Fálkinn


Fálkinn - 05.05.1928, Blaðsíða 4

Fálkinn - 05.05.1928, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N Skrápurinn cr verkaður. skó þektu menn áður l'vr hjer á landi. Ekkert nýtt undir sól- inni. ()g nú er fólk líka farið að jeta hákarl erlendis. í Englandi hafa síðustu vikurnar verið seld- ar að jafnaði 250 smálestir á dag al' þessari vöru og eftir- spurnin er altaf að aukast. IJað sem nota niá lil þess að súta skrápinn, úr gallinu eru unnin litarefni, og úrgangurinn er not- aður í linsterkju, lím og fleira. Bcinin eru möluð, og mjelið er ágætt til hænsnafóðurs, því það er fitulaust. Ýms önnur efni má vinna úr hákarlinum, cn þau verða ekki talin hjer. Hákarl ocj sagfiskur á þilfarinu á „Istar“. hefir komið upp úr dúrnum að hákarl hefir verið jetinn þar áð- ur, án þess fólk vissi af, því ein- hver hugvitssamur maðíir, hafði um langt skeið selt hann sem — lax! Garnirnar úr hákarlinum eru einnig notaðar, í hanska og handtöskur handa kvenfólki. Úr kirtlunum eru unnin ýms efni, Aumingja Paasche! Rithöfundafjelagið norska scndi ný- lega áskorun til ])ingsins um a'ð skipa kcnnara i norðurálfúbókmentum við háskólann i Osló. itithöfundaf jelagið hafði alveg gleymt ]>ví, að prófessor Paasche liefir konunglega útnefningu fyrir sliku emhætti og her þannig tit- ilinn, sein háskólakennari i bókment- um norðurálfunnar. „En ]>eir sáu máske ckki norðurálfubókmentakenn- arinn fyrir tómum fornaldasögum“, segir „Osló Aftenavis". Svo mikið þykir mega full- yrða, að hákarlaveiðar verði á komandi timuni sjerstaklega arðmikill atvinnuvegur. Hjer á landi hefir þótt horga sig að veiða hann vegna lifrarinnar einnar. Hvað mun þá, þegar hægt verður að koma svo að segja öllum hákarlinum í pen- inga. Maðurinn konunnar sinnar. Venjulegt liefir ]>að verið tii þessa, að konurnar sjeu kendar við mann- inn sinn en ekki maðurinn við kon- una. Það er lielst ef iitilsigldir menn eru kvæntir kvenskörungum að það siðarnefnda getur komið fyrir. En þetta er alt nð breytast, sem ekki er nema eðlilegt á kvenrjcttinda- öldinni. Má nefna þetta til dœmis: — Koria, sem nefnist frú Elder, gerði i vetur tilraun tii að fljúga yfir At- lantsliafið og fórst. Eider var skirnar- nafn hennar en liún var gift manni sem lieitir Womack. Hann kom til New Yorlc þegar frúin var iögð af stað frá Evrópu og blöðin höfðu vit- anlega viðtal við hann. Einuin blaða- manninum varð það á, að kalla hann herra Elder. I’ranski greifinn de ia Falaye, sem Gloria Swanson giftist fyrir fáum ár- um fór nýlega til Frakklands. Sum lilöðin sögðu frá því á þessa leið: lierra Gloria Swanson er nýlega farinn snögga ferð til áttliaganna! Dúfurnar i London eru orðnar svo margar, að til vandræða horfir. Hefir bæjarstjórnin látið veiða þær undan- farið. A einum degi skaut einn veiði- manna 2000 dúfur á þaki St. Pauls- dómkirk j unnar. býskur verfræðingur hefir smiðað pianohljóðfæri úr alúminium. Það kvað ekki vera þyngra en cello — og mikiu ódýrara i smiði en venjuleg hljóðfæri. Um daginn var reist minnismerki yfir belju í Ameríku. En þetta var líka einhver hin bezta mjólkurkýr í heimi. Hún hafði mjólkað 16,932 lítra á einu ári. Einn daginn mjólkaði hún 53 lítra. Arið 1914 voru 18,517 gistihús i París, en 1927 voru þau 33,519. Söguminjasafnið í London liefir ný- lega fengið merkilega gjörf. Það voru glófar og hattur Karls fyrsta. Þegar hann steig upp á höggstokkinn rjetti hann þessa muni þcim, sem næstur stóð, en af tilviljun fanst þetta einn daginn grandgæfilega merlit á lierra- setri nálægt I.ondon — og er nú kom- ið á safnið. I samkvæmi hjá auðmanni einum i Aþenuborg hvarl' skyndilega dýr- indis hálsmen, sem frúin bar. Hús- ráðandi vildi umfram alt komast hjá óþægindum og bar því fram silfur- skál á mitt stofuborðið. Siðan slökti hann ljósið og bað þann, sem tekið liefði hálsmcnið, að skila því tafar- laust í skálina. Þegar kveikt var aft- ur, lá menið í skálinni — og gleð- skapurinn hjelt áfrain eins og ekk- ert hefði í skorist. sr l Veggfóðm nýkomið. ,Málarinn“. Það er sagt að Bretar hafi smiðað kafbát, sem getur hafið sig til flugs og hægt er að nota sem flugvjel ef vill. Ameriskir kaupsýslumenn liafa tek- ið sig saman um að banna skrifstofu- stúlkunum að farða sig, fága á sjer neglurnar, lita á sjer varirnar og augriabrúnirnar i skrifstofutimanum. 1929 verður haldin stór landssýning í Póllandi, sem sýna á hve langt Pól- verjum liefir miðað áfram á nær öll- um sviðum þau 10 ár, sem landið hefir verið sjálfstætt. í sænsku blaði stóð nýlega: Ung ekkja vill selja fötin eftir manninn sinn. Ef ske kynni að þau væru við hæfi kaupandans, er hjónaband ekki óhugsandi. Tvítug stúlka í Frakklandi bað ný- lega ungs pilts. Hann sagði nei, en liún dróg fram skammbyssu og skaut iiann i lijartað. Siðan drekti hún sjer í Signufljótinu. Aandlitsmynd eftir Diirer ,var ný- lega seld til Ameriku fyrir 720,00 krónur. Eigandinn var sænskur auð- maður, Bonde barón. Um daginn var veðhlaupahcstur fluttur í flugvjel frá London til Par- isarborgar. Það kvað vera i fyrsta Sldfti að hestur er fluttur i flugvjel. Það var álitið tryggara en flytja hann á járnbraut og skipi. ----o----

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.