Fálkinn


Fálkinn - 12.01.1929, Qupperneq 3

Fálkinn - 12.01.1929, Qupperneq 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen oa Skúli Skölason. Framkvæníiastj.: Svavar Hjaltested. AOalskrifstofa: Austurstr. 6, Reykjavík. Sími 3210. Opin virka daga kl. 10—13 og 1—7. Skrifstofa i Osló: Anton Schjöthsgate 14. BlaðiO kemur út hvern laugardag. Áskriftarverð er kr. l.BO á mánuCi; kr. 4.B0 á ársfjórðungi og 18 kr. árg. Erlendis 20 kr. Allar áskriftir greiOist fgrirfram. Auglýsingaverð: 20 nura millimeter. ^tímfiugsunarvart ~! Berklaveikin er fj'rir löngu orðin þjóðarböl, sem sviftir árlega fjölda fólks lífi. Og það er svo um þcnnan sjúkdóm, að hann ræðst Jiar að sem garðurinn er hæstur — hann teicur unga fólkið, sem er að byrja að inna af hendi lífsstarf sitt, fólkið sem er í blóma lífsins. Augu þjóðarinnar opnuðust og liún sá hið mikla böl, sem dunið var j'fir. Gefnar voru út leiðbeiningar handa alþýðu, livernig hún hest gæti forð- ast sóttliættuna og almenn samskot hafin til að koma upp lieilsuhæli. Og siðan liefir baráttan iialdið áfram. Og meðal annars stigið það stóra spor, að láta iandið greiða kostnað við Jieilsuhælisvist sjúklinga — ein hin stærsta fjárveiting, sem Alþingi hefir nokkru sinni samþykt. Alt Jietta her vott um, að þjóðinni er það fyllilega Ijóst, að yfirgangi hvíta dauða skuli hnekt, og að ekkert skuli sparað til þess að ná sigri i baráttunni við liann. En í samhandi við þessa baráttu verður manni að hugsa eitt: Er ekki þessari haráttu stefnt í skakka átt? Er ekki meira um J)að hugsað að bjarga sjúkum frá dauða en lieil- brigðum frá sýkingu. Og er nokkur von um, að takast megi að vinna hug á þessu þjóðarböli nema með því einu, að reyna að stemma á að ósi, reyna að ná fyrir ræturnar. Er það ekki fyrsta skilyrðið til þess að ná árangri að hæta húsakynnin, sem öllum læknum her saman um, að sjeu allsendis óliæf til mannabústaða, afnema dimmar lijallaraíhúðir, fyrir- hyggja að heil fjölskylda hafist við í einu lierhergi, þar sem loftrýmið er Iangt fyrir neðan lágmark ])ess, sem telja má skaðlaust. Er ekki ástæða til þess að reyna að bæta híhýlin til sveita, reyna að koma inn lijá fólki sannfæringunni um það, að húsakynn- in eru engu ómerkara atriði fyrir lieilsufarið en maturinn. Og er ekki vert að reyna að kenna fólki hvernig það á að klæða sig til þess að forðast snöggar hreytingar hita og kula? Lengi mætti telja, en það hefir litla þýðingu. Hitt er víst, að menn ættu •'Ö gera sjer grein fyrir því, að fyrir hað fje, sem nú er varið til herkla- 'eikra mætti vinna stórvirki að því ®r snertir endurbætur til að fyrir- ’.'kgja að fólk sýktist. Engum dettur 1 lug> að mæla á móti sjúkrastyrkn- um. En hitt væri athugunarvert, hvort ekki ælti ag verja mi þegar jafn liárri uppliæð til ])ess að stemma „ána“ að ósi. — „Hrafninn flýgur um aftaninn“. Óðinn tekur á móti hröfmim sinum að kvöldi Náttlirafn. íslendingar hafa löngum sýnt hrafninum lítinn sóma, þó hann sje sá fuglinn, sem börnin læra fyrst að þekkja. Hann er kallað- ur hræfugl og mörgum er illa við hann, ekki síst þegar hann legst á kindarritjurnar í hagan- um. Og þó eiga menn bágast með að fyrirgefa honum þegar honum verður það á, að kroppa augun út afvelta kindum á vor- in. Sumum er illa við að hrafn byggi hreiður nálægt sjer og því steypa þeir undan honum — fuglinum sem verpir fyrst allra á vorin — níu nóttum fyrir sumar. í fornum átrúnaði er krumma gert hærra undir höfði. Hann kemur þar víða við sögit og var helgur fugl hjá Ásatrúarmönn- um; höfðu víkingar oft hrafns- Hrafninn og refurinn. Mgnd úr dænii- sögum La Fontaine. mynd í merki sínu. Hrafnarnir voru frjettasnatar Óðins — Hug- inn og Muninn flugu morgun hvern út um heim og litu eftir því sem fyrir bar, en komu heim að kvöldi og settust á axl- ir hans og hermdu honum tíð- indi. Þessvegna var Óðinn alvit- ur. Nói sendi dúfur út úr örk- inni til að leita lands en Hrafna- Flóki Ijet lcrumma leita fslands og koma þeir því íslenska land- námssögu. — Hjer á landi ber ekkert á því, að hrafninn gangi til þurðar. Hjer eru hrafnaþing haldin eins og áður var og aumt er það hýli, sem einhver hrafninn kýs sjer ekki að viðlegustað á vetrum. En í nágrannalöndum vorum er öðru máli að gegna. Einkum ber mikið á því í Danmörku og Suð- ur-Svíþjóð að hröfnunum fækki — það er eins og landið sje orð- ið of þjettbýlt til þess, að hrafn- inn haidist þar við. Enda hefir hann víða verið ofsóttur. Menn hafa haldið að hann flæmdi burt aðra fugla og þessvegna viljað útrýma honum. Jafnvel í Fær- eyjum var það lengi vel fyrir- skipað, að bóndi hver skyldi af- henda yfirvöldunum svo og svo mörg hrafnsnef á ári og var það því einskonar borgaraskylda að drepa hann. Gamlir hrafnar eru yfirleitt styggir og varir ef þeir sjá til manna, en hrafnsunga er vanda- lítið að venja og þeir eru næm- ir og fljótir að skilja fólk. Til dæmis má venja þá eins og hunda: senda þá og láta þá reka frá. Hafa menn vanið lirafna sumstaðar á Norðurlöndum. En einn galla hafa þeir, sem erfitt er að venja þá af: þeir eru afar þjófóttir. Þeir stela öllu steini ljettara, einkum því sem er gljá- andi á yfirborðinu, og fela þýf- ið svo vel, að erfitt er að finna það. Þeir drepa hænu- og and- arunga og híta fólk. Svo að ýms- ir gallar eru á þeim sem hús- dýrum. Einkennilegt er það hve hröfnum semur vel við hunda. Ivunnugir menn telja, að það sje hægt að kenna hröfnum að tala, litlu miður en páfagaukum og þeim er yfirleitt ljett um að líkja eftir hljóðum. T. d. geta þeir gelt eins og hundar og skellihlegið. En þeir eru prakk- arar, sem gera sig seka í ein- hverju skammarstrikinu þegar minst varar. — Danskur skóg- arvörður, segir t. d. frá hrafns- unga, sem hann vandi, að einu sinni hafi hann komið heim með nefið fult af tíeyringum, sem hann hal'ði stolið, annað skiftið tók hann upp allar róf- urnar í garðinum og fleiri þrek- virki því um lik lágu eftir hann. Hrafnsungi sein þýðist fólk á ekki upp á háborðið hjá foreldr- Krummi á gægjum.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.