Stúdentablaðið - 01.12.1994, Side 11
STBL. • Desember 1994
HÁSKÓLINN
Bls. 11
Laganemar vilja breytingar!
Eftir Birgi P. Stcfánsson.
Hvað segja þau um ráðstefnuna?
Kristín Edwald
Ertu áncegó meó það hvernig til tókst?
Já, aiveg sérstaklega. Þátttakan fór fram úr björtustu vonum og
allir virtust ánægðir með niðurstöðumar, bæði nemendur og
kennarar. Umræðan um nánt og kennslu í lagadeild hefur aukist
og virðist vera á réttri braut. Við erum strax farin að sjá árangur
af starfinu, sem er mjög ánægjulegt. Fólk ætlar ekki að sitja við
orðin tóm.
Hvernig verður ráðstefnunni Jylgt eftir?
Ráðstefnunni verður fylgt eftir með þeim úrræðum sem Orator
hefúr. Þ.e. með virku hagsmunaráði og virkri nántsnefnd. Þaó
eru svona hclstu aöhaldsöflin innan dcildarinnar og þau má efla.
Nú er verið að cndurskipuleggja störf hagsmunaráðs og nárns-
ncfndar, en í henni sitja bæði kcnnarar og nemendur. Þaó cr
fyrsta skrcfið cn það er þörf á stöðugu aðhaldi og gagnrýni innan
deildarinnar og þar vcrða allir að leggja sitt af mörkum.
Erlu vongóó um aó þessi ráóstefna skili árangri?
Eins og ég sagði cru nú þegar fama að sjást breytingar tii hins
betra í nokkrum til fellum t.d. nicð virkari þátttöku nemenda í
tímum og brcyttum kennsluháttum. Þá hafa verklagsreglumar,
sem samþykktar voru á ráðstefnunni verið lagðar fyrir dcildar-
fúnd og var þeim vísað til námsnefndar og vonandi ganga þær í
gegn. Það kom mér á óvart hvaö kennarar vom jákvæöir gagn-
vart hugmyndunum og tilbúnir til að reyna nýjar aðferðir. Ég get
því ekki sagt annað en að ég sé vongóó en við verðum þó að vera
stöðugt að og megum ekki láta málin niður falla.
Óttar Pálsson,
laganemi og fulltrúi í Framfaranefnd Orators
Mikil áhersla var lögð á þaó vió undirhúning ráðstefnunnar að
samþvkktar yrðu svokallaðar verklagsreglur. Geturðu sagt okkur
aðeinsfrá þeim?
Verklagsreglumar voru samþykktar sem krafa laganema um
breytingar. Þær skiptast í tvennt. Annars vegar reglur varðandi
kennsluhætti og hins vegar formreglur í deildinni. Formreglumar
eru nokkuð ítarlegar og taka á t.d. próftöku, upplýsingastreymi,
sjúkraprófum og ritgerðasmíð. Ástæðan fyrir því að reynt er að
konta á slíkum reglurn er sú að það höfðu verið samskiptaörðug-
leikar milli kennara og nentenda. Það var eins og ekki væri liægt
að fá réttar upplýsingar á einum ákveðnum stað. Oft fengu netn-
endur mismunandi skýringar eftir því hvert þeir leituðu. Mark-
miðið nteð reglunum er því að gera það skýrt hvaða reglur gilda
og skapa þannig visst réttaröryggi. Það er kannski ekki hægt að
gera kröfu unt að kennsluhættir breytist á einum degi en við ger-
um okkur vonir unt að með formreglunum muni ýmislegt breytast
sem áður var áfátt. Reglumar eru hrein viðbót við þær reglur sem
almennt gilda í Háskólanum en reyndar var höfð hliðsjón af sam-
bærilegum reglum í öðrum deildum. í nokkrutn tilvikum er ein-
göngu verið að staðfesta núgildandi framkvæmd.
Hvaó stendur upp úr eftir alla þá vinnu sem þið hafið lagt i
þetta?
Fyrst og fremst áhugi fólks á bættri kennslu og bctra námi.
Kennaramir eru rnjög jákvæðir og hafa sumir nú þegar reynt að
gera kennsluna fjölbreyttari. Ég hef trú á því að kcnnararnir tnuni
lcggja sig fram og margar af þeim hugmyndum sem komu upp
verði að veruleika.
Stefán Már Stefánsson, forseti lagadeildar
Hvernig þótti þér til takast með ráðstefnuna?
Ég held að það sé óhætt að segja að óvenju vel haft tekist til
hjá laganemum cnda var ráðstcfnan sérlcga vel undirbúin og
hcppnaðist í alla staði mjög vci.
Eru kennarar almennt sáttir við niðurstöður ráðstefnunnar og
þœr hugmyndir sem komufram?
Ég get ekki svarað fyrir aðra og skoðanir manna cru nú alltaf
skiptar. En það komu margar góðar hugmyndir l'ram og ég held
að það sé tvímælalaust vilji hjá kcnnurum fyrir því að taka ýmis-
legt til athugunar. Það er einstaklingsbundið hversu fljótt menn
taka við sér en ráðstefrian hefur sjálfsagt ýtt við flestum. Ég held
að bæði kennarar og nemendur hafi gert sér grein íýrir því að
ntargar af þeim hugmyndum scm kornu fram á ráðstefhunni verða
ekki framkvæmdar nerna meira fjánnagn komi til.
Er lagadeild í einlivers konar endurhœfngu um þessar mund-
ir?
Það er nú ekki um neina endurhæfingu að ræða en ég vona að
málefni deildarinnar séu í stööugri endurskoðun.
ann 4. október síðast-
liðinn stóð Orator, fé-
lag laganema, fyrir
mikilli ráðstefnu um
nám og kcnnslu í
lagadeild við góðar undirtektir
bæði nemenda og kennara. Há-
skólastúdentar hafa löngum
borið sig aumlega vegna skorts
á kennslu, tækjum, peningum,
bókum, tölvum, kennurum,
námskeiðum, nántskeiða hand-
bókum, námsráðgjöfum, mál-
stofum, lesstofum, matstofum,
tölvustofum og hinu og þessu,
frá a til ö. Það er hins vegar því
miður þannig, að nrargir láta
við það sitja, að barma sér í
sínu horni, mestmegnis einir sér
og þó kannski, ef vel er að gáð, í
félagi við tvo til þrjá aðra. En í
þessu tilviki skorti ekki sam-
stöðu meöal laganema enda eru
þeir tlcstir sammála um það að
breytinga á ýmsum sviðum innan deild-
arinnar sé brýn þörf. Fyrir rúmu ári
gengu reyndar í gildi reglur sem breyttu
uppbyggingu náms í lagadeild. Ekki er
nú þegar komin reynsla á hvort þær
breytingar hafi verið til góðs en þó er
ljóst að breytingarnar stórauka valmögu-
leika Iaganema og gefa þeim fyrr kost á
sérhæfingu en áður hefur verið.
Þrátt fyrir fyrrnefndar breyt-
ingar þóttu mörg vandamál innan deildar-
innar óleyst og var markmið ráðstefnunnar
m.a. að auka umræðu um vandamálin og að
efla samstöðu um lausn á þeim. Hugmynd-
in að ráðstefnunni kviknaði hjá laganemum
snemma árs og fljótlega fóru hlutimir að
gerast. Það var svo um mitt sumar að
Framfaranefnd Orators var sett á fót og
skipuð til að annast framkvæmd ráðstefn-
unnar. Gríðarleg vinna var lögð í að gera
ráðstefnuna sem best úr garði og meira en
50 laganemar tóku beinan þátt í undirbún-
ingnum, bæði með setu í nefndum og rann-
sóknum á ýmsum atriðum er að námi og
kennslu snúa. Þá héldu nokkrir laganemar í
víking til að kynna sér laganám í nágranna-
löndunum. Markmiðið með ferðinni var að
sjá livað hægt væri að læra af nágrönnum
okkar og að afla upplýsinga og hugmynda,
sem lagadeildinni gætu komið til góða.
Heimsóttir voru háskólar í Sviþjóð, Dan-
mörku og Englandi. I Svíþjóð urðu háskól-
ar í Uppsölum og Stokkhólmi fyrir valinu
og að auk tóku laganemamir þátt í ráðstefnu
samtaka evrópskra laganema (E.L.S.A.),
sem var haldin samtímis og kynntust þar
viðhorfum laganema frá Norðurlöndunum,
Þýskalandi, Sviss, Austurríki, Ítalíu og Eist-
landi svo dæmi séu tekin. 1 Danmörku var
Kaupmannahafnarháskóli heimsóttur og á
Englandi urðu fyrir valinu Háskólinn í
Nottingham og London School of
Economics. íslensku laganemamir sátu
kennslustundir í þessum skólum og ræddu
við kennara og nemendur. Þessi ferð var að
sögn ferðalanganna mjög gagnleg og var
brunnur margra athyglisverðra hugntynda
sem ræddar voru á ráðstefnunni. Helstu
niðurstöður ferðarinnar vom kynntar þar og
kom m.a. fram að aðbúnaður laganema við
erlendu háskólana er mun betri en íslenskir
laganemar eiga að venjast.
Þá voru á ráðstefnunni kynnt-
ar niðurstöður rannsókna laganema
og tillögur undirbúningsnefnda fluttar.
Könnun á fjárframlagi til lagadeildar leiddi
í ljós að laganemar væru ódýmstu nemend-
ur í Háskólanum, en hver laganemi kostar
ríkið aðeins um 115 þúsund krónur á ári,
rniðað við framlög til Háskólans. Hug-
myndir um lærimeistarakerfi vom viðraðar
en það er þekkt víða erlendis. Það er álit
flestra, að í lagadeild sé kennt í of stómm
hópum og nemendur fá því ekki næga að-
stoð við námið. Þó kom fram að breytingar
á því myndu hafa töluverðan kostnað í for
með sér og er það helsti gallinn við hug-
myndina. I hópastarfi á ráðstefnunni var
fjallað um þrennt. I fyrsta lagi um nýjungar
í kennslu og var þar velt upp ýmsum hug-
myndum, mörgum að fyrirmynd háskóla er-
lendis. í öðru lagi var fjallað unt námsmat
og prófamál almennt og í þriðja lagi um
verklagsreglur í lagadeild, sem voru sam-
þykktar í lok ráðstefnunnar og vom einn
mikilvægasti þáttur hennar.
í pallborðsumræðum að loknu
hópastarfi tóku þátt Háskólarektor,
fyrrverandi fonnaður Lögmannafélagsins,
fúlltrúi nemenda, fulltrúar kennara auk
starfandi lögfræðinga. í pallborðsumræð-
unum gerði Háskólarektor fjárskort Háskól-
ans að umræðuefni en auk þess viðraði
hann hugmynd unt B.A.-nám í lögfræði.
Lítið var rætt um þá hugmynd en það má
spyrja hvort ekki sé eðlilegt að niðurrif
deildannúra í Háskólanum haldi áfram og
að jafnvel verði mögulegt fyrir aðra en
laganema í framtíðinni að taka eitt og eitt
námskeið í lögfræði, sem þá væm sérstak-
lega sniðin með það í huga. Laganemar
deildu svo nokkuð á íhaldssemi innan deild-
arinnar og spunnust um það fjörlegar um-
ræður.
Mikil ánægja ríkir innan laga-
dcildar með ráðstefnuna og hafa sumir
gengið svo langt að segja að hér haft verið
um að ræða eitt merkasta framtak til þessara
mála í háa herrans tíð. Það er ljóst að stúd-
entar fá litlu áorkað nema þeir sýni frum-
kvæði eins og Oratorar gerðu. Þetta fram-
tak þeirra er lofsverð tilraun til að bæta hag
laganema og verður vonandi öðmm deildar-
félögum hvatning til að leggja sitt af mörk-
um til eflingar Háskólans.
Öll gögnfrá ráðstefnunni eru til á skrifstofu
Orators og á bókasafni Lagadeilar.
Vafasöm próf í lagadeild?
Sálfræðingarnir Friðrik Jónsson og
Guðmundur Arnkelsson, kennarar við
Félagsvísindadeild, fluttu sérlega athyglis-
vert og skemmtilegt erindi á ráðstefnunni.
Erindið byggðist á rannsóknum, sem þeir
gerðu fyrir Orator, á prófum í lagadeild.
Það kom m.a. fram í erindi sálfræðing-
anna að margar spurningar á prófum í
lagadeild væru óskýrar og stundum svo ó-
Ijósar að erfitt væri að átta sig á því, um
hvað væri spurt. Bentu þeir lagaprófessor-
um hnyttilega á að í dómsmálum yrði
kröfugerð að vera skýr, annars væri málum
vísað frá. Það ættu þeir að vita og yrðu að
hafa það í huga við samningu prófa.
Rannsóknirnar sýndu að hátt hlutfall prófa í lagadeild
byggjast upp á spurningum með mikið vægi. Algengt er að
einstakar, afmarkaðar spurningar hafi 50 til 60% vægi og
dæmi eru til um að próf hafi byggst upp á einni spurningu!
Sálfræðingarnir töldu að slíkt gæti leitt
til þess að árangur á prófi snerist um
heppni.
Þá kom einnig í Ijós að stór hluti rit-
gerðaspurninga á prófum í lagadeild, eða
allt að 90%, væru staðreyndaspurningar
en að litlu leyti skilningsspurningar. Hinn
svokallaði páfagaukalærdómur setur því
mjög mark sitt á nám í lagadeild.
Má spyrja að því hvort það sé eðlilegt
eða æskilegt.
Erindið vakti mikla athygli og rannsókn-
irnar leiddu margt merkilegt í Ijós.
Eflaust er víðar en í lagadeild grundvöll-
ur fyrir rannsóknir á prófum enda mjög
mikilvægt að próf séu vel samin, bæði nákvæm og réttmæt,
svo þau séu viðhlítandi mælikvarði á færni nemenda í sínu
fagi. Skýrsla sálfræðingana um próf í lagadeild verður í
birt í Úlfljóti, tímariti laganema.