftir mánuð? „Ef ekkert er gert þá
endar auðvitað allt með ósköpum, það
segir sig sjálft. Flestir átta sig venjulega
á vandanum í tíma og þá er reynt að
skera niður. Fólk reynir að skera niður til
matarkaupa, kaupir ekki föt nema í litl-
um mæli, reynir að vinna meira. Best
hefur reynst fólki að skera niður útgjöld
á sem flestum sviðum. Hvað námsmenn
varðar er erfítt að segja hvað menn gera.
Ætla má að margir fái aðstoð heiman frá.
Svo eru líka margir sem einfaldlega
kaupa ekkert í matinn síðustu daga hvers
mánaðar, það veit ég fyrir víst.“ Sólrún
bætti við að lánasjóðskerfið og húsnæð-
iskerfíð mætti líkja við tímasprengjur,
afar mikill fjöldi fólks stendur í endur-
greiðslum við þessi kerfi og þær eru að
sliga marga. Að hennar mati má sérstak-
lega ætla að endurgreiðslur námslána
muni valda erfiðleikum hjá mörgum. Því
verði að breyta í tíma.
Viðhorf til menntunar
vandamál
Klaus Bryll er danskur stúdent í liffræði og eðlisftæði. Hann
tók þátt í ráðstefnu um lánamál á íslandi sem fulltrúi danskra
stúdenta í nefnd sem hefúr það að markmiði að endurskoða
danska námsaðstoðarkerfíð. Stúdentablaðið ræddi lítillega við
þennan geðþekka Dana. „Munurinn á danska og islenska náms-
aðstoðarkerfinu er afar mikill. Í fyrsta lagi er um 2/3 þeirrar
upphæðar sem danskir námsmenn hafa scr til framfærslu í
formi styrkja, 1/3 cru lán. Í tölum séð cru þetta um 35.000 ísl.
kr. í styrki og um 15.000 kr. í lán. Heildarskuld námsmanna að
námi loknu er því mun lægri cn hér á íslandi, t.d. í lok limm
ára náms skulda menn að meðaltali eina milljón. í öðru lagi eru
lánin ekki verðtryggð en bera 4% vexti og þau borga menn
vcnjulega upp á innan við 15 árum.“ En upphœðin sem danskir
námsmenn J'á úr námsaðstoðarkerjinu er lcegri en íslenskir
námsmenn úr sínu kerji. eða hvað? „Jú, mér skilst það. Hins
vegar verður aó taka það með í reikninginn að við í Danmörku
erum líka inni í félagslega kerfinu í formi t.d. húsaleigubóta,
atvinnuleysisbóta og bóta til einstæðra mæðra og bamafólks.
Ef sú upphæð er tekin inn í, t.d. í dæmi bamafólks eða náms-
manns með maka á framfæri, stenst sú fullyrðing engan veginn
að íslenskir námsmenn hafi það betra en t.d. námsmenn i Dan-
mörku. Svo ber á það að líta að íslenskir námsmenn verða að
borga hveija krónu tilbaka sem þeir fá í lán, meðan við í Dan-
mörku borgum aðeins lánin til baka eins og ég sagði áðan." En
hverjir eru að mati Klaus Bryll helstu gallar íslenska námsað-
stoðarkerfisins? „Það cr a.nt.k. ekki upphæðin sem slík sem
menn fá á mánuði. Mér líst náttúralega illa á endurgreiðsluregl-
umar sem cra afar strangar, cftirágreiðslur eru námsmönnum
dýrar og þetta gerir þaó að verkum að margir treysta sér senni-
lega ekki í nám. Mér sýnist í fljótu bragöi að stærsti vandinn sé
i raun viðhorf íslendinga til menntunar og stúdenta", sagði
Klaus Bryll að lokum.
Námsaðstoð er styrkur við atvinnulífið
Ragnar Arnason, prófessor í hag-
fræði við Háskóla jslands og stjómar-
maður í LÍN til margra ára fullyrti á
ráðstefnunni að námsaðstoð væri fyrst
og fremst þjóðhagslega hagkvæm,
réttlætis- og jafnréttishlið námsað-
stoðar væri aðeins hliðarafurð. Þess
mætti líta á námsaðstoð sem styrk við
atvinnulífið, sérstakleg við þær geinar
sem þurfa á menntafólki og þekkingu
að halda. En hvernig tengir Ragnar
námsaðstoð við hagvöxt? „Skv. nýj-
ustu rannsóknum sem Tryggvi Her-
bertsson hagfræðingur hefúr unnið að,
skila sér þeir 22 milljarðar sem ríkið
leggur í menntakerfið á ári, í um 100
milljörðum í beinum hagvexti á ári.“
Hvernig er þetta reiknað út? „Það er
nokkuð flókið mál og erfitt að útskýra
í stuttu máli. En í grófum dráttum era
tölugögn um menntamál og tölugögn
um hagvöxt frá lokum heimsstyrjaldar
síðar borin saman. Þar er beitt bæði
tölfræðilegum, hagmælingarlegum og
hagfræðilegum aðferðum til að fá út
niðurstöðuna. Hún er sú að 28% af
þeim hagvexti sem hér hefur átt sér
stað, má rekja beint til menntunar;
það samsvarar um 25% þess sem
framleitt er í dag.“ Eru þetta viður-
kenndar aðferðir? „Já og meira en
það. Þessar aðferðir eru meðal þess
allra fremsta í heiminum í dag, með
því nýjasta sem er að gerast í hag-
fræði. Hins vegar verður að viður-
kenna að svona útreikningar fela alltaf
í sér vissa óvissu og ónákvæmni, ó-
vissan er á bilinu 5-40%. Það breytir
hins vegar ekki grundvallamiðurstöð-
unni: Að Qárfesting í menntun borgar
sig margfalt út frá efnahagslegum
sjónarhóli." Ragnar bætti við að það
væri vitað mál að menntun væri mjög
veigamikill þáttur í efnahagslífi hverr-
ar þjóðar og því væri undarlegt hve
breytingar á t.d. námsaðstoðarkerfí
ættu sér stað án mikillar íhugunar.
„Það er fyllsta ástæða til þess að
gaumgæfa vel allar breytingar á
menntakerfi, ekki síst þegar skorið er
niður. Þegar vegarspotti er lagður,
þegar byggja á brýr eða reisa álver út
um allar trissur, þá eru framkvæmdir
hagkvæmnisútreikningar. Hins vegar
þegar breytt er í menntamálum þá fer
ekki fram nein þjóðhagsleg ábata-
greining af neinu tagi heldur er frarn-
kvæmt að því er virðist af á tilviljana-
kenndan hátt. Það er mitt mat, að ef
slík greining færi fram, þá yrði aukið
við framlög til menntamála en ekki
skorið niður", sagði Ragnar að lokum.