Fálkinn - 09.03.1929, Side 2
2
F Á L K I N N
GAMLA BfÓ
(Metro-Goldwyn-mynd).
Afarskemtilegur gamanleikur í
7 þáttum.
Aðalhlutverk leika:
Aileen Pringle
Lew Cody — Roy D’Arcy.
— Sýnd um helgina. —
PILSNER
Best. Ódýrast.
INNLENT
t
ölgerðin Egill Skallagrímsson.
„Protos er frægur, hans vegur vex,
ódyr og liðugur, segir sex;
Protos í hvelli fægir gólf;
Protos er smellinn og á við tólf“.
Protos Bónvjel.
Endurbætt.
Áður góð,
nú betri.
Gólfin verða spegil-
gljáandi — fyrirhafnarlítið.
Faest hjá
raftækja-
sölum.
7
kuJ s Telpu- og Unglinga- Z' skófatnaður alskonar nýkominn. Lávus G. Lúðvígsson, Skóvevslun.
" NÝJA BÍÓ ■
Hættulegur meðbiðill.
Spánskt ástaræfintýri í 9 þáttum,
tekin af Unitet Artists
undir stjórn Ronald West.
Aðalhlutverkið leikur
Norma Talmadge
af mikilli snild.
Þessi ágæta mynd verður sýnd
í fyrsta skifti í kvöld.
Litla Dílastööin
Lækjartorgi
Bestir bílar.
Besta afgreiðsla.
Best verð.
Sími 668 og 2368.
Emile Walters listmálari og frú.
eru fyrir nokkru komin hingað
til lands frá Vesturheimi. Hefir
Walters aldrei komið hingað áð-
ur, en frú Þorstína ferðaðist hjer
uni land fyrir nokkrum árum
og flutti þá fyrirlestra í Reykja-
vík, sem mikið þótti til koma.
Hefir hún gefið út mikið rit og
vandað um íslendinga í Norður-
Dakota og ættir þeirra, einskon-
ar Landnámabók, sem hefir mik-
inn fróðleik að geyma. Vestan
hafs hefir hún flutt fjölda fyrir-
lestra um ísland og íslenskar
bókmentir, þar á meðal á fjórtán
háskólum og í fjölda fjelaga. En
undanfarna mánuði hefir hún
starfað að undirbúningi heim-
farar Vestur-íslendinga 1930 í
samráði við sjálfboðanefndina
vestra, en formaður hennar er
hinn frægi skurðlæknir Dr.
Brandson í Winnipeg. Hefir liún
ferðast um íslendingabygðir und-
anfarna þrjá mánuði og flutt
fyrirlestra og get'ið upplýsingar
viðvíkjandi heimförinni. Cunard-
línan leggur flokknum. til skip
og er fargjaldi mjög still í hóf,
svo að gera má ráð fyrir, að ó-
dýrari fcrð til íslands sje ekki
hægt að fá. Er gert ráð fyrir að
ferðamennirnir geti staðið við alt
að sex vikur hjer á landi. Ýmsir
merkismenn hafa þegar ráðið sig
til fararinnar, svo sem Vilhjálm-
ur Stefánsson, Leifur Magnús-
son fulltrúi Bandaríkjasljórnar í
alþjóðaskrifstofu verkamála, pró-
fessor W. Craigie, hinn kunni ís-
| Leikara póstkort Amaíör''erslunin
1 Ki rkjustræti 10.
landsvinur, próf. Benzon frá
Yale háskóla og prólessorarnir
Gould og Gpode, dr. Leach ritari
Scandinavian American Founda-
tion, Sveinbjörn Johnson og
Barði Skúlason iögmenn og dr.
Brandson. Frú Walters er hjer
komin til að ráðgast við Alþing-
isnefndina um ýmislegt viðvíkj-
andi hátíðinni og gestakomunni,
og hverfur aftur vestur um haf
í þessum mánuði.
Emile Walters málari er
fæddur í Winnipeg af skagfirsk-
um foreldrum og hefir aldrei ís-
land sjeð fyr en nú. Hann ólst
upp í Winnipeg og byrjaði
ungur að mála og undir tvítugt
braust hann til Chicago mest al'
eigin rammleik og komst á lista-
háskólann þar. Að loknu námi
þar fór hann til New York; kynt-
ist hann þar Einari myndhöggv-
ara og telur hann þá viðkynn-
ingu hafa orðið sjer að miklu
gagni. Siðan gekk hann á lista-
háskóla Pennsylvaníu, en hvarf
þá aftur til New York og hlaut
allríflegan styrk til listaiðkunar.
Síðastiðin sjö ár hefir hann ver-
ið kennari við listaháskóla Penn-
sylvaníu. Walters hefir haft af
örðugleikum á listamannsbraut-
inni að segja í ríkum mæli, en
hefir nú náð fullri viðurkenn-
ingu. Yfir 20 opinber söfn í
Ameríku hafa keypt myndir
eftir hann, auk fjölda einstakra
manna safna, listastofnanir og
fjelög hafa sýnt honum ýmsan
sóma og fjölda mörg f.jelög gert
hann að heiðursf jelaga sínum.
Nokkrar myndir eftir Walters
hefir íslenslca ríkið keypt handa
málverkasafninu.
Á inorgun kl. 3 flytur frú
Walters erindi í Nýja Bíó um
Vesturíslendinga og undirbúning
þeirra undir heimförina 1930.
Eiga menn von á góðu þar sem
þetta erindi er, því bæði er efnið
eftirtektarvert og frúin prýðisvel
máli farin.
Kvikmyndir.
GAMLA J5ÍÓ sýnir um helgína eink~
ar fjöruga mynd, sem heii.ir „Tví-
burabræðurnir" með Aileen Pringle og
Lew Cody i aSalhlutverkunum og er
mýndin samin með (illili til þessara
leikenda. Myndin er full af glensi og
linittilega samin og aðalleikendurnir
tveir eiga sjerlega vcl saman. Af öðr-
um leikendum má nefna Roy D’Arcy
og Gwen Lee. Það leiðist engum með-
an hann horfir á ]iessa skemtilegu
mynd
NÝJA BÍÓ sýnir í Isvöld mynd sem
néfnist „Hættulegur meðbiðill". Lýsir
hún haráttu tvcggja manna um sömu
stúlkuna og leikur sjálf Norma Talm-
adge þessa stúlku og er ]>að eitt út
af fyrir sig næg meðmæli. Myndin er
einkar lirífandi og spennandi og ljóin-
andi vel leikin