Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.12.1994, Qupperneq 9

Stúdentablaðið - 01.12.1994, Qupperneq 9
STBL. • Desember 1994 ORÐASKAK Bls. 9 og sitt sýnist h v o r u m starfi held ég að við höfum við komið okkur eftirminnilega á kortið. Heimir: Nú fengum við langa kosningaræðu sem sagði okkur akkúrat ekki neitt og svaraði heldur ekki spumingunni. Fyrst þetta. Þú fullyrtir það, að við í Vöku værum með því að segja að það væri enginn árangur að koma sér á framfæri komin i mótsögn við þau orð, að ímynd stúdenta væri jafnvel aðalatriðið til lengri tíma lit- ið. Enginn í Vöku hefur sagt neitt þessu líkt. ímynd stúdenta er ekki það sem máli skiptir til lengri tíma litið. Eg myndi ekki standa í hagsmunabaráttu til að fegra í- mynd stúdenta, ég stend í hags- munabaráttu til að bæta hag þeirra. Það er meginmálið til lengri tíma. Og þar hefur nefni- lega árangurinn látið á sér standa. Ég vil minna á að Dagur lýsti því yfir í viðtali við Stúd- entablaðið í maí 1994 að hann væri mjög bjartsýnn á að tilraun um sumarmisseri yrði komið á, á þessu sumri. Þar hefði náðst ár- angur. Hver er staða málsins i dag? Sumarmisseri var ekki prófað síðasta sumar og það er ekkert á borðinu sem gefur okk- ur tilefni til að ætla að það fáist ijárveitingar til sumarmisseris næsta ár. Þið hafið nefnt það sem árangur í þessu máli að þið feng- uð það samþykkt í Háskólaráði. Má ég vinsamlegast benda þér á það, að það er Háskólinn sjálfur sem á frumkvæði að þessari hug- mynd svo það telst varla skrítið að menn í Háskólanum sam- þykki það. Lykilatriðið er að samþykkt háskólaráðs gekk út á það að þið útveguðuð ijármagnið til sumarmisseris. Ég spyr: Hvaða árangur er það? StbL: Sumarmisseri Dagur, er það klúður? Dagur: Sumarmisseri er alls ekki klúður, þvert á móti. Og það er engin tillaga sem komið hefur frá stúdentum sem hefur fengið jafn jákvæðar viðtökur hvar sem hún hefur komið. Stbl.: Samt er engin niður- staða fengin. Dagur: Samt em ekki komnar á borðið, nákvæmlega eins og Heimir segir, 30 milljónir til þess að standa undir þessari tilraun. Hvort að þær koma getum við að sjálfsögðu ekki lofað. En við get- um fúllyrt það, að stjómmála- menn, hvar í flokki sem þeir standa, munu líta mjög sterklega til Háskólans og þar með talið til sumarmisseris. Og ef við fáum ekki fjárveitingar til sumarmiss- eris næsta ár, sem er ekki úr sög- unni,. . . Stbl.: Þá gceti það bara komið seinna? Dagur: Þá gæti það ekki bara komið seinna, þá kemur það seinna. Stbl.: En er þetta ekki bara fullyrðing út í loftið, þú hefur ekkert fyrir þér nema óskil- greindan velvilja og skilning á þingi. Er það ekki óvarlegt af þér sem formanni Stúdentaráðs að segja, að ef sumarmisseri kemur ekki seinna, þá bara kemurþað fyrr en seinna? E.t.v. nœsta suntar, eða eftir 2 ár? Getur ekki hver sem er sagt þetta? Dagur: Það getur hver sem sagt þetta. En það sem ég hef fyrir mér í þessu er ekki bara samþykkt Háskólaráðs, sem var tímamótasamþykkt því með öðru móti hefðum við ekki getað sannfært íjárveitingavald, hvort sem er til ríkis eða sveita urn að sumannisseri væri í raun mál sem að Háskólinn hefði í raun á sinni ífamkvæmdaáætlun Stbl.: En ekki meira en það, að þeir létu stúdentum eftir, að afla fjárins. Dagur: Já, og það er spurning um tækniatriði og sama leið og við fómm. . . Stbl.: Það er aðalatriðió... Dagur: Það er sama leið og við fómm þegar stofnað var til nýsköpunarsjóðs- ins. Það var hugmynd sem kom héðan og við lögð- um mikla áherslu á hana. Nýsköpunar- sjóður varð að vemleika á 2 mán- uðum þegar bjart- sýnustu menn höfðu spáð að það tæki 2 ár. Og vonir standa til þess ef það er samstaða á þingi að sum- armisseri náist í gegn á þessu þingi og fyrir næsta vor. En það er engin fullvissa um það. Árangurinn er hins vegar sá, að við emm búin að vekja athygli og á- huga á þessu máli en ég bendi á það, að við höfum ekki ákvörðunarvald yfir fjármálum. Stbk: Að iiðru. Dagur, lána- ntálin eru ein helstu hagsmuna- mál stúdenta. í síðustu kosn- ingabaráttu í febrúar síðastlið- intt lýsti Röskva yfir að nú vœri lag til að ná fram breytingum. Nú er nœstum því komið fram i desember og lítil umrœða hefur farið fram um lánamál og eng- inn árangur i sjónmáli. Dagur: Það náðist náttúrulega mikill árangur varðandi breyt- ingar á úthlutunarreglum í vinnu í vor. Það er of langt mál að telja upp þær úrbætur sem þar feng- ust. Það var mikil ánægja með þær. En breytingar á lögum sjóðsins, þær em eftir. í Ijósi fenginnar reynslu, þá fómm við ekki af stað með miklu herópi heldur völdum aðra leið. Við þrýstum á að stofnaður yrði vinnuhópur sem ætti að kanna afleiðingar laga- breytinga hjá Lánasjóðnum, mál sem Vöku- mönnum hafði næstum því tek- ist að spilla fyrir okkur, og fómm í víðtækar við- ræður og hug- myndavinnu með VSÍ, ASÍ, BSRB og BHMR um hug- myndir að nýju námsaðstoðar- kerfi. Við höld- um að ef við ætlum að breyta kerfinu gjör- samleg, og það verður að gera, þá verðum við að gera það með tilstyrk og sam- þykki þeirra aðila sem mest ráða í samfélaginu utan hins pólitíska sviðs. Þessi vinna er byrjuð. Við vomm síðast í gær með ráð- stefnu þar sem mjög gott fólk velti upp ýmsum hliðum á lána- baráttunni, ráð- stefnu þar sem Vökumenn sám heima. Stbl.: En af hverju svona seint af stað, það eru að koma jól? Dagur: Það er bara spuming um taktík. Hvenær ætlarðu að láta lánamál vera hitamálið? Á það vera hitamál á sama tíma og þú ert að berjast fyr- ir auknum fjár- veitingum til Há- skólans? Eða ætlar þú að láta það vera hitamál í kringum áramót og í janúar þegar það er kominn vemlegur kosningaskjálfti í stjómmála- menn? Það er ljóst að það munu nánast engin lagafmmvörp ná í gegn á þessu þingi svo að besti árangur sem við getum náð er einhvers konar pólitísk samstaða eða yfirlýsing sem flestra flokka um breytingar á sjóðnum eftir næstu kosningar. Hcimir: Þetta var athyglisverð ræða. Það er varðandi það klúður sem lánabarátta Stúdentaráðs er Svona lagað hrekur einfaldlega gottfólk frá stúdentapólitík Ðagtir B Eggertsson góð Efaó menn kalla það ekki árangur að vekja athygli á á- standi Háskólans, á stöðu fíáskólans, á gildi menntunar, á því starfi sem er unn- ió innan fíáskólans, á stöðu bókasafnsins, á frumkvœði stúd- enta og þeim krafti sem í okkur býr og nýjum hugmyndum sem við höfunt verið að birta, þá eru menn komnir í mót- sögn við öll sín fyrri orð Dagur B Eggertsson um tilgang þessa starfshóps. Röskvumönnum tókst ekki að sýna fram á neinn árangur eftir síðasta vetur í lánabaráttunni og urðu því að búa hann til. Þeir sögðu að þessi vinnuhópur hafi átt að skoða afleiðingar laganna og gera tillögur að lagabreyting- um. Það er lykilatriði hvort að hópurinn hafi átt að gera breyt- ingartillögur því þá hefði ráð- herra viðurkennt að það væri eitthvað að. Það hins vegar stóð aldrei til að gera neinar tillögur að breytingum og i þínum á- herslupunktum til þessarar nefndar er ekki ein tillaga um breytingar. Ekki ein tillaga um breytingar. Dagur: Það lýsir náttúrulega flótta frá því að tala um þann ár- angur og það starf sem hefur ver- ið unnið héma í vetur, að allt sem Heimir er að nefna um ár- angursleysi og það sem miður fer, það er eitthvað frá síðasta ári, þarsíðasta ári eða þriðja ári eftir það. Heimir: Hver var að tala um það? Ég nefndi á- herslupunkta þína fyrir nefndina sem nú starfar. Dagur: Aðalat- riðið er að ef við ætlum að vinna að þessum lánamál- um þá verðum við að. . . Stbl.: Tökum aftur atriðið sem Heimir minntist á. Nú sögðuð þið i Röskvu á sínum og fulltrúar ríkisvaldsins deildu um afleiðingar laganna, þá lýsti Olafur G. Einarsson því yfir að hann ætlaði að stofna hóp til þess að setjast yfir þessi mál og kom- ast að réttri niðurstöðu. Það sem gerist er að það fer einhver ná- ungi sem hefur greiðan aðgang að ráðherra upp í ráðuneyti, eftir að fulltrúar stúd- enta em búnir að bíða vikum sam- an eftir fundi, röltir sér þar inn, daginn sem að stór kosningar- fundur er úti í Háskóla. Á kosn- ingafundinum kynnir hann plagg frá ráð- herra þar sem segir að aldrei hafi staðið til að endurskoða lögin. Ráðherra kom svo af fjöllum þegar ég talaði við hann í sumar, að hafa skrifað upp á eitthvað sem túlka mátti þannig, að full- trúar stúdenta í lánabaráttunni væm hinir mestu lygalaupar og misindismenn. Stbl.: Þetta er greinilega gam- alt þrœtumál. Þá spyr ég ykkur báða. Hvor var að blöffa“, Ólafur G. Einarsson sem gaf náms- mönnum undir fótinn um að það vinnuhópurinn œtti að vinna að endurskoðun tillagn- þar til hann skipaði hann upp í ráðuneyti. Þetta olli misskilningi sem varð til þess að orð okkar i kosningum og orð ráðherra stönguðust á. Þetta er mál sem við urðum að byrja þetta starfsár á að greiða úr, því það höfðu ein- hveijir aðilar verið að spilla fyrir okkur. . . Hcimir: Þetta er náttúmlega rosaleg ásökun, að halda því fram að Vaka, eitt stærsta félag nemenda í skólanum sé að spilla fyrir náms- mönnum í okkar lánabarátm. Fyrsta lagi þetta. Ég þakka hólið, en heldur fonnaður Stúdentaráðs að Vaka panti álit eða hugsanir ráð- herra svona eftir hendinni. Held- ur þú að við löbbum bara inn á skrifstofú ráðherra og segjum þeim hvað þeir eigi að gera. Þetta er alveg út í hött. Málið er bara það að Olafur G. Einarsson, ætlaði aldrei að gera neinar breytingar á lögunum um LÍN því þar með hefði hann viður- kennt að eitthvað væri að. Auð- vitað vildi hann það ekki. Þið lékuð þann leik að mistúlka hans orð til þess að geta sýnt fram á árangur og við komum bara af fjöllum. Við spurðum einfald- lega hvað er rétt í málinu og við spurðum ráðherra um málið. Frh. á bls. 20 Er þetta áœtlunin, að eitthvað gerist einu og háifu ári eftir að lagið var spilað f kosningunum ífebr- úar. Dœmigert fyrir það hvernig þið Ijúg- ið að stúdentum í kosningabaráttu. Heimir Örn Það sem skiptir máli er árangurinn sjálfur, hvort þú nœrö einhverju peningum í kassann Heimir Örn og þá ásökun að Vökumenn hafí næsturn því verið búnir að eyði- leggja það mál að kornið yrði á fót starfshópi um málefni LÍN. Þetta er alveg fúrðuleg ásökun. í Röskvublaðinu ó.tbl. í feb.1994 koma fram þessar ítrekuðu rang- færslur og lygar Röskvumanna tima að vinnuhópur ráðherra œtti m.a. að vinna að tillögum um breytingar á lögum LÍN. Er það rangt og var það rangt á þeim tima? Dagur: Það er rangt að þessi hópur haft átt að vinna að breyt- ingum. í ljósi þess að námsmenn anna, eða Röskvumenn sem fullyrtu að breytingar stœðu fyr- ir dyrum? Dagur: Ég held að það hafi orðið einhver misskilningur frá því að ráðherra lýsti því yfir á opnum fúndi í Háskólanum að hann ætlaði að skipa þennan hóp

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.