Fálkinn


Fálkinn - 05.05.1928, Blaðsíða 13

Fálkinn - 05.05.1928, Blaðsíða 13
F A L K I N N 13 Ágóði yðar er undir innkaupunum kominn. Kaupið því hjá IMPORTÖREN A/s. Stofnað 1903. Stærsta heildsala Skandinavfu, er selur beint til notendanna. — Biðjið um nýju verðskrána okkar um verkfæri, eldhúsgögn, hljóðfæri, útvarpstæki, vopn, raf- tæki, reiðhjól og alt til reiðhjóla. Verðskráin send ókeypis og burðargjaldsfrítt. , La Coursvej 15. IMPORTÖREN A/s. Kobenhavn F. Bennets Reisebureau a/s Stofnað 1 850. Aðalskrifstofa: OSLO (Kristiania). Útibú í stærri bæjum Noregs og erlendis. — Farmiöar seldir. Svefnvagnapláss, sæti, svefnklefar á skipum, bifreiðafar og hestvagna útvegaö. Dvalarstaður á heilsuhælum og gistihúsum útvegað. Gistihúsmiðar seldir. Ferðaáætlanir sendar. Trygging á flutningi. — Erlendri mynt skift. ♦ ttO 00 OOOO OöOfJ-OO OOOO OOOO 0 i> o i> o i> •B o <} $ 0 Efnalaug Reykjavíkur Kemisk fatahreinsun og litun. Laugavegi 32 B. — Reykjavík. — Símnefni: „Efnalaug“. — Hin eina kemiska fatahreinsun á landinu með nýtísku áhöldum. — Hreinsar allskonar óhreinan fatnað og dúka úr hvaða efni sem er. — Litar einnig eftir óskum í flesta aðallitina, allskonar fatnað og dúka, úr hvaða efni sem er. — Pressar og lósker íslenskt vaðmál. Afgreiðir pantanir utan af landi fljótt og vel gegn póstkröfu. Biðjið um verðlista. o o o o o o o o o o & o Oll rafmagnstæki, aðgerðir og vinna hjá Eiríki Hjartarsyni, Laugaveg 20 b. Geri uppdrætti að h ú s u m fljótt og áreiðanlega. Guttormur Andrjesson, Laufásveg 54. £22 m !0l Refayrölinga kaupir hæsta verði »ísl. refaræktarfjelagið* h.f. K. Stefánsson, Laugav. 10. Sími 1221. 519 er merkið á silkisokkum þeim, sem allar stúlkur kannast við og kaupa. Kosta kr. 280 parið. Fást aðeins hjá okkur. VÖRUHÚSIÐ er sann ti Karlm.-, Unglinga- og Drengjaföt, ytri sem innri, ávalt í stóru úrvali. 20 ára reynsla í þessari grein ætti að vera trygging fyrir gæðum og verði. Fjárhættuspilarinn. Eftir ÖVRE RICHTER FRICH. Ungi maðurinn togaði hattkúfinn enn þá lengra niður á eyrun — það veitti ekki af, Þvi nú var hann farinn að rigna. Svo flýtti hann sjer niður að neðanjarðarbrautinni við Porte Maillot og keypti þriðja flokks fár- seðil. Það var um það leyti dagsins sem fæstir voru á ferð og voru innan við tiu ttianns í öllum vagnklefanum. í einu horn- lnu lá blað, sem einhver hafði skilið eftir og 8at ungi maðurinn með vondu samviskuna falið sig bak við það og barðastóra hattinn. Jakob Harvis — nú hjet hann Jakob Har- vis 0g ekkert annað. Vegabrjefið var í góðu lagi — hollenskur alþjóðamaður, fæddur á Java fyrir rúmum aldarfjórðungi. Það var a® eins eitt athugavert við þennan nýja Ja- kob Harvis, að hann skildi ekki vel móður- ttiálið. En ungi maðurinn var mesti mála- gsrpur, svo að hann efaðist ekki um, að sjer ^nndi bráðlega takast að bæta úr þessari vöntun. Hvaða maður skyldi hann annars vera þessi Jakob Harvis? — Samfundur þessara tveggja manna — sem báðir voru fjárhættu- sþilarar — höfðu ekki fært honum neinar uPplýsingar um stöðu hans í mannfélaginu. Uitt vissi hann: að maðurinn vai- eigi ólíkur honum sjálfum í skapsmunum og ýmislegt henti á, að þeir væru ekki síður andlega likir en líkamlega. Munurinn var að eins sá, a® Jakob Harvis, sem var 3—4 árum eldri, hafið reynt ýmislegt af þvi mótlæti, sem arf- laki hans átti nú að fara að reyna. Meðan Har vis hinn nýrri sat og var að brjóta heilann um þetta, æddi raflestin á- frarn niður Champs Elysées um slóðir þær, sem Philip Marie de Saban hafði einkum alið aldur sinn á meðan hagur hans stóð með mestum blóma. Nú var greifinn dauður og blöðin virtust ekki harma fráfall hans neitt sjerstaklega. Lánardrottnar hans voru sennilega strax farnir að liefjast handa, og allar líkur bentu tíl að einmitt þessa stund- ina stæðu nokkrir fölir menn fyrir framan 235 á Claridge og færðu lagalega fram kröf- ur sínar i dánarbúið. Það var ekki stórt, en dálítið var þó þar að hafa. Ef til vill hefðu allra áleitnustu blóðsugurnar og okurkarl- arnir farið alla leið í líkhúsið til þess að tryggja sjer fötin utan af líkinu. Það væri ekki svo vitlaust. Auk loðkápunnár og á- gætra fata ásamt tilheyrandi demöntum og gullhylkis mundu þeir liklega gera kröfur til að fá þessa 2000 franka, sem voru frá hin- um látna — Jakobs Harvis — sjálfum. Ef Hollendingurinn hefði þá ekki logið að honum. Maðurinn með brennivínshattinn gat ekki að sjer gert að hlægja, er hann hugsaði um alt þetta tilstand. Fólkið i vagninum leit við og varð hissa, því Parísarbúar hlægja sjald- an rjett eftir hádegisverðinn. — Hinsvegar geispa þeir og hegða sjer eins og dónar, — það hafa Ameríkumennirnir kent þeim á stríðsárunum. En Jakob Harvis át i'ljótlega í sig hlátur- inn og sökk djúpt niður fyrir aftan blaðið sitt. Hann hafði rent augunum um vagninn og sjeð, að ekki veitli af að fara varlega. Því í fjórðu bekkjaröð fyrir framan hann sá hann andlit er hann kannaðist við. Það var Pierre, þjónninn í Cercle Haussmann. Hann var ennþá raunalegri en kvöldið áður og föla andlitið á honum var þrungið af sorg og á- hýggjum. Öðrn hverju lagði hann á Vang- ann, eins og kerling, sem brent hefir síðustu kaffibauninni sinni. — Hann svíður undan úrinu í vasanum, hugsaði maðurinn í horninu með sjer. Ætli hann stigi ekki úr vagninum hjerna við gatnamótin. Þar er nóg af handveðslánur- unum. En Pierre steig af við Chatelet og var horf- inn út í buskann þegar hinn kom fram í vagndyrnar. Ungi maðurinn stóð fyrir framan Sarah Bernhard-leikhúsið og vissi ekki hvað hann átti að taka sjer fyrir hendur. Honum var ekki Ijóst hversvegna hann hafði stigið af vagninum þarna. Það væri töluvert áhættu- samt að reyna að elta Pierre, því þjónar gleyma seint andliti góðra viðskiftavina. — Sá, sein ætti nú vindling til, tautaði ungi maðurinn og leitaði í vösum sínum, þó hann rissi að það væri árangurslaust. Við þessa leit fann hann lítinn poka, sem hann hafði ekki orðið var við áður. Þegar hann athugaði innihaldið fann hann mörg gerfi- skegg af ýmsu tagi, yfirskegg, vangaskegg og alskegg. Hefði Harvis verið leikari var það ekki nema eðlilegt að hann bæri þetta á sjer, en það var engin ástæða til að láta sjer detta i hug að svo væri. All í einu datt manninum með brennivíns- hattinn ráð í hug. Hann skimaði í kringum sig og festi svo á sig stórt yfirskegg. Lírnið i því var rakt svo að skeggið sat kyrfilega, án allrar fyrirhafnar. Unga manninum óx mjög hugur við þessa umbreyting. Hann sperti sig, setti brenni- vínsháttinn á ská og gekk inn yfri brúna til La Cité reigingslegur eins og Kósakkafor- ingi frá Ukraine. Nú var hann ekki í vafa um hvað gera skyldi. Það var eins og hann hefði fengið köllun. Og eftir stundarfjórð- ung stóð hann fyrir utan hið mikla musteri,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.