Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1994, Side 17

Stúdentablaðið - 01.12.1994, Side 17
STBL. • Desember 1994 S T Ú D E N T A R Bls. 17 góðlátlegt grín í orðsendingu til Ama Johnsen þar sem segir: „Þegar kartöflurnar fara að mygla hætta þær að fara í fyrsta flokk.“ Þetta er þrælsniðug líking þar sem gripið er til máls úr frumat- vinnuvegum þjóðarinnar, sjálfri kartöfluræktinni og stúdcntum líkt við grænmeti. Þetta skilur Arni hundrað prósent enda maður úr moldinni, hann veit nákvæmlega hvað gerist þegar kartöllur mygla. Hans stuðning- ur er í höfn. Davíð Oddson á síðasta vinarþelskortið þar sem hann fær hjart- næma kveðju: velt er að ímynda sér frústrer- aðan fjölskyldufoður skeyta skapi sínu á þáverandi fjármála- ráðherra sem hér fær það ó- þvegið frá næstu kynslóð á eft- ir. Nema þetta sé Dúdda með annað kort? Sá sem skrifar Öss- ur sem „Özzur Skarpi“ er líka nokkuð reiður og dulítið háðsk- ur í senn. Hann segir: „Hugsaðu um það Özzur minn, það vorum við sem kusum þig. Stattu þig!“ Eftir mikil og gagnger heila- brot er enn á huldu hvers vegna Össur er hér skrifað með tveimur zetum. Taktískir kostir þess fyrir Qár- lagabaráttu eru afar óljós, svo háðið - væntan- lega einhvers : konar réttritunar- háð - er það sem skýrir stafsetning- una. Svo er svolít- ill samstöðustíll yfír þessu eftir allt saman. „Stattu þig“ er hvatning og hvatning er alltaf samstaða að „Kæri Ólafur, ég stunda nám við heimspekideild og á ekki fyrir bo...“ „Takk fyrir allt. Þín Dúdda.“ Það hreinlega drýpur smeðj- an af þessu korti og manni verður bumbult af væmninni einni. Er „Dúdda“ að þakka fyr- ir niðurskurðinn til Háskólans, eða nýju endurgreiðslurcglurnar í LÍN? Dúdda verður að hugsa sinn gang í baráttuaðferðafræð- unum, þetta gengur alla vega ekki. Reiði maðurinn Sumir stúdentar virðast vera byrjaðir að glata þolinmæði sinni í garð stjórnmálamanna og blöskrar skilningsleysið. Þá er ekkert annað að gera en að hella úr skálum reiði sinnar og - beita sverðinu af ákafa. Þessi maður virðist lireinlega trítilóð- ur þegar hann skrifar þetta: „Eru íslendingar að - verða raktir fáráðar?" Hér eru spilin lögð á borðið og í spurningunni felst hressi- legt blót yfir þessu öllu saman. Það eina sem fyrir þjóðinni liggur cr andleg örbirgð á ein- angruðu eylandi, í afdalakima sveitamennsku og svartnættis hugarfarsins þar sem ekkert vex nema arfi. III örlög og full á- stæða til að grípa í taumana. Annar reiður maður segir í skilaboðum til Ólafs Ragnars Grímssonar: „Sem ungum manni var mér kennt að þú værir leiðinlegasti maður á íslandi." Þessi pilla er athyglisverður vitnisburður um uppeldi við- komandi þar sem sleggjudómar og baktal um fólk í fjölmiðlum ríður ekki við einteyming. Auð- nokkrum hluta. Þó nokkrum stúdentum eru dagpeningar ráðamanna ofarlega í huga. Þessi segir t.d.: „Okkur vantar peninga í Háskólann, ekki þiggja dagpeninga í utanlands- ferðum, þú ert jú kosinn af fólkinu til að stunda - þessa vinnu og ert á launum þótt þú sért í út- löndum og þar er ódýrara en hér -> þú þarft ekki dagpeninga." Þessi stúdent er reiður en rökfastur. Reiður. Vondur. Hér ægir mörgu saman. Heilög vandlæting yfir dagpeninga- greiöslum blandast undrun á tómlæti ráðamanna gagnvart svo augljósri röksemdafærslu sem þessari. Kosinn af fólkinu, ert á launum, ódýrt í útlöndum; Ergo: Þarft ekki dagpeninga. Þessi maður er hrópandi í eyði- mörkinni. Og hann er reiður. Grrr. Uppgjörið „Hr. Ólafur G. Einars- son. Þú lofaðir því að niðurskurður til HÍ yrði bara í eitt ár. Það má ekki tala um að leiðrétta það, en það sama gildir ekki um hátekjuskatt- inn. Ég sé eftir því að hafa hafið nám við HÍ til M.S.-gráðu í líffræði. Ég sé líka eftir því að hafa kosið Sjálfstæðisflokk- inn í síðustu kosning- um.“ Þetta kallast að leggja spilin á borðið. Það er engu við þetta bæta. „Já márfinnst gaman að fara út að skemmta mér og þá fer ég auðvitað þangað þar sem ég veit að er glaumur og gleði" Unnur Brandt lífskúnstner

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.