Fálkinn


Fálkinn - 10.11.1928, Blaðsíða 13

Fálkinn - 10.11.1928, Blaðsíða 13
F Á L K I N N 13 r a Veðdeildarbrjef. Bankavaxtabrjef (veðdeildar- brjef) 7. flokks veðdeildar I Landsbankans fást keypt í Landsbankanum og útbúum hana. Vextir af bankavaxtabrjefum þessa flokks eru 5*/0, er greið- ast 1 tvennu lagi, 2. janúar og t. júll ár hvert. Söluverð brjefanna er 89 krónur fyrir 100 króna brjef að nafnverði. Brjefin hljóða á 100 kr., 600 kr., 1000 kr. og 5000 kr. Landsbanki Íslands Hreinar léreftstuskur kaupir háu verði Prentsm. Gutenberg. ( SVENSKA AMERIKA LINIEN Stærstu skip Norðurlanda. Beinar ferðir milli Gautaborgar og Ameríku. Aðalumboðstnaður á íslandi: Nic. Bjarnason, Rvík. ) Trjesmiða verkfæri, Járnsmiðaverkfæri. ) Einar 0. Malmberg. Vesturgötu 2. — Sími 1820. < i i i i i i i i i i i Hver, sem notar C E L O T E X og ASFALTFILT í hús sín, fær hlýjar og rakalausar íbúðir. Einkasalar: Verslunin Brynja, Laugaveg 24, Reykjavík. ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► Reykið einungis o > 1 P h ö n i x | m Ö) vindilinn danska. •iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiia | SKIN N ] AKKAR § | SKI NNVESTI | i FATABÚÐINl • lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllini : | HJÓNATRYGGING j j : : er tvöföld tnjgging heim- [ 'z I E ilisins gegn einföldu - E :: gjaldi! j j E j „Andvalca“ — Sími 1250. : : Kvensokkar úrvali í Hanskabú —Wí í miklu VB abúðinni. ’í) RÆÐILEG u PHILIPPS OPPENHEIM. Iweði, sagði hún. — Vitið þið hver jeg er? — Mig skiftir meira litnrinn á hári yðnr, svaraði hann liægt. — Jeg er Ann Lancaster, sagði hún, og augu hennar lindruðu. Jeg er dóttir mannsins, sem þið myrtuð. Jeg er ekki hjer komin til þess að selja hár mitt, heldur not- aði jeg það sem átyllu til þess að rekja spor ykkar. Heyrið þið það? Hann brosti góðlega til hennar. — Jæja, jæja, það kemur annars ekki svo mjög mál- inu við, svaraði hann rólega. -— Jeg man á- gætlega eftir föður yðar, hann var allra við- feldnasti maður, en, því miður, er jeg hrædd- ur um, að hann hafi verið heigull. Alt það veður, sem hann gerði út af því að láta dá- Htið af heila sínum, var aumkunarlegt .... Manstu ekki? sagði hann við konuna, sem stóð við hlið hans, eins og framliðins svipur. — Jú, það xnan jeg vel, svaraði hún, — hann gerði okkur talsverða erfiðleika. —• Og var svo einskis nýtur eftir alt sam- an, stundi Londe. Heilinn i honum var hrein- asta ónýti. En aftur á móti ungi maðurinn, sem var svo óþægur við okkur — Daniel Kocke, minnir mig hann hjeti — hann hefði áreiðanlega orðið ágætur. Áköf forvitni kæfði niður hræðsluna í Ann, rjett sem snöggvast. — Hvað ætluðuð þið eiginlega að gera við þessa menn? spurði hún. — Mjög greindarlega spurt, sagði Londe ánægjulega. — Sjáið þjer til: Konan mín — sem nú er orðin — og jeg, vorum rjett við vígstöðvarnar í Frakklandi og Belgiu í marga, marga mánuði. Jeg valtti bókstaflega og svaf með hnifinn í hendinni, og hún með sáraumbúðirnar. Við unnum nóíl og dag. El' jeg sofnaði, vaknaði jeg aftur við neyðarópin og var sóttur samstundis. Við vorurn orðin uppiskroppa með deyfingarlyf — og alt ann- að. Þarna óð maður í lilóði — og — ein- hvernveginn — komst dropi af því í heilann i mjer. Jeg fór til læknis. Jeg vissi vel, að blóðið var í hcilanum: það gat jeg s jeð með X-geislum. Hann sagði mjer, að ekkert gæti læknað mig nema að taka úr heila, sem væri eins í lögun og minn, en með eðlilegum lit, dálitla ögn og setja hana í staðinn fyrir þá ögn af mínum heila, sem úr lagi var gengin. Þetta hefir áreiðanlega verið heillaráð, en jeg gat bara ekki fundið hcila nema með sams- konar hletti á. Jeg' hefi reynt þó nokkra, eins og þjer vitið. En iolk misskildi okkur svo jeg varð ða hröklast bnrt. En svo kom spurn- ngin um hárið. Konan mín var hrædd um, að þjer yröuð eins og þessir hugblauðu karl- menn, og læruð að gera veður út úr því. En undir eins og jeg sá yður, vissi jeg, að ekki þyrfti að óttast það. Ann bar ósjálfrátt höndina upp að hárinu. — Hvað meinið þjer? spurði hún. Hann brosti. — Jeg er mjög fær í minni grein, sagði hann, — og mikill vísndamaður. Jeg er ekki svo blár innan, að jeg tari að slcera af yður hárið og láta svo hárgreiðslu- konu laga það til. Það, sem jeg ætla að gera við það, er mjög merkileg læknisaðgerð — sem sje, að flá skinnið af með hárinu á og græða það þaiinig á höfuð konu minnar. Þá vex það, alveg eins og það gerir á yðar höfði nii. —- — Það er nákvæmlega eins á litinn og mitt var, tautaði konan og leit fast á Ann — og alveg eins og mjer virðist mitt vera nú í augnahlikinu. Það verður dásamlegt. Hin hræðilega óhugðartilfinning, sem hafði gripið Ann, dofnaði. En meðvitundin um hættu þá, er hún var stödd i, var litlu betri. Húu var ein síns liðs í höndum tveggja vit- firringa. — En hvað verður um mig, þegar jeg hefi misst hárið þannig? spurði him. Maðurinn hrosti. — Það hefir alt verið undirbúið, svaraði hann hdggandi. Þjer mun- ið eftir litla klettagarðinum í Dredley. Jeg hefi látið gera annan samskonar hjer, og hann er í raun og veru afskektur staður, þó hann sje rjett viö þjóðveginn. Ann sat steinþögul, toi'tryggin og agndofa. Þessi rólega skýring, og tónninn, sem gaf í skyn, að þetta væri alt sjálfsagt, gerði hana algjörlega orðlausa. Hún sat eins og dofin, en í huga sínum bað hún þó fyrir Daniel Rocke, framar öllu öðru. — Alt er tilbúið á skurðarstofunni, sagði konan rólega. Maður hennar stóð upp og leil og eftirvæntingu á Ann. Alt i einu heyrðist fótatak i forstofunni. Dyrnar opnuöust og Iokuðust aftur. Leopold Greatson stóð frammi fyrir þeim, lafmóður. Húsbóndinn hleypti brúnum. — Til hvers komið þjer hingao aftur? spurði hann. — Það gengur eitthvað á úti fyrir, svaraði ungi maðurinn. — Þegar jeg heygði fyrir hornið á Roehampton Lane, mætti jeg lög- reglubifreið, svo jeg sneri við. Þeir voru sjö í bifreiðinni, og nú munu þeir hafa slegið hring um húsið. Einn maður, sem leit út fyrir að vera af skárra taginú, stöðvaði nxig og spurði: — Hvað hafið þjer gert við stúlkuna, sem þjer fóruð með hingað? Jeg sagði að jeg hefði skilið hana eftir hjer í húsinu. — Náið þjer í hana og komið henni burt, — það er yður sjálfum best. — Þetla voru kanske ekki lians óbreytt orð, en efn- ið var þetta.....Komið þjer hjeðan, ung- frú. Jeg er ekki hrifinn af þessum hárkaup- um. Við skulum forða okkur. Ann stökk á fætur. Maðurinn, sein kall- að hafði sig dr. Warkins virtist einkennilega rólegur. -— Mjer þætti gaman að vita, Great- son, hvort jeg gæti trúað yður fyrir tölu- verðíi fjárupphæð? sagði hann og dró stóra seðlahrúgu upp úr vasa sínum. — Jeg efasl náttúrlega ekki um, að þetta sje bara vina- heimsókn, en samt .... Eithvað kom Ann til að œpa upp yfir sig, en hún varð of sein til. Greatson hafði stig- ið fram með ákal'a og rjetti lit höndina, en hinn greiji hana eins og i skrúfstykki, sneri upp á hana með furðulegu afli, svo Great- son datt á gólfið, með dynk. Ann horfði steinhissa á aflraun, sem hún hafði ekki haldið, að væri inöguleg: — hún sá, að Grc- atson var lyft upp á bak hins mannsins og borinn út úr stofunni. En áður en hún liafði gerl sjer Ijósa hættuna, sem hún var sjálf í, hafði konan gripið fyrir kverkar hennar, svo henni hjelt við köfnun. — Kyr! skipaði hún með sörnu rödd og hjúkrunrakona sem er að gera sjúkling sinn rólegan. Þefið þjer bara af þessu .... golt .... Nú kyr . ... ! Mínúturnar, sem á eftir fóru, voru æ siðan hræðilegasta endurminning, er Ann átti nokkurntíina. Fyrst, er hún tók að komast til sjálfrar sin, lá hún aftur á bak í hæginda- stól, hafði að vísu meðvitund, en var hins- vegar gjörsamlega máttlaus. Hún reyndi að

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.