Fálkinn


Fálkinn - 06.04.1929, Blaðsíða 4

Fálkinn - 06.04.1929, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N Gullleitarmenn aiT fara yfir á. og verðmætin þó enn meir. Eyði- land sem hefði fengist fyrir nokkra dollara í dag var orðið miljóna virði á morgun. Og margir rökuðu saman fje, en aðrir sveltu, því lukkan gerði sjer mannamun þar eins og annarsstaðar. Þremur árum síðar fundust gullnámur í Ástralíu og næstu árin kom mest af gulli frá Ástralíu og Kaliforníu. En 1882 fanst svo gull í Transwaal í Suður-Afríku og 1896 i Yukon- dalnum í Klondyke. Hófust miklir þjóðflutningar þangað norður í ísalöndin, þar sem hvítir menn höfðu ekki talið lif- andi áður. Var afar erfitt að komast þangað, yfir fjöll og l'irnindi að fara og vetrarríki mikið mestan tíma ársins. En samt sótti fólk svo mjög til Klondyke, að á einu ári aðeins, 1898, fluttu þangað 30 þúsund manns, fólk af öllum stjettum og þjóðerni, mest þó Canada- menn, en líka Frakkar, Norður- landabúar og Rússar. Strjáling- ur fór þangað af íslendingum, en ekki er þess getið að þeir hafi dottið i lukkupottinn. Á tveiin- ur árum óx aðal gullgrafarabæú- inn, Dawson City úr 5 þúsund ibúum upp í tuttugu. En síðan hefir íbúum fækkað aftur, svo að þar eru eigi nú nema 10 þús- und manns. En bærinn er mynd- arlegastur allra á þeim slóðum; þar er rafveita og nokkur hlöð eru gefin út þar. Gullið í Klondyke liggur laust innan uin sand og möl í árfarvegum og er unnið með þvotti, þannig að því er skolað úr sandinum með vatni. Vegna þess að gullið er þyngra en sandurinn, verður það eftir á botninum. En vegna frostanna er gullþvottur mjög erfiður í Ivlondyke. Hámarki sínu náði gullframleiðslan þar árið 1900 er unnið var gúll sem var 22 miljón dollara virði. Árið 1911 var aðeins framleitt þarna gull fyrir um 5 miljónir dollara, svo að námugröfturinn liefir lifað sitt fegursta nema því aðeins að nýjar námur finnist. Gullgrafararnir áttu ekki sjö dagana sæla. Líf þeirra var hið versta, kuldi, slæm aðbúð, sult- ur og sjúkdómar, enda fórust margir þeirra áður en þeim yrði nokkuð ágengt. Venjulega að- ferðin var sú að 3—4 slógu sjer saman í leitarflokk og rannsök- uðu einhvern farveginn, tóku sand upp á skóflu hjer og hvar og þvoðu í „pönnunni". Ef dá- lítill vottur af gulli varð eftir þegar sandinum hafði verið skol- að burt var haldið áfram á sama slað, reistur kofi og trjerenna sett í lækinn til þess að ná upp þvottavatni. Stofnkostnaður til þessháttar gullvinslu var lítill en eftirtekjan líka venjulega mjög rýr og gullið seintekið. Sumir fjenuðust hetur á ann- an hátt, nfl. með því að selja gullgröfurum vinnu sína. Altaf var mikil eftirspurn eftir trje- smiðum og þeim goldið hátt kaup. Og þeir eru eklci fáir miljónamæringarnir i Ameríku, sem byrjað hafa auðsafn sitt með því, að stofna búðarholu í gullgrafabæjunum og selja rán- dýrar lifsnauðsynjar, þegar allir aðflutningar voru teptir vegna vetrarsnjóanna. Sumir hafa grætt á gullæðinu. En hinir eru fleiri, sern kornu / Ijaldslað á leið til fyrirheitna landsins. 00 00 ©0 Ba 00 m ©0 ES 00 ©0 00 00 00 ©0 00 ©0 00 Stærsta súkkulaði og kon- fekt verksmiðja Þýskalands, gg fræg fyrir gæðin og verðið. Mjög jölbreytt úrval. A. OBENHAUPT. ©0 00 m m m aftur með tvær hendur tómar — eða komu aldrei aftur, vegna þess að leitin að gullinu lagði þá í gröfina. Stærsta lcorn-sýning sem nokkurn- tima hefir verið haldin í lieiminum á að fara fram i horginni Regina, sem er höfuðstaður Saskatshewanfylkis í Canada, árið 1932. Verður hún opin kornframleiðendum hvaðan sem eru úr lieiminum og stendur yfir hálfan mán- uð í ágúst. Til verðlauna fyrir liveiti verður varið 90.000 dollurum og fyrir hafra 30.000 doilurum, en þessar tvær liveititegundir eru mest ræktaðar í Saskatshewan. Þar búa allmargir Is- lendingar. Kinverjar hafa nú eignast hjóðsöng. Eitt af fyrstu verkum þjóðernissinna- stjórnarinnar sein náði völdum í Kína i fyrrasumar var að efna til sainkepni um nýjan þjóðsöng. Komu alls um 150 svör, en verðlaunin Iirepti ungur Kín- verji sem heitir Tsjen-Mei-Tsjun, og hefir hann samið bæði lagið og Ijóð- ið. Lagið er ekki talið sjerlega kín- verskt í anda, en gæti vel verið samið af einliverju tónskáldi vesturálfu, en kvæðið er ramkinverskt, orkt i forn- kínverskum Ijóðastil. Gamall prófastur i Noregi hafði orð á sjer fyrir, að koma í stólinn illa undirbúinn og Jiað var ekki altaf sem liann komst vel frá ]>ví sem hann vildi sagt hafa. Einu sinni bar svo við, að í Færeyjum hafði orðið mikil óáran, pest i sauðfje, grasbrestur, fiskileysi og fleira i sömu átt. I.agði kirkjustjórnin ]>ví fyrir norska presta að minnast Færeyja í bænum sínum á ákveðnum sunnudegi. Gamli prófasturinn gerði ]>að með þessum orðum: Og loks vilj- um vjer, vinir minir, í bænum vorum ininnast Færcyja, sem ]>ú, l'aðir vor á liimnum, vissulega, já jeg segi — vissulega, veist að eru —— að eru cyja- klasi í Atlantshafinu. Leggið undir gólfdúka yðar. — Einangra mjög vel. Sjer- staklega þægilegar þar sem dúkar eru lagðir á steingólf. Fyrirliggjandi hjá J. Þorláksson & Norðmann. Dankastr.il. Símar: 103 & 1903. Líkast smjöri! t^MÍ0RLÍKÍ l--------------I Það er alkunna, að Reykvíkingar greiða bróðurpartinn af tekju- og eignaskattinum. sem landsjóður fær og má scgja, að lögin sjeu ekki enn kom- in til fullra framkvæmda hvað sveit- irnar snertir. Mun ástæðan til þessa einkum vera sú, að sama skoðunin er enn ríkjandi hjer eins og sú, sem kemur fram í eftirfarandi smásögu um norskan bónda: Bóndinn hafði ekki setið í sliattanefnd sjálfur en ver- ið settur í skatt, sem honum fanst ekki ná neinni átt; svo hár var hann. Hann fór til lögfræðings og vildi láta liann hjálpa sjer til að skrifa kæru. Lögfræðingurinn athugaði málið og segir svo, að þetta þýði ekki að kæra, því bóndinn liafi haft miklu meiri tekjur en þær, sem svari til skattsins. Svarar þá bóndinn: Vitanlega hefi jcg liaft miklu meiri tekjur. En jeg fer ]>ó varla að horga skatt af þvi sem jcg jet!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.