Stúdentablaðið - 01.12.1994, Síða 14
Bls. 14
HÁSKÓLINN
STBL. • Desember 1994
Munið eftir 1. des.
ballinu
30. nóvember
kl. 22 - 03.
TUNGLID
œ uinlýraÁeim u r
s Á ó í a f 6 í Á s
Þjóðar-
bókhlaðan
er fyrir alla
þjóðina
Einar Sigurðsson er landbókavörður,
eða forstöðumaður Landsbókasafns
íslands- Háskólabókasafns, eins og
hin nýja stofnun í Þjóðarbókhlöð-
unni kallast opinberlega. Einar var
áður háskólabókavörður en hefur síðastliðin
þrjú ár eingöngu unnið að undirbúningi opn-
unnar hins nýja safns.
Eftir sextán ára byggingarsögu og enn lengri
undirbúning liggur beint við að spyrja, hvort
þessi bið hafi verið þess virði?
„Já, tvímælalaust. Bygging Þjóðarbókhlöðunn-
ar og sameining Landsbókasafns og Háskóla-
bókasafns í henni er mikil framför. Með samein-
ingunni verður til hagkvæmari rekstrareining.
Kostimir við að sameina söfnin eru meðal annars
þeir að hægt verður að draga úr tvíkaupum, þ.e.
að bæði söfnin kaupi sömu bók eða tímarit.
Breiddin í erlendum ritakosti mun aukast. Þetta
er ekki síst mikilvægt fyrir þjóðbókasafn. Við
erum hluti af umheiminum, ekki síst Evrópu, og
tengjumst honum sterkum böndum. Það er því
nauðsynlegt að erlent stuðningsefni sé með ís-
lenska bókakostinum. Samnýting á húsnæði og
tækjum mun einnig bæta þjónustuna og auka hag-
kvæmni.
Fyrir Háskólann verður mikilvægt að fá þjóð-
deildina og handritadeildina svo að segja í hlað-
varpann. Þægilegur aðgangur að þessum söfnum
bætir rannsóknaraðstöðu þeirra fræðimanna sem
mest þurfa á þessum ritum að halda.“
Nú er hönnun hússins að nálgast það að verða
tuttugu ára. Er Þjóðarbókhlaðan orðin úrelt?
„Nei, hönnun hússins hefur verið endurskoðuð
á byggingartímanum til að mæta tæknibreyting-
um. Þar munar mest um tölvuvæðinguna. Ná-
lægt því hundrað sæti verða með tölvum. Þess
má geta að tölvustrengir í húsinu eru alls um 65
km að lengd.“
Er ekki hœtta á því að stúdentar og mennta-
skólanemar troðfylli bygginguna og frœðimenn
og aðrir þeir sem cetla að nota rit safnsins komist
ekki að?
„Það má auðvitað ekki gerast að Þjóðarbók-
hlaðan verði aðeins lessaðstaða fyrir framhalds-
skólanema þótt þeir eigi þar vissan rétt. Annað
meginhlutverk stofnunarinnar er hins vegar að
vera bókasafn Háskóla íslands. Þangað eiga því
stúdentar að sækja, sérstaklega þeir sem þurfa að
notfæra sér ritakost og þjónustu saíhsins. Less-
sæti verða nálægt sjö hundruð og við reiknum
með að stúdentar nýti yfir helming þeirra. Til
þess meðal annars að ásókn stúdenta verði ekki of
mikil mun áfram verða haldið opnum lessstofum í
byggingum Háskólans, líklega með þrjú til fjögur
hundruð sætum.
Jafnframt munum við tryggja hag fræðimanna
með því að handritadeild, þjóðdeild og nokkur
sérsöfh munu hafa sérstök lessæti. Svo verða nær
30 lítil vinnuherbergi sem verður úthlutað til
þeirra sem vinna að rannsóknarstörfum. Með
þessum hætti meðal annars held ég að tryggt sé að
stúdentar verði ekki allsráðandi."
En hvað með almenning? Hefur hinn almenni
borgari eitthvað að scekja í Þjóðarbókhlöðuna?
„Ég held að þetta safn geti orðið tæki til að
tryggja jafnrétti þegnanna og stuðla að almennum
mannréttindum. Almenningur hefur þama að-
gang að upplýsingum sem annars væri mjög erfitt
að nálgast. Þannig verða þessi gæði eign fleiri en
afmarkaðs hóps sérfræðinga. Fólk á þess líka
kost að kanna safnkostinn utan frá með tölvusam-
bandi. Þetta getur nteðal annars fólk utan af landi
nýtt sér. Nú á tímum símenntunar og endur-
menntunar held ég að allir eigi erindi á bókasafn.
Þjóðarbókhlaðan er fyrir alla þjóðina.
Safnið getur að auki orðið tengiliður mi11 i Há-
skólans og atvinnulífsins. Forráðamenn Háskól-
ans hafa einnig litið til þess að þarna verði hægt
að miðla upplýsingum til almennings um afrakst-
ur háskólastarfsins, t.d. með fyrirlestrahaldi og
annars konar samkomum og sýningum. I bók-
hlöðunni er fyrirlestrasalur og kaffistofa sem
einnig verður hægt að nýta utan venjulegs opnun-
artíma safnsins. Þar verður hægt að efna til
margs konar menningarviðburða, annað hvort á
vegum safnsins sjálfs eða annarra.
Ég vil taka það fram að allir þeir möguleikar
sem ég hef nefnt hér á undan byggjast á því að
safnið verði ekki svelt. Til þess að safnið fái not-
ið sín sem fræðasetur, varðveislustaður íslenskrar
ritmenningar og upplýsingamiðstöð má það ekki
vera með neinum kotungsbrag. Það á að vera
annað og meira en lesstofur og útlánahús af ein-
faldri gerð. Háskólabókasafn og Landsbókasafn
hafa búið við þröngan kost og hafa ekki náð að
sýna styrk sinn sem skyldi um langa hríð. í nýja
safninu þarf að setja markið hærra.“
Helgi Þorsteinsson