Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.12.1994, Qupperneq 21

Stúdentablaðið - 01.12.1994, Qupperneq 21
STBL. • Desember 1994 STÚDENTAR Bls. 21 eir kumpánar Baldur Stefánsson og Krist- ján Bragason eiga eitt sameiginlegt. Þeir tilheyra báðir samtökum sem eru í burðarliðnum og heita „Ungir Evrópusinnar“. Þessi samtök eru aukinheldur hluti af sam- evrópskum samtökum ungs fólks sem hafa það að mark- miði að efla umræður um Evrópumál og vinna einstök- um málum framgang. Á dög- unum fóru þeir bræður til Svíþjóðar í boði „Unge euro- péer“ í Stokkhólmi til þess að taka þátt í lokakosningaslagn- um um inngöngu fyrirmynda- ríkisins í Evrópusambandið. Margt dreif á dagana, tekið var í lúkuna á Carl Bildt og komist í kast við sænska rétt- vísi, auk þess sem þeir mar- seruðu um götur með íslenska fánann og heimtuðu ísland úr Nato. Stúdentablaðið ræddu við þá í léttari dúrnum um ferðina, baráttuna og Evrópu- mál á íslandi. „í Stokkhólmi fór fram þessa fimm daga ráðstefna á vegum samtakanna urn „samnorrænt já“ og voru þátttakendur jafn- framt nýttir til þess að taka virkan þátt í kosningabarátt- unni. Við dreifðum því bæk- lingum og töluðum við fólk á götum úti. Það vakti athygli hve fólk virtist vera búið að fá nóg af þessari kosningabaráttu, þeg- ar við hrópuðum og kölluðum einhver slagorð á ensku og sænsku um ESB strunsaði fólk framhjá án þess að virða okkur viðlits. Það var ekki fyrr en við fórum að tala íslensku við Sví- ana að fólk hópaðist um okkur“, segir Baldur. Og hvernig tóku Svíarnir þvi að einhverjir Is- lendingar vœru komnir norðan úr Ballarhafi að „agitera"fyrir ESB? „Bara vel, held ég“ segir Kristján, „en baráttan var svo sem ekki einungis á daginn á götunni. Eitt sinn eftir nokkra bjóra og dulítið sænskt neftóbak töluðu baráttuglaðir Svíar sig upp i að fara um miðja nótt og rífa niður öll Nei-plakötin í miðbænum og hengja já-in upp í staðinn. Um 10 manna hópur gekk i það mál með okkur í fylkingarbrjósti og það tókst vel. Aðeins nokkrir leigubíla- stjórar voru með einhvem upp- steyt en öll sú stétt var andvig aðild af einhverjum orsökum sem mér eru enn ókunnar “ En hvað með aðrar, opinberar bar- áttuaðferðir? „Jú, þar kenndi margra grasa og margt skemmtilegt var að sjá. Báðir hóparnir hreinlega fylltu borg- ina af plakötum og limmiðum og við lá að límt væri á gler- augu grandvaralausra vegfar- enda. Plakötin voru mörg hver þrælháðsk og lúmsk. T.d. var já-hreyftngin iðin við að klína öfgastimpli á nei-menn t.d. með plakötum sem sýndu nýnasista, marx-lenínista, samtökin „- satans liv“ og fleiri öfgahópa með áletruninni: „Við segjum Nei!“. Það var húmor í þessu“, segir Baldur. Kristján bætir við: „Við vorum líka fengnir í það að dreifa hinum svokölluðu já-smokkum á skemmtistöðum sem höfðu t.d. áletranirnar “- slide into Europe” og “it's bett- er in that out”. Þetta vakti mikla lukku og þessu dreifðum við af krafti.“ Hvað með útifundi á lokasprettinum, var ekki hiti í fylkingunum? „Það er óhætt að segja það“, segir Baldur. „Á úti- fundi nei-manna á stóru torgi í Stokkhólmi var mikill hasar, um 10.000 manns að syngja og skrækja nei, nei, nei. Ekki var betra ástandið í já-hópnum sem hafði umkringt fúndinn og æptu á móti, já, já, já! Og ekki var allt á friðsamlegum nótum því þama fóru fram stimpingar og rnenn vom að hrækja hver á annan, sem sýnir alvöruna sem var í þessu hjá sumum. Á þess- urn fundi voru alls kyns hópar og samtök að mótmæla hinu og þessu. Umhverfissinnar með og á móti, nýnasistar, kommúnist- ar, kratar og fleiri slíkir hópar með fána og boðskap. Við tók- um okkur til að veifuðum ís- lenska fánanum og æptum „ís- land úr Nató“ um hríð, svona rétt til þess að vera með!“ Og þið komust í fjölmiðlana, var það ekki? „Það var ekki laust við það. Baldur leit út þama eins og villimaður, klæddur for- láta gæru, með Davie-Crockett- loðhúfu á hausnunt og íslenska fánann hátt á lofti.“ „Og ekki varst þú síðri, Kristján, í flauelsjakka með pottlok á höfói eins og Amaldur úr Sölku Völku. Auðvitað vom alls kyns útvarpsstöðvar og blöð til í að spjalla við svona menn.“ Og hvernig var sigurhátíðin, þið hafið vœntanlega tekið þátt í henni, enda lykilmenn barátt- unni? „Til að byrja með tókum við þátt í kosningavöku í félags- heimili stúdenta við Stokk- hólmsháskóla. Þeir hafa þar fína félagsaðstöðu sem er nokkru betri en hin glæsilegu húsa- kynni Stúdentakjallarans sem menn verða að sætta sig við hér. Svo lá leiðin í gamla hertoga- höll þar sem helstu stjómmála- leiðtogar Svíþjóðar hittust og allt það fólk sem unnið hafði fyrir já-hreyfmguna. Þama voru Ingvar Carlsson og Carl Bildt. . .“, segir Baldur, „sem þú raukst á og tókst í spaðann á“, bætir Kristján við stríðnislega. „Já, ég ætlaði að útskýra málstað Ís- lendinga lítillega en einhvem veginn fékk ég á tilfmninguna að áhuginn á samræðum væri ekki gagnkvæmur, svo ég gaf Carl frí - í bili.“ Að sögn þeirra pilta var enn mikill hiti í rnönn- um þegar úrslit voru kunn og bjuggust men'n allt eins við ó- eirðum á götum úti. Það er hins vegar talið að kuldinn í Stokk- hólmi á þessum tima hafi komið i vegfyrir ólœti. En hvað fannst ykkur athyglisverðast við niður- stöður kosninganna? „Þetta er náttúrulega stórt skref sem Sví- ar hafa tekið og mun breyta miklu, bæði fyrir þá og Evrópu- sambandið", segja þeir félagar. „Það sem vakti hins vegar at- hygli var sú staðreynd að ungt fólk og konur voru í skýmm meirihluta á móti aðild en fólk eldra en 55 ára að miklum hluta með. Þetta skýrðu menn m.a. með því að unga fólkinu ofbauð auglýsingaherferð stjómmála- flokka og hagsmunasamtaka. svo þau viðbrögð má túlka sem n.k. uppreisn gegn kerfinu. Það var hreinlega í tísku að vera á móti, i því fólst viss sjálfstæðis- yfnlýsing", segir Kristján. „Svo spilaði hið sænska ofmat sína rullu. Menn voru með yfir- lýsingar um að sænska kerfið væri það besta í heimi og Svíar þyrftu ekki á neinum eða nein- um að halda. Aftur á móti höfö- aði sú röksemd að ESB tryggði frið í Evrópu afar sterkt til eldra fólks“, bætir Baldur við. Hvað ýinnst ykkur um Evrópuumræð- una hér á íslandi? „Hérlendis er enginn sem leiðir umræðu urn Evrópumál, annar en e.t.v. Alþýðuflokkurinn. Gallinn við það er sá að þá er málið í aug- um fólks orðið flokkspólitískt og á það litið sem kosningastra- tegíu krata. Hér þarf þverpóli- tísk samtök til að kynna málið og koma þvi á dagskrá", segir Baldur. Og Kristján bætir við: „Eg er þeirrar skoðunar að eina leiðin til þess að vita hvaða kjör íslendingum bjóðast í ESB sé að sækja um. Ef það gerist sem fyrst fáum við aukinheldur full- trúa á ríkjaráðstefnunni 1996 og geturn fylgst með þróun mála. Hins vegar gleymist öft að bolt- inn er ekki einungis hjá íslend- ingum. Það er óvíst hversu vel ESB myndi taka í umsókn okk- ar. Eitt er víst: Það þarf að efla umræður urn þessi mál á vit- rænurn grunni og á heið^rlegan hátt. “ Nú var það pláss sem viðtalinu var œtlað uppurið svo sagan um útistöður við laganna verði i stórborginni verður að bíða betri tíma. Nýr öxull í augsýn? o t/ Samstarf stórvelda yfir álfur er heimssögulegt fyrirbæri. Allir þekkja þýsk-ítalska öxulinn sem hrellti Evrópu og heims- byggðina alla um miðja öldina í heimsstyrjöldinni síðari og ekki síður hefur fransk-þýski öxullinn borið uppi samstarf Evr- ópuríkja innan vébanda Evrópusambandsins ógurlega. Nú er allt útlít fyrir að enn einn öxullinn myndist í alþjóðastjórnmál- unum ef Noregur samþykkir aðild að Evrópusambandinu og flytur þannig inn atvinnuleysi, afsalar sér fullveldi og gengur á mála hjá skrifræðisskrímslinu í hinni ógurlegu borg Brussel, þar sem Evrópuríki ku vinna saman að sameiginlegum hags- munamálum, uhuhuhu. Þessi nýi öxull mun standa saman af helsta iðnríki á N-Atlantshafi, íslandi, og stórveldinu Lichten- stein sem státar helst af skíðamönnum í fremsti röð. ísland- Lichtenstein öxullinn mun að sjálfsögðu koma í veg fyrir al- þjóðlega einangrun íslendinga og gefa okkur þá kjölfestu sem þjóðarskútan þarf í hafróti alþjóðlegra umskipta, sem eru örari en nýjustu Nato-pésar ná að halda í við. Ísland-Lichtenstein öxullinn er miklu skynsamlegri lausn heldur en áhættusöm ESB-aðild þar sem upp á okkur yrði þröngvað ódýrum og góð- um landbúnaðarafurðum, okkur yrði gert að fara að sam- keppnisfögum og aðgangur allra okkar afurða yrði greiðari til okkar helsta markaðar. í raun má ESB barasta fara að vara sig með sitt miðstýrða moldvörpuapparat, rétt eins og Þýskaland og Italía náðu hálfri Evrópu á sitt vald á sínum tíma eru mögu- leikar Ísland-Lichtenstein öxulsins ótæmandi. T.d. hafa fram- farasinnaðir, íslenskir bændur fundið það út að í Asíu séu vax- andi markaðir og þangað eigum við að flytja hágæða fjalla- lömb og byrja bara upp á nýtt, Evrópa sé hvort er eð á niöur- ieið. Þannig geta ísland og Lichtenstein skotið ESB ref fyrir rass, gefið því langt nef og einn á gúmorinn fyrir fíflskuna að halda að stærð og styrkleiki skipti einhverju fyrir samninga- stöðu í alþjóðaviðskiptum. Neibb, „small is beutiful" hafa ís- lenskir bændur að leiðarljósi og setja allt sitt fé á ísland- Lichtenstein öxulinn. Það er sko alþjóðasamstarf í lagi. | NÆTURSALA Eruð þið stundum þreytt á náminu? B “ Fákafen 11 Góð mynd getur hresst ykkur við. 108 Reykjavík AFBRAGÐS ÞJONUSTA Sími: 687244

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.