Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 15

Stúdentablaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 15
STBL. • Desember 1994 HÁSKÓLINN Bls. 15 Af bókum íslendinga Fyrir sexhundruð árum bjó í Víðidalstungu í Húnaþingi auðugur bóndi að nafni Jón Hákonar- son. Um búskaparlist hans, auð og völd væri þó lítið vitað nú ef ekki væri fyrir bók eina mikla sem rituð var á hans vegum árin 1387-1394 og enn er til og tryggilega varðveitt í öryggisgeymslu í Arnagarði. Þessi bók er Flateyjarbók, glæsilegasta handrit sem til er frá íslenskum miðöldum, og í hana hefur Jón eytt skinni af 101 kálfi á sínum tíma. Kálfslífið var dapurlegt þá og er enn en bækur krefjast nú þó engra. En þetta hefur Jóni fundist ómaksins og fjárfest- ingarinnar virði, að höggva skörð í eigin búpening fyrir eina bók. Sagan hefur og sýnt að mat hans var rétt. Flat- eyjarbók er enn til og er minnisvarði og áminning til okkar sem nú lifum um að einu sinni skrifuðu Islending- ar bækur. r Adögum Jóns Hákonar- sonar í Víðidalstungu voru íslendingar rétt- nefnd bókaþjóð. En síðan eru liðin mörg ár. A Islandi í dag er enginn auðjöfur sem myndi leggja sem samsvarar 100 kálf- um í að láta gera bók. Þeir menn hafa raunar aldrei verið á hverju strái. Bróðurparturinn af íslenskri sagnaritun átti sér stað undir handarjaðri stofnunar, þ.e.a.s. katólsku kirkjunnar. Hún var ríkisvald þess tíma og biskupinn yftr íslandi var ígildi þjóðhöfðingja eins og segir um Gissur lsleifsson biskup: „Hann var bæði konungur og biskup yftr landinu meðan hann Iifði.“ Það var ekki síst sú opin- bera stofnun, katólska kirkjan, sem vann þjóð- inni sæmdarheitið bókaþjóð. Klukkan hefur glumið henni og flestir munu á einu máli um að Islendingar búi nú við mun geð- þekkari stjómarhætti. A sviði bókagerðar og menningar má það þó orka tvímælis. Katólska kirkjan tók skatt af atvinnuveg- um landsmanna og eyddi þeim í að gera bækur. Nú tekur ís- lenska ríkið skatt af bóka- gerð og gefur til atvinnu- veganna, einkum þó þeirra sem ekki bera sig sjálftr. Víða erlendis er nú komin upp sú krafa að ríkis- valdið styrki bókagerð með óbeinum hætti með því að innheimta ekki söluskatt eða virðisauka- skatt af bókum. Þannig hefur Evrópuráðið í Strassborg hvatt stjóm- völd í álfunni til að leggja af þess kyns skattheimtu. Stjómvöld sjálfrar bókaþjóðarinnar hafa aft- ur á móti daufheyrst við þeim bænum. Þau sjá enga ástæðu til að gera mun á ljóðabókum og sælgætisframleiðslu. Það er því vandséð hvort Is- lendingar eiga frekar að heita bókaþjóð en til dæmis kókþjóð eða fanta- þjóð. Fjármálaráðherra ætlar a.m.k. ekki að leggja neinn skerf til þess. Virðisaukaskattur á bækur er allri út- gáfustarfsemi til bölvunar og gerir bækur au auki dýrari til almennings. Verst kemur hann þó niður á menningarlegri útgáfu á borð við þá sem katólska kirkjan stóð að. Bókaforlög treysta sér ekki lengur til þess að sinna ein- göngu fagurbókmenntum og fræðiritum. Vilji þau á annað borð standa í slíku verða þau að niðurgreiða þá starfsemi með matreiðslubókum, reyfurum og kjaftasögubókmenntum á borð við þær sem koma út fyrir hver jól. Ekki hafa stjómvöld sjálf tekið að sér útgáfu af þessu tagi. Þvert á móti hefur Bókaútgáfa Menningarsjóðs verið lögð nið- tvö fræðileg bókasöfn og hafa þau verið í íjársvelti um árabil. Þegar bókakostur Há- skólabókasafnsins var borinn saman við bókakost safna tutt- ugu erlendra háskóla af svipaðri stærð lenti Háskólabókasafnið í ur sem stóð að útgáfu margra rita sem hafa verið þjóðinni menningarauki. En bókmenning Islend- inga hefur ekki eingöngu byggst á öflugri útgáfu. Kjarni bókmenningarinnar em bókasöfnin. íslendingar hafa átt næstneðsta sæti. Það hefur þó þá sérstöðu að vera eitt sinnar tegundar á Islandi og eiga því íslenskir fræðimenn óhægt urn vik að leita annað. á má ekki gleyma al- menningsbókasöfnum sem hafa öðm fremur leitt til þess að allir íslendingar geti notið bóka sem em á annað borð læsir. Hingað til hefur það verið næstum öll þjóðin en nú hafa kannanir sýnt að lestrar- kunnáttu Islendinga virðist fara hrakandi, þvert á þróun mála annars staðar í heiminum. Ekki eingöngu mun tíundi hver gmnnskólanemi eiga í erfíð- leikum með lestur heldur hefur einnig komið á dag- inn að lestur fullorðinna hefur minnkað og talið er að sífellt fleiri úr þeirra hópi séu orðnir treglæsir. Ekki þarf mikið hugmynda- flug til að sjá beint sam- hengi á milli virðisauka- skatts á bækur, minnkandi bóksölu og minnkandi lest- En hvað hafa þing- menn, afkomendur þeirra manna er gerðu Islendinga að bóka- þjóð á miðöldum, um málið að segja. I umræðum á al- þingi nýverið lét einn þing- maður úr menntamálanefnd þau orð falla að ósanngjarnt væri að bera Háskóla Is- lands við erlenda háskóla og bókasafn hans við er- lend bókasöfn vegna smæðar þjóðarinnar. Ekki verður það dregið í efa en á hitt ber að horfa að Flateyjarbók, Brennu- Njálssaga og önnur íslensk sagnarit síns tírna standast fullkomlega samanburð við verk annarra þjóða á sínum tíma (og raunar enn), hvort sem sá samanburður er sanngjarn eða ekki. Það gildir um alla sagnaritun íslendinga á miðöld- urn. Þjóðin var örugglega ekki fjölmennari þá en nú er. Frekar má draga í efa hvort þeir sem þjóðinni ráða nú séu jafn mik- illa sanda og sæva og þá. Þegar Flateyjarbók var fómað hundrað kálfslíf- um var ekki tjaldað til einnar nætur. Sýnt hefur verið fram á að ríkinu yrði lítill kostnaðarauki að því að aflétta virðisaukaskatti á bækur og jafnvel gæti orðið að því tekju- bót. Til að bæta stöðu bókarinn- ar þyrfti því trúlega að fóma færri en hundrað af þeim stríð- ölnu gullkálfum stjómvalda sem ganga undir nafninu ráð- stöfunarfé ráðherra. En því mið- ur er það einmitt leiður ávani ís- lenskra stjórnvalda að tjalda til einnar. Undanfarin ár hefur ís- lensk menning verið í svipaðri stöðu og byggð undir eldfjalli. Hvert einasta fjárlagafrumvarp er eins og nýtt gos sem hætta er á að eyði allri byggð. Þar er höggvið til hægri og vinstri frá ári til árs en alltaf jafn óvænt og að því er virðist handahófs- kennt. Gallinn á íslenskri bóka- gerð á tímum katólsku kirkjunnar var sá að tjáning tnanna hlaut að tak- markast við það sem henni var þóknanlegt. Nú takmarka ís- lensk stjórnvöld tjáningu Is- lendinga með skatti i staðinn. Munurinn á bókagerð lands- manna þá og nú var hins vegar svipaður og munurinn á títt- nefndum Jóni Hákonarsyni og þingmanninum sem fannst ó- réttlátt að bera íslendinga sam- an við aðrar þjóðir. Jón Hákon- arson missti ekki svefn á nótt- inni yfír að vera af fámennri þjóð. Honum og öðrum sem gerðu Islendinga að einni mestu bókaþjóð í Evrópu á miðöldum fannst að Islendingar gætu og ættu að standa jafnfætis öðrum og stærri þjóðum. Þeir gerðu það þá og eiga að gera það nú. Armann Jakobsson& Kjartan Örn Ólafsson Hver er maðurinn? Nýr efnisþáttur er að hefja göngu sína í þessu blaði. Dálkur þessi er æsispennandi og felst í því að glöggum lesendum er gef- inn kostur á að rýna í myndina og svara hinni áleitnu spurningu: „Hver er maðurinn“. Þetta er hin skemmtilegasta æfing mannglögg- um þrautakóngum. Vísbendingin að þessu sinni er: Maðurinn er ríkisstarfsmaður á lúsarlaunum innan stofnunar sem er líka með Hemma Gunn í vinnu og er hans yfirmaður fyrrverandi „Vöku- staur”, sem var eitt sinn fréttarit- ari á Norðurlöndunum áður en hrafninn flaug. Augljóst? Svarið er falið í blaðinu Fyrirbæri-saman á ný Hún mun eflaust gleðja margan Vesturbæinginn sú stórfrétt, að stórhljómsveitin Fyrirbæri hefur í hyggju að koma saman á nýjan leik eftir nokkuð langt hlé. Fyrir þá sem ekki þekkja bandið í þaula skal sagt að Fyrirbæri er hljómsveit sem gerði garðinn frægan víða í Reykjavík í byrjun áttunda áratugarins og tryllti æskulýð, einkum Vesturbæjar. Hljómsveitarmeðlimir, þeir Stefán Eirtksson fonnaður Orators, Baidur Stefánsson hægri- og vinstrimaður, Harrý stjórnmálafræðinemi og Kristján Eldjárn stúdent eru allir kornnir nokkuð til ára sinna í samanburði við gáska unglingsáranna og hafa látið nokkuð á sjá. Einar Gunnar Guðmundsson líffræðinemi og helsti vinur háskólaráðs er skipuleggjandi tónleikanna sem fara frarn á vegum skátafélagsins Ægisbúa. Það er spenna í loftinu og rnargir telja dagana.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.