Fálkinn - 05.05.1928, Blaðsíða 14
F Á L K I N N
14
Þekkirðu landið?
Hvaða staður er þetta?
Ódýrar vörur!
Þakjárn.
Þaksaumur.
Þakpappi.
Sljett járn.
Saumur.
J. Porláksson & Norðmam
Símnefni: JónþorláUsson.
NOTUÐ
íslensk frí-
merki
kaupi jeg ætíö
hæsta verði.
Verðlisti sendur
ókeypis, þeim
er óska.
GÍSLl SIGURBJÖRNSSON,
Ási — Reykjavík.
G e t r a u n I 6.
Svar: ..........
Nafn: ........
Heimili: ........
Póststö'ð: . . . .
Ef þjer copierið sjálfur,
þá notið
tonafix
sjálftónandi dagsljóspappír.
Aðeins 4 aura á mynd. (Stærð 9X6).
Carl Poulsen & Sönner,
Köbenhavn l/.
P"-"--- REYK]AVÍK
ísafirði, Akureyri og Seyðisfiröi.
Mofum á boðstólum:
Noregssaltpjetur og annan til-
búinn áburð, gaddavír, girðinga-
net, girðingastólpa úr járni, sáð-
hafra, grasfræ, þakjárn,gluggagler.
— Leitið upplysinga um verð. —
Best að versla við okkur.
Reykið einungis
Phönix
vindilinn danska.
BESTU L3ÓSMVND1RNAR
fáið þjer hjá ljósmynda-
verslun yðar á
C A POX
(gasljós-pappír).
Stórfagur litblær
— skarpar og skýrar myndir.
Carl Poulsen & Sönner, Köbenh. V.
sem í heila öld hefir orðið yrkisefni góð-
skálda — líkhúsið La Morgue.
En það er orðið langt síðan að þetta hús
var opinber skemtun fyrir almenning. Ferða-
mannasálirnar skelfast ekki framar við að
sjá líkin þar.
Jakob Harvis veittist ekki erfitt að fá að-
gang, — og það því fremur sem nýlega var
húið að hleypa inn manni, sem vildi sjá lík
de Saban greifa.
Ósjálfrátt gekk hann inn. Bak við glerrúðu
lá maður á bakið og starði inn í eilífðina
með einu auga. Annað var gjörskemt, ásamt
gagnaugabeininu vinstra megin. Merkið eftir
járnstöngina sást greinilega.
— Þekkið þér þennan inann, spurði rödd
bak við hann.
— Nei, svaraði ungi inaðurinn ósjálfrátt.
En þegar hann leit við sá hann að spurn-
ingunni hafði ekki verið beint til hans held-
ur til annars manns, sem glápti á líkið og
hallaði sjer upp að glerrúðunni. Það var
Pierre þjónn.
— Já, jeg þekki hann, svaraði þjónsaum-
inginn, muldrandi niður í barminn ....
Hann var fyrirmyndar maður. Jeg talaði við
hann seinast í gær í Midchaudiere-stræti. Það
er de Saban greifi.
—- Eruð þjer viss um það? spurði lögreglu-
þjónninn hranalega.
— Já, svaraði Pierre hátíðlega. — Er það
ekki rjett að hann vanti úrið sitt?
— Jú.
Þjónninn andvarpaði þungan og dró lítinn
böggul vafinn í silkipappír upp úr vasa
sínum.
— Hjerna er úrið greifans. Hann fjekk
mjer það upp í skuld. Gerið þjer svo vel og
takið það. Jeg ætla ekki að halda því. Það
fylgir engin lukka dauðs manns úri.
Lögregluþjónninn ætlaði að fara að segja
eitthvað. En í sama vetfangi kom svartklædd
kona inn.
8. Kapítuli.
Það var fögur kona, þó ekki væri hún
kornung, sem færði sig nær og nær glerkist-
unni er Saban greifi lá í og svaf svefninum
langa. Líkvörðurinn hafði verið svo nærgæt-
inn að draga Stetsonhattinn niður á augað
þeim megin sem sárið var eftir banahögg
Dieudonné.
Að öðru leyti var líkið ekki hræðilegt.
Hægra augað var hálflokað og uin fríðan
munninn ljek bros, eins og á manni sem
hefir sofnað út af frá skemtilegri hugsun. Á
annari hendinni var hanski og auðsjeð að
maðurinn hafði gefið sjer tíma til að taka
hanskann af hinni hendinni áður en hann
bjóst til varnar. Ef til vill hafði þetta tóm-
læti valdið dauða hans. í hægri hendinni
milli mjórra og langra fingranna lá Brown-
ing-skammbyssa. Hún hafði ekki náðst úr
kreptum og stirðnuðum hnefanum.
Konan dró andlitsblæjuna hægt frá fölu,
gáfulegu andlitinu. Hún leit í kringum sig
og augnaráð hennar virlist bera vott um, að
hana hefði þyrst í að vekja eftirtekt almenn-
ings á sjer í mörg ár. Og svo einblíndi hún
á líkið.
— Ó, Pliilip Marie, kveinaði hún svo hátt
að vel mátti heyra, — að jeg skyldi hitta
þig aftur á þessum stað.
Svo kraup hún á knje og var iátbragð
hennar mjög innilegt.
— Þjer hafið elskað hann heitt, mælti eft-
irlitsmaðurinn.
— Hjarta mitt er marið, stundi konan
fagra og tráin hrundu niður kinnarnar eins
og smáir gimsteinar.
Eftirlitsmaðurinn kinkaði kolli og endur-
tók orðin. Blaðamennirnir mundu kunna
að meta það við hann, ef hann gæti tilgreint
það orðrjett, sem ein af fegurstu leikkonum
Parísar hefði sagt við börur greifans. Þetta
voru verðmæt orð — hann virti þau á 50
franka í minsta lagi. Gabrille Lenlis muldr-
aði eitthvað meira, sem umsjönarmaðurinn
gat ekki heyrt hvernig sem hann sperti eyr-
un. Svo stóð hún upp, signdi sig og mændi
raunalega gegnum glerið, kvaldi niðri í sjer
ekkann og ljet umsjónarmanninn styðja
sig út.
En í sömu svifum og þessi stórfræga leik-
kona og kvikmyndadís hvarf út úr dyrun-
um rendi hún leiftrandi augum um salinn.
Þær voru svona þessar fögru konur, sem
liafa vanist á að lifa til að sýnast —: þær
hirða aðeins um áhrifin og aðdáunina. Og
Gabrielle Lenlis var ekkert skárri en slikar
konur gerast. Hún þekti de Saban greifa vel
og nú hæfði það skaplega frægð hennar og
aldri, að láta fólk halda, að þelta látna
kvennagull, sem dáið hafði með svo svipleg-
um atvikum, hefði verið ástfanginn af
henni. Vitanlega hefði það verið allra ákjós-
anlegast að þessi yndislegi greifi hefði ráðið
sjer bana fyrir utan gluggana hjá henni, en
þegar kvikmyndadís er komin á þann ald-
ur, sem allar konur hrellir, þá þakkar hún
fyrir það sem minna er, ef það á einhvern
hátt getur vakið athygli á henni.
Frh.