Fálkinn


Fálkinn - 12.01.1929, Qupperneq 5

Fálkinn - 12.01.1929, Qupperneq 5
F Á L K I N N 5 Sunnudagshugleiðing. /.//()(/r sá, er i mijrkri sat, liefir sjeð Ijós mikið, og þeim, sem sátu i landi og skugga dauðans, er Ijós upp runnið. I fjórða kapítula Mattheusar- guðspjalls er tilvitnun til þeirra orða Jesajas spámanns, sem standa hjer að ofan og svo bætt við: „Upp frá þessu tók Jesús að prjedika og segja: Gjörið iðr- un, því að ríki himnanna er ná- lægt“. Gyðingar voru fyrir Krists daga vissulega sá lýður, „sem í myrkri sat“. Þeir voru undir- okaðir af lieimsþjóð, sein átti engan sinn jafnoka, því Róm- verjar voru á þeim dögum vold- ugri í heiminum, en nokkur þjóð hefir orðið síðan. Þeir sátu í myrkrum, bæði andlega og líkamlega, þeir voru kúguð smáþjóð, sem átti við bág kjör að búa. En þeir höfðu fyrirheit um komu frelsarans; það hafði lifað í hug þjóðarinnar um ald- ir eins og spámaðurinn Jesajas líka lýsir svo innilega, í þessum fáu orðum hjer að ofan. Sú þjóð sem í myrkri sat sá mikið ljós. En það var ekki nema brot af henni, sem sá hvaða lós þetta var. Meiri hlut- inn trúði ekki ljósinu þegar það kom, sagði að það væri villuljós, og að hið mikla 1 jós, sem spáð hefði verið um, væri enn ókomið. Og afkomendur þeirra trúa því enn í dag. íslendingar hafa í meira en níu aldir trúað því, að með komu Krists, krossfests, dáins og uppiisins, liafi heiminum hlotnast hið milcla Ijós, sem spámaðurinn talar um. Þeir hafa allir gefið þá játningu trú- ar sinnar, er þeir voru að kom- ast af harnsaldrinum, að þetta sje satt og rjett. En öld nútím- ans er umbreytingaöld og frem- ur öllu öld heimshyggjunnar. Menn þykjast trúa, en fórna trú og bæn enguin tíma frá „önn- unum“, sem á þeim hvíla; menn játa, að fyrir 1928 árum hafi runnið upp mikið ljós, en láta það hverfa í þokubökkum dæg- urlífsins og þrefs um veraldlega hluti, — -— Fyrir skömmu hjeld- uni við hátíðlega jólahátíðina til minningar um komu hins mikla ljóss í heiminn. Ljóssins frá Betlehem. Á jóladaginn fara margir í kirku, sem annars koma þar ekki alt árið. Og þeir segjast gera það vegna barn- anna .— jólin sjeu hátíð barn- anna. Við eygjum í gegnum þessa játning niður í undirdjúp mannlegrar tilfinningar, sjáum hvað býr í instu fylgsnunum í mannshjartanu. Maðurinn sem aldiei hefir tíma til að koma í kirkju nema rjett á jólunum á þó í fylgsnum huga síns þessa tilfinningu um, að heiminum hafi veist mikið Ijós, þegar frelsarinn fæddist. Við eigum öll glætu af þessu Ijósi í djúpi sálar vorrar. En þó er svo, að þessi glæta nær ekki upp á yfirborðið. Og þess- vegna er á yfirborðinu eins og öll þjóðin gangi í myrkri. Trúaráhuganum og starfinu fyrir guðs ríki er svo mikils vant hjá okkur, að við verðum, eins og nú er ástatt, að heita „Iýður, sem í myrkri situr“. Það má líkja okkur við ljósker, sem svo mjög er dregið niður í, að aðeins nægi til þess, að halda eldinum vakandi í okkur sjálf- um, án þess að hann lýsi. Eins og „vökukona" á ljóskeri. Höf- um vjer gleymt því, að öðruvísi er ástatt fyrir okkur, en fólk- inu, sem lifði á dögum spá- mannsins — áður en hið mikla Ijós kom. Við vitum að hið inikla ljós er komið. Og við vorum mintir á það á jólahátíðinni, sem ný- lega er afstaðin. Minnumst þess, að við höfum meðtekið náð á náð ofan, og þó enga eins mikla og þá, að vera fæddir og upp- aldir í trúnni á hið mikla ljós frá Betlehem, frelsara vorn, Jesú Ivrist. Gleymum aldrei því, að láta það ljós lýsa — eigi aðeins í oss — heldur líka frá oss. Því þá er „þeim, sem sátu í landi og skugga dauðans, Ijós upp runn- ið“.‘ ' UM V1Ð A VERÖLD. TÓLF ÞÚSUND BlLVM STOLIÐ A ÁRI. Bifreiðarþjófunum fer fjölgandi með ári liverju, að því er útlend blöð segja, og það svo mjög að í stórborg- unum liafa lögreglustofurnar sjerstak- ar deildir, sem ekki fást við neitt annað. í frönskum, enskum og am- eríkönskum blöðum fylla frásagnirn- ar af bifreiðaþjófum oft marga dálka. I Bandaríkjunum er árlega stolið bíl- um fyrir um 300 miljónir dollara og í New York einni er talið, að 12 þús- und bílum sje stolið í meðalári. Bifreiðaþjófarnir nota liinar hug- vitsamlegustu aðferðir við iðn sina. Vitanlega er það oft svo, að ekki þarf neina kænsku til þess að stela bifreið, þegar þær standa tugum og hundruð- um saman á götunni eftirlitslausar og ólæstar. Það er ekki meiri vandi en að stela reiðbjóli. En stundum er málið ekki svo einfalt og þá verður að nota kænsku. * Bifreiðaþjófadeildin i New York hefir tamið sjer sjerstakar aðferðir til þess að komast fyrir inál þau, sem undir hana heyra, og liefir nána samvinnu við lögreglu annara borga. Sje bifreið stolið, er númerið á henni simað til allra lögreglustöðva i land- inu, því oftast reynir þjófurinn að komast sem lengst með bifreiðina. Sumir lögregluþjónar liafa einkum með liöndum að laka eftir stolnum bifreiðum og liefir einn þeirra getið sjer mikinn orðstír, því bann náði á skömmum tíma í yfir 100 stolna bila í Brooklyn. Hann er minnugur og man um þúsund númer á stolnum bílum. t Ein tegund bílaþjófa er sú, sem lif- ir af því að stela bílum — með leyfi eigendanna. Þetta kann að þykja ein- kennilegt, en það liggur svona í því: Eigandinn vill gjanran losna við gamlan bíl, sem hann á. Bíllinn er trygður gegn þjófnaði og eigandinn vill gjarnan ná tryggingarupphæðinni og kaupa sjer nýja bifreið. Og svo leigir liann mann til þess að stela bílnum. Það gengur vel og einn góð- an veðurdag kemur eigandinn til lög- reglunnar og kærir stuldinn. Stundum gengur þetta vel og eigandinn fær tryggingaruppbæðina greidda. — En stundum finst þjófurinn og þá kemur eigi sjaldan fyrir, að þeir verða sam- ferða i tugthúsið — eigandinn og þjófurinn. Arðsamt bragð. Fyrir nokkru kom tígulega klæddur maður á gistiliús eitt i Montreal og settist þar að. Þegar hann átti að greiða vikureikninginn sinn i fyrsta skifti tók hann upp ávisanahefti og ætlaði að fara að skrifa ávísun — sagðist þvi miður ekki hafa hand- bæra peninga. Gpaldkerinn vildi eklu taka við ávísunni því gistihús brenna sig stundum á því, að taka verðlaus- ar ávisanir í stað peninga. En mað- urinn var hinn rólegasti og bað gjald- kerann að bringja á bankann. Hann gerði það og var svarað, að maður- inn ætti stórfje inni. Ávísunin var tekin og maðurinn liafði enn betra atlæti á gistihúsinu á eftir. Næsta laugardag, rjett fyrir lokun- artima sölubúða kom maðurinn inn lil skrautgripasala og vildi kaupa liring. Ákvað liann að taka einn, sem kostaði 1500 dollara. Hann skrifaði ávísun fyrir upphæðinni og rjetti lcaupmanninum, sem lijet Mr. Birks, en liann vildi ekki taka hana. — Þjer getið hringt til bankans, sagði maðurinn. — Bankanum er lokað. Það er laugardagur í dag. — Æ, þvi mundi jeg ekki eftir. En liringið þjer þá til gistihússins, sem jeg bý á. Jeg vil nefnilega helst fá hringinn núna strax. Mr. Birks gerði það, og gjaldkerinn fullvissaði hann um, að maðurinn ætti nóg af peningum í bankanum. Og Mr. Birks tók ávísunina og fíni mað- urinn fjekk hringinn. bringdur upp af öðrum skrautgripa- sala, Mr. Mappin, sem sagði að mað- ur hefði ltomið inn til sín í þessu og viljað selja sjer hring fyrir 600 doll- ara. Mappin liefði þekt liringinn og viljað láta Birks vita, að ekki mundi ait verða með feldu. Og Mr. Birks þóttist undir eins sjá, að hann liefði ient í liöndunum á bófa og fengið ónýta ávísun. Hann liringdi tii lögreglunnar og maðurinn var tekinn fastur. Hann neitaði þvi liarðlega, að ávís- unin væri einskis virði. En í svipinn var ekkert liægt að sanna, því bank- inn var lokaður til mánudags. Mað- urinn var þvi settur i gæsluvarðhald. Snemma á mánudagsmorgun flýtti Mr. Birks sjer i bankann og framvis- aði ávísuninni. Hún var greidd sam- stundis. Hann fór i örvæntingu til lögreglunnar og maðurinn var látinn laus undir eins. En það fyrsta sem liann gerði var að fara til málfærslu- manns og láta liann stefna Birks og krefjast 15 þúsund dollara skaðaþóta. Og Mr. Birks var dæindur til að greiða upphæðina. Klækjabragðið tókst því alveg eins og til var ætlast. Nýttgistihúsí Reykjavik Mcð Vaxandi straumi innlendra og útlendra ferðamanna til Reijkjavíkur hcfir þörfin fgrir nýtt gistihús, sem fullnægði \

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.