Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.12.1994, Qupperneq 12

Stúdentablaðið - 01.12.1994, Qupperneq 12
Bls. 12 HÁSKÓLINIM STBL. • Desember 1994 Mikilvægt að umræða um málið hefjist Þau Brynhildur Þórarins- dóttir og Guðmundur Steingrímsson, háskóla- ráðsliðar Röskvu, lögðu fram drög að 3ja ára verkáætlun fyrir Háskóla íslands á háskólaráðs- fundi þann 24.11. síðastliðinn. Stúdentablaðið ræddi við þau um þessi drög. Hvað er nýtt í þessari verk- áœtlun sem þið lögðuð fram? „Það sem er í sjálfu sér nýtt, er sú hugmynd að háskólaráð móti sér verkáætlun til þriggja ára í senn. Háskólaráð hefur að sjálfsögðu alltaf sett sér mark- mið en þetta plagg er heildará- ætlun til þriggja ára, sem sam- svarar einu rektorstímabili. Og þetta em sýnileg markmið, það viljum við leggja áherslu á.“ Hvernig er stefnumótun Há- skólans farið í dag? „Nú er það svo, að hver deild starfar náttúrulega sjálfstætt og á að gera það. Háskólaráð á hins vegar að marka stefnu fyrir HI allan. Þessi drög em skref í þá átt.“ Nú eru í plagginu hug- myndir frá fleirum en Rösk\’u? „Já, að sjálfsögðu. Tillag- an frá okkur felst í því að mótuð verði 3ja ára áætlun. Svo eru lagðar fram tillögur sem em víða að, t.d. úr SHI, frá Óháðum, úr Þróunar- nefnd og ýmislegt tínt til sem nú þegar er verið að vinna. Við höfum aldrei haldið því fram að þetta séu allt okkar hugmyndir og höfum kynnt þær í Háskólanum, m.a. formönnum deildarfélaga. Það sem er mikil- vægt er að háskólaráð hafi svona 3ja ára áætlun, setji sér raunhæf markmið og komi i meiri mæli að alls kyns ákvarð- anatöku. Um leið verður sýni- legt hvað það er sem Háskólinn vill og menn sjá árangurinn betur. Um leið er skýr stefna og raunhæf fram- kvæmdaáætlun mikil- væg forsenda sér- k. . hverrar fjárlaga- beiðni. Þá er hægt að leggja fram svart á hvítu hvað það er sem peningamir eiga að fara í.“ Hvernig voru viðtökurnar í háskólaráði? „Þær voru mjög góðar. Menn vom sammála um að reyna að drífa sumar af þessum tillögum í framkvæmd. I því samhengi var m.a. rætt um aðstoðar- mannakerfi og stjómsýslukönn- un, hlutir sem eru framkvæm- anlegir og kosta ekki mikla peninga. Svo var minnst á hug- myndina að „hjarta Háskólans" og tekið vel í hana.“ ‘Hver verða nœstu skref í þessu máli? „Nú er mikilvægt að umræða um verkáætlunina hefjist í Há- skólanum, meðal sem flestra, svo allir geti komið með sýnar hugmyndir. Að öðm leyti munu þessi drög verða send umsagn- araðilum í stjómsýslu Háskól- ans. En niðurstaða háskólaráðs var sú að byrja að vinna að verkáætlun af fullum krafti og reyna að hrinda raunhæfum hugmyndum í framkvæmd sem fýrst.“ Tillaga samþykkt í Háskólaráði um að Háskólinn geri sér verkáætlun til þriggja ára r Háskólaráðsfúndi þann 10. nóvember síðastlið- inn lögðu Háskóla- ráðsliðar Röskvu fram drög að því sem þau nefndu fram- kvæmdaáætlun fyrir Háskólann til þriggja ára. Þann 23. nóvem- ber var lögð fram formleg til- laga þess efnis að Háskólaráð samþykki að slík verkáætlun verði gerð. Tillagan var sam- þykkt. í drögum Röskvu em nefndar til sögunnar margar hugmyndir úr ýmsum áttum. Hér til hliðar má sjá lista yfir þær hugmynd- ir/nýjungar sem em að finna í drögunum. í drögunum kennir margra ólíkra grasa. Þar em hugmyndir um það, hvemig bæta má kennslu í Háskólanum og er lagt til að nýjir kennslu- hættir verði teknir upp, kennslutækni- og kennslumála- ráðstefnur verði haldnar reglu- lega og aðstoðarmannakerfi (,,tutor-kerfí“) verði komið markvisst á í hverri deild. í kaflanum um gæðamat er lögð áhersla að framkvæmt verði gæðamat á kennslu og það haft í höndum nemenda. í þeim kafla er aukinheldur að finna tillögur um að efla samnorrænt gæðamat á háskólum, sem og gæðamat á próf við HÍ. Athygl- isverðar hljóta að teljast hug- myndir um að háskólakennarar setji sér samskipta- og siðaregl- ur. I kaflanum um réttindamál er m.a. lagt til að réttindaskrá stúdenta verði staðfest og að stjómsýsluúttekt verði gerð á Háskólanum. Lagt er til að al- þjóðasamstarf verði eflt, sem og kynningarmál. Hvað varðar fjármál Háskólans er lögð á- hersla á, að reikniregla sú, er reiknar út fjárveitingu á hvem virkan nemanda, verði lögð til grundvallar fjárveitingarbeiðn- um. Þar er einnig minnst á, að deildir Háskólans njóti eigin spamaðar og geti þannig ráð- stafað „sparifé“ að eigin vild. Vikið er að sérstakri fjáröflun fyrir Háskólann og þar nefnd til sögunnar markmið eins og þau að Háskólinn nái til sín einka- leyfísgjaldi því sem það greiðir ríkinu af peningahappdrættum sínum, tillöguna að hollvina- kerfi fyrir Háskólann er þama að finna og síðast en ekki síst er minnst á það fé sem HÍ á hjá Eimskipafélagi Islands. Stúdentablaöið birtir hér á síöunni úttekt úr drögunum og hvetur allt Háskólafólk til þess að velta rækilega fyrir sér hugmyndinni að verkáætl- un fyrir HÍ og láta ekki sitt eftir liggja í öflugri umræðu um það, hvernig hún á að líta út. Ferskleiki er okkar bragð!

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.