Fálkinn


Fálkinn - 10.11.1928, Blaðsíða 5

Fálkinn - 10.11.1928, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 Sunnudagshugleiðing. „Þegar nú herra víngarðsins kem- nr, hvað mun hann þá gjöra við þe^sa víngarðsmcnn?“ (Matth. 21, 40). Sumt af líkingunum í dæmi- sögunni um víngarðsmenniua er um Gyðinga, t. d. það, að vérka- uiennirnir tóku son vingarðseig- andans og drápu hann. En þó er þarna fleira, sem er eins og það sje talað til vor á vorum tímurn. Dæmisagan sýnir oss þá náð guðs og miskunn við synduga menn, sem aldrei breytist. Enn sendir hann þjóna sína til vor til þess að flytja orð sitt, og al- drei þreytist hann, þó orði hans sje tekið með kulda, slcilnings- leysi eða. andúð. Vjer tökum feginshendi við þeim gjöfum guðs, sem efla líkamlega velferð vora, en þegar vjer erum spurð uin ávöxtinn af veru okkar hjer á jörðu fyllumst vjer þrjósku og þykjumst eigi þurfa að standa neinum skil á því pundi, sem okkur var trúað fyrir. Mikil er þolinmæði guðs við oss mennina, og aldrei þreytist hann að kalla. Þegar vjer höf- um daufheyrst við fyrstu þjón- um hans sendir hann aðra — aftur og aftur. Og þegar húsráðandinn sendi son sinn til víngarðsmannanna þá tóku þeir hann, köstuðu hon- um út og drápu hann. Hvernig höfum vjer tekið syn- inum sjálfum þegar hann kom til vor. Hyernig höfum vjer tekið guðs eingetnum syni? Höfum vjer kastað honuin út fyrir vín- garðinn eða hleypt honum inn? Gyðingarnir gátu líflátið hann — bókstaflega talað. Það getum vjer ekki. En vjer getum látið meðvitundina um hann visna og deyja í hjarta voru. Það er ómögulegt að eignást hlutdeild í arfinum mikla, nema með því móti að taka vel á móti erfinganum. Arfinn sem hjer er um að ræða getum vjer ekki fengið nema því aðeins að vjer verðum samarfar Krists. En sá sem býður Kristi inn i instu fylgsni hjarta síns og inn á heimili sitt, hefir eignast auð- Jegð, sem varir eilíflega og eng- inn getur frá hönum tekið. Textanum lýkur með spurn- ingu og svari: „Þegar nú herra víngarðsins kemur, hvað mun hann þá gera við þessa víngarðs- menn?“ Og svarið segir: Vín- garðurinn — guðs ríki — skal frá þeim tekinn og þeir munu merjast undir þeim hyrningar- steini, er þeir höfnuðu. Svarið er hart en það er rjett- látt. Svo rjettlátt að syndarinn verður sjálfur að kveða upp dóminn yfir sjer. —■ — —*- — En hin frelsandi náð guðs er altaf nálæg þjer, ef þú að- eins vilt rjetta út hönd þína til þess að taka við henni. Guð hefir fengið þjer starf í í'ögrum og frjósömum víngarði og gefið þjer tækifæri til að láta hann þrífast vel, svo þú getir afhent hann rjettum eiganda er hann hrefst þess. En sá sem misskil- llr stöðu sína í víngarðnium og eigi býr sig undir að standa reikningsskap ráðsmensku sinn- m\ missir hnossið mesta: að verða samarfi Krists. FRÁ TyiDTTV’VT TÍÐ Aftur á Klausturhólum. Þegar loks var farið að hlynna aftur að spítalanum á Klaustur- hólum, var keypt þar í biiið, ár- ið 1710, fyrir Í9 hundruð land- aura: 3 kýr, 50 ær, 5 hross og mikið af búsáhöldum. Þorgeir Jónsson ráðsmaður hefir tekið við þessu; cn þegar hanan skilaði búinu af sjer 1710, þá lekst hjá honuin ,,af spítalabúinu“ aðeins fyrir 9 hndr. 30 áln., eftir mati 0 manna. Ekki fæ jeg sjeð, að biskup eða aðrir fáist neitt um þetta tap spítalans. Tekur þá við um 2 ár Skíði Ásgautsson, og eftir hann um 17 ár, Jón Jónsson (1718—35). Þá Magnús Guðmundsson 18 ár (1735—53), uns spítalinn var fluttur aað fullu og öllu frá Klausturhólum. Þessir forstöðumenn fengu 1 hundrað í „umboðslaun“, en áttu að svara % eða 2 hndr. í landskuld at' jörðinni, ásaint búpeningum. Fyrri tvo áratugina, 1710— 30, eru flestöll árin, sem svarar 3 sjúkl. á spítalanum, og svo niður að tveimur, nerna tvö ár- in síðustu eru þeir 4. Og úr því síðari áratugina líka 4—5, — oft einn eða fleiri um nokkrar vikur eða ekki alt árið. Fækkunin var víst langoftast vegna andláts sjúklinga. Meðgjöfin var nú og síðar jafnan liin sama: 5 hndr. með karlmanni og 4 hndr. með kvenmanni. Með sumum sjúkl. fekst %—V2 miðgjöf og þá oi't- ast frá viðkomandi sveitarfje- lagi. Ekki var spítalinn á þeim árum aukinn með stórum lán- tökum. En þrátt fyrir tekjurýrð og orkusmæð, safnaðits talsverð- ur spítalasjóður. Þegar á árunum 1731—4 voru að láni hjá Ben. Þorst. lögm. 100 rd. með 5% árs- vöxtum, „spítalanum til þjen- ustu“ en eltki mjer, segir liann sjálfur. Fjölgun fólks og aflameiri ár- ferði, hafa sjálfsagt ráðið nokkru um það, að alt geklc betur um spítalareksturinn á dögum Jóns bisk. Árnaasonar (1722—43),: en nafna hans Jóns bisk. Árnasonar (1722—43), nafna hans, Vídalíns. Spítalinn i Kallaðarnesi. Ekki sjest að neinu Ieyti há- tíðlega minst á 100 ára aí'mæli spítalans. En þó vill svo til, að rjettum 100 árum eftir byrjun starfrækslu spítalans á KÍaust- urhólum, þá er hann fluttur þaðan, og settur á jörð Skál- holtsstóls, Kallaðarnes í Flóa, vorið 1753. Ekki finst heldur getið um orsakir til flutningsins. En lík- legast er að telja- þar til: meiri bújörð, stæðilcgri lnis, og styttra til aðdrátta. Styttra varð nú og miklu hentugra, að flytja hrað- fiskinn frá mörgum verstöðvum, að og frá Eyrarbakka. Og mestu munar, hve hægra var að ná í aýja soðningu frá Eyrarbakka og Þorlákshöfn, þegar færi gafst. Vegna flulnings spítalans, var PHILIPS Umboðsmaður Júlíus Björnsson, Raftækjaverzlun. Austurstræti 12. hóndanum í Kallaðarnesi, Einari Magnússyni sagt upp ábúðinni þar. Hafði hann þá búið þar í 10 ár, bygt upp vandlega i'lest öll húsin og stækkað sum, sjerstak- lega baðstofu og bæjardyr. Fór hann nauðugur, og vildi fá aftur þá 10 rd„ er hann varð að gefa (sennilega J. Á. bisk. fremur en Þórði ráðsin.) til þess að fá jörðina til ábúaðar í fyrstu. Mörg dæmi eru til um þessu lík- ar „tilgjafir“. Ráðsmaðurinn frá Klaustur- hólum, Magnús Guðmundsson, fluttist með spítalanum að Kall- aðarnesi. En hann lifði þar ekki nema 1 ár. Tók þá ekkjan, Sig- ríður Guðmundsdóttir, við for- stöðu bús, jarðar, kirkju og spi- tala, með sonum sínum, Þor- keli og Nikulási. Þorkell er tal- inn fyr, bæði sem ráðsmaður og við kirkjubygginguna 1755, „fyr- ir hönd móður sinnar Sigr. Guð- mundsd.“. En 1758 telst Nikulás ráðsm. spít. „móður sinnar ekkj. vegna". Nikulás varð prest- ur að Kallaðarnesi árinu áður, en síðar (1702) austur á Beru- firði. Hinn hefir búið í nágrenni, því Þorkell Magnússon heitir hreppstjóri í Sandvíkurhreppi ár- 1 708. Ætla iná, að Nikulás prestur hafi hálfgert flúið eða flæmst frá Kallaðarnesi: Sama árið sem hann fer eða afræður að fara, verða rjettarhöld út af þessum orðum hans um móður sína: „Hún vill reka mig burt, en taka þjóf þann, sem brenni- merktur er í staðinn“. Hann hei'ði stolið fiski á Miðnesi og ætti þar skip, sem í væri „hver spíla stolin“. — Svona bera vitn- in. — Og „köld er mága ástin“ í tilhugalífi aðkomna mannsins. —- En sæst mun á málið, því dómur i'inst ekki. Þessi maður, sem „þjófur“ átti að vera, var mesti athafna og dugnaðarmaður, skipasmiðurinn og kvarnhöggvarinn, Einar Ei- ríksson (Klængss., Eiríkss. pr. á Ivrossi Þorsteinssonar) *). Og hlaut hann hygging Finns bisk. fyrir jörð með kirkju og spítala 1701. Afgald 5 hndr., en eitt þeirra í umboðslaun. Kona hans hjet Þuríður Magn- úsdóttir, og var systir hins ný- nefnda Nikulásar pr. (Sæf. III. 328). Þessi hjón voru i Kallaðar- n^si og hjeldu spítalann um 21 ár, til 1782. Á þeim árum fæddi konan 17 börn. Meðal þeirra 10 er up komust, var Sæmundur pr. á Otskálum, faðir Einars próf. í Stai'holti. Frá Kallaðarnesi flutti Einar Eir. að Flóagafli, og lifði þar við fáækt í elli sinni. Niðurl. næst. *) Segja mætti um hann ýmislegt markvert í sögu Kallaðarness, cða þar sem rúm leyfði. Sjóræningjaeyjan. Margt skeður ótrúlegt í Ameriku, eins og eftirfarandi sagt ber með sjer. Hún er sönn. í ])eim hluta Missisippi-fljótsins scin skilur ríkin Tennessee og Arkanasás eru fjölda margar eyjar, sem allskon- ar glæpamenn hafa gert sjer að dval- arstað. Varð ]>að uppvist nýlega, að á einni eyjunni höfðu átta hvítir glæpa- menn stofnað „konungsriki" og hjeldu ]>ar í þrældómi um 400 svertingjum, sem þeir notuðu til að brugga wislcy og smygla því til næstu bæja. „Iton- ungarnir" voru tveir bræður, er hétu Sam og AndreW Farley og fóru þeir mjög ómannúðlega með „þegna“ sina. Með mannaflanum sem þeir höfðu gátu þeir hrent um 45.000 lítra af wisky á ári og smyglað þvi hjer og livar um Bandaríkin. „Konungarnir“ voru oft á söluferðum milli umboðs- manna sinna, en á einni slíkri ferð voru þeir teknir og settir i svartholið. Hafa þeir verið kærðir fyrir þrælahald og bannlagabrot, og bíður þeirra sjálf- sagt ómjúkur dómur. Málið hefir vakið hina mestu athygli. I Ameríku hefir maður opnað skóla —• fyrir páfagaulta. Hann liefir þegar um 1500 „lærisveina", og þeim er kent að syngja, blístra og tala. Kennarinu notar grammófóna við kensluna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.