Fálkinn - 09.02.1929, Qupperneq 15
F Á L K I N N
15
Frh. af 7. síðu.
gat greint. En nú hreyfði vind-
blær gluggatjaldið til hliðar og
það varð bjart i stofunni sem
snöggvast — og sá jeg að það
var draum-mærin mín, sem
þarna lá.
Jeg varð svo glaður með sjálf-
um mjer yfir því, að hún skyldi
vera orðin svo hress að hún
kæmist niður í stofuna aftur.
Hún var í sama svarta kjólnum
og síðast en á brjósti hennar var
vöndur úr liljum. Mjer fanst
ekkert athugavert við að hún
væri klædd samkvæmisbúningi
um miðjan dag — jeg þekti upp-
átækin hennar. En alt í kringum
hana voru blóm — allskonar
blóm, og um höfuð hennar var
krans af eilífðarblómum! Eng-
inn bindur slíkan krans um
höfuð lifenda! Þetta var víst
ekki gaman heldur sorglegasta
alvara.
Nú skyldi jeg smátt og smátt
hvernig í öllu lá. Hún mundi
aldrei vakna framar og gera að
gamni sinu við mig. Nei, hún
var dáin — draummærin mín
var dáin. Jeg knýtti hnefann og
rak hann í spegilinn, jeg ætlaði
að fleygja mjer niður við hlið
hennar og grátbæna hana um að
rísa upp aftur og líta á mig und-
ursamlegu augunum sínum, tala
við mig með röddinni, sem jeg
hafði aldrei heyrt. — —
Jeg lá heilan mánuð með ó-
ráði. Hjúkrunarkonan sagði
mjer síðar, að jeg hefði verið
milli heims og helju. En hvern-
ig sem það var, þá var jeg nú
vaknaður til meðvitundar aftur
og gat hugsað og skynjað. Bráð-
um fjekk jeg að lesa brjefin,
sem jeg hafði fengið meðan jeg
var veilcur. Eitt brjefið var með
egypsku frimerki og undir eins
og jeg opnaði það, sá jeg að það
var frá fyrri eiganda spegilsins.
Jeg ætla að birta hjer ofurlítinn
kafla úr því brjefi:
„Þetta sem þjer skril'ið mjer
um er alveg óskiljanlegt. Speg-
illinn hefir verið eign riiín, það
er satt — jeg þekki hann á lýs-
ingu yðar. Og lýsing yðar á stof-
unni er líka hárrjett í sináu sem
stóru, það er stofan okkar
gamla. En hvað snertir alt hitt,
sem þjer segið mjer frá, þá er
það ofar mínum skilningi. Þjer
hafið lýst út í æsar yngstu dótt-
ur minni, Geraldine. Harmar
mínir ýfðust á ný, er jeg las í
brjefi yðar fjölda smáatriða úr
sefi hennar. Hún var augasteinn
minn í barnahópnum og hún dó
fyrir fimm árum“.
Ávarp.
Primus-
ofninn
brennir steinolíu
fyrir 3 aura hverja
klukkustund.
Omissandi á hverju
heimili. Gefur mik-
inn og þægileganhita,
lyktarlaust og án há-
vaða. — Ofn þessi er
búinn til af hinum
heimsfrægu sænsku
„Primus" verksmiðj-
um. — Verð 35 kr.
Sendum gegn póst-
kröfu um alt land.
VIÐSKIFTAFJELAGIÐ
Ðox 597. — Reykjavík.
Sökum þess að Ferðafjelagi ís-
lands berst jafnan fjöldi fyrir-
spurna, frá innlendum og er-
lendum mönnum, um verð á
öllu sem að ferðalögum lýtur,
hefir fjelagið ákveðið að safna
sem nákvæmustum upplýsingum
í þessu efni.
Fjelagið vill því beina þeirri
málaleitan til allra hjer á landi,
sem hafa greiðasölu í einhverri
mynd, leigja hesta eða bifreiðar,
að senda fjelaginu þær upplýs-
ingar, kem hjer segir:
1. Gististaðir:
a) Verð á næturgisting,
b) — - einstökum máltíðum,
c) — fyrir gisting og mat
einn sólarhring eða
lengur.
2. Matsölustaðir:
a) Verð á einstökum máltíðuin,
b) — - kaffi með brauði,
c) — - mjólk með brauði.
3. Hestleir/a:
a) VerÖ á dag í 1 dag
b) — - •— - 2 daga — eða
lengur,
c) kaup fylgdarmanns á dag
meö hesti,
(1) leiga á reiðverum.
4. Bifreiðar:
a) Verð fyrir 4-m. eða 6-m. bif-
REMINGTON
er bygð af elstu ritvjelaverk-
smiðju heimsins, enda hefir
reynsla um áratugi sýnt og
sannað að þetta er óviðjafn-
anleg vjel að þoli og gæðum.
Umþoðsmaður:
Þorsteinn Jónsson,
Austurstræti 5, Box 275.
reiðar, ákveðnar vegalengdir
frá þeim stað sem bifreiðarn-
ar starfrækjast,
b) verð fyrir hvert sæti, ákveðn-
ar vegalengdir, og upplýsing-
ar um fastar áætlunarferðir.
Svar við spurningum þessum
óskast sent fjelaginu nú þegar,
þó eigi síðar en 15. mars n. k.
í árbók fjelagsins 1929, sem
út kemur í vor, mun verða
prentuð skrá yfir gisti- og mat-
sölustaði um alt land, ásamt
nöfnum þeirra sem farartæki
hafa að bjóða, og hvað alt þetta
kostar á hverjum stað. — Til
þess að komast á skrá þessa,
verða menn að senda fjelag-
inu upplýsingar þær er að ofan
greinir.
Utanáskrift fjelagsins er: —
Pósthólf 597, Reykjavík.
FERÐAFJELAG ÍSLANDS.
FLJÓTANDI EYJAR í
ATLANTSHAFI.
Menn eru ekki i ncinuin vai'a um,
að innan mjög skamms tima verði
komnar á reglulegar fiugferðir milli
Evrópu og Ameriku. En hinsvegar eru
þær flugvjelar, sem enn hafa verið
gcrðar, ekki svo traustar, að þær gæti
haldið uppi þessum ferðum an þess
að það sje talsvert mikið áhættuspil
að ferðast með þeim eins og nú standa
sakir. I>ví altaf getur hreyfill hilað og
þá er ekkert undanfæri að lenda. —
Lendingarstaðurinn er einliversstaðar
úti á Atlantshafi og sjórinn getur ver-
ið það úfinn, að vjelin farist áður en
næst i hjálp.
Nú er að visu lcið til yfir Atlants-
liafið, sem talsvert dregur úr áhætt-
Grammófón- viögerðir
allar framkvæmdar af færustu mönnum
í þessari grein hjer á landi.
Mest úrval á landinu af öllum varáhlutum til Grammófóna.
FÁLKINN (sími 670).
iiHtf ttiiii r 11 ii 1111 m 111 m 1111111111 ii 111111111111111111111 ii 11111111111 m i-fc.
CS . ■ t t . ; ; . ^ I . ■ . ■ . ■ T . H I T I I ■ 1 H T I 1 I I I I . T II ■ I n ■ H II I I ■ 1 I I I I 1 I I I 1 1 1 I I 1 I 1 I I 11
&
eiBiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiisiiiiiiBimiiiiiiiimiiiiiiiiitBiiiBiiotiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiie
■ II — h n 1 i*ii / e* i « ••
Allskonar tilbúnar fatnaðarvörur |
| á karlmenn kvenfólk og börn ávalt í miklu úrvali á 5
I Laugaveg 5. |
| Bestar vörur, Best verð. |
NOTUÐ
íslensk frí-
merki
kaupi jeg ætíð
hæsta verði.
Verðlisti sendur
ókeypis, þeim
er óska.
GÍSLI SIGURBJÖRNSSON,
Ási — Reykjavík.
unni. Sú leið liggur yfir ísland og
Grænland og með því að nota þessa
viðkomustaði er ekki ýkja langt milli
áfangastaðanna. En menn vilja spara
timann og fara stytstu leið. Og til
þess að hún verði örugg þarf að
„byggja“ nýjar eyjar í Atlantshafið,
eyjar, sem flugvjclar geti ávalt ient
við og fengið lijálp, hvernig sem
stendur á veðri og sjó. En slíkar
„eyjar“ er vandi að „byggja“. Fljót-
andi verða þær vitanlega að vera, því
þrátt fyrir alla liugvitssemi nútímans
treystir enginn sjer til að skapa eyju
neðan frá hafsbotni úti i miðju At-
lantshafi. En fljótandi „eyjar“ liafa
ýmsir verkfræðingar verið að búa til
á pappírnum, og skal hjer sagt frá
cinni tillögunni, sem samin er af
franska verkfræðingnum Hcnri De-
frasse.
Eyjan er bygð eins og einskonar
þurkvi úr stáli. Hún líkist mest skeifu
í lögun, og er uppistaða hennar úr
tveimur fimm hundruð metra löng-
um flotholtum, sem að framan eru
samtengd með einskonar stefni, sem
á að hrinda af sjer sjó. Eyjan liggur
fyrir akkerum og snýr stefnið ávalt
upp i vindinn. Gerir Defrasse ráð fyr-
ir, að hún standist ósjó betur en
nokkurt stórskip, en þó vill hann ekki
ábyrgjast, að menn geti ekki orðið sjó-
veikir á þessu nýja landi sínu. Inni á
milli flotholtanna er einskonar höfn:
þar á altaf að vera vægur sjór og þar
eiga flugvjelarnar að geta lent þegar
þeim er þörf á. Tengslið á milli flot-
holtanna er þannig lagað, að þar á að
vera hægt að draga vjelar á þurt, til
viðgerðar.
Á „eyjunni“ er viðgerðasmiðja,
flugvjelaskálar og gistiliús, sem
rúmar 165 manns. „Eyjan er 500
metra löng og 250 metra breið og
þyngd hennar er 2,6 miljón smálestir.
Þar á að verða 25.000 liestafla hreyf-
ill til þess að stjórna hreyfingum
hennar, eftir því sem þörf er á.
Defrasse gerir ráð fyrir, að byggja
þurfi um 30 þessháttar „eyjar“, til
þess að flugferðir yfir Atlantshafið
verði öruggar, með þeim tækjum seni
nú eru til. Allar „eyjarnar“ hafa
sterka vita og kastljós, svo að ef þær
yrðu þetta margar, ættu flugmenn
jafnan að sjá ljós næstu eyjar áður
en þeir missa af vitum þeirrar sem
þeir fóru frá.
Blöðin minnast ekkert á livað þetta
muni kosta. En þau segja, að Ame-
ríkumenn sjeu fúsir til að leggja fje
i fyrirtækið. Það er jafnan viðkvæðið,
þegar Evrópumenn ráðgera einhverja
endemis firru.
Því „eyjarnar“ i Atlantshafinu eru
firrur og hugarórar. Flugferðir vfir
Atlantsliaf hefjast undir eins og vjel-
arnar þykja færar um að fara yfir
hafið milli þeirra lendingarstaða, sem
standa i botni i Atlantsliafinu, og leið-
in verður valin þar sem stytst er
milli þessara áfangastaða. Sú leið
liggur yfir ísland, og þvi er það, að
innan skams getur það viljað til, að
ísland liggi i fljótustu leiðinni milli
gamla heimsins og þess nýja.