Fálkinn


Fálkinn - 12.01.1929, Síða 14

Fálkinn - 12.01.1929, Síða 14
14 F Á L K I N N Lárjett. JK lí o Á T A n i* • 1. L ó ð r j e 11. 1 hæfileikar. 5 kuldi. 9 í byrjun sjúkdóms. 14 fyrir örstuttu. 15 höf- ; uðborg. 16 sendiboði. 18 pungi. 19 i 1 mikið fjör. 2 á undan. 3 tónn. 4 iverlti. 5 lagardýr. 6 kyrð. 7 fornafn. vera smástigur. 10 forfaðir. 11 tónn. r 2 3~ “ 4 ~ 5 6 's' ~ m 9 ^ 10~ 11 12 13 í 1 23 » £ fornafn. 20 stúlka. 21 innan liúss. 22 samtenging. 23 í fjárhúsum 25 upp- hrópun. 26 stefna. 27 sagt fyrir. 28 i föt. 30 handa sjúkum. 31 syngja, 34 tala margt. 37 leikfang. 40 söng. 42 >14 » 15 ffi 16 17 («|«| 18 < 12 skemd. 13 karlmannsnafn. 15 kven- í19 {[§ 20 ffi ffi ffi 21 22 | | ] drykkjuvisu. 27 verslun. 28 áburður. '23 24 gg 00 25 26 {[§ m 27 i i 29 hreinsa. 31 forsetning. 32 söngur. í rúmi. 43 deyja. 45 samtenging. 45 egg. 47 kveðið. 50 fleirtölu ending. 51 áverki. 52 ummæli. 53 var ekki á | 28 29 £Bi 30 31 £$ 1 i nafn. 39 flýtir. 40 leika. 41 nær miðju. 32 33 m 34 35 36 £ö 37 38 39 ( 43 heimþrá. 44 þjappa saman. 47 út- j lent kvenmannsnafn. 49 stórviðri. 54 ferli. 56 í reykjapípu. 58 á bending. 60 samtenging. 61 neitun. 64 stytt karlmannsnafn. 66 jafna. 69 á trjám. '40 41 42 00 (»i«l 43 44 j ] fiskur. 55 samgöngubót. 57 gekk. 58 i skammstöfun. 59 töluorð. 60 ólireinka. 62 karlmannsnafn. 63 vafi. 65 sundr- Í45 ( [fg 46 47 00 00 48 49 5S Stá 50 | 70 vera í góðu skapi. 72 vilja marg- ir eiga þá. 74 skammstöfun. 76 stór- grýti. 79 á hurð. 81 flýtir. 82 kven- < í 51 m ffi ffi 52 ffi ffi ffi i 1 ung. 67 gott að liafa fyrir neðan sig. ] '68 samsinna. 70 Illur viðræðu. 71 að l Ölfusárbrú. 73 gilda. 75 ólireinindi. 153 54 55 Ptg 00 56 57 00 B0 58 59 ss @0 60 ) mannsnafn. 83 fæða. 85 upphrópun. ( 86 húsdýr. 87 karlmannsnafn. 89 sam- i i61 62 63 |»j^ 64 65 |»|«| 66 67 68 i ] 77 mas. 78 graslendi. 80 notað við i kenslu. 84 úr ull. 86 tangi. 89 skamm- stöfun. 91 samsinna. 93 hefi leyfi. 94 tenging. 90 i skógi. 92 gistingarstað- ] ur. 94 mögl. 95 við þvott. 97 láta i illa. 98 kvefaður. 99 fornafn. ,gs| 69 70 71 £§ 72 )73 gg 74 75 76 77 pijp^ 78 l fornafn. 96 forsetning. | i79 80 81 ffi 82 00 Þ»I«d 83 84 I Á sunnudögum geta menn ( 85 ji£{ 86 ffi 87 88 00 l»j«) 89 | Komlð og lítið á nýtísku 'Wol !f hanskana í Hanskabúðinni. keypt „Fálkann" í konfekt- búðinni á- Laugaveg 12 og Austurstræti 5. ) 90 91 00 00 92 93 m 94 . 00 l»j«l 95 96 ' ( j /97 m 98 00 |M»| 99 J ! í =5 3QS** Kaupum lifandi refi og allar íslenskar skinnavörur. Islenska refaræktarfjelagið. Sími 1221. Símnefni: Fux. spurði Sir Francis með skiljanlegri for- vitni. — Windergate er auðvitað klókur, það sem hann nær, svaraði Daniel. Hann uppgötv- aði fyrir nokkru, að Londe vill, hvað sem hó- ar fá læknatímaritið „The Lancet“ og vill fá það sent beint til sín. Windergate hefir tvis- var komist á villigötur, er hann hefir verið að reyna að finna grunsamlega áskrifendur að tímaritinu, en í þetta sinn, held jeg að honum hafi ekki skjátlast. Tímaritið er sent til Bensons nokkurs læknis í Magnificent. Þar finst enginn maður með því nafni, en engu að síður er ritið alt af hirt, er það kemur. — Og það bendir á .... ? — .... að þar sje einhver, sem fer inn í skrifstofuna þegar enginn er þar viðstaddur og taki ritið út úr skápnum, tók Daniel fram í. Ályktunin af þessu hlýtur að verða sú, að þessi Benson, sem kallar sig lækni, sje ann- aðhvort maður, sem býr þarna svo að segja að staðaldri, eða þá einhver, sem stendur i einhverju sambandi við gistihúsið. — Er ekki hægt að hafa þar leynilögreglu- mann á verði — einhvern, sem Londe þekk- ir ekki? spurði Sir Francis. —■ Það var gert vikuna, sem leið, svaraði Daniel, dálítið þreylulega. „The Lancet“ hvarf, eftir sem áður. — Rjettu mjer þarna járnbrautaráætl- unina, sagði Sir Francis. — Það er tími til kominn, að jeg skerist í leikinn. —• Ef þjer gengur vel, sagði Daniel, — þarftu ekki að kvíða neinu um þenna há- degisverð þinn, hvað ungfrú Lancester snertir. Sir Francis fór hreint ekki dult með koinu sína til Magnificent í Shoreborough. Hann fjekk sjer herbergi undir rjettu nafni, víð- hafði miklar málalengingar til þess að fá það borð, er hann óskaði helst, og gerði mikið veður, ef honum líkaði ekki matur- inn, sat fyrir utan gistihúsið allan morgun- inn við að lesa blöðin, talaði við hvern, sem hafa vildi í setustofunni, um hvað veðrið væri indælt og spilaði bridge, seinni hluta dags, í einum klúbbnum. Hann hafði hugs- að ráð sitt vandlega og engan hefði grun- að, að þjónn hans væri útfarinn lögreglu- spæjari og, að hann hefði í setustofu sinni afrit af öllum upplýsingum um hvern ein- stakan gest, sein hafði verið þarna síðasta mánuðinn. Eftir svo sem þrigggja daga dvöl var honum næst skapi að hlægja að þeirri hugmynd, að Londe hefði verið í gistihús- inu, auk heldur væri þar enn. En daginn sem mest var að marka, sem sje fimtudaginn þegar „The Lancet“ átti að koma í póstin- um, breyttist alt í einu skoðun hans á mál- inu. Tímaritið var á dularfullan hátt numið burt úr hólfinu, þar sem það hafði verið lagt, þrátt fyrir árvekni þriggja eða fjög- urra manna, og þjónninn, sem var ungur Frakki, og hafði gengið um beina hjá Sir Francis. fanst fyrir neðan sandhólana, mílu vegar frá gistihúsinu, hálsbrotinn og með stórt gapandi sár aftan á höfðinu. Sir Francis kom snöggvast við á lögreglu- stöðinni, greiddi síðan gistihúsreikning sinn og símaði til Daniels. — Jeg kem til borgar- innar kl. 10.40 og stend við einn klukkutíma. Þú ættir að búa þig undir að fara með mjer hingað aftur. Windergate er á leiðinni hing- að og mig vantar annan mann til sem jeg þekki. — Jeg skal verða tilbúinn, sagði Daniel. Bölvað, að þú skyldir láta hann sleppa úr höndum þjer. — 10.40 endurtók Sir Francis. Jeg kem undir eins til þín, þegar jeg hef komið snöggvast við heima hjá mjer. En Sir Francis hvorki heimsótti Daniel, nje kom við heima hjá sjer, daginn þann. Aftur á móti stóð degi seinna í öllum helstu blöðum Lundúnaborgar, eitthvað þessu líkt, með feituin fyrirsögnum: DULARFULT HVARF NAFNKUNNS STJÓRNAREMBÆTTISMANNS Fyrstu dagana eftir hið dularfulla hvarf sitt, var Worton þjáður og hræddur og leið yfirleitt illa: Hann hafði óljósa, en þó nokk- urnveginn samanhangandi endurminningu um það, að leiguvagn hans hafði staðnæmst í vagnþröng fyrir utan stöðina, — að mað- ur einn stakk höfðinu inn um vagngluggann, eins og hann vildi spyrja um eitthvað, — að hann hafði l'undið einhvern þef, og rjett á eftir orðið máttlaus á sálu og líkama. Hann gerði það, sem fyrir hann var lagt, hræddur og skjálfandi. Hann fór út úr vagn- inum með aðstoð fylgdarmanns síns, fór inn á stöðina og yfir að aðkomupallinum, fór út úr stöðinni aftur og inn í lokaða bif- reið, sem ók hratt burtu þaðan. Fylgdar- maður hans hafði sest hjá ökumanninum, en sjálfur sat hann hjá konu, sem honum fanst mjög fögur eftir því, sem hann gat best inunað. Hann hleypli í sig kjarki til að stama upp spurningu, sem hann mundi ekki hvers efnis var. Hún brosti, klappaði á höf- uð honum og svaraði út í hött, en reyndi að hughreysta hann. Honum fanst sem sjer hlyti að hafa orðið ilt, en væri nú að fá meðvit- undina aftur .... Alt í einu sneri vagninn inn í þrönga götu. Þau óku síðan spölkorn yfir ósljetta jörðina, og sást þá greinilega til sjávar. Loks var numið staðar við bygg- ingu, sem virtist vera viti, — það var hvít- kölkuð bygging. Viti? alt var á ringulreið fyrir augum hans .... og svo mundi hann ekki meira .... Þegar hann kom til sjálfs sín aftur, lá hann á harðri stangdýnu í litlu, kringlóttu herbergi. Veggir og loft var hvítkalkað og eini glugginn var svo hátt uppi, að ekki varð sjeð út um hann. Fyrst datt honum í hug, að hann hefði orðið fyrir slysi og væri í sjúkrahúsi. Þegar hann leit betur i kring um sig, sá hann skarpleitan mann, harðlegan á svip. Hann var klæddur síðum, hvítum slopp utan yl'ir fötunum. Við hlið hans stóð kon- an, sem hafði setið við hlið hans i vagn- inum. — Hvar er jeg? stundi Worton. Hvað hefir skeð? — Þjer eruð í góðra manna höndum, svaraði hinn, rólega. —- Liggið kyrr. íbúi vitans laut niður og þreifaði á slagæð mannsins, sem lá á dýnunni. Siðan sneri hann sjer að konunni. — Þessi hcld jeg verði ágætur, sagði hann. Alt í einu rankaði Worton við sjer með hryllingi, þar sem hann lá, máttlaus. Þessi maður og kona gátu ekki önnur verið en Londe, vitfirti læknirinn, og konan vitfirta — þau, sem höfðu drepið föður ungfrú Lancaster og ferðamennina á Saliburysljett- unni og eflaust líka þjóninn, sem hafði fund- ist einmitt hjerna fyrir neðan klettana. Hann var á þeirra valdi. Þetta óvistlega herbergi var ætlað sem skurðarstofa. Hann var grip- inn óttahrolli. — Hvar í djöflinum er jeg, og hvað ætl- ið þið að gera við mig? stundi hann.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.