Fálkinn


Fálkinn - 09.02.1929, Blaðsíða 3

Fálkinn - 09.02.1929, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Rilstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvœmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Austurstr. 6, Reykjavik. Simi 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa í Osló: Anton Sclijötlisgate 14. BlaðiS kemur út hvern iaugardag. Áskriftarverð er lir. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyriiifram. Anglýsingaverð: 20 aura millimeter. Prentsmiðjan Gutenberg ^Umfíugsunarvert ~! Sundliöllinni er nú svo langt kom- ið. að gerðir hafa verið fullnaðar- uppdrættir að lienni. Hún er til á pappirnuin og dálítið meira, ]>ví rík- isstjórn og hæjar hafa lieitið lienni fjárframlögum, sem nema 250 þúsund krónum. Iín nú stendur það lika á pappírnum, að ]>essi upphæð nægi ekki. Sundhöll- in sjálf kostar samkvæmt áætlun 312 húsundir og er ]>á aðeins talið liúsið sjálft en ekki vatnsleiðslur að þvi. Og nú er spurningin: vill hærinn segja úrslitaorðið og lofa þessu sem á vant- ar, svo hægt sje að flytja sundhöllina af pappírnum og yfir í veruleikann á þessu ári og liinu næsta? Bærinn hefir í mörg horn að líta. Hann er að útrýma forargötunum og gefa íbúum sínum malbikuð stræti í staðinn, hann hefir skinnað sig upp svo undrun sætir á rúmum tuttugu árum, fengið sjer vatn í livert hús, gas, rafmagn og rörleiðslur fyrir allan ó- þverrann, sem frá lionum kemur. Hann kastar tötrunum og eignast eigulegar flíkur í staðinn. Hann vant- ar ennþá sjálft höfuðfatið: ráðhúsið. Jú, bærinn hefir í mörg liorn að líta — euginii neitar því. Bærinn liefir á herðum sjer ]>ung- an hagga, þar sem er ómagafram- færið. Og algengasta orsölc þess, að fólk veröur að flýja á náðir bæjar- ins og þiggja hans hrauð er heilsu- leysið. Öllum ber sainan um, að sund- höllin eigi að vera heilsulind hæjar- ins, að liún eigi að varna sjúkdóinum og auka þrótt og vellíðan þeirra, sem licilbrigðir eru að kalla. Að hún muni eiga sinn þátt í því, að ala upp nýja kynslóð, hrausta kynslóð, og efla ]>rifnað og atorku. Og er mála sann- ast, að bærinn mundi með sundhöll- inni endurgjalda stóran skerf af því, sem hann skuldar í margra ára van- rækslu á umönnun unglinganna, sem alast upp i Reykjavík. Sundhöllin á að l>era sig — borga reksturskostnaðinn, beinlínis. Senni- legt að hún geri betur. En umfram alt borgar hún óbeinlinis. Ef liún gerði það ekki, væri Reykvíkingar og íslendingar öðruvisi skapaðir en allir aðrir menn. Sundhöllin er mesta gróðafyrirtælcið, sem borgin getur lagt i'je í. Og varla mun finnast i liöfuð- borginni sá gjaldandi, sem elskar skít- inn svo mikið, að liinn vilji ekki til vinna nokkurra króna hækkun á út- svari til ]>ess eignast mestu hrcinsun- -arstöð landsins. cx. Hvar stóð vagga mannkynsins? Forndýrabein, sem verið er að biía til flutnings. Vísindamennirnir hafa lengi deilt um, hvar í heiminum hinir fyrstu forfeður mannkynsins hafi alið aldur sinn. Sumir hafa viljað halda því fram, að vagga mannkynsins hafi staðið í Afríku, aðrir hafa tilnefnt eyði- merkur Arahíu og enn aðrir hafa reynt að leiða líkur að því, að forfeður mannkynsins hafi dval- ið i landi, sem nú sje sokkið, en verið hafi milli Madagaskar og Indlands. Nú er nýr staður kominn til sögunnar, sem tnenn telja, að líklegri sje til að geynta elstu sögu mannkynsins en nokkur þeirra, sem nefndir voru. Það er Gobi-eyðimörkin rnikla i Kína. Eyðimörk þessi er dalur í Asíu- húlendinu mikla, norðan við Tí- bet. Liggja fjöll að henni á alla vegu, nema að vestan, þar tekur Austur-Turkestan við, en Altai- fjöll og Tiensjan ganga austur í eyðimörkina. Eyðimörkina alla milli Pamir og Ivingan-f jall- garðsins í Kína kalla Kínverjar Hanhai („þornaða hafið) og er Gobi-eyðimörkin austurhluti þess. Var haf þarna fyrrum, á „ter- tiera“ jarðsögutímabilinu svo að nafnið hefir við rök að styðj- ast. Gobi-eyðimörkin liggur um 1000 metra yfir sjávarmál, að nýju Ijósi yfir ýmsa þætti forn- dýrafræðinnar. Hjer í blaðinu hafa áður ver- Andrcivs-leiðangurinn i náttstað í Gobi-egðimörkinni. þeirra hafa verið 24 feta löng og 13 feta há. Leifar þær, sem fund- ist hafa af þessum dýrum eru stórum fullkomnari og minna skemdar en venja er til um forndýraleifar. Er það staðhæft, að aldrei hafi fundist fullkomn- ari forndýraleifar en þarna. Menn þykjast geta staðhæft, að þarna hafi verið fjöldi dýra og að kalla iná á sama blettinum hafa fundist steingjörfingar og leifar af fjöldamörgum dýrum. Þó þessar dýraleifar hafi fundist þarna er það vitanlega engin sönnun fyrir því, að fyrstu menn veraldar hafi alið þar ald- ur sinn. En hitt fullyrða menn, að þarna hafi verið hreinasta Gosenland á þeim tíma, sem flestir aðrir hlutar veraldar voru i II- eða óbyggilegir. Og Gohi- eyðimörkin hefir einnig að geyma menjar, sem sýna að austur þar hefir um eitt skeið verið afar mikil mannabygð; þar eru rústir af heilum stór- horgum er sýna, að á þessum slóðuin hefir verið menningar- undanteknu mjóu belti, frá austri til vesturs, sem er lægra. Ástæðan til þess, að menn fóru að veita Gobi-eyðimörkinni eft- irtekt var í fyrstu sú, að um hana lá færasta leiðin inn í dul- arfulla landið Tibet, sem til skamms tíma hefir verið lokað Evrópumönnum. Lama-arnir eða einlífismennirnir í Tibet hörðust lengi og vel á móti því að aðrar þjóðir yrði nokkurs vísari um háttu þeirra, siði og þjóðskipulag, en vitanlega varð vestrænum vísindamönnum því meira keppikefli að ráða gátur þessa lokaða lands. En á þcss- um ferðum urðu menn þcss vís- ari að Gobi-eyðimörkin hefði að geyma stórmerkar menjar frá fornum jarðsögutímabilum. Og þetta kom betur fram síðar. Því leiðangur sá, sem Ameríkumenn gerðu út lil Gobi fyrir nokkrum árum og kendur er við Andrews, hefir orðið svo margs visari i förinni, að fregnir þær sem þeir leiðangursmenn segja frá, varpa Loftskeytastöð Andrews í ferðalaginn. ið birtar myndir af hinum risa- vöxnu dýrum, sem þarna höfð- ust við fyrir miljónum ára. Sum

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.